Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Page 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983.
35
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
Ipi
áfcii.5
Fjaðurboltínn á fullu hjá
Farskránni." Þetta var alveg
bókaður boiti, þrátt fyrir að Alex
væri ekki á staðnum.
Þjálfari og kafteinn á þessum æfing-
um er Oskar nokkur Guðmundsson,
margfaldur Islandsmeistari í íþrótt-
inni.
Hann sagði okkur að það væru um
tuttugu manns sem kæmu á æfingam-
ar, sem væru ekki aöeins á fimmtu-
dagskvöldum heldur einnig á sunnu-
dögum.
„Þau em geysilega áhugasöm og
þetta er hress hópur. Hér er fólk sem
hefur æft í nokkur ár og einnig nokkrir
byrjendur.”
Flugleiðir taka þátt í badminton-
keppnum við önnur flugfélög víða um
. . .„You can depend on us," stendur skrifað á bolnum hjá henni
þessari. Og hún er enda traust á svipinn.
heim. Og nýlega var flogið til Singa-
pore og keppt viö flugfélagið Cathay
Pacific.
„Og okkar fólk sigraði,” svo notuð
séu orð Oskars Guðmundssonar.
Flugleiðafólkiö tekur einnig þátt í
Asíukeppninni svokölluðu, en í henni
taka þátt öll stærstu flugfélög i heimi.
Sú keppni stendur yfir í f jögur ár.
Og nú þegar hafa þau hjá Flugleið-
um slegið „kollega” sina hjá British
. Airways og þýska flugfélaginu Luft-
Fótaburðurinn verður líka að vera í
iagi þegar fóik slær tíl og spilar
badminton.
DV-myndir: GVA.
hansa út úr keppninni. Þar með eru
þau komin í úrslit í Evrópuriðlinum.
Keppa til úrslita við SAS-fólkið og fer
sá leikur fram í Danmörku með vor-
inu.
En þrátt fyrir allar keppnirnar þá er
nú tiigangurinn með badmintoninu sá
að ná sér í holla hreyfingu og eiga
ánægjulega kvöldstund með fjaður-
boltanum.
„Já-á-á-á.” „Velgert, þúátthann.”!
,,Æi-æ-æ.” „Góður.” „Hvemig
stendur?” „Látt ’ann fara.” „Og svo-
oo-o.” „Flott þetta.” „Þetta er ekki bú-
ið.”
Það er greinilegt að það á að taka
SAS-arana í karphúsiö í vor.
-JGH
i
„Það nægði
þótil
að bursta
ykkur”
— rætt við Jóhann Jónsson bridgara
sem hefur viðurnef nið „ Jói Sigló” og
„Dobble second best of Scotland”
„Þetta var vorið 1955. Ég hafði flutt
til Reykjavíkur frá Siglufirði fyrir um
ári og var reyndar nýorðinn Reykja-
víkurmeistari með sveit Harðar
heitins Þórðarsonar.
En þá hringir fyrrum makkerinn
minn á Siglufirði, Sigurður Kristjáns-
son, í mig og biður mig að koma norður
og keppa með Siglfirðingum á móti
Akureyringum í bæjarkeppni. Mér var
þaö ljúft og skylt og fór norður.
Þegar ég kom svo aftur í bæinn til
baka, sögðu félagar mínir í sveit
Harðar: Nei, er ekki Jói Sigló mættur.
Þaö var nóg. Þetta nafn festist við
mig.”
Þannig sagðist Jóhanni Jónssyni,
bridgespilara með meiru, frá, er viö
litum inn til hans um daginn, en eins og
hann segir þá hefur hann jafnan geng-
ið undir nafninu Jói Sigló.
Jóhann er margfaldur íslandsmeist-
ari í bridge. Hann hefur verið í sveit
meö mönnum eins og Herði
Þóröarsyni, Stefáni Guðjohnsen, Jóni
Arasyni og Benedikt Jóhannssyni. Allt
kunnir bridgespilarar hér á árum
áður.
