Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983.
Formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum:
Óvissaframá síðustu stundu
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
hefst næstkomandi fimmtudag.
Sjaldan eða aldrei hefur þessa
fundar verið beðið með jafnmikilli
eftirvæntingu og nú. Og þar kemur
til tvísýnt formannskjör þar sem þrír
áhrifamenn innan flokksins berjast
umsigurinn.
I fyrri formannskjörum hefur sá
útvaldi ávallt verið búinn að hasla
sér vöU sem formannsefni nokkuð
löngu áður en kjör hans hefur farið
fram. Nú hrns vegar er staðan sú að
þegar aöeins tæp vika er tU lands-
fundarins er með öllu óvíst hver
þeirra þriggja sem í framboði eru
hlýturhnossið.
Fyrir nokkrum vikum var getum
leitt að því að Þorsteinn Pálsson væri
mun sigurstranglegri en þeir Friðrik
Sophusson og Birgir Isleifur
Gunnarsson. I samtölum, sem undir-
ritaður hefur átt við ýmsa sjálf-
stæðismenn á undanförnum dögum,
hefur komiö í ljós aö þessar getgátur
höfðu við rök aö styðjast þá, en á
þeim vikum sem síöan eru liðnar
hafa Friðrik og Birgir unnið töluvert
á og mun nú með öllu óvíst hver
þeirra hefur forystuna í kapphlaup-
inu.
Það sem gerði Þorstein sigur-
stranglegastan í fýrstu var það að
hann sem nýr maður innan flokksins
gat óhræddur byrjað að undirbúa
framboð sitt á meðan hinir tveir urðu
að bíða eftir ákvörðun Geirs Hall-
grímssonar um að hann hygðist
hætta sem formaður.
Þetta færði Þorsteini ákveðið for-
skot sem margir álíta að komi til
með að fleyta honum langt þegar á
landsfundinn kemur.
Sjálft formannskjörið fer fram
sunnudaginn 6. nóvember næstkom-
andi og telja fróðir menn að laugar-
dagskvöldið muni ráöa úrslitum um
hver sigrar. Flestir, sem talað hefur
verið við, eru nefnilega sammála um
að stór hluti landsfundarfulltrúa hafi
ekki gert upp hug sinn enn og muni
ekki gera þaö fyrr en á fundinn er
komið. Og þar sem frekar er kosið
um menn en málefni muni fram-
koma og frammistaða frambjóðend-
anna ráða miklu um hvernig atkvæði
falla. Á laugardagskvöldið muni
síðan f ulltrúar hvers kjördæmis fyrir
sig bera saman bækur sínar og sam-
ræmaafstööusína.
Margir hafa velt þeirri spurningu
fyrir sér hvort þingmenn flokksins
muni reyna að hafa áhrif á fulltrúa
sinna kjördæma í því skyni að fá þá til
að styðja þann frambjóðandann sem
viðkomandi þingmanni er þóknan-
legur.
Svörin viö þessari spurningu eru
aöallega á tvo vegu. Sumir eru þeirr-
ar skoðunar að þingmennirnir muni
ekki skipta sér af því hvem fulltrúar
þeirra kjördæma kjósa vegna þess
að slík afskiptasemi varðandi leyni-
lega kosningu gæti dregiö dilk á eftir
sér aö kosningunni lokinni. Þar að
auki er sagt að þingmenn hafi ekki
lengur þau yfirráð yfir fulltrúum
kjördæma sinna sem þeir eitt sinn
höföu.
Aðrir eru þeirrar skoöunar að
þingmenn muni gera allt hvað þeir
geta til að tryggja sínum manni
stuðning og fari svo verður allt mun
tvísýnna en áður.
