Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKTOBER1983. 5 Ekki elska allir hunda Þrátt fyrir að nidurstödur skoðanakönnunar DV um viðhorf fólks til hundahalds í þéttbýli hafi sýnt svo ekki verði um villst að þrír af hverjum fjórum íslendingum séu andsnúnir hundahaldi í þéttbýli hafa sveitarstjórnarmenn á Seltjarnarnesi, í Mos- fellssveit og víðar lýst því yfir að engra breytinga sé að vœnta íþessum málum. Það verður því ekki hróflað við hundunum á þessum stöðum, fólk er ánœgt með skipan mála, segja þeir, en það á reyndar ekki við um alla. . . . „MEINILLA VIÐ HUNDA” — segir Helga Haraldsdóttir sem er fædd og uppalin í Mosfellssveit „Það kemur að því að einhver verður bitinn af hundi hér í sveit- inni,” sagði Helga Haraldsdóttir, Mosfellingur, sem lent hefur í því að sitja í húsi með 3—4 grátandi böm á armi vegna þess að þau hafa ekki þorað að fara út vegna hræðslu við hunda. ,,Það eru mörg dæmi þess að hundar hafi hrellt böm hér í sveit- inni, en það er ekki við blessaöar skepnurnar að sakast þvi skiljanlegt er að í þær hlaupi víðáttubrjálæði þegar þeim er sleppt lausum eftir innilokun i heimahúsum eða lang- varandi tjóöran í bandi.” Nú munu vera um 165 hundar á skrá í Mosfellssveit en Helga telur þá tölu vera fjarri lagi: „Ætli þeir séu ekki frekar nær 300 ef rétt er talið og eru þá ekki taldir með þeir hundar sem em á skrá hér í sveitinni en eiga í raun heimili í Reykjavík.” Helga Haraldsdóttir sagöi óþarfa aö fjölyrða mikiö um sóöaskapinn sem fylgdi hundunum, hundarnir sjálfir gætu að sjálfsögðu ekki þrifiö upp eftir sig og ekki virtust eigendumir vera miklir áhugamenn um það., ,Mér er meinilla við hunda í þéttbýli og væri tilbúin til að standa uppi á kassa og halda langar ræður ef það gæti breytt einhverju í þessu máli,” sagöi Helga í Mosfellssveit- inni. -EIR. „Hér voru ekki hundar áður fyrr” - segir Hafsteinn Einarsson sem er borinn og barnfæddur Seltirningur „Eg man þá tíö þegar lítið sem ekkert var af hundum hér á Sel- tjamarnesi nema þá á 2—3 bæjum þar sem var sauðfé,” segir Hafsteinn Einarsson áttavitasmiöur, einn fárra Seltirninga sem kalla má inn- fædda. „Hundamir komu fyrst þegar ný tegund af fólki fór aö flytja hingað út á Nes, fólk sem virtist finna ein- hverja lífsfyllingu í því að eiga hund. En máliö er einfaldlega þannig vaxið aö hundaeign hentar þessu fólki ákaflega illa, þetta er fólk mikilla fjárfestinga og vinnur mikið, er sjaldan heima og því eru hundamir lokaðir inni í húsum þess mestan hluta dags.” Hafsteinn sagði ennfremur að eitt helsta sport Reykvíkinga væri að koma með hunda sína út á Nes, sleppa þeim þar lausum innan um fuglana og hefði það miður góð áhrif á fuglalífið. „Hér var áður blómlegt fuglalíf en það er nú aö breytast.” Sagði Hafsteinn að nýbyggjar Ness- ins væru harðánægðir með reglur þær sem giltu um hundahald og því lítið við þessu að gera. Stöðutákn? Guörún K. Þorbergsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýöubandalagsins á Sel- itjamarnesi, tók mjög í sama streng og Hafsteinn þó svo hún sé dnn ný- byggjanna. „Hundamálin hér á Nes- inu hafa þó lagast mikiö frá því að ég kom hér fyrst,” sagði Guörún, „og skiptir þar mestu að nú er bannað að láta hundana ganga lausa. Þegar ég flutti hingað bar töluvert á því að fólk væri að fá sér hund sem nokkurs konar stööutákn og hugsaði e.t.v. minna út í hvað slíkt hefði í för með sér. Eg er einnig sannfærð um að hundarnir raska fuglalifi úti við Gróttu en þangað fer fólk gjarnan með þá til að viðra þá. Hundahald á Seltjarnarnesi hefur verið leyft í 10 ár og hundamir munu nú vera um 100 talsins. -EIR. Fjárlagaræða Alberts Guðmundssonar: Að fjárlög verði raunhæf sem virkt hagstjórnartæki Albert Guðmundsson flutti fjárlaga- ræðu sína á sameinuðum fundi Alþing- is í gær. Kvað hann fjárlagafrum- varpið vera aðhaldsfrumvarp sem á sama hátt og lánsfjáráætlun endur- speglaði efnahagsástandið. Megin- markmið ríkisstjórnarinnar em að ná niður verðbólgu og viðskiptahalla, tryggja atvinnu og stefna að því að f