Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983.
Spurningin
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hvernig iíst þér á tillögur
fjármálaráðherra um að
strika út skuldir útgerðarinn-
ar?
Konstantln Hauksson bakarameistarl:.
Mér líst ekki of vel á þær. Eg hef ekki
upplýsingar til að svara þessu i fljótu.
bragöi, en hann hlýtur aö hafa eitthvað
tilsinsmáls.
Hrefna Bjömsdóttir, starfsmaður DV:
Mérlístillaáþær.
Brynjólfur Tómasson lagermaður:
Mér líst ágætlega á þær. Við þurfum
einhvem tíma að borga þetta og það er
eins gott að gera það núna.
Björg Helgadóttir, starfsmaður Hag-
kaups: Mér finnst aö fólk eigi að borga
skuldir sínar sjálft.
Brynjar Klemensson sjómaður: Mér
líst illa á þær. Mér finnst að útgerðar-
menn eigi að borga skuldir sínar sjálf-1
ir.
Ríkisskattstjóri
svarar út í hött
Áhugamaður um skattamál skrifar:
IDV 20. þ.m. birtist fyrirspurn mín
til ríkisskattstjóra vegna bifreiða-
hlunninda ráðherra, ásamt svari
hans. Frá blaðinu birtist mynd af
einum ráöherrabílanna en undir
henni stóð: „Bifreiðahlunnindi ráð-
herra em ekki skattskyld. ” Hér hefði
fremuráttaðsegja: „Bifreiöahlunn-
indi ráðherra eru ekki skattskyld að
mati ríkisskattstjóra.” Hlunnindi
ráöherra vegna bifreiðakaupa eru
skattskyld samkvæmt 7. gr. laga nr.
75/1981, á þvi leikur enginn vafi.
indum ráðherra við heimildir í toll-
skrárlögum til niðurfellingar
aðflutningsgjalda af bifreiöum
öryrkja, af iðnaðarvélum o.fl. Slík
samlíking á ekkert skylt við
spurninguna og er ekki samboðin
embætti ríkisskattstjóra.
Spurning mín var um þaö á hvaða
ákvæöum skattalaga þaö byggist aö
bifreiöahlunnindi ráðherra, þ.e.
hlunnindi þeirra við kaup á bifreið-
um, hafa ekki verið skattlögð. Svar
' ríkisskattstjóra var út í hött. A það
var minnst í spumingunni að banka-i
Áhugamaður um skattamál tekur skýringu ríkisskattstjóra á bilafrið-
indum ráðherra ekki gilda.
Ríkisskattstjóri gerir enga tilraun
til að svara því sem um var spurt,
heldur þylur upp ák væði úr tollskrár-
lögum, sem koma álagningu skatta
samkvæmt lögum um tekjuskatt og
eignarskatt ekkert við. Enn er reynt
að líkja hinum starfstengdu hlunn-
stjórar nytu hliðstæðra hlunninda og
ráðherrar eins og fram hefur komið
opinberlega og alþjóð veit, en ríkis-
skattstjóri segist ekkert vita. Ljóst
er að verið er að færast undan því að
taka á viðkvæmu máli, en ríkisskatt-
stjóri verður að athuga þaö að með
því að svara út í hött bregst hann
embættisskyldu sinni.
I framhaldi af fyrri spurningu
minni langar mig til að spyrja ríkis-
skattstjóra um skattalega meðferð
þriggja íslenskra ríkisborgara sem
allir öfluðu tekna hér á landi á árinu
1982. Sá fyrsti þeirra er ráðherra,
annar bankastjóri og hinn þriöji
framkvæmdastjóri iðnaöarfyrir-
tækis. Allir höfðu þeir 600.000 kr. í
árslaun og á árinu keyptu þeir allir
samskonar bifreið og var kaupverð
þeirra frá umboöi 1.000.000. Vinnu-
veitandi ráðherra, þ.e. ríkissjóður,
gaf eftir aðflutningsgjöld af bifreið
hans kr. 600.000, ríkisbankinn
greiddi aðflutningsgjöldin fyrir'
bankastjórann og hið sama gerði
iðnaðarfyrirtækið fyrir fram-
kvæmdastjórann. Þeir greiddu því
allir 400.000 kr. hver og uröu með því
eigendur aö bifreiö sem kostaði
1.000.000 kr. á markaönum. Tekjur
hvers þeirra á árinu frá vinnuveit-
endumsínumnámuþví 1.200.000 ( 600
+ 600). Það væri fróðlegt að fá út-
reikning ríkisskattstjóra á tekju-
skatti hvers þessara aðila með til-
vitnun til þeirra ákvæða skattalaga
sem á er byggt. Til að einfalda
dæmið höfðu þeir ekki aðrar tekjur
og nota 10% frádráttinn.
