Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983. 3 Alþingi: Hér veröa ekki staðsettar landfastar eldflaugar — sagði Geir Hallgrímsson um athugun á möguleika uppsetningar eldflauga í GIUK-hliðinu Frétt sjónvarpsins í fyrrakvöld um athugun á staösetningu eldflauga í GIUK-hliðinu, nánar tiltekiö á landi á Islandi og Skotlandi, varö tilefni mik- illa umræðna í neöri deild Alþingis í gær. Tilefni fréttar sjónvarpsins sl. sunnudagskvöld var skýrsla sem þaö fékk frá blaðamanni viö skoska blaöiö „The Scotsman” og frá háskólanum í Sussex. Skýrsla þessi er unnin af fyrir- tækinu Science Application Inc. í Virginia fylki í Bandaríkjunum og stendur á skýrslunni aö þetta sé upp- kast að endanlegri skýrslu fyrir tíma- bilið september 1982 til júíí 1983 og undirbúiö fyrir yfirmann vamar- og kjamorkumáladeildar í Washington D.C. Skýrsla þessi greinir m.a. frá athugun (þ.e. ekki áætlun) á möguleik- um þess að koma fyrir meðaldrægum eldflaugum án kjarnorkuvopna á um- ræddusvæöi. Svavar Gestsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár um leiö og fundur hófst í neöri deild Alþingis í gær og innti utanríkisráðherra m.a. eftir nánari upplýsingum varðandi umrædda skýrslu og hugsanlega möguleika á því að þetta yröi að veruleika,hver væri réttur Islands í þessu sambandi og hugsanleg áhrif á eöli vamarsamnings okkar við Bandarikin. Geir Hallgríms- son sagði m.a. aö eftir þeim upplýsing- um sem hann heföi væri þessi skýrsla marklaus. Tugir athugana sem þess- ara væru í gangi en sendiráði Islands í Washington D.C. heföi verið faliö að gera athugun á málinu. Sagöi utanríkisráðherra ennfremur aö það heföi aldrei verið á dagskrá aö hálfu stjórnvalda aö staðsetja á Isiandi kjamorkuvopn eða landfastar eld- flaugar meö eða án kjamorkuvopna. Sagöi utanríkisráðherra aö slikar framkvæmdir kæmu ekki til mála né stæðu þær til. Sagði Geir Hallgrímsson aö samkvæmt varnarsamningi okkar við Bandaríkjamenn frá 1951 heföu Islendingar fyrsta sem síðasta orð í því hvaöa vopn væru staðsett hér á landi sem og hvernig þau væru notuð. Fóru fram miklar og heitar umræður um þessi mál á meðan á fundinum í neðri deild stóö. HJ>. Þoka lagðist upp að suðurströnd landsins i gær og fyrradag og byrgði mönnnm sýn. Hún mun vera sttuð sunnan úr böfum og frá meginlandi Evrópu og lítið eitt menguð. Þokubeltið náði frá Faxaflóa austur með ströndinni austur á Homafjörð. Norðurhluti landsins mun hafa sloppið við þoku þessa sem vonandi verður farin þegar þessar linur birtast. Að sögn veðurfræðings þarf aðeins lítilsháttar vind til að hrekja þokuna á flótta. SþS. Hæstiréttur sviptir tímaritið Líf nafninu: Fjarri raun- veruleikanum „Við munum að sjálfsögðu hlíta þeim dómi sem Hæstiréttur er búinn að kveða upp,” segir Magnús Hreggviðs- son, framkvæmdastjóri Frjáls fram- taks, en síðastliðinn fimmtudag féll dómur í Hæstarétti þess efnis að Frjálsu framtaki væri óheimilt að nota nafnið Líf á tímarit sitt vegna þess að nafnið væri of líkt nafni ameríska tímaritsins Life. Nýtt nafn á tímaritiö hefur ekki veriö ákveðið en það mun fljótlega verða gert því jólahefti blaðsins, sem kemur út í byrjun desember, verður að bera nýtt nafn. Málaferlin út af nafninu Líf hófust 1979 er bandariska útgáfufyrirtækið Time Incorporated höfðaði mál gegn Frjálsu framtaki á þeim forsendum að nöfn blaðanna væru allt of lik. Héraðsdómur dæmdi í málinu í september 1981 og voru allir dómarar sammála um að sýkna bæri Frjálst framtak. Time Incorporated áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og þar féll svo dómur síöastliöinn fimmtudag á þann veg að Frjálsu framtaki var framvegis bannað að nota nafniö Líf á tímarit fyrirtækisins. Vissulega var Hæstirétt- ur klofinn í afstöðunni til málsins, tveir vildu sýkna en þrír voru á móti þvi. „Þetta er tvíþætt áfall fyrir okkur,” segir Magnús, ,,í fyrsta lagi að mega ekki nota áfram þetta góða nafn og þekkta sem Líf er orðið og í öðru lagi særir það mig sem Islending að geta ekki notað íslenskt orð og að erlend fyrirtæki geti fengið einkaleyfi á íslenskum orðum.” „Þegar farið er í forsendur dómsins finnst mér íhugunarvert hve fjarri raunveruleikanum meirihluti Hæsta- réttar er því meö þessum dómi eru þeir að segja aö íslenskir lesendur ruglist á nöfnum bandaríska tímaritsins Life og íslenska tímaritsins Líf og allir sjá hversu fjarri raunveruleikanum það er,” segir Magnús Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Frjáls framtaks. -SþS. HATTABÚÐIN, FRAKKASTÍG 13. Sími 29560. KANGOL DÖMUHATTAR alpahúfur — angórahúfur — slæður — dömuhanskar o. fl. VERSLUN Ösk unga fólksins í ár Sólhlífarnar nú komnar aftur. Fœgja, puda, púla, pússa og skítugar hendur? Nei, nei. Nú strýkurdu bara hanskan um yfir án nokkurrar fyrirhafnar og pússar vid sjónvarpið. Lausnin er fundin. Höfum bast í miklu úrvali, tilvalið til að hengja eldhúsáhöldin á. Vantar þig efni í jólaskreytinguna? Vandinn er leystur. Við eigum úrvals skraut í óróa og skreytingar. Hjá okkur eruð þið alltaf velkomin. ' Sendum , í póstkröfu um land allt. SUtnlminrAiistín T.nnrtnnoni 11 ; íoror Skólavörðustíg 8, Laugavegi 11 Sími 18525.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.