Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Page 10
DV. MIDVIKUDAGUR11. JANtJAR 1984. 10 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson væru sumar, og veitti hrein og bein svör, og ósárast var mönnum um aö heyra hann fordæma fyrri stjórn fyrir spillingu og óráðsíu. Enda höföu kjör almennings farið hríöversnandi undir stjórn Shagari. Upp hafa komið vangaveltur um þaö hvort Buhari hafi í raun veriö aöalhvatamaöur valdaráns hersins. Sjálfur fer hann þó ekkert dult meö aö hvaö sem því líöi ætli hann ekki aö draga af sér viö aö „moka úr stíun- um”, eins og hann kallaöi það. — Löndum hans líkar betur slíkur hressileiki á móti hinu miklu dauf- legra yfirbragöi Shagaris. Þeir sem best telja sig þekkja til segja aö Buhari hafi verið valinn af öörum foringjum hersins sem sá, er þeir mátu mest og treystu best fyrir bæði fyrri reynslu hans á stjórnunar- sviöinu og eins framgöngu í hernum. Þeir segja, aö lítil hætta sé á því, aö Buhari verði hernaðarlegur einræöisherra, heldur veröi stjórn hans samráö margra jafningja, þar sem Buhari veröi einn af hópnum en um leiö andlit hópsins út á viö. Nígería er margskipt af fjölda ætt- bálka og eins eftir trúarskoöunum. Til þessa hefur þó engum andmælum heyrst hreyft hjá hinum kristnu íbú- um suðurhlutans þótt enn einn músliminn úr noröurhlutanum veröi þjóðarleiðtogi. Flestir hinna voru þaö líka, en Buhari er sá sjöundi síðan Nígería öölaöist sjálfstæði 1960. Buhari er talinn í hópi íhalds- samari múslima, en ekki öfgafullur. Þaö þykir ólíklegt aö hann muni ráöast í aö hrófla mikiö viö olíuverð- inu fyrsta kastiö. Fremur muni hann einbeita sér aö vandamálum innan- lands og halda á meðan fullum friöi viö samherjana innan sölusamlags olíuframleiðsluríkja (OPEC). Hann er persónulega kunnugur flestum olíuráöherrum hinna OPEC-rikj- anna og vegna þekkingar sinnar og reynslu á olíumálum vel í stakk bú- inn til aö taka fyrirvaralítiö ákvarðanir í olíumálunum, ef nauðsyn krefði. Buhari hefur þegar lýst því yfir aö Nígería muni áfram undir hans stjórn veröa í OPEC. Buhari er atvinnuhermaöur sem hlaut þjálfun sína hjá Bretum. Hann var um hríð hérðasstjóri her- foringjastjórnarinnar i noröaustur- fylkinu Borno og átti s;rti í her- foringjaráöinu sem fór meö æðstu stjórn landsins fram aö kosningum 1979. Hann gat sér gott orö sem her- stjórnandi þegar hann var yfir- maöur landamærasveitar sem lenti í átökum viö Chad á síöasta ári. Hann fa^idist 17. desember 1942 í þorpinu Daura í Kadunahéraði og sótti ýmsa skóla áður en hann fór í foringjaskóla Nígeríu þar sem hann vakti athygli breskra hernaöarráöu- nauta sem greiddu götu hans til kadettaskólans i Aldershot í Eng- landi. Buhari er kvæntur og á tvær dætur. Shehu Shagarí forsetí situr i fangeisi og 6 örlög sin undir nyju vald- höfunum. Mohammed Buhari hershöfðingi viðurkennir að herforingjaráðið hafi ekki leitt hugann enn að þvihvenær borgaraleg stjórn verði endurreist í Nígeriu. BUHARIVEKUR TRAUST LANDSMANNA SINNA 'Hinn nýi leiötogi Nígeríu, Mohammed Buhari hershöföingi, hefur vakiö traust meöal margra landsmanna meö öruggri framkomu og hreinskilnislegum ummælum um ríkisstjórnina