Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1983, Blaðsíða 26
26
íþróttir
DV. MÁNUDAGUR 3. OKTOBER1983,
HAUSTFAGNAÐUR
Islenzk-ameríska félagsins veröur í Víkingasal Hótel Loftleiöa
laugardaginn 8. október kl. 19.45 til kl. 02.00.
Miðasala og borðapantanir að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn
6/10 og föstudaginn 7/10 kl. 17—19 báða dagana.
Aðgöngumiðaverð kr. 950,-.
Skemmtinefndin.
BANDALAGHÁSKÓLAMANNA
HAGFRÆÐINGUR
Oskað er eftir að ráða hagfræðing eða mann með sambærilega
menntun sem ætlað er að starfa að launa- og kjaramálum há-
skólamanna, þ. á m. samningagerð og könnunum á sviði efna-
hags- og kjaramála. Hagfræðingur þessi verður starfsmaður
Launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM og mun einnig
sinna öðrum verkefnum fyrir BHM eftir nánari ákvörðun.
Umsóknum skal skila á skrifstofu BHM, Lágmúla 7, fyrir 15.
október nk. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
bandalagsins í síma 82090 og 82112.
Tilboð óskast í Volvo F-10 vöruflutningabifreið, árg.
1982, sem skemmst hefur í umferðaróhappi.
Bifreiðin verður til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, miðviku-
daginn 5/10 '83, kl. 13—16. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygg-
inga, Ármúla 3 Reykjavík, fyrir kl. 16 fimmtudaginn 6/10 '83.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
AKMÚLA.3 SlMI6l4U
HÁRGREIÐSLU-
STOFAN
SPARTA
NORÐURBRÚN2
Opið alla daga frá kl. 9—18,
Fimmtudaga frá kl. 9—19.
Laugardaga frá kl. 9—12.
Tímapantanir í síma 31755.
VERIÐ VELKOMIN.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
• Deildartæknifræðingur (rafmagns) óskast í fullt starf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
• Raftæknir óskast í fullt starf hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri RR í síma 18222.
• Sálfræðingar (í 1 og 1/2 starf) óskast við sálfræðideildir
skóla á yfirstandandi skólaári.
Upplýsingar veita forstöðumenn sálfræðideilda skóla í símum
28544 og 32410.
• Fóstrur við eftirtalin dagheimili: Skóladagheimilið Hraun-
kot (heilt starf). — Dagheimilið Ösp (heilt og hálft starf). —
Leikskólann Ægisborg (hálft starf e.h.). — Leikskólann Leik-
fell (hálftstarf f.h.).
Upplýsingar um störfin veitir umsjónarfóstra í síma 27277 eða
forstöðumenn við heimilin.
Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og
starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Um-
sóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborg-
ar, Pósthússtræti 9,6. hæð, fyrir kl. 16 mánudaginn 10. október
1983.
Iþróttir
Óvæntur skellur
„Rauða hersins”
á Anfield Road
Liverpool tapaði fyrir Sunderland, 0-1, West Ham tapaði í Stoke og
Norwich vann upp þriggja marka forskot United
Óvæntustu úrslitin í ensku knatt-
spyrnunni ó laugardaginn voru tví-
mælalaust tap Liverpool á heima-
velli sínum, Anfield Road, gegn
Sunderland (0—1). Þetta var aðeins
annar sigur Sunderland ó Anfield í 48
ór. Eina mark leiksins skoraði Gary
Rowell úr vítaspyrnu á 30. mínútu.
Vítaspyman kom með þeim hætti að
eftir mikinn darraðardans inni í víta-
teigi Liverpool handlék Craig John-
ston knöttinn á marklínunni eftir að
Gordon Chisholm átti skalla að
marki.
Leikmenn Sunderland vörðust
mjög vel eftir að þeir höfðu náð for-
ystunni því að Liverpool sótti lát-
laust það sem eftir lifði leiktímans en
hafði ekki erindi sem erfiði, vöra
Sunderland mjög sterk fyrir og gaf
fá færi á sér. Mikið um langskot hjá
Liverpool sem markvörður Sunder-
land, Chris Turaer, varði af öryggi.
