Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 44
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Stykk i stuöi eins og alltaf. Talið frá vinstri: Elvar Gunnlaugsson, Jóhann Rafnsson, Einar Steinarsson, Heimir Jóhannsson og Pótur Rafnsson. „STYKKARAR” ERU ORÐNIR NÍU ÁRA Það eru hreinar og beinar linur að — „Stykkhljómurinn” hefur víða heyrst á þessum árum D V-myndir: Róbert Jörgensen. og mörgum snúningnum hafa þeir valdið Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara DV í Stykkishólmi: Hljómsveitin Stykk úr Stykkishólmi á 9 ára afmæli um þessar mundir. Hljómsveitin er eitilhress og hefur vakiö mikla athygli á Nesinu í þessi níu ár. Gítarleikari hljómsveitarinnar, Elf- ar Gunnlaugsson, hefur veriö „Stykk- ari” öll níu árin, en hinir hafa komiö inn í hljómsveitina á síðustu árum. öll árin hafa reyndar veriö miklar manna- breytingar í Stykk. Líkja sumir því við stökkbreytingar. „Stykkarar” hafa spilað mest í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og á Ströndum. Lagavalið er fjölbreytt, og þeir eru fáir, sem ekki ná sér í góðan snúning, þegar Stykkhljómamir ber- ast út. Við Hólmarar blásum á afmæliskert- iö góða og óskum „Stykkurum” alls hins besta á afmælinu. Svo aö sem flestir geti notið Stykkhljómanna er hægt að ná í hljómsveitina í síma 93- 8379. Ekki nokkur vafi að menn fá strax Stykksón um leið og þeir lyfta símtólinu. -JGH Agnetha á gangi í New York í mikl- um hitnm nýlega. „Það er greinilegt aðhitinn erá.” Yorkarar hrifnir af Agnethu - og allir „Eplahúarnir” vita nú hver sú Ijóshærða er Abbastúlkan vinsæla, Agnetha Faltskog, hefur að undanförnu verið í New York að kynna litlu plötuna sína „Can’t shake loose.” Agnetha sagði við blaöamenn í NewY ork að þaö hefði verið mikiö aö gera hjá sér í „Stóra eplinu” eins og borgin gengur gjarnan undir. „Þetta hafa verið stöðug blaða-, sjónvarps- og útvarpsviðtöl. En ég er ánægð með þær viðtökur sem ég hef fengið.” „Allir viröast hér vita hver hljóm- sveitin Abba er og ég heid aðallir viti líka núna hver Agnetha Faltskog er.” Þess má geta svona í framhjá- hlaupi að Agnetha og lögreglu- maðurinn Torbjörn Brander sem Agnetha tók aftur í sátt fyrir fáum vikum ætla að gifta sig næsta vor. HÚN DAVIS LÆTUR SUNDIÐ EKKIDUGA — og syndir nú hraðbyri á toppinn sem sýningardama Þekktasta sundkona Breta, Sharron Davis, slær nú í gegn í heimalandi sínu sem sýningardama. Davis hefur auglýst að undanförnu alls kyns sportfatnaö sem þykirhinnfall- egasti. Segja Bretar að það fari vel á því að stúlka eins og Davis sýni þennan fatnað. Hún sé nefnilega ímynd friskleikans og hollustunnar og eldci skemmi útlitiðfyrirhenni. Fylgir sögunni aö þær vörur sem Davis auglýsir séu nú mjög eftirsóttar í Bretlandi og vilja menn líkja sölunni við eitt allsherjar skriðsund. Upp meö hendur og í sportfatnaðinn. Besta sund- kona Breta, Sharron Davis, meö jhendurnar í Hvar fékk hún Linda stólinn? — það er mikilvæg spurning Enska stúikan Linda Lusardi birtist Tjallanum nýiega á þennan hátt. Hún sagðist hafa slappað vel af í stólnum og notið útiverunnar. Linda er þekkt ljósmyndafyrirsæta í Bretlandi. Hún er 24 ára að aldri og þykir afbragðsgóð í starfinu fyrir framan Ijósmyndavéiarnar. Ekki vitum við hvar hún hefur fengið „ennisólina,” sem hún er með á myndinni. En ýmsir segja að það skipti nú ekki öilu máli. Það sé mikiu mikilvægara að vita hvar stóll- inn sem Linda situr í sé keyptur. Við erum á því að svo sé, og birtum því myndina til að fólk átti sig á „stólahönnuninni”. Linda Lusardi slappar af. Ekki vitum við hvort hún auglýsir sæigæti eins og buff, og konfekt fyrirþá i Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.