Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Page 13
DV.ÞRÍÐJUDAGUR 15: NÓVEMBÉR1983. FEIGDARFLAN EÐA FARSI Talsmenn Framleiðsluráðs landbúnaðarins eru að leika sig í mát Þaö er augljóst mál, aö háttarlag framleiösluráösmanna er nú mjög grunsamlegt. Þeir skrifa nú hvem langhundinn af öörum um eggjamál- iö svokallaöa, en ég þykist fara nærri um þaö, að almenningur skiiur nú mjög vel um hvaö málið snýst, þ.e. einokun eöa ekki einokun. örvænt- ingin skín úr nánast hverju oröi. I mörgum flóknum deilumálum á fólk erfitt meö aö átta sig, en talsmenn hefðbundinna sauðfjár- og mjólkur- hagsmuna eru sérfræðingar í því að sturta yfir almenning tölum og rugla '■ hann í ríminu. Sumir gagnrýnendur ; heföbundinnar landbúnaöarstefnu hafa jafnvel fyllst örvæntingu. Þeim hefur hreinlega fundist, að það væri eins og að æpa upp í norðanvindinn aö ætla sér aö stööva valdamaskínu framleiösluráös. En nú allt í einu hafa málin skipast í lofti. Stríðsmaskínan hefur lagt. sjálfa sig svöðusári og reikar nú um völlinn meö vondan málstaö aö vopni. Kjarni málsins Þegar menn rita í offorsi hverja blaöagreinina á fætur annarri án þess aö koma nálægt aðalatriðinu, sér fólk eöa finnur, aö eitthvaö mikið vantar. Framleiösluráösmenn tala stööugt um dreifingarstöð fyrir egg og segja, aö fáir stórframleiöendur eggja og tortryggilegir forystumenn Neytendasamtakanna einir séu á móti áformunum. Blessuö dreifing- armiðstööin eykur hagkvæmni í dreifingu um einhverjar prósentur. Auk þess er unnt aö viðhafa gæða- Jónas Bjamason eftirlit i dreifingarstöö! Þaö sjá allir, að afstaða forystumanna Neytenda- samtakanna er óskiljanleg! — Vitan- lega snýst málið ekki um neina dreifingarstöö. Það mega að sjálf- sögöu allir setja upp dreifingar- stöðvar fyrir egg eins og þeir vilja og telja hagkvæmt. Meö hinni svoköll- uðu dreifingarstöð ætla framleiðslu- ráðsmenn að koma upp framleiðslu- stjórnun á eggjum, þ.e. einokun. Þetta vita allir, sem nálægt þessum málum koma. Ákveöa á búmark, þ.e. ígildi kvótakerfis, og tillögur hafa veriö gerðar um stigvaxandi kjarn- fóöurskatt, þ.e. aö stórframleiðend- ur greiöi hærra verö fyrir fóöur en smærri framleiðendur. — Þaö er , svona eins og Pálmi í Hagkaup ætti aö greiöa þeim mun hærra verð fyrir sínar vörur frá heiidsölum sem hann keypti meira. Þetta er að stilla öllum viðskiptalögmálum á hvolf. Þetta sjá allir, og þaö þarf ekki aö rökstyöja nánar. — Þaö er í þessum efnum, sem framleiösluráösmenn frömdu sitt harakíri. Framleiösluráösbröltið er búiö aö blinda talsmennina. Þaö er kominn tími til þess, að skynsamir bændur taki í taumana. Það er ekki nóg með, aö eggjamálið sé tapað, heldur er sjálft móðurskipið, fram- leiösluráöslögin, komið með slag- síöu! Og stýrimennirnir hafa ekkert lært. Svo er rætt um lögbýli. Gera á tilraun til aö svínbeygja eggja-, fuglakjöts- og svínakjötsframleiöslu inn í lokað kerfi framleiösluráös og draga hana smám saman inn á svokölluð „lögbýli” sem „auka- búgreinar”. Þessar fram- leiöslugreinar hafa alla tíð notið sín best í nánum tengslum viö þéttbýli, annaðhvort í næsta nágrenni þétt- býlis eða annars staöar, en þá meö ákaflega góöum tengslum við þétt- býli. Þessar framleiöslugreinar hafa í raun ekkert að gera meö lögbýli, sem byggist fyrst og fremst á hefö- bundnum beitarhagsmunum, þ.e. grasrækt og jórturdýrum. öll þessi áform eru mönnum ljós. sumt hefur heyrst af vörum stjórnar- manna í Sambandi eggjaframleið- enda, annaö er til á pappír í landbún- aöarráöuneytinu eða á uppkasti, sem lekið hefur út. Hvað myndi gerast? Það