West Ham steinlá gegn
frísku liði Stoke
Stoke City vann öruggan sigur á
West Ham þegar liðin mættust á
Victoria Ground í Stoke. Stoke byrj-
aði leikinn af miklum krafti rekið
I-......' ' .....- i
URSLIT
Úrslit urAu þessi í ensku knattspymunuí
á laugardaginn:
1. DEILD:
Birmingham—Leleester 2-1
Coventry—ipswich 1-2
Liverpool—Sunderland 0-1
Luton—Aston Vllla 1-0
Norwtch —Man. Utd. 3—3
Notts C.—Everton 0-1
QPR—Arsenai 2-0
Suuthampton—Wolves 1-0
Stoke—West Ham 3-1
WBA—Watford 2-0
SUNNUDAGUR:
Tottenham—Nott. Forest 2-1
2. DEILD:
Brighton—Charlton 7—0
Cambridge—Oldham 2-1
Cardiff—Barnsley 0-3
Derby—CarUsie 1—4
FuUiam—Swansea 5-0
Huddersficld—Chelsea 2—3
Man. Clty—Grimsby 2-1
Middlcsb.—C. Palace 1-3
Newcastle—Portsmouth 4-2
Sheff. Wed. —Blackburn 4—2
Shrewsbury—Leeds 5-1
3. DEILD:
Bradford—Exeter 1-3
Brístol R.—Boiton 2-1
Burnley—Plymouth 2-1
GUlingham—Brentford 4—2
Lincoln—Bourncmouth 3-0
MUlwall—Sheff. Utd. 1-2
Preston—Oxford 1-2
Rotherham—Newport 0—1
WalsaU—Port Vale 2-0
Wigan-HuU 1-1
j Wlmbledon—Orieit 2-2
FÖSTUDAGUR:
Scunthorpe—Southend 1-0
4. DEILD:
Colchester—Chester 1—0
Hartlepool—Tranmere 0-1
Hereford—Bristol C. 0-2
Mansfield—Aldershot 5-2
Northampton—Chesterfield 1-1
Reading—Darlington 1-0
Swtndon—Rochdale 2-1
Wrexham—Hallfax 1-0
York—Blackpool 4-0
FÖSTUDAGUR:
Crewe—Stockport 0-3
Þess má geta aA leik Bury og Peters-
borough var frestaA vegna veikinda leik-
manna Bury.
áfram af stórleik þeirra Sammy
Mcllroy og Micky Thomas sem
byggðu upp hverja sóknarlotuna á
fætur annarri sem buldi á vöm West
Ham. Stoke náði síðan forystunni á
30. minútu og var það Dave
McAughtrie sem skoraði með lag-
legri hjólhestaspymu. Staöan 1—0 i
hálfleik og var það vel sloppið hjá
„Hammers”. 1 byrjun síðari hálf-
leiks náöi West Ham sínum besta
kafla í leiknum og á 60. minútu jöfn-
uðu þeir metin þegar Ray Stewart
skoraði úr vítaspymu og skömmu
síðar munaði ekki miklu aö þeir
næðu forystunni þegar Steve Whitton
átti hörkuskot rétt yfir úr góðri að-
stööu eftir undirbúning Brooking og
Devonshire. En Stoke náði síöan öll-
um tökum á leiknum að nýju og um
miöjan hálfleikinn náðu þeir aftur
forystunni þegar Mark Chamberlain
skoraði og tíu mínútum fyrir leikslok
innsiglaöi Micky Thomas sigurinn
með góðu marki. Liðsmenn Stoke
léku sinn besta leik á keppnistímabil-
inu til þessa og yfirspiluöu því leik-
menn West Ham langtimum saman
og unnu sanngjarnan sigur.
