Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983.
3
Færeyingar á
leið i laxinn
- heildarkvótinn rýmkaður frá í fyrra
Færeyingar reikna með 15 prósent
'verðhækkun á laxi í ár en vertíð fær-
eyskra laxveiðibáta hefst nú á mánu-
•dag, 31. nóvember. Heimildarmaður
DV hjá Föroya Fiskasölu sagði að
heildarkvótinn hefði verið rýmkaður
frá í fyrra, en þá var hann 2500 tonn.
Alls munu á þriðja tug báta stunda
laxveiðar á komandi vertíö en veið-
. arnar fara að þessu sinni eingöngu
fram innan 200 mílna færeysku fisk-
veiðilögsögunnar.
Laxinn er yfirleitt frystur í heilu
lagi og seldur til ýmissa Evrópu-
landa en eitthvað af honum er þó
reykt. Á hverjum báti eru 6—7
manns og fá þeir um 300 þúsund
íslenskar krónur í sinn hlut á 6
mánaða veiðitímabilinu. Laxinn sem
veiddur hefur verið við Færeyjar er
mjög stór og vænn fiskur og telja
færeyskir sjómenn að uppeldisstöðv-
ar laxins séu í kringum Færeyjar og
þar hafi hann sitt viðurværi. „Því
þurfum við hvorki að spyrja kóng né
prest hvort við veiðum hann né
hversu mikiö við veiðum af honum,”
segja Færeyingar.
Af hverjum 15 lestum sem
Færeyingar veiða af laxi eru aðeins
2—4 merktir og eru þeir undan-
tekningalaust ættaöir fráN-Noregi.
Eðvarð T. Jónsson, Færeyjum/-EIR.
Suðurnes:
SUMIR FARNIR AÐ
GERA ÚT Á
BRYGGJUPLÁSSIN
Þaö er ekki nema von að hljóöiö hafi
verið heldur dauft í útvegsbænum á
Suðurnesjum á aðalfundi sínum um
helgina því sem dæmi má nefna aö
línubátar meö 90 bjóð og 10 til 11
manna áhöfn hafa aöeins verið að
kroppa þrjú til fjögur tonn í róðri.
Netabátamir eru að fá svona um og yf-
ir tonnið í sínum róðrum, enda eru nú
óvenju fáir bátar á þessum veiðum nú.
Nokkrir bátar, sem búnir eru á rækj-
unni, bíða við bryggjur og sjá til og lík-
legast bætast síldarbátamir í þeirra
hóp að vertíöinni lokinni.
Að sögn Halldórs Ibsen, fram-
kvæmdastjóra Utvegsmannafélags
Suöurnesja ályktaöi fundurinn aö ekki
væri hægt að halda áfram á braut núll-
stefnunnar, sem hefur verið látin ráða
afkomu í útgerð síðustu árin, og að
tryggja verði útgerðinni rekstrar-
grundvöll við þær aðstæður sem ríkja
hverjusinni.
I ályktuninni segir einnig aö þrátt
fyrir góð aflabrögö og hagstæða mark-
aði síðustu ára hafi þess veriö gætt af
stjómvöldum að skilja ekkert eftir í
greininni þannig að nú, þegar verr ár-
ar, blasi stöðnun við. Félagið hvetur
meðlimi til áð þjappa sér saman um að
fá raunverulegar úrbætur á rekstrar-
afkomu útgerðarinnar.
-G.S.
Jón L. Árnason tekur
þátt íallsterku
skákmóti í Júgóslavíu
Skákmeistarinn Jón L. Árnason
tekur nú þátt í alþjóðlegu skákmóti í
bænum Bor i austurhluta Júgóslaviu.
Bor er iðnaðarbær þar sem undirstaöa
iönaðarins er kopamámur. I mótinu
taka þátt fjórtán skákmeistarar, þar
af sex stórmeistarar og tefldar verða
þrettán umferðir.
Skákmót þetta er í áttunda styrk-
leikaflokki og þannig ailsterkt mót.
Meðalstigafjöldi keppenda em 2433
ELO stig. Til samanburðar skal þess
getið að Jón L. Ámason er með 2460
ELO stig, þannig aö hann er rétt ofan
við meðaltal.
I fyrstu umferð, sem tefld var í
fyrradag, tefldi Jón við Júgóslavann
Stojanovic. Skákin fór í bið. Jón hefur
heldur betri stöðu, en þó er erfitt fyrir
hann aö vinna skákina. Nokkrir dagar
kunna aö líða þar til biöskákin veröur
tefld. Næsti keppinautur Jóns er Jansa
frá Tékkóslóvakíu.
Frægastur þeirra sex stórmeistara
sem þátt taka í mótinu er Sovétmaður-
inn Tukmakov. Aðrir stórmeistarar
em Inkov frá Búlgaríu, Jansa frá
Tékkóslóvakiu, Sanovic frá Júgó-
slavíu, Marjanovic frá Júgóslavíu og
Kurajica, einnig Júgóslavi.
Mótið stendur til 10. nóvember.
JH
St jórnmálaritst jóri Financial Times:
Heldur ræðuá
Varðbergsfundi
Malcolm Rutherford, stjórnmálarit-
stjóri við , Ji’inancial Times” í London,
verður staddur hér á landi í boöi Sam-
taka um vestræna samvinnu 27. til 30.
október og kynnir sér íslensk málefni.
Laugardaginn 29. október heldur
hann framsöguræðu á fundi, sem SVS
og Varðberg efna til í sameiningu og
fjallar um „Stefnu Breta í varnarmál-
um og öryggismál Evrópu”. Fundur-
inn verður haldinn í Átthagasal Hótel
Sögu og hefst kl. tólf á hádegi. Fundur-
inn er einungis ætlaöur félagsmönnum
og gestum þeirra.
N07AÐJ
■BÍLAR
VOLVO 245 GL '82,
ekinn 26.000, sjálfsk. Verð
460.000.
VOLVO 244 TURBO '82,
ekinn 28.000, beinsk. Verð
520.000.
VOLVO 244 DL '82,
ekinn 14.000, beinsk. Verð
385.000.
VOLVO 244 GL '82,
ekinn 31.000, sjálfsk. Verð
410.000.
VOLVO 244 GL '82,
ekinn 25.000, beinsk. Verð
400.000.
VOLVO 244 DL '81,
ekinn 32.000, beinsk. Verð
340.000.
VOLVO 245 GL '80,
ekinn 72.000, sjálfsk. Verð
340.000.
VOLVO 244 GL '79,
ekinn 100.000, sjálfsk. Verð
250.000.
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
FRÁ KL. 13-17.
VDIVOSAUURINN
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
Vetur
nálgast...
Nú þegar haustar og allra veöra er von vill Hafskip hf. benda
viðskiptavinum sínum á eftirfarandi:
1
2
Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja
vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð-
stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar á
komandi árstíma.
Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur,
m að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi
og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl
takmörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða.
3.
Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum
véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum
eða á útisvæðum sem kynni að vera hættvegnafrosts,foks
eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Með kveðjum.
HAFSKIP HF.
ÁRFELLSSKILRÚM FYRIR JÓL
ÞEIR SEM PANTA FYRIR 15. NÓVEMBER FÁ AFGREITT FYRIR JÓL.
SÉRHÖNNUÐ
SKILRÚM - SKÁPAR - HANDRIÐ
HAFSKIP
Sýning laugardag
kl.9-16.
Ármúla 20,
símar 84630
og 84635.