Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Page 4
DV um borð
íÞyrli
íKristian-
sund:
Frá Pétri Ástvaldssyni fréttamanni
DV í Noregl:
Þaö var hráslagalegt og fremur kalt í
veðri síöastliöinn þriöjudag, er tíðinda-
maöur DV í Noregi brá sér til Kristian-
sund, 20.000 manna bæjar á vestur-
ströndinni. Þar hitti hann að máli
skipverja á olíuskipinu Þyrli sem legið
hefur í höfn síðan 12. nóvember síðast-
liöinn en þann dag var skipið kyrrsett í
Kristiansund vegna skulda í Gauta-
borg, Bordeaux og Sarpsborg. Þyrill
er 1100 tonna tankskip, smíðað í
Vestur-Þýskalandi fyrir 20 árum, og
hefur 850 tonna burðargetu. Það hefur
einkum verið í siglingum til Dan-
merkur, Þýskalands og Englands og
aðallega flutt lýsi. Þyrill hefur verið
gerður út af fyrirtækinu Olíuskip í
Reykjavík og er eina skip fyrir-
tækisins.
Eftir því sem næst veröur komist,
voru fjárkröfur skuldaeigenda orðnar
meira en 100.000 norskar krónur og er
stærstur hluti þeirra hafnargjöld.
Áhöfn skipsins á einnig inni margra
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983.
mm
Þyrill, við hlið hans fraktarí sem hefur veríð lagt.
Beðiö i skammdegisóvissu
‘fr
mánaða laun, eða hátt í 150.000 norskar
krónur. Þegar þetta er skrifað voru
miklar líkur á því að nýr rekstraraðili
tæki við skipinu og voru skipverjar
orðnir bjartsýnir á að þessu máli færi
því senn að ljúka, jafnvel innan fárra
daga.
áíðastliðinn þriðjudag voru sex
manns eftir um borð í Þyrli af ellefu
manna áhöfn. Fimm fóru heim í
síðustu viku, m.a. af heilsufars-
ástæðum, og greiddi Félagsmála-
stofnunin í Kristiansund fargjald
þeirra. Þeir sex sem enn voru um borð
á þriðjudaginn eru: Hallgrímur
Pétursson skipstjóri, Ragnar K.
Agnarsson 1. stýrimaður, Siguröur
Einarsson 2. stýrimaður, Hannes
Snorrason 1. vélstjóri, Haukur Þórólfs-
son bryti og Jón Stefánsson háseti.
Matarlitlir í
rúmar þrjár vikur
„Við erum búnir að vera hér matar-
litlir í rúmar þrjár vikur,” sagði
Siguröur Einarsson, sem verið hefur
sjö mánuði á skipinu. „Það er nú ekki
alveg rétt sem kom fram í blööunum
að við hefðum veriö matariausir þegar
við komum hingaö til Noregs. Það var
til kjöt og fiskur og hrísgrjón og enn er
dálítið eftir af því. Jú, og svo áttum við
kaffi.
Skipstjórinn hefur keypt mat fyrir
sína peninga og svo fengum við frá
,,sósíalnum” hérna 200 krónur á mann
í tvær vikur, 2200 á viku í hálfan mánuö
til matarkaupa. Það hefur ekki dugaö
og í dag vorum viö að klára þann
skammt,” sagði Sigurður. Þess skal
getið að þennan dag áttu skipverjar
von á peningasendingu aö heiman.
Talið barst að móralnum um borö í
allan þennan tíma, rúmar þrjár vikur.
„Mórallinn hefur verið alveg lygilega
góður, miðað við aðstæður. Við höfum
mest verið í skipinu, höfum ekkert
verið að fara í land, þangað er ekkert
að sæk ja í sjálfu sér. En við höfum haft
mjög gott samband við Islendinga sem
búa héma og þeir hafa fært okkur mat.
Og norska sjómannakirkjan færði
okkur tertur og vöfflur með kaffinu
einndaginn.”