Líka kallaður
„Double second
best of Scotland"
„Fyrst við vorum að ræöa um viður-
nefnið Jóa Sigló þá má kannski geta
þess aö Skotarnir gáfu mér einnig
nafn. En ég hef haft þaö fyrir sið að
keppa á skoska meistaramótinu á
hverju ári frá 1969, að tveimur árum
undanskildum.
En þannig var að ég varð í öðru sæti
árin ’78 og ’79. Það dugöi til þess aö í
veislu að loknu mótinu ’79 var ég
kallaöur „Double second best of Scot-
Jóhann við spilaborðið heima hjá sár. Búinn að gefa og klár i slaginn. „Már sýnist
á þetta."
um sex lauf
DV-myndir: GVA.
hef alls ekki séð eftir tímanum sem
hefurfariðíþetta.”
IMotar gamla
Vínarkerfið
Það hefur vakiö undrun margra
bridgespilara að Jóhann hefur jafnan
haldið sig við gamla góða Vínarkerfið.
Og það hefur gefist vel.
„Jú, jú, þeir hafa margir orðið hissa.
Ég man til dæmis eftir því að eftir
landsleikinn viö Skotland áriö '69, þar
sem við Benedikt heitinn Jóhannsson
spiluðum saman, þá hafði forseti
Evrópusambandsins, Baron De Nixon,
orðá þessu.
Hann stóð upp i veislu og sagði að
hann væri mjög undrandi að þessir
spilarar skyldu nota svo gamalt kerfi.
Ég stóöst þá ekki mátið og stóð upp og
sagði: Það nægði þó.til að bursta
ykkur. Menn höföu gaman af þessu.”
Rauða laufið
— Aldrei notað neitt annað kerfi?
„Jú, ég og Stefán Guðjohnsen spil-
uöum Rauöa laufið svokallaöa um
tíma, en hættum því. Og svo nota ég
annaö kerfi þegar ég spila á skosku
meistaramótunum með makker mín-,
um, Frank Lamara frá Edinborg.”
Varla er hægt að komast hjá því að
spyrja Jóhann um eftirminnilegasta
spilið.
„Þau eru nú orðin mörg eftirminni-
leg. En þegar þú spyrð svona þá dettur
, mér fyrst í hug spil frá því á ólympíu-
mótinu ’64.
Þetta var heljarmikið mót, um fjög-
ur þúsund þátttakendur. Og hver og
einn spilaði í heimalandi sínu.
Fyrirkomulagið var þannig að menn
fengu fyrirfram ákveðin spil. Það var
gefið sérstaklega fyrir sagnir en síðan
kom miði í lokuöu umslagi þar sem
sagt var hvaða sögn ætti aðspila.
Aðeins tveir af þúsund
sem tókst að
standa spilið
I einu spilanna þurfti ég að spila sex
grönd. Og í ljós kom eftir á að við
vorum aðeins tveir af um þúsund, sem
tókst að standa spilið. Hinn var
Englendingur, Flint aðnafni.
— Og það er ekkert verið að láta
deigan síga í bridginu?
„Nei, nei. Þetta er skemmtilegt spil
og ég hef kynnst ógrynni af vinum og
kunningjum í gegnum spila-
mennskuna.” -JGH
land”. Og þeir kalla mig það ennþá,
Skotarnir.”
Svo mikill er áhugi Jóhanns á bridge
að hann hefur í gegnum árin gefið sér
lítinn tima til að fara í bíó og leikhús og
þess háttar.
,,Ég held að nú séu komin átta ár
síðan ég fór í leikhús og um þrjú ár í
bíó. Maður spilar mest á kvöldin, en ég
„En þá hringir fyrrum
makkerinn minn á
Siglufirði, Sigurður
Kristjánsson, i mig
og biður mig að
koma norður og
koppa með Sigl-
firðingum á mótí
Akureyringum i
bæjarkeppni. Már var
það Ijúft og skylt og
fór norður. . . "