sem hann bylti og framtíðaráætlanir þeirrar sem hann síðan hefur sett á laggirnar. Þessi 41 árs gamli hershöföingi hefur síðan komiö fram í útvarpi og sjónvarpi og kemur flestum fyrir sjónir sem alvarlega þenkjandi maður, en enginn hernaöarfuni, og hreint ekki sneyddur skopskyni, Erlendur diplómat í Lagos, sem átti viðtal í síðustu viku við Buhari, sagöi um liann eftir fyrsta blaöa- mannafundinn, sem Buhari efndi til og var sjónvarpað: „Hann viröist vita nákvæmlega hvaö hann er aö gera og reynir hvergi aö blekkja sjálfan sig eöa þjóöina varðandi vandamáhn sem viö er aö glíma.” Buhari er enginn viövaningur viö valdstjórn. Hann gegndi trúnaöar- störfum og valdaembættum í fiö fyrri herforingjastjórnar á síöustu árunum áöur en borgaralegri stjórn var komiö á eftir kosningarnar 1979. Hann var ráöherra olíumála Nígeríu og var forstjóri oUufélags ríkisins. OUan er alger hornsteinn efnahags- lifs Nígeríu. 95% útflutningstekn- anna eru frá olíunni. Olíuiðnaðurinn fagnaöi valdatöku Buharis og væntir góös af forystu manns sem er jafnþaulkunnugur öllu varöandi málefni oliuiðnaöar og olíuverslunar eins og Buhari er. Enda fór þaö orö af Buhari í olíuráö- herraembættinu aö hann væri maöur skarpgreindur og blátt áfram sem auðvelt væri aö eiga viðskipti við. Hann þykir opinn fyrir skynsamleg- um tiUögum og haldgóðum rökum og reiðubúinn til aö viöurkenna hafi honum einhverstaöar skjátlast. Margir telja sig sjá í Buhari þann aga og þá stefnufestu, sem Nígería einmitt þurfi meö tU þess aö komast út úr því efnahagslega öngþveiti, sem bagaö hefur land og þjóö, og sem ríkisstjórn Shehu Shagari for- seta þótti einmitt skorta. Fyrsta forgagnsverkefni Buhari sýnist því tUtölulega auöunniö, en þaö er aö vinna traust landa sinna, þrátt fyrir aöferöina sem höfö var viö valdaskiptin. Ha£a margir þeirra enda strax sýnt feginsviöbrögö viö aö sjá á bak ríkisstjórn, þótt borgaraleg væri, sem aö þeirra mati var skipuð af auömönnum til þess fyrst og fremst aö gæta aö hag hinna auðugri. FéU þaö víðast í góöan jarö- veg á blaöamannafundinum þegar Buhari vék sér hvergi undan aö svara spurningum, þótt óþægilegar Jólin 13 dögum á eftir í Rússlandi Jólin eru aöeins einu sinni á ári, jafnvel í Rússlandi þar sem þau eru þrettán dögum á eftir. Þar hefjast þau nefnilega á þrettándanum þegar þau eru aö renna út hjá okkur. En þar er aftur á móti tvisvar nýárs- dagur. Því var þaö aö miðnæturmessa var sungin 6. janúar í JeoUchovsky-dóm- kirkjunni í Moskvu þar sem patríarkinn, æðsti maöur rétt- trúnaöarkirkju kaþólskra í Sovétríkjunum, situr. Var þaö jóla- messan. Þótt þetta væri einn heitasti miösvetrardagur sem komiö hefur á þessari öld í Moskvu var jólasnjór og logndrifa sem kom þó ekki í veg fyrir aö kirkjan væri troðin af fólki. A meðan hinn 73 ára gamli hvít- skeggjaöi patríarki stjórnaði messu- söng biöu framan viö kirkjuna hvítir og bláir lögreglubílár og sjálf- boöaliöar meö rauð armbönd til auökennis á hverju horni til þess aö tryggja aö lögum og reglum væri fylgt. Hugmyndafræði kommúnista í Sovétríkjunum letur menn til trúar- bragðaiðkana en rétttrúnaöarkirkj- an rússneska og sovéska ríkiö