Haukur Þórólfsson bryti sagði að
mikið tóbaksleysi hefði veriö um borð,
og því gilti sú regla að bannað væri að
henda úr öskubökkum, það væri aldrei
að vita hvenær þyrfti að reykja stubb-
ana. Um afþreyingu sagði Haukur að
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
Skattarnir hækka og lækka
Nú er hafin fróðleg umræöa um
skatta. Ýmist eiga þeir að hækka eða
lækka. Stjórnarsinnar halda því
fram að skattar muni ekki hækka, en
stjórnarandstæðingar segja þá ekki
lækka. Nú, síðan er einnig deilt um
hvort skattar hækki minna en þeir
ella hefðu gert, sem þýðir að skattar
hækki án þess þó að hækka, og svo er
einnig munur á því hvort skattar
lækki eöa lækki minna en elia, sem
þýöir að skattar lækki án þess að þeir
lækki.
Allir skilja væntanlega að hækkun
sem er minni en hækkun, sem ella
hefði orðið er bæði hækkun og Iækk-
un. Þannig liggur í augum uppi að
óbreyttir skattar frá fyrra ári eru
lækkun á næsta ári, ef lækkunin á
næsta ári er minni en hækkunin á
þessu ári. Þetta er því skýrara ef
framtal er hærra á þessu ári, heldur
en það var á fyrra ári. Það sem
þannig hækkar á næsta ári getur ver-
ið mun lægra ef miðað er við hækkun-
ina á þessu ári. Þetta getur á hinn
bóginn breyst ef lækk.unin er ekki
eins mikil og hækkunin á milli ára.
í þessari lærðu umræðu hefur það
ennfremur komið fram að greiðslu-
byrði skatta er ekki þaö sama og
skattbyrði greiðslna. Skattbyrði get-
ur verið þung þótt greiðslubyrðin sé
létt. Og öfugt. Þetta hefur rikisskatt-
stjóri skýrt með dæmum sem eru svo
glögg að menn velta því einkum fyrir
sér hvort sé betra að hafa greiðslu-
byrði skatta eða skattabyrði
greiðslna.
Að vísu flækist málið eilítið, eftir
því hvort miðað er við framtalsár
eða greiðsluár. Skattar geta þyngst
ef miðað er við framtalsár, en lést ef
borið er saman við greiðsluár. Þeir
geta líka bæði hækkað eða lækkað ef
miðað er við þjóðarframleiðslu og
þjóðartekjur, en sú viðmiðun hefur
ekki þýðingu þar sem þjóðartekjur
eru ekki taldar fram til skatts.
Fjármálaráðherra hefur eins og
oft áður lagt skynsamlegt til mál-
anna. Hann hefur bent á að skatta-
hækkun verði engin, en hinsvegar
kunni menn að vera lengur að vinna
fyrir sköttunum á næsta ári. Hvort
hann hefur skattbyrðina eða
greiðslubyrðina í huga skal ósagt lát-
ið, en hverjum manni er væntanlega
Ijóst að þetta er vísindaleg röksemd
sem felur í sér mikinn sannleik.
Ef menn vinna minna, þá hafa þeir
minni tekjur og þá eru þeir lengur að
það meira og minna þarflaust snakk
þegar rætt er um hækkaða eða lækk-
aða skatta. Aðalatriðið er vitaskuld
hitt, hvað menn vinna lengi og vel.
Skattbyrðin getur þess vegna hækk-
að eða lækkaö að vild, en greiðslu-
byrðin er undir skattþeganum einum
komin, eftir því hvað vinnudagurinn
er langur. Og þar sem enginn getur
sagt til um það, hversu duglegir
menn kunna að verða á næsta ári, er
til einskis að þræta um það á þessu
stigi málsins hvort skattar hækki eða
lækki.
Með þessi einföldu sannindi í huga
skiptir nákvæmlega engu máli, hvort
skattar hækka eða Iækka á álagning-
arseðlinum. Skattana verða menn að
mæla í vinnunni þegar þar að kemur.
Þannig munu skattar hækka ef
minna er unnið, en lækka ef meir er
unnið. Skattbyrðin kann að aukast en
greiðslubyrðin að léttast. Greiðslu-
byrðin getur þyngst en skattbyrðin
að léttast. Þetta liggur í augum uppi.
Niðurstaðan er þvi sú að báðir hafa
rétt fyrir sér og þó hvorugur. Skattar
geta bæði hækkað og lækkað, af því
að þeir hækka ef þeir lækka og lækka
ef þeir hækka. Eöa þannig, sko.
Dagfari
vinna sér inn fyrir sköttunum. Ef nú, þá eru þeir auðvitað fljótari með
þeir vinna meir og lengur en áður, skattgreiðslurnar. Þannig verður