Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTÖBER1983.
Neytendur Neytendur
Þegar borið var saman hæsta og
lægsta verð á vörum, sem ekki eru
seldar undir ákveðnu heiti, reyndist
verðmunur vera mestur á gulrótum
eða 208%. 1 tveimur tilvikum til viðbót-
ar var hæsta verð helmingi hærra en
það lægsta, á kjúklingum 123% hærra
og eplum 120%. Þessar niðurstöður á
miklum verðmismun koma heim og
saman við vikulegar verökannanir DV
sem hafa farið fram um nokkurra
mánaða skeið. Þessar þrjár vöruteg-
undir, gulrætur, kjúklingar og epli,
hafa einmitt verið á okkar lista.
Skýringin á gulrótarverðinu hefur
m.a. verið, annars vegar á innlendum
og hins vegar á erlendiun gulrótum. Á
eplum er í flestum tilfellum mikill
gæðamunur.
Reiknivélin þörf
Þessi verðkönnun Verðlagsstofnun-
ar staðfestir að gera má hagkvæmari
innkaup með því að bera saman verð
mismunandi vörumerkja. Slíkur
verðsamanburður, jafnvel innan sömu
verslunar, leiðir oftast til hagkvæmari
innkaupa. Hinsvegar er verðsaman-
burður milli vörumerkja oft erfiður
vegna mismunandi þyngdareininga.
Því er full ástæða til að hvetja neyt-
endur til að vera vel á verði og gefa sér
góðan tíma til verðsamanburðar, þeg-
ar verslað er, og nota jafnvel reiknivél
til að auðvelda samanburðinn. Vert er
að vekja athygli neytenda'á því að
könnun Verðlagsstofnunar var gerð
um miðjan september og hefur verð á
nauðsynjavörum breyst frá þeim tíma
en ganga má út frá því að saman-
burðarhlutföll séu þau sömu.
-ÞG.
OECD:
Mestar
hækk-
anir á
íslandi
I nýútkominni skýrslu sem Efna-
hags- og þróunarstofnun Evrópu,
OECD, hefur látið gera kemur
fram að verð á neysluvörum
hækkaöi um 0,4 prósent í júlí og
ágúst sl. Hækkunin yfir 12 mánaöa
tímabil, fram að ágúst, var 4,9 pró-
sent og yfir 6 mánaða tímabil, 2,9
prósent.
Ef litið er nánar á hverjar
hækkanirnar hafa verið í hverju
aðildarlandanna fyrir sig kemur í
ljós að Island sker sig úr. Yfir 12
mánaða tímabil, fram að ágúst,
hafa hækkanir á verði á neyslu-
vörum verið 102,8 prósent og á 6
mánaða tímabili, 50 prósent.
Hækkanir í maí og júní eru 7,2
prósent og í júlí og ágúst eru þær
6,8 prósent.
Þau lönd sem koma næst Islandi,
ef litið er á heildarhækkunina á 12
mánuðum, eru Tyrkland með 29
prósent og Portúgal með 25,9 pró-
sent. Yfirburðir okkar eru
ótví ræðir í þessum ef num. -APH.
Þossi mynd er tokin skömmu eftir að smjörvi kom á markaðinn og sýnir að
askjan kostaði i smásölu 20,50. Á sama tima kostaði smjörstykki (500 gi
35,15 kr. Kilóverö á smjörva er samkvæmt þvi verði 68,30 krónur og smjör-
kíió kostar 70,25krónur samkvæmt verðskrá. DV-mynd: E.Ó.
Verðmunurá
SMIÖRIOG
SMJÖRVA
Mismunandi verð á smjörva í
verslunum, sem meðal annars hefur
komið fram í vikulegum verðkönn-
unum DV, hefur vakið athygli neyt-
enda. I síöustu verðkönnun okkar, sem
var birt í gær, var lægsta verð á 300 g
smjörvaöskju 61,75 krónur og það
hæsta 64,45 krónur. Miðað við lægsta
verð er kílóverð á smjörvanum 205,80
krónur en miðað við hæsta verð er kíló
af smjörva komið í 214,80 krónur.
Eftir síðustu hækkun, 1. október sl.,
kostar eitt kíló af smjöri 200,40 kr., 500
gramma smjörstykki kostar 100,20 kr.
Smjörverð er niðurgreitt, samkvæmt
ákvörðun sexmannanefndar, um 72,86
kr. kg. Raunverulegt verð á smjörkílói
erþví 273,26 kr.
I hverju kílói af smjörva eru um 838
grömm af smjöri og eru niðurgreiðslur
í hlutfalli viö það magn.
Álagning frjáls
Smásöluálagnmg á smjöri er lög-
bundin 10%. A smjörva er „frjáls”
álagning.
I heildsölu kostar smjörvinn 53,70 kr.
og er því um 20% álagning á honum
þegar verðið á öskjunni er komið í
64,45 krónur. Ef sama álagning væri á
smjörva og smjöri ætti smjörvaaskjan
að kosta 59,07 kr., og miðaö við það
verð væri kílóverð á smjörva 196,60
kr., aðeins lægra en smjörkílóið,
munar3,50kr.
Þegar smjörvi kom á markaðinn í
október 1981, fyrir réttum tveim árum,
kostaði askjan í heildsölu 18,15 kr.
(gjaldskrá 1. nóv. ’81). Tæpar tuttugu
krónur kostaöi þá askjan með 10%
álagningu en 21,75 kr. meö 20% álagn-
ingu. Kílóverð 66—68 krónur. Hækkun
á þessu tímabili er á milli 196 og 220%
eftir því hvor álagningarprósentan er
notuð í smásölu. I nóvember ’81 kostaöi
kíló af smjöri 70,25 krónur, hefur
hækkaö um 185%. Það kemur líklega
neytendum í opna skjöldu að
, smjörvinn sé dýrari en smjörið en það
er hann kosti askj an yfir 60 kr.
Smjörverðið, sem hér hefur verið
nefnt, miöast við pakkasmjör en verð á
smjöri í 400 gramma öskjum er hærra,
kílóverðið þá komið í 210,75 krónur,
rúmum tíu krónum dýrara en pakka-
smjörið. Smjöröskjurnar eru sambæri-
legar umbúðir og smjörvinn er í og því
raunhæfasti samanburðurinn að bera
saman þessar tvær vörutegundir í
sambærilegum umbúðum. Hæsta verð
á smjörvakílói er rúmum fjórum
krónum hærra en kílóverð á smjöri í
öskjum. -ÞG.
VÍS STAÐUR
FYRIR
VEIÐISTANG
IRNAR
OG BYSSURN-
AR
•
VEIÐIHJÓLIN,
FLUGURNAR,
SPÚNARNIR
OG SKOT-
FÆRIN
í SKÚFFURNAR
TM-HÚSGÖGN
Síðumúla 4 - sími 31900 Síðumúla 30 -
sími 86822
Kynning
á postulíns matar- og kaffistellum —
og hnífapörum
„Uppdekkud bord” í búdinni
* •
laugardag
kl. 9—4
Kynnið ykkur fallegt úrval
Fáið myndalista og verðlista
Gerið samanburð — greiðslukjör
Orfáar fallegar þurrblómaskreytingar seldar í dag.
IÉIÍK-IÍHISTIM
Laugavegi 15 Sími 14320 ±
w