Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Qupperneq 11
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984.'
11
26908—----—HALLDÓRS
kvöldmaður sjónvarpsins
Páll Magnússon heitir nýjasti frétta-
maöurinn hjá sjónvarpinu. Eldskím-
ina fékk hann á mánudagskvöld, þegar
síöari fréttatími sjónvarpsins hóf
göngu sína. Páll mun hafa umsjón meö
fréttatímum þessum fyrsta kastið, en
þeir verða fluttir í dagskrárlok 4 daga
vikunnar. Um miöjan mánuöinn tekur
Páll svo viö sem þingfréttamaöur af
Ingva Hrafni Jónssyni.
„Þetta leggst bara vel í mig,” sagöi
Páll í samtali viö DV, þegar hann var
spurður hvernig honum litist á blik-
una.
Páll er enda þaulvanur fréttamaður
og því ætti fátt aö koma honum á óvart
í þessu starfi. En skyldi hann ætla að
breyta eitthvaö til meö þingfréttirnar?
,,Eg reikna ekki meö að þaö verði
óskaplegar breytingar, en þaö verða
kannski einhverjar breytingar á
áherslupunktum. Ingvi Hrafn hefur
staöiö sig mjög vel og þaö verður erfitt
aöbetrumbæta.”
— Ertu kvíöinn fyrir aö koma fram
fyrir myndavélarnar?
,,I sjálfu sér ekki, en það er dálítill
taugatitringur í kringum þetta. Eg hef
þó skólast aöeins í útvarpinu,” sagöi
Páll, en hann hefur séö um Síðdegis-
vökuna þar ásamt Páli Heiðari Jóns-
syni.
Páll hóf blaðamennskuferil sinn á
Vísi vorið 1979. Þar var hann í um tvö
ár, þar til hann tók viö fréttastjóra-
stöðu á Tímanum. Því embætti gegndi
hann fram á mitt sumar 1982 er hann
varö aðstoöarritstjóri tímaritsins
Storöar og Iceland Review. I haust hóf
hann svo störf við útvarpiö. Páll var
spuröur hvað hann kynni nú best viö af
þessu öllusaman.
„Eg kann vel viö þetta allt,” sagði
hann. „Tímaritamennskan á ekkert
skylt viö fréttamennsku. Þar er veriö
að vinna efni sem hægt var aö vinna
fyrir einu ári eða sem veröur hægt aö
vinna eftir eitt ár. Þar er allt annar
hraöi. Utvarpiö er á margan hátt
skemmtilegast af öllu. Þaö er meira
„spontant” miöill en hinir. 80—90%
þáttarins eru í beinni útsendingu og því
gefst enginn tími til aö snurfusa viötöl-
in, sem er bæði kostur og galli.”
Auk starfa sinna hjá sjónvarpinu,
sinnir Páll útgáfu sameiginlegs frétta-
bréfs verkfræðinga og tæknifræðinga.
Þaö veröur því greinilega nóg að gera.
„Eg sé ekki fram ó aö gera mikið
meira en aö sinna vinnunni,” sagði
hann.
Frístundir á hann þó einhverjar og
þær notar hann til lesturs og tafl-
mennsku, en segist þó tefla meira af
vilja en mætti.
Páll Magnússon er kvæntur Maríu
Jónsdóttur og þau eiga tvær dætur, 8
og 3 ára.
-GB
„Ég só ekki fram á að gera mikið
meira en aó sinna vinnunni," segir
hinn nýi þingfréttamaður sjón-
varpsins, Páii Magnússon.
• fli' fl/.
MÁLASKÓLI-----------------------------26908
• Danska, sænska, enska, þýska, franska, íta/ska,
spænska og íslenska fyrir útlendinga.
• Innritun daglega kl. 13—19.
• Kennsla hefst 16. janúar.
• Skírteini afhent 13. janúar (föstudag) kl. 16—19.
• Umboö fyrir málaskóla: EUROCENTRES, SAMPERE
o. f/. i helstu borgum Evróþu, svo og í New York.
Veturinn hefur gert áþreifanlega vart við sig á hinu nýbyrjaða ári. A milli
élja birtirþó til. Þá er tækifæri tilþess að munda myndavélina.
DV-mynd S.
AgnarGuðnason, blaðafulltrúi
bændasamtakanna:
Kjarnfóðurgjaldið
og verð á eggjum
I DV 2. janúar sl. var haft eftir
Einari Eiríkssyni, fyrrverandi for-
manni Sambands eggjaframleiöenda,
aö kjarnfóöurgjaldiö hækki heildsölu-
verð á eggjum um 17—18%. Þá var
einnig fullyrt aö helmingur af tekjum
kjarnfóöursjóðsins kæmi frá innfluttu
svína-og alifuglafóöri.
Þar sem þetta er ekki alveg rétt hjá
Einari eru þessar linur sendar DV til
birtingar.
A síöasta ári varð nokkur aukning í
hlutdeild svína- og alifuglafóöurs í
tekjum kjamfóðursjóös. Á árunum
1981 og 1982 var kjarnfóöurskatturinn
af þessum fóðurtegundum um 35% af
heildartekjum sjóösins, en á síðasta
ári var þetta hlutfall komið í um 40%,
en þaö er ekki sama og helmingur.
Mesta ónákvæmni í umræddri frétt
var þaö aö kjarnfóöurgjaldiö orsakaöi
18% hækkun á heildsöluverði eggja.
Þetta stenst ekki nema annaö hvort
kæmi til, að íslenskir hænsnabændur
kunni lítið meö hænsni aö fara eöa aö
hænumar sem þeir eru meö séu af-
spyrnu lélegar.
A vel reknu hænsnabúi þar sem hlut-
irnir eru í lagi, þarf 3,0—3,5 kg af
fóöurblöndu fyrir hvert kg af eggjum.
Þaö er hugsanlegt aö hér á landi þurfi
um 4,4 kg af fóðurblöndu á móti 1 kg af
eggjum, en þaö er ótrúlegt að meðal-
fóöurneysla sé meiri. Ef smásöluverö
á 1 kg af eggjum er 99 kr., þá hækkar
kjamfóöurgjaldiö á erlendri fóður-
blöndu smásöluverð eggja um 11,2%
en ef innlend blanda er notuö er hækk-
unin7,8%.
Ef þaö er rétt hjá Einari aö heild-
söluverð á eggjum frá han hænsnabúi
hækki um 18% vegna kjarnfóður-
gjaldsins, þá viröist vera aö hans hæn-
ur þurfi 9,2 kg af fóðurblöndu til aö
skila einu kg af eggjum ef hann notar
innlenda blöndu, en ef um erlenda
fóðurblöndu er aö ræöa nota þær 6,3 kg
á móti einu kg af eggjum.
Hænsnabændur, sem eyöa þetta
miklu fóöri í varphænur sínar, a{
kjamfóðurgjaldiö hækkar heildsölu
verðið um 18%, hljóta aö reka búiö mei
miklu tapi. Þeir ættu því sem allr?
fyrst aö fá sér nýjar hænur, ef þeii
vilja halda áfram aö framleiða egg.
U-BIX90
Smávaxna eftirherman
Þo U-BIX 90 se minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga
minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma.
Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa
og pantanir streyma inn.
VMJCtf.
SKRI FST< 3FUVÉLAR H.F.
+ : x \ R? Hverfisgötu 33 — Simi 20560 -
„Dálítill taugatitring-
ur í kringum þetta”
— segir Páll Magnússon, þingf réttaritari og