er augljóst. Fyrst ætla menn aö setja upp svokallaða eggja- dreifingarstöð meö stuöningi kjarn- fóöursjóðs, þ.e. skattleggja al- menning til að byggja upp kerfi, sem tryggir einokun. Síöan er unnt aö svínbeygja alla undir stööina meö því að hækka kjamfóöurgjaldið. Kjarnfóöurgjaldiö er notað til þess „Þessar framleiðslugreinar hafa íraun ekkert að gera með lögbýli, sem byggist fyrst og fremst á hefðbundnum beitarhagsmunum, þ.e. gras- rækt og jórturdýrum." aö greiða ýmsa kostnaðarliöi þeirra, sem þátt taka í „dreifingar- stöðinni” en ekki hinna, sem utan vilja standa. Þannig er unnt að fá þá til aö gefast upp og taka þátt í stöö- inni. Síðan er verðiö ákveöið einhliöa og allt of hátt. Þaö kallar á offram-. leiðslu, en þá er gripiö til ,,bú- marks”, kvótakerfis og stighækk- andi kjarnfóðurgjalds. — Næst er unnt aö taka fugla- og svínakjötiö fyrir meö sama hætti. Síöustu leifar samkeppni af hálfu þessara framleiöslugreina væri þar meö úr sögunni. Þeir, sem berjast gegn þessu, eru greinilega tortryggilegir! Fugla- og svínaafurðir eru enn þá allt of dýrar hér á landi. Neysla þeirra er þess vegna allt of lítil. Vemdarar hefö- bundinna greina og skammsýnir smáframleiðendur svína- og fuglaaf- urða reyna nú vonlausa aöför að hagsmunum neytenda á Islandi og nota til þess öll ráð. Þaö endar meö því, aö öll meginhagsmunasamtök á Islandi taka saman höndum gegn öllu bröltinu. Fólk er farið aö sjá, aö miklu meira er í veöi en bara egg. Trúir því nokkur, að framleiðsluráð myndi eyða svona miklu púðri í sak- lausa „dreifingarstöð” fyrir egg? Talsmenn einokunar berast á bana- spjót gegn mörgum af helstu hags- munasamtökum þjóðarinnar vegna ákafrar þjónustuhyggju viö almenn- ing! Hver trúir því? Þaö væri aug- ljóslega hámark þverstæðnanna. Ætli að endirinn verði e.t.v. sá, að framfarasinnaðir framleiöendur fugla- og svínaafuröa veröi aö ganga meö stuðningi neytenda í Félag ís- lenskra iðnrekenda til aö fá starfs- frið? 9.11.’83 Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Konungskjömir lærisveinar í stað Dagsbrúnarmanna Það var stormur og vatnsveöur á Hellisheiöinni á laugardag, þvert ofan í loforö veöurstofunnar um aö vind færi að lægja í morgunsárið, sem ekki er nú lengur það svöðusár sem það er á sumardögum, þegar austantórumar stafla sólstöfum utaní Eyjafjallajökul og heilu prófastdæmin standa í ljósum logum. En svo hratt hefur skamm- degiö fariö og hljóðlega, að menn hafa varla búiö sig undir rétt þung- lyndi, nema ef það væri á allra seinustu dögum, eftir aö Alþýöu- bandalagið fór aö halda formanna- ráöstefnur á hjartadeild Landspítal- ans, þar sem Guðmundur J. lá á sjúkrabeði. En honum hefur víst gengiö heldur illa aö skilja aö óvinnufærir gáfumenn kunni betri skil á vanda erfiöismanna, en eyr- arkarlar og grafarar. Þessi hjartadeildarfundir, eöa hjartaþræðingar Alþýöubanda- lagsins, framdar á sóttarsæng, eru kannske ekki einsdæmi um bráðlyndi stjómmálamanna. En þegar upp var risiö, stóðu málin einfaldlega þann- ig, aö Guðmundur Joð haföi hjartaö á réttum staö, sem reyndar var fyrirfram vitað og hafði nú sjúkrahúspappíra upp á þaö líka, en þeir sem lært hafa í skólum aö koma vitinu fyrir kolanámumenn og stál- iönaöinn, voru engu nær um hina réttu stööu í valdataflinu. Og svo sagði Sókrates aö þaö væri líklega auðvelt aö stjórna þar sem allir menn væra heimspekingar. Bendir nú allt í átt til þess aö gáfu- menn sitji enn um sinn uppi með vitið og tvær hendur tómar, en verka- menn reyni eftir sem áöur aö vinna fyrir þjóðinni og sjálfum sér með tóbaksbaukinn