Það er nefnilega ljóst aö innan
þingflokksins á Birgir Isleifur hvað
mest fylgið. Talið er að um helming-
ur þingflokksins fylgi honum en hinn
helmingurinn skiptist milli Þorsteins
og Friðriks. Eitt er það þó sem vekur
furðu margra en það er að talið er víst
að fráfarandi formaður, Geir Hall-
grimsson, muni styðja Þorstein, og
gæti sá stuðningur átt eftir að vega
þungt á metunum. Hvers vegna Geir
styður Þorstein eiga menn erfitt að
gera sér grein fyrir en víst er að þeir
menn sem Geir hlustar einna mest á
eru áhrifamenn innan VSI, en þar er
stuðningurinn við Þorstein hvað
mestur.
Ef hugaö er aö nokkrum kjördæm-
um er taliö að skiptmgin sé sú að í
Reykjavík sé fylgi Friöriks og Birgis
meira en fylgi Þorsteins. I Reykja-
nesi eigi hins vegar Þorsteinn og
Friðrik meira fylgi en Birgir. Á
Suöurlandi standi Þorsteinn best aö
vígi, en ekki séu allir sjálfstæöis-
Fréttaljós
Sigurður Þór
Salvarsson
menn þar jafnhrifnir af formanns-
framboði hans vegna þess aö sigri
hann muni meginkraftar hans fara í
að stjóma flokknum og þá muni hann
ekki nýtast Sunnlendingum sem
skyldi á þingi.
Á Austfjörðum er talið að Birgir
eigi mesta fylgið og er það jafnframt
eina kjördæmið úti á landsbyggðinni
þar sem nafn hans ber hæst. Erfið-
ara er að festa hendur á stöðunni í
öðrum k jördæmum.
Þess ber að geta að af um 1000
fulltrúum á landsfundinum koma um
600 frá Reykjavík og Reykjaneskjör-
dæmi og vegur því afstaða þeirra
hvaöþyngst.
Eitt er það enn, sem gæti skipt
sköpum um úrslit formannskjörsins,
en það er kosningafyrirkomulagið
sem við verður haft á landsfundin-
um. Aö öllum líkindum verður tillaga
ungra s jálfstæðismanna um tvöfalda
umferð ofan á. Það þýðir að fái eng-
inn frambjóðendanna tilskilinn
meirihluta í fyrstu umferö verði kos-
ið milli þeirra tveggja efstu í síðari
umferðinni.
Fæstir eiga von á því að Þorsteinn
geti orðið neðstur í fyrstu umferðinni
og komi það því í hlut annars hvors
hinnaaðfalla.
Fari leikar á þann veg að Þor-
steinn og Friörik fari í aðra umferð
verður kosningin milli þeirra eflaust
afar tvísýn og ómögulegt að spá um
úrslit.
Hvað varðar varaformannsemb-
ættið eru línur mjög óljósar en þó
talið víst að ef það veröa Þorsteinn
og Friðrik, sem keppa til úrslita um
formannssætið, muni hvor þeirra
sem tapar sætta sig við vara-
formannsembættiö.
Verði hins vegar Birgir annar
þeirra sem keppir til úrslita og tapar
er meö öllu óvíst aö hann f ái stuðning
sem varaformaöur, sérstaklega ef
þaö verður Þorsteinn sem hann tap-
ar fyrir. Þá er nefnilega afar ólíklegt
aö fundarmenn felli núverandi vara-
formann, Friðrik Sophusson, úr
varaformannsembættinu.
Um framboð Sigrúnar Þorsteins-
dóttur frá Vestmannaeyjum til vara-
formanns vildu fæstir viðmælendur
undirritaðs tjá sig. Engu að síöur er
nokkuö ljóst að fæstir taka það alvar-
lega. Hins vegar hafa þær raddir
heyrst að nefnd hafi verið nö&i nokk-
urra kvenna í sambandi við varafor-
mannsembættiö. Þar má nefna nöfn
Bessíar Jóhannsdóttur og Ingu Jónu
Þórðardóttur. Fæstir telja þetta þó
raunhæfan möguleika.
Eins er talið ólíklegt að um fleiri
framboð verði að ræða en þegar eru
komin fram.