Það er grundvallaratriði að þeir
sem setja þegnum lög og reglur um
skattálagningu, sem snerta afkomu
og fjárhag hvers einasta manns,
greiði sjálfir skatta eftir settum
reglum. Þannig og aöeins þannig
geta þeir hinir sömu metið hina slig-
andi skattbyrði sem á þegnana er
lögð. Fyrr geta þeir heldur ekki ætl-
ast til að allir hinir fari að settum
reglum.
Miklabraut við Rauðagerði:
GANGBRAUT VANTAR
Ibúi í Árbæjarhverfi hringdi og
kvartaði yfir því að ekki skyldi vera
gangbraut yfir Miklubrautina á móts
viö Rauöagerði. Beggja vegna göt-
unnar væru biðstöðvar SVR og missti
fólk oft af strætó vegna mikillar bíla-
umferðar vestur og austur Miklubraut.
Skuldabréfa-
viðskipti:
Enginn
vaxtafrá-
dráttur
Sigrún hringdi vegna lesenda-
bréfs um skuldabréf og dráttar-
vexti:
Eg hef borgað skuldabréf fyrir
gjalddaga en ekki fengið frádrátt
á vöxtum. Það væri gaman að
vita hvort maðurinn hefði fengið
frádrátt ef greitt hefði verið fyrir;
gjalddaga.
Svar:
Hjá Bankaeftirlitinu fengust
þær upplýsingar aö reglur um
endurgreiðslu vaxta væru til um
víxlaviöskipti en ekki um skulda-
bréfaviðskipti. Astæðan fyrir því
væri hugsanlega tæknilegs eðlis.
Fyrir lægi samningur um'
greiðslu á ákveðnum tíma og það
gæti valdið röskun í kerfinu ef
greitt væri f yrir umsaminn dag.
Svar:
Hjá Gatnamálastjóranum í Reykja-
vík fengust þær upplýsingar að það
væri ekki í bígerð að leggja gangbraut
yfir Miklubrautina á þessum stað en
það væri hins vegar ekki óhugsandi
möguleiki að setja upp gönguljós ef
hægt væri að réttlæta það með tölu-
Sigrún Bergþórsdóttir skrifar:
Eg hitti kunningja minn um daginn.
Hann varð að hætta á vinnustað sínum
í ágúst síðastliðnum vegna aldurs.
Hann hefur borgað í 2 lífeyrissjóði
síðastliðin 16 ár, þann seinni í 12 ár og 4
ár í hinn. Nú átti að fara að njóta
ávaxtanna af þessum greiðslum.
Heimsótti hann fyrst þann fyrri. Þar
voru reiknaöar út þær mánaöar-
greiðslur sem honum báru eftir fjög-
urra ára aöild. Stafirnir skörtuðu
fagurlega á hvítri pappírsörkinni, kr.
19,50. Segi og skrifa krónur nítján og
fimmtíu. Eru lífeyrissjóðirnir virki-
lega svo illa staddir eftir öll þessi góðu
ár að þeir geti ekki borgað sjóðfélögum
sínum meira en raun ber vitni? Og það
hefur jafnvel heyrst að þeir geti ekki
greitt út það sem sjóðfélagar eigi rétt
á. Það skal viöurkennt að kunningi
minn átti að fá meira úr seinni sjóðn-
um. Til hvers voru þessir sjóðir stofn-
aöir í upphafi? Ég hélt að þeir ættu aö
létta fólki árin þegar það yrði ófært til
vinnu vegna elli eða veikinda. Nú eru
sjóöirnir skyldaðir til aö nota svo og
verðum straumi gangandi vegíarenda.
