Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 32
27022 AUGLÝSINGÁR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983. Hafnsögubátur kom með einn skipverja af Sandey II. á land i Reykjavíkurhöfn skömmu eftir að slysið varð. Farið var með hann á Landakotsspítala. Stuttu síðar tókst að bjarga öðrum og var farið með hann á slysadeild. Enn voru þá fjórir félagar þeirra innilokaðir í skipinu sem maraði í kafi, með kjölinn upp og brúna 10 m undir yfirborði sjávar. DV-mynd S. „Við vorum að fylla skipið af möl á Engeyjarrifi. Rétt áður en við fylltum lagðist það á bakborðshliðina. Þetta gerðist bara á nokkrum augna- blikum,” sagði Sigurður Sveinbjörns- son, annar tveggja skipverja sem bjargað hafði verið þegar blaðið fór í prentun. „Ég var að koma upp í brú. Ég fór í sjóinn. Einn náði að komast á kjöl. Það var sá sem bjargaöi mér,” sagði Sigurður. DV ræddi við Sigurð á Landakots- spítala. Þar var hann að hressast. Fjölskylda hans var komin til hans. Eiginkonan, Sigfríður Jónsdóttir, hlýjaði manni sínum. -KMU. A Landakotsspítala klukkan 10.15 í morgun. Sigurður Sveinbjömsson fær hlýju frá eiginkonu sinni, Sigfríði Jónsdóttur. D V-mynd S. GERÐIST Á AUGNABUKI FULLTRÚAR NEYTENDA HAFNA EGGJAEINOKUN Sjómannafélag Reyk javíkur og Landssamband iðnaðarmanna hóta úrsögn úr sexmannanefnd Fulltrúar neytenda munu endanlega hverfa úr sexmanna- nefndinni ef hugmyndir Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins um stofnun eggjasamlags koma til fram- kvæmda. Telja þeir að eggjasamiag muni leiða til verðhækkana á eggjum tilneytenda. Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, sagði í ræðu á Iönþingi í gær að sam- þykkt hefði verið innan sambandsins að það drægi fulltrúa sinn úr nefnd- inni ef verðskráning eggja yrði felld undir Framleiðsluráð og sexmanna- nefnd. Hugmyndir þessar eru and- stæðar verðlagningarstefnu Lands- sambandsins og með þeim er stigiö stórt skref aftur á bak. Engu virðist skipta þótt framleiðendur megin- hluta eggjanna á markaðnum séu á móti samlaginu. „Allir eiga að selja á sama verði og vofir refsivöndur laganna yfir þeim sem dirfast aö bjóða á lægra verði. Breytir þar engu þótt einstakir framleiöendur geti sýnt fram á að tilkostnaður þeirra viö eggjaframleiösluna sé aðeins brot af hinu opinbera einokunar- verði,” sagði Sigurður. Sexmannanefndin er skipuö þremur fulltrúum neytenda og þrem- ur fulltrúum bænda til samkomulags um verðlagningu landbúnaðarvara. Landssamband iönaðarmanna, Sjómannafélag Reykjavíkur og ASI tilnefna fulltrúa neytenda. ASI dró fulltrúa sinn úr nefndinni fyrir mörgum árum og tilnefnir félags- málaráðherra fulltrúa í hans stað. Nú hefur fulltrúi Sjómannafélagsins tilkynnt að hann muni hætta störfum i sexmannanefndinni ef eggja- samlagiö verður stofnað. „Ef þessari einokunarhugsjón verður haldið til streitu mun Sjómannafélagið draga sinn fulltrúa út úr neftidinni lika,” sagði Gunnar Hallgrimsson, fulltrúi Sjómanna- félagsins i sexmannanefnd, i samtali við DV. „Sjómannafélagið vill ekki vera á eitt á móti fulltrúum rikis- valdsins. Okkur fyndist þetta þá vera hálfgerður skripaleikur. Eg veit að þetta er afstaða félags- manna,” sagði Gunnar. -ÖEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.