Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. 13 „í hvert skiptí sem fiskifræðingar hafa birt viðvaranir hafa menn úrþeirra hópi rokið upp með fullyrðingar um að allt væri i iagi, fiskifræðingar væru bara skrifborðsgrýlur. . . " sérfræðinga í efnahags- og atvinnu- málum hafa bent til þess að ætti að koma í veg fyrir atvinnuleysi á kom- andi árum yrðu iðnaður og þjónustu- greinar að taka við miklum mannafla tilstarfa. Þegar við fengum okkar miklu fisk- veiðilögsögu viðurkennda var því mikið hampaö, bæði innanlands og erlendis, að nú myndum viö stjóma fiskveiðum okkar af viti og hagnýta fiskstofnana rétt. Við höfum ekki gert það. Svo einfalt er það og allt annað er útúrsnúningar og blekkingar. Við höfum hunsað varnaðarorð vísinda- manna og þótt unnt sé aö benda á aö þeim hafi á stundum skjátlast er þaö bara til þess að draga athyglina frá aöalatriðunum. Þarna eiga stjórnvöld í heilan áratug mikla sök og þama eiga sjómenn ogútgerðarmenn einnig mikla sök, það þýðir ekkert fyrir þá að þykj- ast saklausir í þessum efnum. 1 hvert skipti sem fiskifræðingar hafa birt við- varanir hafa menn úr þeirra hópi rokið upp með fullyrðingar um að allt væri í lagi, fiskifræðingarnir væru bara skrif- borðsgrýlur, sem ekkert vissu og ekk- ert þekktu. Ég á hér ekki viö heildar- samtök þessara aðila heldur einstakl- inga, sem hafa haft mikil áhrif og með- al annars haft greiðan aðgang að stjórnvöldum. Til viðbótar viö allt þetta höfum við alltaf mátt vita aö fiskafli getur brugðist á Islandsmiðum. Það segir sagan okkur að hefur oft gerst áður en nokkur vél var sett í fiskiskip, hvað þá fundnir upp skuttogarar. Samt hefur veriö einblínt á sjávarút- veginn, atvinnuuppbygging hinnar svonefndu byggðastefnu hef ur að lang- mestu leyti verið á hans sviöi. Nú gjöldum viö misgeröanna. Yes, minister Grátbroslegasti viðburður síðustu daga er í mínum augum viðureign samgönguráöherra og flugmálastjóra. Eg er mjög svo ósammála Dagfara Svarthöfðasyni hér í blaðinu að ráð- herra hafi flengt flugmálastjóra. Eg lít svo á aö ráðherrann hafi flengt sjálfan sig eftirminnilega og velflesta samráð- herra sína í leiðinni. Málið er i mínum augum ákaflega einfalt. Núverandi ríkisstjórn hefur meö forsætisráðherra og fjármálaráð- herra í broddi fylkingar haft uppi háværar heitstrengingar um mikiö aöhald í ríkisfjármálum. Nú skyldi farið eftir settum reglum, ríkisfyrir- tæki skyldu rekin innan ramma þeirra fjárveitinga sem fjárveitingavaldið hefði ákveðið og þeir sem gerðu það ekki, gætu etið það sem úti frysi, ef fyrirtækin yrðu þá ekki annaðhvort seld eða gef in undan þeim. Embættismannakerfið tók þessum tíðindum með litlum fögnuði eins og venjulega þegar grípa á til aðhalds. Með mikilli ólund var vitnaö til minnk- aðrar þjónustu og óspart reynt að espa fólk upp til andmæla. Ein undantekning fannst þó. Það var flugmálastjórinn. Hann tók ríkis- stjómina alvarlega og ákvað að fara eftir fyrirmælum fjárveitingavaldsins. I samræmi við það gaf hann sín fyrir- mæli. Afleiðingamar urðu þær að hann var nærri því rekinn úr starfi. Hann fékk alvarlega áminningu og óbótaskamm- ir ráðherra og þingmanna bæði í fjöl- miölum og þingsölum fyrir aö hafa tekiö stjómvöld alvarlega. Láta aðrir embættismenn sér það væntanlega að kenningu verða og