Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 12
12 f«or p'wiYryo vc-vniOAaTrrv/ly vr< DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfiómarformaflur og úfgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI8601. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 8ó6U. Setníng, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Innrás er innrás Meö innrásinni á Grenada hefur sauöargærunni enn einu sinni veriö svipt af vægðarlausri stefnu stórveldanna. Þau slá eign sinni og yfirráöum yfir lönd og heimshluta og skerast miskunnarlaust í leikinn jafnskjótt og þessum yfirráðum er ógnað. Sovétríkin ráðast inn í Afganistan og þvinga Pólverja til hlýöni. Bandaríkjamenn hlutast til um innanríkismál í Suður- og Mið-Ameríku og senda her manna til atlögu á Grenada í Karíbahafi. Við og við láta stórveldin eins og þau séu saklaus lömb og bandamenn þeirra fyllast heilagri vandlætingu á framferöi fjandþjóöarinnar. Margar ræður og langar greinar eru samdar til að útskýra og fordæma heims- valdastefnu óvinarins og núna er innrás Bandaríkja- manna tekið fagnandi af þjóðviljum vinstri pressunnar, rétt eins og íhaldsmenn allra landa hafa getað hossað sér á Afganistan og Póllandi. Það er vitaskuld hægt að finna hundrað skýringar sem réttlæta afskipti Bandaríkjanna af málum Grenada. Þar var marxiskur stjórnandi sviptur lífi af öflum sem voru enn lengra til vinstri en hann sjálfur. Þar voru Kúbumenn og Sovétmenn búnir að hreiðra um sig og þar voru hafnar umfangsmiklar framkvæmdir sem stefndu öryggi þessa heimshluta og þá einkum öryggi Bandaríkj- anna í hættu. Eða svo segja Bandaríkjamenn. Allt þetta er hægt að telja upp en breytir þó ekki þeirri staðreynd að Bandaríkin taka til sinna eigin ráða, grípa til vopna og ráðast inn í sjálfstætt ríki. Þetta er innrás og ekkert annað. Forsendur geta verið mismunandi en eðli allra innrása er það sama. Og þær skulu allar fordæmd- ar. Afstaða hinna stríðandi afla í austri og vestri er í raun og veru byggð á sams konar forsendum og sams konar tvískinnungi. Jafnvæginu verður að viðhalda, yfirráðin verður að tryggja. Sjálfstæði þjóða er virt svo lengi sem þær eru auðsveipar og stórveldinu þóknanlegar. Þetta eru hinar ógnvekjandi staðreyndir veruleikans og það er sjálfsblekking og billegur áróður að halda öðru fram. Við getum síðan deilt um það hvort sé betra, blár eða rauður, eða hvort sé verra að vera rauður eða dauður. Lýðræðissinnar og Vesturlandabúar gera sér væntanlega grein fyrir því að kommúnisma verður ekki bægt frá með kurteisi og kampavíni. Viö skulum ekki vera feimin við að viöurkenna að við viljum ýmislegt á okkur leggja til að vernda frelsi okkar og öryggi og þess vegna höfum við valið Bandaríkin sem bandamenn. Þau eru útvörður lýðræðis og mannréttinda, að svo miklu leyti sem þau veraldargæði eru fáanleg. En þá skulum við jafnframt velta því fyrir okkur hvort tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Við skulum viðurkenna að í eðli sínu er innrás á Grenada ekki hótinu betri en inn- rás í Afganistan. Það búa engir hvítþvegnir englabossar í Washington þegar kemur að heimsvaldapólitík. Við getum aðeins huggað okkur viö það að málstaður frelsis og lýðréttinda er þrátt fyrir allt eftirsóknarverðari en málstaður heims- kommúnismans. Að öðru leyti skulum við sleppa öllu tali um göfugleika Bandaríkjamanna eða „hjálparstarf” þeirra á Grenada. Atburðirnir á Grenada eru því miður sorglegt dæmi um litlu leiksoppana í átökunum milli austurs og vesturs. -ebs. Hálendisleiðir II. Sums staðar læstir vegir Hlöðufellsleiðir I Brunnum liggur ný leiö til aust- urs af