Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Side 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983.
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Umsjón: Herdís Þorgeirsdótí ir og Guðmundur Pétursson
þurfi tíma til aö átta sig á hlutunum
áöur en hann ákveöur hvernig
bregöast skuli viö skuldabagganum.
En endurgreiðslur eiga aö miöast viö
útflutningsmöguleika og þar af leiö-
andi eftirspurn á hinum alþjóðlega
markaði.
Raúl Alfonsín er maöur alþýðlegur
og opinskár. Hann er afkomandi
spænskra innflytjenda og lögfræöi-
menntaður. Hann hóf snemma
afskipti af stjórnmálum og fór sínar
eigin götur þar. Klauf hann sig úr
flokki róttækra í upphafi 7. áratugar-
ins vegna ósamkomulags við flokks-
forystuna, sem Aifonsín fannst of'
samvinnuþýö viö perónista. Stofnaði
hann sitt eigið flokksbrot, sem náöi
yfirhöndinni innan flokksins sl.
sumar.
Hann hefur veriö óspar í gagnrýni
sinni á perónista og herforingja-
stjórnir sl. áratugar. Nú þegar
jarövegurinn í Argentínu hefur veriö
■ plægöur fyrir lýöræöislegra stjómar-
far í kjölfar áratuga spillingar og
óstjómar var hann næstum sjálf-
kjörinn til aö taka viö forystu vegna
harðrar andstööu sinnar og þrásinnu
viö málamiölunum áður.
Hans bíður þó ekki létt verk og
búist er viö að herinn ýti á eftir aö
hann taki fyrr viö embætti en
formlega var ætlað, sem er í janúar
1984. Efnahagsástandiö er slíkt svo
og er þjóöin í sámm pólitískt séö,
bæöi eftir Falklandseyiastríðiö 1982
og ofsóknir gegn vinstri mönnum á
síöasta áratug þegar um sex þúsund
manns hurfu sporlaust. Stjóm Alfon-
sín verður einhvern veginn aö leysa
efnahagsvandann sem mörgum'
kann að viröast næstum ógjömingur
en þaö þarf mikiö pólitískt hugrekki
til aö framfylgja settum skilyrðum
Alþ jóðag jaldey riss jóösins. Verka-
lýösf élögin gætu gert stjóminni erfitt.
fyrir aö ráöa niðurlögum verðbólg-
unnar og áhrif perónista innan
hersins gætu velgt hinni nýju stjórn
vemlega undir uggum.
I blaöaviötali nýlega sagöi
Alfonsín, sem kjörinn er til sex ára,
aö þeir eiginleikar sem hann mæti
mest í fari leiötoga væri heiðarleiki
og hugrekki til að mæta erfiðleikum..
Það er víst óhætt að fullyrða að það
mun alla vega reyna mjög á hvort
Raúl Alfonsín hefur til að bera síðari
kostinn.
Þýskt ríkisfyrir-
tæki sett
ámarkað
Ári eftir að samsteypustjóm
kristilegra demókrata og frjáls-
lyndra kom til valda undir forsæti
Helmut Kohl kanslara skal nú hafist
handa við að gera alvöru úr fyrir-
ætlunum um aö selja ríkisfyrirtæki
eða ríkishluta í hlutafélögum til
einkaframtaksins.
Fyrsta skrefið er sala á drjúgum
hluta af hlutafjáreign í vestur-þýsku
orkusamsteypunni VEBA. Þar á aö
minnka eignarhlut ríkisins úr 43,75%
í 30%. — Sala á öörum eignarhlutum
veröur undir því komin hve mikinn
áhuga almenningur hefur á þeim fyr-
irtækjum.
Meö sölunni á VEBA-bréfunum
efnir ríkisstjórnin mikilvægan þátt í
loforöi sínu um „meiri markaðs-
hyggju, minni ríkisafskipti” í at-
vinnulífinu.
Aö vísu eru aðeins fá af ríkisfyrir-
tækjunum jafn eiguleg og orkusam-
steypan, svo að salan á hinum getur
gengið dræmt. En búist er við að þeir
ríkishlutir, sem settir veröi á mark-
aö — og þá með forgangskauprétti
hinna lægra launuðu — muni færa
ríkissjóði 700 milijónir marka.
Rúm/ega 900 fyrirtæki á
sinni könnu
Mörg önnur fyrirtæki, sem ríkið er
hluthafi í — og sem veita yfir hálfri
milljón manna atvinnu — eru rekin
með tapi. I gegnum þýsku póststof-
una og ríkisjámbrautirnar hefur rík-
ið töglin og hagldimar í 101 fyrirtæki.
Allt frá risasamsteypum niður í smá-
fyrirtæki. Að nafnverði er þetta
höfuöstóll upp á 12 milljarða þýskra
marka.
I 77 þessara fyrirtækja á ríkið
meirihluta. I 24 á þaö svonefndan
neitunarminnihluta (það er aö segja
meira en 25% hlutabréfa, þar sem
lög hlutafélagsins gera ráð fyrir að
þrjá fjórðu atkvæða þurfi fyrir sam-
þykktum aðalfunda).
Fyrir utan þessi fyrirtæki sem rík-
ið hefur á sínu valdi beint em önnur
827 fyrirtæki sem ríkiö á hlut að og í
sumum þeirra neitunarminnihluta,
eða er á annan hátt óbeinn hluthafi í.
Nefna mætti Volkswagenverksmiðj-
umar, sem sambandsstjómin á 20%
í (og Neöra-Saxland önnur 20%).
