Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR3. OKT0BER1983.
5
Hér er unnið að því að koma nýju tölvunni fyrir. Kins og sjá má fer ekki mikið fyrir benni þó að starfsgeta hennar
sé mikil. DV-mynd Eibar Ólason.
Hefur stærsta
minni hérlendis
Pepsi Áskorun!
52%
völdu Pepsi
af þeim sem tóku afstöðu
útfpi 4719
Coke 4429
Jafn gott 165
Alls 9313
Láttu bragöiÓ ráða
— IBM festir kaup á nýrri tölvu
Tölvufyrirtækið IBM á íslandi hefur
nú nýverið fest kaup á nýrri tölvu. Að
sögn Gunnars M. Hanssonar, forstjóra
fyrirtækisins, hefur þessi tölva stærsta
minni allra tölva sem eru í notk-
un hérlendis. Þessi nýja tölva hef-
ur 12 milljón stafa minni, en þær
stærstu fram að þessu hafa 8 milljón
stafa minni. Tilgangur þessara tölvu-
kaupa er aukin tölvuþörf fyrirtækisins.
Það færist nú mjög í vöxt aö fyrirtæki
tölvuvæði starfsemi sína. Fyrirtækið
býður öllum fyrirtækjum afnot af
þessari tölvu, nóg er plássið.
Eldri tölva fyrirtækisins veröur nú
tekin úr notkun. Hluta af henni verður
kastað, en einnig verður reynt að nota
eitthvað af henni í varahluti. Ekki er
hægt að selja gömlu tölvuna vegna
þess að hún telst nú vera úrelt á tölvu-
markaðnum. Sem dæmi um það er
að orkuþörf nýju tölvunnar er ekki
nema 25% af orkuþörf eldri tölvu fyrir-
tækisins. Nýja tölvan tekur jafnframt
minna pláss og er stærð hennar á við
meðalstórt skrifborð.
Gunnar sagði að það ættu sér stað
miklar og örar breytingar á tölvum.
Verð þeirra væri á hraðri niöurleiö
samfara því sem starfsgeta þeirra yk-
ist. Fyrir 14 árum, er hann hóf störf hjá
fyrirtækinu, var minni tölvu fyrirtæk-
isins,,einungis”4000stafir. -APH..
DV-mynd: HJH
Stór samningur um sumar-
húsadvöl í Hollandi næsta ár
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir—
Landsýn undirritaði í síðustu viku nýj-
an samning við Sporthuis Centrum,
eigendur hollensku sumarhúsanna í
Eemhof og Kempervennen. Fyrir hönd
ferðaskrifstofunnar undirritaði Ey-
steinn Helgason samninginn, en hann
hljóðar upp á um 15 milljón króna við-
skipti. I þessum tveimur sumarhúsa-
þorpum munu Islendingar hafa 80 hús
til afnota næsta sumar. Að jafnaði
munu því verða um 400 manns í einu í,
þessum sumarhúsum í Hollandi.
Feröaskrífstofan gerir ráð fyrir því að
alls munu um 3.600 Islendingar dvelj-
ast í þessum hollensku sumarhúsum
næsta sumar.
Byrjað verður að selja í sumarhúsa-
ferðirnar strax í þessum mánuðL
Sama verð verður á ferðunum og gilt
hefur á ferðunum frá því i júlí i ár.
Samvinnuferðir—Landsýn býður far-
þegum aðgang að ferðalánum. Þar er
lagt inn fé mánaðarlega fram að brott-
för og inneignin ásamt jafnháu láni og
vöxtum af spamaöarupphæöinni er
síðan tekin út við greiðslu ferðakostn-
aðarins. Með ferðapöntun í haust er
því hægt að dreifa kostnaði á fjórtán.
mánuöi.
Á liðnu sumrí seldi Samvinnu-
ferðir—Landsýn um tvö þúsund far-
þegum sumarhúsadvöl í Hollandi en þá
voru aö jafnaði 35 hús setin Islending-
um hverju sinni. I sumarhúsaþorpun-
um er ágæt aöstaða fyrir fjölskyldu-
fólk, veitingastaðir, verslanir og að-
staða til ýmiskonar íþrótta. Þá er og
stutt aö fara til borga í Hollandi eöa ná-
lægra Evrópulanda.
-JH.
Sántis kr. 2.000, stærðir 36—46. — Gaisberg kr. 1.312, stærðir
36—46. — Softy kr. 1.667, stærðir 36—46. — Achensee kr.
1.309, stærðir 36—46. — Flims kr. 1.483, stærðir: 36 — 46. Retz
kr. 761, stærðir 36—46. — Retz Ki. kr. 674, stærðir 30 — 35.
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
Fjallaskór
DACHSTEIN
der «chuh der spittenklasse
Santis
m m
Achensee
m
Flims
Retz
m