IMorwich með mikið
„Come back"
gegn United
Þegar rúmar tuttugu mínútur voru
til leiksloka í leik Norwich og
Manchester United stefndi allt í
öruggan sigur United á Carrow Road,
heimavelli Norwich. En á þessum
tuttugu mínútum rúmum sem eftir
lifðu tókst heimamönnum að skora
þrívegis og jafna metin og kom
jöfnunarmarkið aðeins 40 sekúndum
fyrir leikslok. Norman Whiteside
náði forystunni fyrir gestina í fyrri
hálfleik með sínu fyrsta marki í
deildarkeppninni síðan í apríl í fyrra
og þá einnig gegn Norwich. Frank
Staplcton bætti öðru markinu við á
upphafsmínútum síöari hálfleiks, og
á 55. minútu skoraði Norman White-
side sitt annað og þriöja mark
United. En þá fóru leikmenn Nor-
wich í gang svo um munaði. Á 68.
mínútu tókst Dave Bennett að laga
stööuna aöeins og tíu mínútum síðar
skoraði gamla kempan Mick Chann-
on annaö markiö og allt var nú á
suðupunkti. Þegar svo aðeins 40
sekúndur voru eftir af leiktímanum
tókst 18 ára gömlum nýliða, Brian
Donowa, að jafna metin er hann náði
að pota knettinum yfir marklínuna
eftir mikinn darraðardans í víta-
teignum og Carrow Road bókstaf-
lega „sprakk” af fagnaöarlátum,
það ótrúlega hafði gerst, Norwich
náði stigi úr að því er virtist gjör-
tapaöri stöðu.
Sigurganga
QPR og WBA
Þau lið sem einna mest hafa komiö
á óvart í síðustu leikjum eru QPR og
WBA. Hafa þau lagt að velli hvern
andstæðinginn á fætur öðrum. Albion
hafði í tveimur síðustu leikjum sín-
um sigraö bæði West Ham og Ips-
wich en nú var röðin komin að Wat-
ford. Þaö voru blökkumennirnir
sókndjörfu, Cyril Regis og Garry
Thompson, sem skoruðu mörkin í
(2—0) sigrinum á „The Hawthorns”.
Komu bæði mörkin meö mínútu
£ Frank Worthington — hinn 35 ára
„táningur” hjá Southampton — í
sviðsljósinu.
millibili um miðjan fyrri hálfleikinn.
Þreyta virtist sitja í leikmönnum
Watford eftir erfiðan leik gegn
Kaiserslautern í Evrópukeppninni á
miðvikudaginn var.
• 26.000 áhorfendur voru mættir á
Loftus Road til þess aö horfa á inn-
byrðis viðureign QPR og Arsenal. En
þeim var ekki boðið upp á glæsilega
knattspyrnu í fyrri hálfleiknum sem
var vægast sagt hundleiðinlegur, var
sem leikmenn héldu að þeir mættu
alls ekki fara út úr miðjuhringnum.
En sem betur fór bættu leikmenn ráð
sitt í síðari hálfleiknum og varð hann
stórskemmtilegur. Strax í upphafi
hans náði John Gregory forystunni
fyrir QPR með fallegu skallamarki
eftir fyrirgjöf frá Mike Fillery. En
Arsenal var óheppið að jafna ekki
metin skömmu síðar en þá átti
Charlie Nicholas hörkuskot í þverslá
og mark var dæmt af Paul Davis.
Þaö var síðan á 69. mínútu sem
Rangers gulltryggði sigurinn (2—0),
þá skoraði Warren Neal með hörku-
skoti af 20 metra færi og átti Pat
Jennings ekki möguleika á að verja.
Worthington sá um
sigurinn fyrir
Southampton
á elleftu stundu
Frank Worthington, sem var
„svarti sauðurinn” hjá Southampton
sl. laugardag en þá var hann rekinn
af leikvelli í leik gegn Aston Villa,
var nú hetja þeirra er hann skoraði
sigurmarkið fyrir liö sitt í leiknum
gegn Ulfunum á The Dell aðeins átta
mínútum fyrir leikslok. Southamp-
ton átti sigurinn skilinn, þaö lék mun
betur. Mark var dæmt af David
Armstrong í fyrri hálfleiknum og
Danny Wallace tókst ekki að nýta tvö
gullin tækifæri. En þrátt fyrir það
gátu „Dýrlingarnir” þakkað mark-
verði sínum, Peter Shilton, að þeir
klúðruðu ekki leiknum í jafntefli
þegar hann varði meistaralega frá
Wayne Clarke í lokin.
Luton á uppleið
eftir slaka byrjun
Bobby Robson, landsliðseinvaldur
Englendinga, var mættur á Kenil-
worth Road, heimavöll Luton Town,
til aö fylgjast með Paul Walsh,
íþróttir
íþróttii
íþróttir