Léleg afkoma
Utgreiddur arður af þessari hluta-
bréfaeign, sem nemur árlega um 200
milljónum marka, er sagöur vera
eins og dropi í hafið í viðmiðun viö
heildartapið af öllum fyrirtækjum
sem ríkið kemur nærri. Nefnt er í því
sambandi að „Salzgitter AG”,
málm- og jámiðnaöarsamsteypan,
sem teygir arma sína út í fjölda
verktakafyrirtækja, skipasmíða-
stööva, vélsmiðjur o.fl., hafi á síð-
asta bókhaldsári verið 630 milljónir
marka í tapi.
Þau fyrirtæki, sem ríkið á meiri-
hluta í, eru flest á iönaðarsviðinu
(Salzgitter, Saarberg-verksmiðj urn-
ar, VIAG og IVG), samgöngumála-
sviöinu (Lufthansa, Schenker, jám-
brautirnar), lánastofnanir, bygging-
arfélög (íbúða), orkumálasviðinu og
á sviði vísindalegra rannsókna.
VW-samsteypan var meðal fyratu þýsku fyrirtœkjanna sem seld voru úr
rikiseigu til elnkaframtaksins. Nú ætlar Kohl-stjórnin í Bonn að láta
fíeiri fytgja á eftir.
Arðsemi og eftirspurn 1
Mörgum þessara ríkisfyrirtækja
var aldrei ætlað að skila hagnaði.
Nefna má GTZ, fyrirtæki um tækni-
lega samvinnu, sem starfar í löndum
Þriðja heimsins og vinnur aö verk-
efnum til þróunaraðstoðar. önnur
fyrirtæki eins og almenn byggingar-
félög, sem eiga að leysa úr húsnæðis-
eklu almennings, áttu rétt að standa
undir sér eða rúmlega það. Og sum
eins og rannsóknarstofnanir eru bor-
in uppi af ríkisstvrkjum.
Strax áriö 1959 seldi vestur-þýska
ríkið „Preussag”, orkufyrirtæki,
sem áður var ríkiseign. Og 1965 voru
fyrstu ríkishlutabréfin í VEBA seld á
almennum markaði. I báöum tilvik-
um var lágtekjufólk látið njóta for-
gangsmöguleika á að komast yfir
bréfin, því að þeim vora seld bréfin
meö „lágtekju-afslætti” (social-,
rabat) og þaöan er komið hugtakiö
„alþýðu-bréf”.
Nú er alls ókunnugt hvaða ríkisfyr-
irtæki verður selt næst á eftir VEBA,
en hitt er auðvitað fyrirséð að kaup-
endur verða naumast að öðruin fyr-
irtækjum en þeim sem þykja vel rek-
in og skila góðri afkomu. Því er ljóst-
að Bonnstjómin mun leitast við að fá
rekstur margra þeirra fyrirtækja
sem selja á til þess að skila hagnaði í
komandi framtíð, svo að þau verði
auðseljanlegri.
fíaúl AHonsin eftir kosningasigurinn i hópi fróttamanna i Buenos Aires.
Raúl Alfonsín:
NYR LEIÐTOGI —
NYTT TÍMABIL?
Með kjöri Raúl Alfonsín í forseta-
embætti hefur verið bundinn endi á
stjóm herforingjanna og væntanlega
er áratugalöngu ófri indarástandi
lokið, „sem ekki einu sinni
Argentínumenn eiga skilið”, eins og
breska blaðið Economist orðar þaö.
Veldi „Róttæka” flokksins hefur
veriö endurreist — en þessi flokkur,
sem frekar er miðjuflokkur en rót-
tæknrog byggir fylgi sitt á miðstétt-
inni, var ráðandi afl í stjórnmálum
Argentinu fram til 1930. Frá lok-
um heimsstyrjaldarinnar hafa
perónistar, sem nú era komnir í
stjórnarandstööu, ráöið. Vald
Peróns og fýlgifiska hans var m.a.
grundvallaö á spilltri verkalýðsfor-
ystu og tókst perónistum svo að
segja að sigla þjóðarskútunni í kaf.
Erlendar skuldir eru um 40
milljarðar Bandaríkjadala og
verðbólgan er yfir 350 prósent á árs-
grundvelli.
Alfonsín, sem er 57 ára gamall, var
tilnefndur frambjóðandi flokks síns í
júlí sl. Uppgangur flokks hans er
mikiö honum sjálfum aö þakka. Og
sigur hans byggir á auknu fylgi
verkalýðs, sem hingað til hefur fylgt
perónistum. I kosningabaráttunni
lagði Alfonsín áherslu á mannrétt-
indi, lýðræði, jöfnuð og félagslegar
framfarir. Hann lofaði launa-
hækkunum, stöðugra verðlagi og
lækkuðum vöxtum, aukinni eftir-
spurn eftir innlendum vamingi og í
kjölfar þess minnkandi atvinnuleysi,
sem nú er 15 prósent. Hann hafði
ekki hátt um það hvort skilyrðum
þeim sem Alþjóðag jaldeyris-.
sjóöurinn setur hinum stórskuldugu
þjóðum Suður-Ameríku sem sjóður-
inn er að hlaupa undir bagga með
yrði nákvæmlega fylgt. Enda
augljóst að afleiðingar slíkra skil-
yrða krefjast mikilla fórna heima
fyrir og því ekki heppilegt að nota
þau í kosningaáróðri.
Alfonsín hefur gefið í skyn að hann