Eggja-
dreifingar-
stöð leiðir til
verðlækkunar
— telurFramleiðsjuráð
landbúnaðarins
Eggjaverð á að lækka ef sto&iuð
verður eggjadreifingarstöð og
verðlagning á eggjum heyrir undir
Framleiösluráð landbúnaöarins og
sexmannanefnd. Svo segir í frétta-
tilkynningu sem Framleiðsluráðið
hefur sent frá sér vegna frétta um
stofnun eggjadreifingarstöðvar á
Reyk javíkursvæðinu. Eins og kom-
iö hefur fram eru eigendur stærstu
eggjabúanna andvígir slíkri stöð og
telja að slíkt einokunarfyrirtæki
muni leiða til verðhækkunar á egg j-
um.
I tilkynningu Framleiðsluráðsins
segir að verðlækkunin stafi af því
að kostnaður við aðflutninga að
stöðinni og flokkun og dreifingu
eggjanna verði 3% af heildsölu-
verði í staö þeirra 10% sem nú er
samkvæmt verðskráningu stjómar
Sambands eggjaframleiöenda. Þá
segir ennfremur að ekkert bendi til
að eggjaframleiðsla sé hagkvæm-
ari á stórum búum frekar en fjöl-
skyldubúum. Nýting fjárfestingar .
og vinnuafls á að vera sambærileg
enda búnaður yfirleitt sambærileg-
ur í búi með 4 þúsund varphænur
og 40 þúsund.
Framleiðsluráö hefur eagpr
ráðagerður um að þrengja kosti
stærri búanna sérstaklega. Hins
vegar þolir eggjamarkaðurinn ekki
framleiösuaukningu umfram þaö
sem aðstaða er nú fyrir í hænsna-
búum landsins og þess vegna er
ekki talin ástæða til stækkunar
þeirra eggjaframleiðslubúa sem til
eru eins og nú standa sakir, segir í
tilkynningunni. ÓEF.
Athugasemd
I viðtali sem birtist í DV 25.10,
þar sem fjallaö var um kynlíf
fatlaðra er eftir mér haft að menn
sem eru mænuskaddaðir og lamað-
ir fyrir neöan mitti „verði einfald-
lega að leggja áherslu á aðra þætti
kynlífsins en þá sem felast í því að
láta hold rísa og bera að skauti
konu."
1 þessu sambandi vil ég taka
fram að samkvæmt sænskri rann-
sókn geta tæplega 80 prósent
manna með þverlömun látið sér
rísa hold.
Ragnar Gunnarsson
sálfræðingur.
Svo mælir SvarthÖfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Samtaka leysum við efnahagsöngþveitið
Þrátt fyrir stófellda efnahagslega
örðugleika og aðgerðir þeirra vegna
hefur enn ekki komið til neins telj-
andi atvinnuleysis. Horfur eru á því,
að þetta ástand haldist nærri óbreytt
um sinn. Hafa aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar miðað að því að skerða
ekki atvinnumöguleika fólks, sé þess
nokkur kostur, enda er talið nóg að
þurfa að bera skert laun, þótt at-
vinnuleysi komi ekki til. Þótt undar-
legt megi telja þá býr rikisstjórnin
með vissum hætti að ótæpilegum lán-
tökum erlendis og stórum skulda-
böggum, því þrátt fyrir gífurlega
eyöslu hefur auðvitað stór hluti
hinna erlendu lána lent til atvinnu-
veganna, sem nú standa — að vísu
skulduglr upp fyrir haus — það vel
að vígi, að atvinnuleysis hefur ekki
orðið vart. Á hitt ber að líta, að ævin-
lega kemur að skuldadögum, og að
þessu sinni munu þeir dagar þýða
hrun ákveðinna fyrirtækja, einkum í
sjávarútvegi, með geigvænlegum
afleiðingum fyrir launþega. Komi
rikisstjórnln enn einu sinn tii hjálpar
þessum fyrirtækjum, verður verð-
bólgan komin í sjötíu stlg um ára-
mótin 1984—’85, samkvæmt neðan-
jarðarspám.
