Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 1
40.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG
ITSTJORN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 270
DAGBLAÐIЗVÍSIR
247. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983.
Diýttarbáturínn Magni, hafnsögubátur, olíubáturínn Héðinn, björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen og sanddæluskipið Pería samstilltu aðgerðir sínar á
björgunarstað í því augnamiði að skipið héldist alveg á hvoifi uns það strandaði. Björgunarmenn voru komnir með tilheyrandi áhöld á kjöl.
-GS/DV-mynd Eiríkur Jónsson.
Sandey II. hvolfdi á Viðeyjarsundi ímorgun:
Fjórir innilokaðir
Tveimur bjargað
á
Fjórir skipverjar á Sandey n. voru
enn innilokaðir í skipinu klukkan 11 í
morgun en skipiö maraði hálft í kafi á
hvolfi á Viðeyjarsundi eftir að því
hvolfdi skyndilega þar laust eftir kl. 9 í
morgun. Sex manna áhöfn var á skip-
inu en tveim mönnum, sem staddir
voru í brúnni þegar skipinu hvolfdi,
tókst að komast úr skipinu og var þeim
bjargað. Var annar þeirra mjög
þjakaður og voru þeir báðir fluttir á
sjúkrahús. Hafnsögubátur bjargaði
öðrum manninum en hinum var
bjargað um borö í gúmmibát.
Þegar síðast fréttist var verið að
reyna að draga Sandey upp á
Engeyjarrif og stranda henni þar, því
menn þoröu ekki að logskera gat á botn
skipsins á meðan það var á floti, af ótta ■
við að það sykki samstundis ef loftið
kæmist út undan þvi.
Strax og björgunarmenn komust á
kjöl Sandeyjar bönkuðu þeir í hann til
að gera vart við sig. Fengu þeir svörun
við bankinu, sem gaf til kynna að menn
væru á lífi um borð.
Mikinn fjölda skipa, báta og
björgunarmanna dreif þegar á slys-
stað og þyrla var til taks. Sex til átta
froskmenn reyndu einnig köfun og eru
öll áhöld til reiðu til að komast ofan í
skipið um leið og það strandar.
Sanddæluskipinu Sandey n. hvolfdi
fyrir utan Kirkjusand með sex manns
um borð klukkan liðlega 9 í morgun.
Sandey n. er sanddæluskip í eigu
Björgunar hf. Upphaflega var skipið
bandariskur landgönguprammi en var
endursmiðaö sem sanddæluskip í
Stálsmiðjunni í Reykjavík 1976.
Sandey var að fylla sig á dælustaö á
Sundunum er slysið varð. Orsakir þess
að skipinu hvolfdi svo skyndilega eru
meðölluóljósar. -GS.-EIR-KLP.
Síðustu fréttir:
Þegar blaðiö fór í prentun hafði tekist að opna skipið og búið var að bjarga fyrsta manninum. Hann er talinn i
lífshættu.
Sjá einnig
fréttirog
myndir
á
baksíðu