gera sér grein fyrir að enn ráða fyrirgreiðslupostular ferð- inni í þjóðmálum, hvað sem líður öllum heitstrengingum. Ráðherrann kom fram í sjónvarpi og lýsti því fjálglega hve ógurlega honum hafði orðið við fimmtán mínútur yfir níu um morguninn þegar hann frétti af ósköpunum sem búið var að tíunda dag eftir dag í ríkisfjölmiðlunum. Ég sé fyrir mér Jim Hacker kerfismálaráð- herra í ónefndum sjónvarpsþáttum þar sem hann situr við skrifborð sitt og skelfingarsvipur breiöist yfir andlit hans, loksins þegar hann skilur málið og segir: ,,Ha — hvað? Atkvæðin mín? Kjördæmiðmitt?” Og hinum megin við borðið situr sir Humphrey, sem orðinn er ljóshærður og strákslegur og glottir illgimislega út undir eyru og segir: Yes, minister! Magnús Bjarafreðsson. Hór sjást kúbanskir fangar undir gæslu bandariskra hermanna á Grenada bera vatn tíl fangelsisins þar sem þeir eru i haldi. hefur átt við Grenada undanfarin ár. En svar við tilboðinu barst ekki fyrr en 25. nóv. kl. 8.30, einum og hálfum tíma eftir að innrásin hófst. Þaö má vera að Haraldur Blöndal geti fundið einhverjar krókaleiöir í lög- um til að sýna fram á lögmæti innrásarinnar, en hins vegar segir lög- mæti aðgerða ekki eitt til um réttmæti þeirra. Ef svo væri yrðum við Harald- ur sjálfsagt báðir að þegja um ýmis- legt sem við viljum fordæma. IMauðsyn brýtur lög? Utanríkisráðherra Islands hefur ekki viljað fordæma innrásina. Þó hefur hann viðurkennt að alþjóðalög og sáttmálar hafi verið brotin, hins vegar hafi ástandið réttlætt innrásina, þ.e. nauðsyn brýtur lög. Nú er ég alveg sammála utanríkis- ráðherranum um að nauðsyn geti brot- iö lög. En hver var sú nauðsyn í þessu tilviki? Utanríkisráðherrann kvað innrásina líka liö í flókinni atburðarás þar sem ekki væri hægt að taka einn lið út úr og fordæma hann. Þetta mætti auðvitað segja um nærri hvað sem er, t.d. innrásimar í Tékkóslóvakíu eða Afganistan. En þetta eru bara ótrúlega aulaleg rök, þótt Magnús Bjamfreðs- son segi aö utanríkisráðherra hafi verið „sá eini sem hélt áttum í áróðurs- moldviðrinu. ..”(!). En það er kannski ómaksins vert að h'ta aðeins á nokkur atriði þessarar atburðarásar. Átyllurnar (nauðsynin) Þrjár átyllur hafa helst komið fram til aö réttlæta innrásina: aö meö henni hafi átt að bjarga bandarískum og öör- um erlendum borgurum, binda enda á rík jandi stjórnleysi og bægja ógnun frá nágranna ríkj unum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um fyrstu röksemdina, því þótt ástandiö hafi vitaskuld verið ótryggt bendir ekkert til að erlendir menn hafi verið í meiri hættu en víða annars staðar þar sem ástand er ótryggt. Raunar voru þeir þá fyrst í hættu þegar banda- risku hersveitimar komu og hófu skothríð. Um aðra röksemdina þarf heldur ekki mörg orð: valdarán haföi verið framið og valdaræningjarnir höfðu völdin þótt liklega hafi þeir þurft að mæta andspyrnu frá íbúum landsins. Valdarán em engin nýlunda í heimin- um, þaö er heldur engin nýlunda aö valdaræningjamir njóti ekki stuönings almennings, og þaö erekkiheldurnein nýlunda aö valdaræningjarnir standi fyrir morðum og öðrum óhæfuverkum. En það er svo sem heldur engin nýlunda aö sumir telji Bandaríkin hafa fullan rétt til að ráðast inn í landið og skakka leikinn, og væri fróðlegt ef þeir Haraldur Blöndal, Magnús