Kaldadalsvegi, og er gjama nefnd línuvegur, en línuvegimir eru jú margir, svo aö betra er aö kenna þennan bút við eitthvað í landinu sjálfu, t.d. Hlööufell eöa Skjaldbreiö. Þetta er ágætur fjallvegur, sem heita má fær öllum bílum þegar snjóa hef- ur leyst og þurrt er orðið. Lengi geta samt leynzt skaflar á einum tveim— þrem stöðum norður af Hlöðufelli. Þessi leið opnar verulega stór svæði, sem eru mjög áhugaverð fyrir ferða- menn. Gönguleiðin á Skjaldbreið hefur stytzt verulega, enda liggur vegurinn hátt uppi í. norðurhlíðum fjallsins. Áður fannst mér leiðinlegt að ganga á Skjaldbreið vegna langra gönguleiða að fjallinu, en nú er þetta gerbreytt og oröið létt og þægilegt. Um útsýniö af fjallinu þarf ekki að efast, það er stórkostlegt. Viö noröurrætur Þórólfsfells, norð- an Hlöðufells, em slóðir til suðurs, sín hvorum megin við Þórólfsfell og Hlöðufell, með öðmm orðum aö hægt er að aka hringinn í kringum bæði þessi fjöU. Þessar leiðir kríngum fjöllin eru hins vegar mun lakari en sjálfur línuvegurinn og ekki fyrir hvaða bíl sem er. Þarna þyrfti því að laga leiðimar og gera þeim bílum fært, sem á annað borð komast línu- veginn, en þaö var ekki von, að virkjunarmenn gerðu þaö, enda kom það lagningu raflinunnar ekkert við. Hlöðufell er hömrum girt á alla vegu nema að sunnan, þar sem uppgang- an er, og hringakstur eða jafnvel ganga umhverfis fjallið er til að gleöja ferðamanninn og náttúruunn- andann. Sunnan undir HlöðufeUi eru Hlöðu- af leiðinni tU suöurs yfir Haukadals- heiði og niður að Haukadal. En þá kemur hindrun, vegurinn er lokaður og læstur þegar niður kemur og þarf aöstoð frá mönnum Skógræktarinnar tU að komast í gegn. Þessir menn eru ljúfir og Uprir eins og er, en það er ekkert víst að svo yröi ef stríður straumur feröamanna færi þar um. Þess vegna þarf eitthvað aö gera Kjallarinn Einar Þ. Guðjohnsen þama tU frambúðar, vegimir um skógræktarsvæðin eru lélegir og þola takmarkaða umferð og Skógræktin f járvana til vegagerðar og brú á Unu- veginn tU austurs kostar peninga. Vegagerðin þyrfti að líta á málið og sjá hvað auðveldast verði til lausnar málinu. • „Þessi hugsunarháttur, sem að baki þess- um læsingum liggur, er gersamlega óþol- andi. Það er erfitt að hugsa sér, að alþjóðar fyrirtæki leggi veg um almannaland fyrir almannafé og kalli svo „einkaveg”.” velUr og lítið, notalegt sumarhús, eign Ferðafélagsins en byggt af Laugdælum. Þaöan eru svo jeppa- leiðir, önnur tU suövesturs um Klukkuskarð og Söðulhóla tU Þing- valla og hin suöur um Rótasand og yfir Miödalsfjall til Laugardals. Af þeirri leiö er stutt að fara að efra mynni Brúarárskaröa og sjá hvar Brúará kemur út úr bergveggjunum og verður á skömmum tíma að stórri á. Þama er mjög svo skoðunarverð- ur staður. Frá ÞórólfsfeUi Uggur leiðin aust- ur um norðurrætur Lambahrauns, en í því fundust fyrir fáum árum áður óþekktir heUar, sem nýlega bh-tust myndir af í tímaritinu Aföngum. Sjálfsagt em þar fleiri og enn ófundnir heUar. Ur Mosaskarði lækkar leiðin veru- lega og liggur áfram austur um sanda og örfoka land, sem verið er að reyna að græða upp. Þaö er ekki á færi aUra bíla að aka áfram til aust- urs eftir línuveginum yfir Ásbrandsá (Tungufljót) og því verður að sveigja Kjalvegur Þessi hálendisleið hefur batnað verulega á undanfömum árum. Brú er nú komin á Sandá, sem oft reynd- ist Utlum bílum erfið. Grjótá er þó eiin óbrúuð og hún getur vaxið veru- lega endrum og eins þó að venjulega sé hún auðveld yfirferðar. Ný og góð brú er komin á Hvítá og ekki þarf lengur að fara yfir Svartá við Fremri-Skúta, nema að komið sé beint úr Hvítámesi. Að norðanverðu