Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 28. OKT0BER1983.
7
Útlönd Útlönd
„ Gíslamartröðin
mátti ekki end-
urtaka sig”
- segir Reagan forseti til skýringar á innrásinni á Grenada
„Við komum þar rétt í tæka tíð,”
sagði Reagan Bandaríkjaforseti í sjón-
varpsræðu í gærkvöldi, þar sem hann
Hjarta-
aðgerðir
ónauð-
synlegar?
Allt að 20 þúsund Bandaríkja-
menn gangast undir hjartaaögerðir
á ári hverju þótt lyf jameðferð myndi
gera þeim sama gagn. Þetta er
niðurstaða könnunar, sem gerö var á
vegum Henry Ford sjúkrahússins í
Detroit. 780 sjúklingar, lang-
flestir karlmenn, voru í úrtaki í
könnuninni, helmingur þeirra gekkst
undir upfiskurð en helmingur fékk lyfja-
meðferð viö hjartasjúkdómi sínum.
„Sex árum seinna voru 90%
þeirra sem fengu lyf jameðferö á lífi
og 92% þeirra sem gengust undir
skurðaðgeröir,” sagði Thomas Killip
læknir, sem stjórnaði könnuninni.
Hann sagöi einnig aö þetta væri
besta útkoma sem fengist hefði við
samanburð á lífslíkum sjúklinga
sem gengist hefðu undir skurðaðgerö
annars vegar og þeirra sem fwgið
hefðu lyf jameðf erð hins vegar.
Thatcher í vandræðalegri stöðu.
Kolanáma-
menn í
launadeilu
Leiötogar samtaka breskra
kolanámamanna hafa ákveðiö að
halda áfram yfirvinnubanninu,
sem tekur til um 200 þúsund félags-
manna. Slitnaði í gær upp úr launa-
samningaviðræðum þeirra við þaö
opinbera.
Yfirvinnubannið hefst aftur á
mánudagsmorgun, og segjast for-
svarsmenn kolanámamanna ekki
ætla að láta það aftra sér þótt mikl-
ar kolabirgðir séu til í landinu og
því ekki líklegt aö yfirvinnubanns-
ins muni gæta mikið.
sakaði Kúbu um að hafa ætlað að gera
Grenada aö stökkpalli til útbreiðslu á
kommúnisma og skæruhemaöi á
meginlandinu.
„Okkur var sagt að Grenada væri
vinsamleg feröamannaparadís,” sagði
Reagan. „En hún vár það ekki. Hún
var sovésk-kúbönsk nýlenda sem unnið
var að því aö breyta í meiri háttar
hemaðarvirki til þess að breiða þaðan
út hryðjuverk til þess að grafa undan
lýðræði.”
Reagan lagði áherslu á að átta önnur
ríki í Karíbahafinu hefðu óskaö þess
af Bandaríkjamönnum að þeir hlutuö-
ust til um þróun mála í Grenada en
sagði að fyrst og fremst hefði það verið
öryggi bandarískra ríkisborgara á
Grenada sem stjóm hans hefði veriö
efstihuga.
„Gíslamartröðin frá því í Iran mátti
ekki endurtaka sig,” sagði Reagan.
Kallaöi hann valdaránsmennina,
sem tóku Maurice Bishop forsætisráð-
herra af lífi, „marxíska bófa”. Sagði
hann, að Kúbumennimir, sem kallaöir
hefðu verið „verkamenn”, hefðu
reynst vera hermenn og að hjá þeim
hefðu fundist miklar vopnabirgðir og
fjarskiptastöð, auk ýmissa skjala sem
bentu til þess aö Kúba hefði haft i ráð-
umaðhertaka eyjuna.
„Komum rétt í tæka tíð,” segir Reagai
nm innrásina.
Thatcher vill
ekki fordæma
innrásina
— og kannast ekki við að landstjóri Breta
hafi óskað eftir innrásinni
Breska stjórnin þykir vera í vand-
ræðalegri stöðu vegna innrásar Banda-
ríkjamanna inn í eitt samveldislandiö,
Grenada. Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra hefur neitað að láta undan
þrýstingi þeirra sem vilja að stjómin
fordæmi innrásina.
