Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 40
Varmi Bifasprautun hf. i Auöbrekku 14 Kópavogi Simi 44250 7 Tómas Guðmundsson skáld látinn Tómas Guðmundsson, eitt ástsæl- asta skáld þjóðarinnar á okkar öld, lést á Borgarspítalanum í gær. Hann hafði átt við vanheilsu aö stríða um nokkurt skeið. Tómas skilur eftir sig margar vinsælar ljóðabækur, þ.á.m. Fagra veröid, sem út kom 1933 og hlaut Tómas titilinn borgarskáld fyrir þaö verk. Margir hafa líkt honum við Jón- as Hallgrimsson sem ættjaröarskáld. Eftir Tómas Guðmundsson liggja mörg verk, hið síðasta, Heim til þín Is- land, sem út kom 1977, Fljótið helga, 1950, Við sundin blá, 1925 en heildarút- gáfa ljóða hans kom út 1953. Tómas Guðmundsson fæddist 6. janúar 1901 á Efri-Brú í Grímsnesi í Árnessýslu. Hann varð stúdent frá MR 1921 og cand. juris frá Hl 1926. Starfaði hann í fyrstu við málflutningsstörf og við Hagstofuna um 14 ára skeið. Auk ljóðanna liggja eftir Tómas ritstörf af ýmsu tagi. -HÞ Loðnanennófundin „Þeir eru bara ekki búnir aö finna loðnuna enn,” sagði Andrés Finnboga- son í loðnunefnd í morgun. Bátamir eru nú að leita fyrir sér 50 til 60 mílur noröur af Langanesi og fékk aöeins einn þeirra, Albert GK, slatta í nótt. Veöurerþokkalegtámiðunum. -GS Tvö umferðar- óhöpp í Svarf- aðardal Tvö umferöaróhöpp urðu í Svarf- aðardal um síðustu helgi. Hiö fyrra varð við bæinn Ytra-Hvarf. Þar rákust tvær fólksbifreiðar saman og skemmd- ust þær mikið en meiðsli á fólki urðu engin. Síöara óhappið varö skammt frá bænum Tjörn en þar ók fólksbifreið út af veginum. Ökumaður meiddist lítiö og slapp hann með smáskrámur. Bif- reiðin skemmdist mikiö. Mikil hálka hefur verið á vegum í Svarfaðardal að undanfömu og má rekja orsakir þessara óhappa til henn- ar. ÖBT/Dalvík LOKI Var Matti ekki að gefa gjaldeyrinn frjálsan? 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAAAUGLYSINGAR SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 AFGREIÐSLA 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1983. Sviku 40 þúsund pund út úr bönkum — tveir menn ákærðir fyrir gjaldeyrissvik, skjalafals og ávísanamisferli Tveir menn hafa verið handteknir fyrir umfangsmikil gjaldeyrissvik og skjalafals sem áttu sér staö í síð- ustu viku. Annar mannanna hefur verið úrskuröaður í gæsluvarðhald. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur gert kröfu um að hinn verði einnig úrskurðaöur í gæsluvarðhald og veröur tekin afstaða til þess í dag. Mennirnir sviku út rúmlega 40 þúsund pund úr Landsbankanum og Búnaðarbankanum en upphæðin jafngildir um 1,7 milljónum íslenskra króna. Mennirnir fengu gjaldeyrinn aö hluta til yfirfærðan á fyrirtæki sem annar þeirra rak áður en borguðu fyrir með innistæöu- lausum ávísunum. Svik þessi áttu sér staö á tveimur dögum í síðustu viku og uppgötvuöust á föstudaginn er í ljós kom að greitt hafði verið fyr- ir gjaldeyrinn með innistæöulausum ávísunum. Bankamir kærðu þá mennina fyrir ávísanafals, skjala- fals og gjaldeyrissvik. Gerð var krafa um að þeir yrðu settir í gæsluvarðhald enda lék grunur á að þeir hafi ætlað að komast úr landi. Að sögn Þóris Oddssonar cru grun- semdir um aö fleiri aöilar tengist þessu máli. -ÓEF. FÉLAGSFUNDUR VR: Tillaga st jóraar samþykkt