Þetta þýðir, að relknað er þá með
gengisfellingum til bjargar sjávarút-
veginum — þeim aðilum hans, sem
ekkl geta talist solvent í dag — á tim-
anum fram að áramótum 1984—’85.
Það er einmitt á þessari forsendu,
sem æsingur stjórnarandstöðunnar
byggist. En stjórnarandstaðan og
einstaka þingmenn stjórnarflokk-
anna ætla hreint vitlausir að verða,
ef orðað er, að nú sé kominn tími til
að skuidugustu útgerðarfyrirtækin
fari á hausinn. Þelr vilja halda
vitleysunni áfram og koma verðbólg-
unni aftur í „viðunandi” hæðir og
vöxtunum þá um leið. Slíkt gengur
ekki fyrir þá ríkisstjórn, sem nú sit-
ur, og ekkl fyrir þjóðfélagið heldur,
vegna þess að aukin verðbólga þýðir
að launþegar hafa fórnað sér fyrir
lítið, og kjaraskerðing almennt
verður miklu meiri en núna.
Allt frá því að þingliðið fór almennt
að blanda sér í framkvæmdavaldið
og stuöla með þeim hætti að ríkis-
rekstri á partl og rikisábyrgðum,
hefur ekkert atvinnulif fengið að
þróast með eðlilegum hætti. Það er
raunar ckki að furða, að úr þingsöl-
um skuli enn koma mótmæli við
þelrri hugsanlegu ráðstöfun að láta
fyrirtækin sigla sinn sjó samkvæmt
almennum leikreglum í viðsklptum
og hætta um ieið skuldasöfnun og
ábyrgðum hins opinbera. Þingmenn
geta nú um stundir ekki komið í
frystihús, þar sem salir eru fulllr af
vinnandi fólki yfir ljósaborðum, og
barið sér á brjóst og talað um, hvað
þelr hafi gert fyrir kjördæmið. Það
gerir launaskerðingin og erlendu
skuldiraar, sem þeir eru óneitanlega
feður að. Ehj þeir bíða margir þess
tíma að geta komið aftur til að til-
kynna um ágæti sitt. Vlð það mun
verðbólgan fara í sjötíu stig á elnu
ári og erlendar skuldir Uklega verða
um 80% af þjóðartekjum. Þannig
fara nú þingmannaafskiptin með at-
vinnuvegina og þjóðarhaginn.
Þótt útlitið sé svart, einnig af völd-
um náttúrunnar, því fiskurinn
virðist horfinn úr sjónum, skyldu
menn ekki örvænta á örlagastundu.
ísland á sér enn vor, ef fólkið þorir,
sagði Jónas, og manni verður löng-
um hugsað til þeirrar yfirlýsingar,
þegar á bjátar. Það væri að visu
gleðilegt, ef stjórnarandstaðan hefði
eitthvað annað fram að færa en að
ýta okkur lengra inn í efnahagsöng-
þveitið. Vlð því er ekki að búast. Og
taklst núverandi ríkisstjórn ekki að
leysa þessi ríkisafskipta- og rikls-
ábyrgðamál á næstu sex mánuðum,
má telja vist, að hún sé glötuð. Svo
hátt hefur hún sett markið, og svo
hart hefur hún gengið að launþegum
til að ná þvi. Auðvitað eru laun hluti
af efnahagsdæminu. En skuldirnar
eru það líka, og þurfi rikissjóður í
raun að halda uppi um tuttugu gjald-
þrota fyrirtækjum í sjávarútvegi, og
ætli riklsst jórnin að halda því áfram,
þá má fara að auglýsa jarðarförina
seinnihluta næsta árs. Eftir það
verður Baldur ekki grátlnn úr helju.
Svarthöfði.