Aftur á móti væri nú búið að færa bið-
stööina norðanmegin götunnar vestur
fyrir gangbrautina að Miklubraut og
væru biðstöðvarnar núna staðsettar á
besta stað meö öryggi gangandi veg-
farendaíhuga.
svo mörg prósent af tekjum sínum til
að kaupa skuldabréf af ríkinu eða er
það ekki? Til hvers eru þeir peningar
notaðir? Eru þessir sjóðir ekki komnir
ansi langt út fyrir það verksvið sem
BANKA-
BITIÐ
GRÆR
ILLA
Skúli G. Jóhannesson skrifar:
Föstudaginn 21. október sl. birti
DV lesendabréf mitt „Varúð, bank-
inn bítur”, þar sem ég lýsi furðu
minni á hvað Búnaðarbanki Is-
lands teygir hendur sínar langt í
vasa viðskiptavina sinna. Ég
nefndi dæmi um skuldabréf sem
hefur gjalddaga á laugardegi eða
sunnudegi en greitt er á mánudegi.
Þar innheimtir bankinn dráttar-
vexti fyrir þessa frídaga, „bréfið
er komið í vanskil, það átti aö
greiða það um helgina” (þá eru
bankar lokaðir).
Blaðamaður DV sýndi Búnaðar-
bankanum þá kurteisi að bjóða
honum að svara bréfi mínu. Það er
einmitt þetta svar sem fær mig til
að útskýra mál mitt betur. I svari
bankans kom fram, aö ég hefði
ekki þurft að greiða refsivexti —,
þá spyr sjálfsagt lesandinn, hvað
er maðurinn að kvarta undan bank-
anum? — hann þarf ekki að greiða
refsivexti!
Er furða þó að spurt sé? I bréfi
mínu reyndi ég að koma í veg fyrir
þennan orðaleik bankans en ég sá
ekki við honum. Eg vil upplýsa les-
endur að dráttarvextir þeir sem ég
greiddi fyrir þessa tvo daga
(laugardag og sunnudag) eru 60%
ársvextir, dagvextir bankans eru
60% ársvextir og refsivextir bank-
ans eru þeir sömu, þ.e. 60% árs-
vextir. Sem sagt, Búnaöarbankinn
tekur refsivexti (60%) af því
skuldabréfi sem hefur gjalddaga á
sunnudegi en er greitt á mánudegi
(vaxtabreyting varð um síðustu
helgi en það breytir engu um orða-
leik bankans). Um það yfirklór í
svari bankans að ef peningar hefðu
verið teknir út af bankareikningi
minum á mánudegi til að greiða
bréfíð þá hefðum við verið sléttir,
— það þýðir aö bankabók mín hefði
boriö 60% vexti um helgina. Já, trúi
þeirsem trúaviija.
Þessa framkomu Búnaöarbank-
ans í innheimtu skuidabréfa leyflr
sér enginn banki sem ég hef haft
samband viö til þessa og ég bið les-
endur að dæma um þjónustulund
bankans. Eg gæti haft fleiri orð um
hana en læt hér staðar numiö. En
hvernig er samviska yfirmanna
bankans sem reyna aö verja þessa
ósanngjörnu reglu.
„Maður á aldrei að brjóta í bága
við samvisku sína, jafnvel þótt
stjómvöld krefjist þess” — Albert
Einstein.
þeim var ætlað í upphafi? Eg vissi ekki
að þeir ættu að vera einhvers konar
minibankar. Það væri gaman að fá
svör viö þessum spurningum frá þeim
sembeturvita.
Lffeyrissjóðir, til hvers?
Þetta er mánaðarlegur lifeyrir eftir fjögurra ára greiðslur til lifeyríssjóðs
eins og kemur fram ibrófi Sigrúnar Bergþórsdóttur.