í annarri hendinni, en krepptan hnefann í hinni, eins og Oddur sterki um árið. Það má með nokkram rétti segja, aö ólæknandi framsóknarmanni komi þaö ekki viö, hver stjórnar Al- þýöubandalaginu. En því fylgir viss þjáning að horfa upp á það, hvernig sífellt er veriö aö bola erfiðismönn- um út úr stjómmálaflokkunum, og þar með hinum söltu og jámhnoöuöu úrræðum verkamanna og sjómanna, sem ásamt f ramsýnum og slóttugum bændum; mönnum framan úr djúpum dölum, lögöu þó þá einu heil- legu undirstööu, er heimilin og al- múginn stendur á, enn þann dag i dag. Þaö vora t.d. verkamenn, sjómenn og bændur, sem vora höfundar al- imannatrygginganna, laga um verka- mannabústaöi, eöa félagslegar íbúö- ir, bæjarútgerðir, samvinnufélög og margt annaö. Þetta fólk kunni þó ekki aöra latínu en þá, sem töluð er i saltfiski og heyskap. Auövitaö má deila um einstök af- brigði framvindunnar, svo sem sex- mannanefndina, er reiknar þaö út aö íslenskt smjör eigi aö vera þrjú Eftir helgina Jónas Guðmundsson hundruö prósent dýrara en smjör i Noregi, og aö mjólk úr Eyjafirði og Flóa, þurfi að vera hundrað og fimmtíu prósent dýrari, en mjólk úr Guöbrandsdal og frá Mæri. Líka um eggjafélög og margt annað, sem ætl- aö er til þesskonar reiknings, aö meöan nýmjólk hækkar um 6500 prósent, hafa laun manna aöeins hækkaö um helftina, eða svo. Meginmálið er hinsvegar þaö, að veriö er með skipulögðum hætti aö bola erfiðismönnum, verkafólki og bændum úr trúnaöarstöðum og af þingi, en setja þar i staöinn föla ungl- inga meö mikil próf úr skólum. Auövitaö er latína og bókfærð heimspeki af hinu góöa, en þessi nýja valdastétt, sem nú virðist t.d. vera aö gleypa Alþýöubandalagiö, minnir óneitanlega á þá tíö, er á alþingi sátu konungbornir þingmenn, ásamt hinum réttkjörnu, og þá réöu þeir meiru, er unnu fýrir konung, en þeir sem unnu fyrir þjóöina. Þetta vora aö vísu sæmdarmenn er kunnu latínu og höfðu lesið lög, eöa guöfræði í Kaupmannahöfn. En um útræði og annað, sem hugsaö er á fastandi maga, vissu þeir minna. Og eins og hinir konungkjörnu voru fyrst og fremst fulltrúar einveldis- ins, þá veröa hin fölu ungmenni sérfræöinnar, þegar fram líða stundir, fyrst og fremst fulltrúar fyrir nýja stéttaskiptinug, eöa valda- stétt sérfræöinnar. Til þessa horfa nú margir með kvíöa, aö þarna sé kominn nýr Kveldúlfur, til þess aö vinna kær- leiksverk fortíöarinnar upp á nýtt. Þetta sést meðal annars af því, aö nú liggja milli 60 og 80 þingmál fyrir alþingi, en ekkert mál, sem minnir á þá daga, þegar Jón Baldvinsson, Jónas frá Hriflu og Héðinn Valdi- marsson voru að draga almenning upp á sína miklu eik. Og þarf ís- lenska þjóðin nú ekki síöur á góöum úrræðum að halda enþá. Með þessu er þó síöur en svo verið aö amast viö hinum læröu, en þaö er bara dálítið annað að hafa fundið til, en aö hafa lesið sér til um það í bók- um. Sannleikurinn er nefnilega ekki í bókum, eins og skáldið sagöi;ekki einu sinni í góðum bókum. Og guö hjálpi okkur þegar formaöur Dags- brúnar verður kominn með próf í fé- lagsvísindum, eða í líffræði. Sunnudagurinn opnaöi augun meö þoku. Skyggni var slæmt og gróða- von engin í plássinu, fremur en aöra daga á þessum síðustu og verstu tím- um. Oti fyrir skerjunum stundi svo nytjalaust hafiö, sem ekkert virðist eiga annað eftir en öldugang. Ekki veit ég hvort þetta er hentugt veður fyrir hjartaþræðingar, eða lærisveinana í Alþýðubandalaginu, en í hljóðlátri skelfingu vaknaði þorpiö smám saman til þeirrar eymdar er verður til í bókum. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.