I því sambandi hefur Thatcher með-
al annars rifjaö upp að þegar Bretar
ákváðu að ráðast gegn innrásarliði
Argentínu á Falklandseyjum í fyrra
hafi Bandaríkjastjóm ekki fordæmt
þá. Né heldur hafi verið klagaö yfir því
þótt Bretar hefðu ekki haft fullt sam-
ráð við Washingtonstjórnina fyrir
Falklandseyj astríðið.
Hún sagöi á fundi í neðrí málstofu
breska þingsins í gær að stjóm hennar
mundi meö samúð taka til gaumgæfi-
legrar athugunar ef beiðni bærist um
að breskt herlið tæki að sér friðargæslu
á Grenada við brottflutning innrásar-
liðsins.
Thatcher bar á móti því að bresku
stjórninni væri kunnugt um að sir Paul
Scoon, landstjóri á Grenada, hefði
óskað eftir íhlutun, eins og haldiö var
framífréttumígær.
Sovétríkin:
Vatnsból tveggja
borga eyðilagt
Milljónir fiska dóu og takmarka varð
neysluvatn í tveim sovéskum borgum
þegar stífla rofnaöi við áburðarverk-
smiðju í Okraínu svo að fljótið Dnestr
mengaðist illa, að sögn Nikolai
Vasilyev, sovésks ráðherra, í viðtali
við sovéska dagblaðið Izvestia.
Þúsundir tonna af vatni, sem var
mjög mengað af eiturefnum, sluppu út
í ána þegar stifla rofnaði i geymsiustöö
fyrir eiturefni við Drogolich, sunnan
borgarinnar Lvov. Vatnið flæddi 25
kílómetra yfir akra, vegi og járn-
brautarspor og komst í ána, þann 15.
september sl. Rúmlega 2200 tonn af
fiski í ánni drápust af eitruninni sem
barst um 500 kílómetra niður eftir ánni
og settist til í vatnsbólinu Novo-Dnestr
en það er mikilvægt vatnsból sem
borgimar Odessa og Kisinev nota.
Eiturefnin hafa sest til i uppi-
stöðulóninu svo að enn má fá drykkjar-
hæft vatn í efstu lögum þess en í mun
minna mæli en borgimar þurfa. Því
hefur þurft að grípa þar til vatns-
skömmtunar. Slík slys komast yfirleitt
ekki í fréttir í Sovétríkjunum en vatns-
skömmtunin hefur haft svo mikil áhrif
að stjómvöldum hefur eflaust sýnst
ekki vera stætt á öðm en gefa almenn-
ingi skýringu á því sem gerðist. Fyrir
slysið var áin Dnestr talin hreinasta á í
Sovétríkjunum.
I viðtalinu í Izvestia kom fram að
slysið varð vegna smíðagalla sem kom
í ljós þegar of mikið var lagt á mann-
virkin. Atta manns hafa veriö kærðir
fyrir hlut sinn í slysinu.
Góð fjárjörð til sölu
Jörðin Múli í Kollafirði í Barðastrandarsýslu er til sölu og á-
búðar. Þar eru mjög góö skilyrði fyrir sauðfjárbú og e.t.v.
fiskirækt. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús, 130 fm, og rafveituraf-
magn, fallegt bæjarstæði í þjóðbraut.
Jörðin verður aðeins seld til fastrar ábúðar.
Upplýsingar hjá oddvita Gufudalshrepps, sími 93-4799,og aug-
lýsingaþjónustu DV, sími 27022.
H—380
m
Opið laugardaga
kl. 10-12.
Síðumúla 17 -Sími 37140
Pósthólf 5274-125 Reykjavik
Sendum gegn póstkröfu
HJÓLA-TJAKKAR
komnir aftur
Tvær stærðir:
2 tonn kr: 3.950.
11/2 tonn kr: 3.800
Einnig spindiltjakkar,
gírkassalyftur
og búkkar.
lega
og myndar-
SÍMINN
ER
82260
HAFIÐ SAMBAND
STRAX
JOLAGJAFAHANDBÓK
kemur út um mánaðamót
nóv/des.
Þeir auglýsendur sem
áhuga hafa á að auglýsa í
JÓLAGJAFAHAND
BÓKINNI
vinsamlegast hafi samband
við auglýsingadeild
Síðumúla 33, Reykjavík,
eða í síma 82260 milli kl.
9 og 17.30
SEM ALLRA FYRST.