járlögin verði raunhæf sem virkt hag- stjómartæki. Þá er stefnt að því að draga úr umsvifum ríkisins og hlut- deild þess í þjóðartekjunum, og að auka ekki við erlendar skuldir né yfir- drátt í Seðlabankanum. Stefna ríkisstjómarinnar í skatta- málum er áframhaldandi lækkun á næsta ári. Fjármálaráðherra upplýsti að samkvæmt þeim upplýsingum sem nú lægju fyrir væri gert ráð fyrir greiösluhalia að fjárhæð 1.200 m.kr. í stað 17 m.kr. greiösluafgangs sam- kvæmt f járlögum 1983. Gert er ráð fyrir 9 m.kr. rekstraraf- gangi hjá ríkissjóði 1984. Heildartekjur eru áætlaðar 17.435 m. kr. og gjöld 17.426 m. kr. Heildarlánsfjáráætlun samkv. frumv. verður 2.358 m. kr. Beinir skattar eru áætlaöir 17% af heildartekjum rikissjóös 1984, en óbeinir skattar 81%. Aðrar tekjur eru 2% af tekjum rikissjóðs. Gert er ráð fyrir 6% veginni launahækkun frá desemberlaunum. Jafnframt er gert ráð fyrir sparnaði í heildarlauna- kostnaðium2,5%. \x Sagöi ráðherra aö við áætlun á rekstrargjöldum hefðu nú verið tekin upp ný og breytt vinnubrögð, þ.e. kerfisbundin athugun á ríkisreikningi til að athuga hve mikið f járveitingar til annarra rekstrargjalda væm korrmar úr takt við það sem útgjöldin raunverulega hafa verið. H.Þ. Fjárlagafrumvarpið gagnrýnt á Iðnþingi: Iðnrekstrarsjóður fær ekki lögboðin f járframlög Sigurður Kristinsson, forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, átaldi stjórnvöld fyrir að auka framlög til landbúnaðar á sama tima og framlög til iðnaðar væm skorin niöur, í setningarræðu sinni á Iðnþingi í gær. Sigurður benti á að til nýrra bú- greina og hagræðingar i landbúnaði væri varið 17 milljónum króna í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1984 en aðeins 5 milljónir kæmu í hlut Iðn- rekstrarsjóðs sem ætti að veita framlög til nýsköpunar, hagræðingar og vöm- þróunar í iönaöi. Ættu þó framlög ríkissjóös til Iönrekstrarsjóðs aö nema um 40 til 50 milljónum á næsta ári ef fylgt yrði lögum um sjóðinn frá árinu 1980 sem kvæðu á um að á ámnum 1982 til 1985 ætti ríkissjóður að leggja fram 0,6% af vinnsluviröi iðnaðar undan- fariðár. I ræðu sinni sagði Sigurður að ekkert virtist benda til að ríkisvaldið ætlaði aö auðvelda iðnaðinum aölögun að breyttum efnahagsaðstæðum. I fjár- lagafrumvarpinu væri varið fimmfalt hærri fjárhaeð til landbúnaöar en til iönaöar. Landbúnaöurinn hlyti í fram- lög 1,46% af heildarútgjöldum, sjávar- útvegurinn 1,07% en iðnaöur aðeins 0,34%. Orðrétt sagði Sigurður: „Þessar fjárveitingar skipta sjálfsagt ekki sköpum um viðgang atvinnuveganna. Þær sýna hins vegar í hnotskum þann hug er menn bera í brjósti til iðnaðar- ins, sem einn veitir að minnsta kosti 5 þúsund fleiri starfsmönnum atvinnu en landbúnaður og sjávarútvegur saman- lagt og sem óumdeilanlega verður öör- um atvinnuvegum fremur að taka við því fólki sem út á vinnumarkaðinn leit- arákomandiárum.” Hann sagði aö Landssamband iðnaöarmanna kreföist þess að eytt verði mismunun milli atvinnuveganna að því er lýtur að fjárveitingum úr ríkissjóði. Islensk iðnfyrirtæki hafa oröiö að fjármagna sjálf ýmsa kostnaöarliði sem landbúnaður og sjávarútvegur hafi getað sótt fé beint í ríkiskassann fyrir. En í þeim efnum ætti eitt yfir alla aö ganga, sagði hann. OEF KL: Barnaöryggisstólar Barnabílbelti TILBOD TILB0Ð ÖSKAST í EFTIRTALDAR BIFREIÐIR í TJÓNSÁSTANDI: Honda Civic Sedan árg. 1983, Volvo 145 árg. 1974, Mazda 323 árg. 1982, Daihatsu Charmant árg. 1978, Mazda 616 árg. 1976, Toyota Corolla Lift Back árg. 1978, Ford Escort árg. 1974, Subaru station árg. 1977, Dodge Dart árg. 1974, Dodge Aspen árg. 1978, Rambler Matador árg. 1973, Mazda 121 árg. 1977, Lada Sport árg. 1979, Lada 1200 árg. 1977, Vespa bifhjól árg. 1982, Suzuki 550 bifhjól árg. 1981. Bifreiðirnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnar- firði, laugardaginn 29. október frá kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofunnar Laugavegi 103fyrir kl. 5 mánudaginn 31. október. BRIRWBÚT TIONADEILD BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.