hafa lært aö umbera hvort annaö í sam-, búö sem útlendingum kemur kannski skringilega fyrir sjónir. Og þessi víxl á dagsetningunum er afkvæmi þess- arar einkennilegu sambúöar. Bolsé- víkar tóku upp gregóríanskt tímatal áriö 1918 en kirkjan hélt í júlíanska tímataliö. Munurinn birtist svo í því að rétttrúnaöarkirkjan heldur sinar hátiöir þrettán dögum á eftir gregoríanska almanakinu og kristnum mönnum á Vesturlöndum. I almanakinu, sem rétitrúnaðar- kirkjan gefur út fyrir 1984, og er eitt af fáum ritum sem henni leyfist aö ' gefa út, er málum lítils háttar miölaö . meö því aö tilgreina bæöi „gömlu daga tyllidagana” og „nýrri dag- setningarnar”, en það almanak tekur til 379 daga (því aö 1984 er hlaupár). Almanakiö er rétttrúnaðarsöfnuð- inum í Rússlandi mikilvæg bók. Þar eru tilgreindir allir dagar helgaöir dýrlingum, allir dagar sem ber aö fasta og allir kirkjulegir tyllidagar. Þetta áriö prýöa hana dýrlinga- myndir sem margir rétttrúaöir klippa út og líma á tré til aö hengja upp á heimilum sínum því aö öörum trúarlegum myndum er ekki aö dreifa. Aöur var alsiöa aö hver þorpskofi væri skreyttur máluöum dýrlingamyndum úr tré. Venjulegir jólasiöir, eins og skreytt barrtré, kertaljós og rauð- klæddur karl meö poka troöinn af gjöfum, eru orönir hluti af nýárs- fagnaöinum í Sovétríkjunum. 31. desember kemur „Frosti” karlinn meö gjafir sínar til þægu litlu sovésku barnanna. En kirkjualmanakiö gefur kærkomiö tilefni til hátíðarbrigöa ööru sinni, nefniléga þann 14. janúar þegar mæta má „gamla, nýja árinu” meö gleöskap. Hitt er fátítt, sem gerist núna áriö 1984, aö páskahátíðina, þá mikilvæg- ustu í rétttrúnaöarkirkjunni, ber upp á sama dag, 22. apríl, og páskahátíð kristinna manna á Vesturlöndum. Aö því voru menn þó ekkert aö leiöa hugann í Yelokhovsky-dóm- kirkjunni 6. janúar þar sem and- rúmsloft var mettað reykelsi og kertin brunnu í risavöxnum kerta- stikum. Sæti eru engin í rússneskum kirkjum, svo aö allir stóöu, og kertin voru látin ganga hönd úr hendi um allan söfnuðinn til tveggja eldri kvenna sem höföu þann starfa aö bæta nýjum kertum í stjakana, þegar hin fyrri voru útbrunnin, og hreinsa burt bráöiö vaxið. Konur á fimmtugsaldri eöa eldri eru í yfirgnæfandi meirihluta meöal kirkjugesta. Karlpeningurinn í þess- ari kynslóð entist illa í síöari heims- styrjöldinni. Rétttrúnaöarkúkjan höföaði mjög til ættjarðarástar Rússa og varö þaö ööru fremur til þess aö Jósef Stalín breytti grimmdarstefnu sinni gagn- vart henni í síöari heimsstyrjöldinni þegar hann sá meö því möguleika til þess aö bæta liðsandann meöal her- manna og auka einhug þjóöarúinar. En á árunum upp úr byltingunni 1917 haföi veriö litiö á kirkjuna sem hand- bendi keisarans. Prestar voru fangelsaöir og kirkjur Moskvu, sem eitt sinn voru kallaöar „þriöja Rómaborgin”, voru niöurlægöar. En meö skilningi á því aö kirkjan skuli alls ekki blanda sér í málefni ríkisins hefur síöan veriö látiö kyrrt liggja þótt hvorugum aöilanum líki kannski vel. Framundan eru merkileg tímamót í kirkjunnar sögu í Rússlandi. 1988 veröur þúsund ára afmæli kristni- tökuí Rússlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.