Bjamfreðs- son og Geir Hallgrímsson vildu upplýsa okkur um hvaðan Banda- ríkjunum kemur sá réttur, og svona í leiöinni hvort hann gildi gagnvart Islandi líka. Það sem er hins vegar óvenjulegt við Grenada er að hingað til hafa Bandaríkin frekar staðiö að baki valdaránunum eða hlaupið til og veitt valdaræningjunum aöstoð meðan blóðið er enn löörandi um lúkur þeirra. Varðandi þriðju röksemdina sýnir nánari athugun aö þar er staðreyndum snúið við. Grenada var engin ógnun við önnur ríki, nema óvinsælir valdhafar hafi óttast fordæmi alþýöunnar á Grenada. Hver ógnar hverjum? Hér er ekki rúm til aö rekja aðdraganda byltingarinnar á Grenada, en sé þróun mála þar á síðustu tveim áratugum skoðuð kemur í ljós aö byltingin var bæði eðlileg og fullkomlega réttlætanleg. Byltingin naut líka mikils stuðnings á Grenada þegar í upphafi og allar götur síðan enda hafa orðiö þar miklar framfarir á ýmsum sviðum. Engu að síður hefur Bandaríkja- stjórn borið út óhróður um þessa byltingarstjóm og þá ekki síst fyrir að hafa vígbúist og gert landið að víg- hreiöri Kúbu og Sovétríkjanna. Staöreyndin er hins vegar sú, og það vita allir sem fylgjast hafa með fram- vindu mála á Karabíska svæðinu og í Mið-Ameríku, að Bandaríkjastjórn hefur staðiö fyrir gríöarlegri hemaðaruppbyggingu þar að undan- förnu. Hér verður hún ekki rakin í smáatriðum, en það þarf ekki að dyljast neinum að þessi hemaðarmátt- ur hefur beinst gegn Kúbu, Nicaragua og Grenada. Þegar haustið 1979 fór ríkisstjórn Carters að efla herafla sinn á þessum slóðum og hvað eftir annað hafa Bandaríkin haft í frammi augljós- ar hernaðarógnanir gagnvart Gren- ada. Hvað gerir nú ríki er það stend- ur frammi fyrir óvild og hernaðar- ógnunum annars ríkis? Þessi þrjú smáríki hafa beinlínis verið neydd til að efla vamir sínar. Þegar þau neyðast svo til þess er það notað sem átylla til að ógna þeim enn frekar. Og þegar Grenada, helmingi fámennara ríki en Island, neyðist til að leita að- stoðar annarra ríkja er þaö gert að sér- staklega miklu máli. Haraldur Blöndal talar um vopnabúr sem „þjóna átti fyrir skæruhemað kommúnista í Suður-Ameríku”, og Magnús segir „til að efla skæruliða og hryðjuverkamenn ínálægum löndum”. Hverjir skyldu þaö nú vera? Hryðju- verkamenn í nálægum löndum eru fyrst og fremst ríkisstjómir E1 Salvador og Guatemala og herir þeirra, lögregla og dauðasveitir. Grenada, Nicaragua og El Salvador Ef reynt er að líta á atburðarásina í Grenada og Mið-Ameríku í samhengi má ljóst vera aö Bandaríkjastjórn var lengi búin að bíða eftir tækifæri til að ráðast inn í Grenada. Bandaríkja- stjórn hefur staöið að baki stööugum innrásum nicaraguanskra gagn- byltingarsinna inn í Nicaragua frá Hondúras í marga mánuði. Þessar innrásir og innrásin í Grenada eru angar sömu aðgerða Bandaríkja- stjómar, á þeim er aðeins stigsmunur og tilgangur þeirra er að ógna eða steypa stjórnum þessara ríkja og styrkja stöðuna gegn frelsishreyfing- unni í E1 Salvador. Atyllur Bandaríkja- stjómar fyrir innrásinni eru yfirskin eitt. Ef við skoðum atburarásina í heild verður einmitt ljóst hversu for- dæmanleg innrásin er. Hins vegar dettur mér ekki í hug að Magnús Bjamfreðsson, Haraldur Blöndal og Geir Hallgrímsson geti skilið þaö. Einar Ólafsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.