um breyttan afgreidslutíma Formaður Verslunarmannafé/ags Reykjavikur, Magnús L. Svainsson, kynnti fyrir fólagsmönnum samkomulagsdrög um breyttan afgreiðslutíma verslana i Reykjavik á fjölmennum fundi á Hótel Sögu i gærkvöldi. Konur voru i miklum meirihluta á fundinum. Tillaga stjórnar var samþykkt. DV-mynd GVA. Á fjölmennum fundi Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sem hald- inn var í gærkvöldi á Hótel Sögu, lagði stjóm félagsins fram tillögu um breytt fyrirkomulag afgreiðslutíma verslana í Reykjavík. „Tillagan var samþykkt með 178 atkvæðum, 78 voru á móti og auöir og ógildir seölar voru 72,” sagði Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur VR í samtali við DV í morgun. „Það var alveg viöbúiö ef þetta samkomulag hefði ekki verið samþykkt af félags- mönnum að borgarstjóm Reykjavíkur myndi afnema núgildandi reglugerð svo þaö er þó til bóta að hafa reglur til aðfaraeftir.” Að sögn Sigfinns voru umræður á fundinum fjömgar og afgreiðslufólk í verslunum í yfirgnæfandi meirihluta. Samkomulag þetta felur í sér að verslanir í Reykjavík mega vera opnar frá klukkan 8—20 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga frá klukkan 8—22 og laugardaga frá klukkan 8—16. Heimildin leyfir ekki meira en 15 klukkustundir umfram venjulegan af- greiðslutíma. Samkomulag þetta gild- irtil 1. júnínk. -ÞG Varaformennska íAlþýðu- bandalaginu: Steingrímur- Vilborg- Grétar Smalamenn beyt- I J ast um landið „Formannskjör íhaldsins bliknar í samanburði við varaformannskjöriö hjá okkur," sagði einn af máttar- stólpum Alþýðubandalagsins í gær- kvöld. Tilkynnt hefur verið framboð Vilborgar Harðardóttur upplýsinga- stjóra. I loftinu liggja framboð Grét- ars Þorsteinssonar, formanns Tré- smíðafélags Reykjavíkur, og Stein- gríms Sigfússonar alþingismanns. Steingrímur hefur vikum saman helst verið oröaður viö varafor- mannssætið sem fulltrúi strjálbýlis- manna í bandalaginu og nægilega þekktur. Auk þess sem hann er af næstu kynslóð á eftir Svavari Gests- syni formanni og hans jafnöldrum. Bandalagskonur á höfuðborgarsvæð- inu hafa mikinn viöbúnað og njóta einhvers stuönings kynsystra sinna víöar. En þær hafa nú sameinast um f ramboð V ilborgar á síðustu stundu. Grétar er líklegasti frambjóðandi af hálfu verkalýössinna í banda- laginu en undirbúningur af þeirra hálfu er talinn hafa frekar lítinn hljómgrunn ennþá að minnsta kosti. Svo mikil harka er á hinn bóginn í fylgismönnum frambjóðenda strjál- býlis og kvenna að smalamenn þeyt- ast um landið nú siðustu dagana fyrir landsfund Alþýöubandalagsins. Hann hefst á fimmtudag. Á fundinum er búist við mlkilli tog- streitu ef ekki hörkuátökum um til- lögur að nýju skipulagi bandalags- ins. Því er meðal annars ætlað að opna eins konar dilka fyrir minni smáflokka, „leiti þeir tU byggða frekar en verða úti”, eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Þá fylgir sá möguleiki að fjölga í stjórn og hafa fleiri en einn varafor- mann með verkaskiptingu út á viö og inn á við. Þvi gæti svo farið að vara- formannsslagurinn endaði meö því aö Steingrímur og Vilborg yrðu bæði varaformenn, hann í póUtíkinni og hún í skipulagi og innra flokksstarfi. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.