Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983. Hér er allt gengið komiö saman. Fólk úr öllum deitdum hjá Flugleið um. Gott fyrir fyrirtækið að hafa svona frisklegt fólk i vinnu. Ao lokmm lendmgu stillti fjaðurboltinn sér upp með þessum frísklegu Flugleiðastúlkum. Ánægður var hann með fíugið, þó oft hafi nú verið milli- lent og flughæðin verið misjöfn. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Bridge, fjaðurbolti, og gripið f píanó Komiði sæiir, féiagar og vinir góðir, og við bjóðum ykkur ekki birginn þegar við bjóðum góðan daginn. Við erum bara ansi fjaðurmagnaðir í þetta skiptið. Fjöiium um fjaðurboita, bridge og píanóieik sem afslöppun. Fyrst verður rætt við hann Jóhann Jónsson, eða „Jóa Sigió" og „Double second best of Scotland", eins og sumir hafa kallað hann. Þekktur bridgari, Jóhann. Þá bönkum við upp á hjá honum Clarence Edward Glad. En hann útskrifaðist í haust frá Háskóla íslands bæði úr guðfræðideild og heimspekideild, eftir aðeins fjögurra ára nám í skólanum. Og þá er það fjaðurmögnunin feikivinsæla. Við sláum til og kikjum inn í KR-heimilið, þar sem Flug- leiðafólk spilar fjaðurbolta, öðru nafni badminton, sér til hressingar. Hraust og traust fjaðurboltafólkið hjá Flugleiðum. Við sláum þá punktinn á sinn stað með spaðanum. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Gunnar V. Andrésson Flugleiðafólk í fjaðurbolta — „Hraust fólk hjá traustu félagi” Þeir fljúga vel og örugglega fjaður- boltarnir hjá Flugleiðafólkinu í KR- heimilinu á fimmtudagskvöldum. Enda ekki viö öðru að búast, það er hraust og traust fólk sem heldur um spaðana. Við í Dægradvölinni fréttum af þessu flugi fjaðurboltanna. Og með hjálp Alex og Farskrárinnar vorum viö bók- aðir í síðasta fimmtudagsflug. Þetta var ljúft flug og hið skemmti- legasta. Tilþrifin leyna sér heldur ekki á æfingunum. Góð „flugtök” og rokna „smöss”. „BESTA MEÐAUÐ AÐ SPILAÁ PÍANÓIД —segir Clarence E. Glad, sem útskrifaðist í haust úr Háskóla íslands með embætt ispróf í guðf ræði og BA-próf í heimspeki eftir aðeins fjðgurra ára nám Hann heitir Clarence E. Glad og nafnið er enskt. Foreldramir eru finnskir. Hann fæddist á Sauðárkróki og náði sérí íslenskan ríkisborgararétt vegna körfuboltalandsleikja. Og nú í haust útskrifaðist hann úr Háskóla Is- lands, meö embættispróf í guðfræði og einnig BA-próf í heimspeki, með forn- grísku sem aukagrein eftir fjögurra ára setu í háskólanum. Dægradvölin fékk áhuga á að rabba við manninn og það var samþykkt, þó Clarence yrði nú hálfhissa þegar við hringdum í hann. „Foreldrar mínir eru Daniel Glad Clarence Glad grípur oft I pianóið tH aö slappa af. Hér spllar hann lag Paul McCartneys, Yestorday, fyrir okkur. Clarence var 2 1/2 ér í MH og vantaði aðeins tvo punkta í stúdentsprófið, er hann fór i bandariskan héskóla i Belgíu. Þar lauk hann BA-prófi i guðfræði og fékk viðurkennda 53 punkta úr þeim skóla, er hann hóf ném i guðfræðideild Héskóla Islands. trúboöi og Marianne Glad. Þau komu hingað árið 1952,” sagði Clarence, er við impruðum á ættfræðinni við hann. Bjó á Sauðárkróki til 9 ára aldurs Clarence bjó á Sauöárkróki til níu ára aldurs, en hann fæddist árið 1956. Þá fór hann utan til Finnlands með for- eldrum sínum og var þar í eitt ár. „Við komum svo hingaö aftur og fluttum þá í Stykkishólm, þar sem við bjuggum til ársins 1970, er við fluttum til Reykjavíkur.” Er við leiðum talið að dægradvöl hans, ef svo má segja, því námið sjálft hlýtur jú að vera aöaldægradvölin, kemur í ljós aö hann spilar mikið á píanó. „Þegar setið er lengi viö lestur, kannski tíu til fimmtán tima á sólar- hring, þá finnst mér albesta meðalið aö hlaupa fram og spila á píanóiö. Þaö er besta læknismeðalið og maður hressistallurvið.” Clarence byrjaöi að læra á píanó hjá Víkingi Jóhannssyni í Stykkishólmi, og var í tímum hjá honum í alls fjóra vet- ur. Síðan var hann einn vetur hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni, eftir aö hann flutti til Reykjavíkur. Uppáhaldstónlistín — Einhver sérstök uppáhaldstón- list? „Ég er á vissan hátt alæta á tónlist en hef þó mjög gaman af að hlusta á klassíkina, til dæmis Tjsækovskí.” Og því má skjóta hér inn í aö Clarence hefur spilað undir á síðustu árum hjá Fíladelfíukórnum og hann er sjálfur í Fíladelf íusöfnuðinum. „Ég hef þó ekki spilað undir hjá kómumívetur.” „Ég var að dunda i körfubolta með Ármanni og skipti um rjkis- borgararétt til að ég gæti spilað með unglingalandsliðinu i Polar Cup árið 1975." DV-myndir: GVA. 1 Við sögðum í upphafi að Clarence heföi náð sér í íslenskan ríkisborgara- rétt vegna körfuboltalandsleikja. „Já, ég spilaöi körfubolta með Ármanni og skipti um ríkisborgararétt til að ég gæti spilaö með unglinga- landsliðinu í Polar Cup árið 1975.” — Og hvernig gekk í Polar Cup? „Mig minnir að við höfum lent í þriðja sæti, eins og reyndar oft hefur hent h já íslenska körfuboltalandsliðinu íþessarikeppni.” Og þá má geta þess að Clarence keppti á sínum tima í sundi og viða- vangshlaupi fyrir HSH þegar hann bjó íStykkishólmi. Talandi um guðfræðina. Þú varst í skóla í Belgíu áður en þú byrjaðir hér í háskólanum. „Já, ég fór um haustið ’75 til Belgíu og lauk þar BA-prófi frá bandarískum college í Brussel vorið ’79. Og þá um sumarið fór ég til Jerúsalem til að læra hebresku. Eftir þaö ætlaði ég að fara til Banda- ríkjanna en fékk áhuga á að kynna mér guðfræðikennsluna hérna, þar sem ég er ekki í þjóðkirkjunni.” Verð í grísku og latínu í vetur — Ogframtíöin? „ Já, ég var nú að skríða út úr egginu í háskólanum. Én ætla að læra þár grísku og latínu í vetur. Eftir það hef ég hugsaö mér aö fara til Bandaríkj- anna í frekara nám í guöfræðinni.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.