er það því aðeins Seyðisá, sem er óbrúuð, en sjálfsagt verður það mál leyst meö vú-kjun Blöndu. Þrátt fyrir þessar vegabætur verður að hafa í huga, aö vegurinn er víða grýttur og auövelt að skemma Utla bíla. Kjölur er ekki enn hæfur fyrir Utla fólksbíla, aðeins rútubUa og jeppa. Rétt innan við Sandá er 14 km hUðarleið að Hagavatnsskálanum og þaöan gönguleiðú upp aö Hagavatni og á Jarlhettur. Þarna er ævintýra- legt gönguland og margt að skoða, og margsmnis hafa orðið snöggar breytingar og byltmgar við Farið, út- falUð úr Hagavatni. Göngubrú var þarna á Farinu, svo að komast mætti vesturyfir, en hún fór af í síöasta hlaupi. Það er því vafamál, hvort önnur göngubrú sé réttlætanleg á Farið eða hvort ekki ætti heldur að stefna að bUabrú undú EinifeUi og halda ánni þar fastri með görðum. Það gæti hugsanlega orðið lausn á Haukadalsmálinu, sem áður er minnst á, eða góð tenging á fjalla- leiðum. Kjölurúin í heUd sinni er gott ■ ferðamannaland, en margú af feg- urstu stöðunum eru ekki aðgengileg- ir nema fyrir göngufólk. Það vantar því fleúi hliðarslóðir frá Kjalvegi og jafnvel hringakstursmöguleika. Nú er hægt aö aka langleiöina aö Beina- hóli frá Geúsöldu, en sá vegur þarf að batna og framlengjast norður meö GrettishelU og vestan Rjúpna- feUs á Kjalveg. önnur slóð er frá HveravöUum vestur yfir Stélbratt og um TjamardaU og Þröskuld í Þjófa- dali. Þessa leið þarf að framlengja tU suðurs og áfram með Fúlukvísl niður í Hvítárnes. Þá yröi auöveld- ara að sækja í göngulöndin kringum Hrútafell, jafnframt því sem ný og áhugaverð ferðamannasvæði opnuð- ust. Nú eru það aðeins þeú göngu- glöðu, sem aðgang hafa að þessu stórbrotna svæði, en þeú eru í mikl- um minnihluta meðal ferðamanna, eins og ég hef áður vikið að. Kerlingarfjallaleiðir Skammt innan við Innri-Skúta er 9 km hUðarvegur tU KerUngarfjalla úá Kjalvegi, og er það nánast eina leiðin til KerUngarfjalla í dag ef frá er talin flugleiðin. Þokkalegur flugvöllur er skammt frá brúnni yfir Jökulf aUið. Frá TungufelU í Hrunamanna- hreppi Uggur ágætur vegur og fær öUum bílum inn í Svínárnes, sem er austan Hvítár og Sandár á móts við BláfeU. Nauðsynlegt er að fram- lengja þennan veg með einhverju móti alveg upp í KerUngarfjöU þ.e.a.s. á núverandi KerlingarfjaUa- veg við Jökulfallsbrúna. Þessi teng- ing er mjög svo mikilvæg, bæði hvað varðar ferðú tU KerlingarfjaUa og ekki síður. vegna umferðar um Kjal- veg. Með þessari tengingu verður komizt framhjá Bláfellshálsi, sem aUtaf lokast fyrst og opnast síðast á Kjalvegi. Nú er hægt að böölast frá Svínárnesi tU KerlúigarfjaUa og er þá ekið eftir árvegum og um gróður- lendi við Miklumýrar, yfir KerUng- aröldu og miUi MosfeUs og Skelja- fells. En við þessa leið eru stórkost- leg náttúruundur svo sem gljúfur Kerlmgarár. Síðsumars er hægt að aka norðan KerlingarfjaUa austur umTllahraun og austan við Setur niður yfú Dalsá á Gljúfurleitarveginn, sem ég hef áður nefnt og var kirfilega lokaður á sín- um túna á SandafeUi. Eg hélt að lokunarstefna virkjunaraðila væri liöin tíð, en svo vúðist ekki vera, því að mér er tjáð, að Unuvegurinn frá Uxahryggjaleið í Grafardal sé harð- læstur með keðju og hengUás. Þessi hugsunarháttur, sem að baki þess- um læsúigum Uggur, er gersamlega óþolandi. Það er erfitt að hugsa sér, að alþjóðar fyrútæki leggi veg um almannaland fyrú aúnannafé og kalU svo „einkaveg”. Þessir virkjunaraðilar, sem svo hugsa og framkvæma, verða að gera opinber- lega grein fyrir þessum athöfnum sínum. Eg skora hér með á þá að gera það. Einar Þ. Guðjohnsen framkvæmdastjóri. ‘ * W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.