Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Qupperneq 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984.
Frjálst. óháð dagblað
Útgáfutélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLÚN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SIÐUMÚLA V2—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð i lausasölu 22 kr.
Helgarblað25 kr.
' t ■ ...
Kvótann á markað
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra verður aö
fara eftir tillögum um, að veiðikvóti skipanna verði til
sölu.
Jón Sigurðsson, formaður ráðgjafanefndarinnar um
kvótamálið, vilí, að kvótarnir gangi kaupum og sölum.
Þetta kann að verða niðurstaða ráðgjafanefndarinnar.
Sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við DV á laugar-
daginn: „Ég er hlynntur hugmyndum nefndarinnar um,
að veiðikvótar verði færðir á milli skipa til að auka hag-
kvæmni í útgerð, en alfarið á móti því, að farið verði að
seljaþá.”
Við ætlum að óreyndu, að sjávarútvegsráðherra vilji
leysa málið á hagkvæmastan hátt fyrir þjóðina.
En hér skjátlast honum.
Meirihluti ráðgjafanefndarinnar kann að leggja til, að
veiðikvótarnir gangi kaupum og sölum. Okkur dugir ekki
að einblína á tap útgerðarinnar og væntanlegan aflasam-
drátt og hugsa sem svo, að allt sé unnið fyrir gýg.
Sjávarútvegurinn mun enn sem fyrr bera uppi þjóðar-
tekjur landsmanna.
En hvernig?
Því er fljótsvarað. Fiskiskipin eru of mörg og útgerðin
rekin með tapi. Afli minnkar enn. Því verðum við að1
breyta ríkjandi kerfi og skera fiskiskipaflotann niður.
Kvótakerfið mun auðvitað leiða til þess, að þær út-
gerðir leggjast niður, sem óarðbærastar eru.
Öarðbærustu útgerðirnar munu einfaldlega ekki fá
kvóta til nægilegra veiða.
Þetta vita menn, en hvernig á að úthluta kvótanum?
Hver á aflann? Við búum við þær aðstæður, að þorsk-
afla verður að takmarka. Þetta er mikil breyting frá því,
sem fyrrum var, þegar allir gátu gengið í þorskinn. Nú
verður að svara nýjum aðstæðum.
Stjórnvöld hafa hug á úthlutun veiðileyfa í samræmi
við afla eða sókn síðustu ára.
Því svara sjómenn og segja, að einnig þeir eigi hluta af
þessum kvóta. Réttlátast væri að segja, að þjóðin sem
heild ætti „kvótann”, og honum skyldi úthlutað með sölu
á veiðileyfum.
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, hefur skrifað
manna viturlegast um þetta efni. Hann sagði í Vísisgrein
sumarið 1979: „Að sjálfsögðu ber að viöurkenna, að það,
að gera sókn á fiskimið háða veiðileyfum, sem greiða á
gjald fyrir, er mjög umfangsmikil nýjung og án efa tengd
miklum framkvæmdaörðugleikum, einkum í byrjun. En
hér verður að hafa í huga, að mjög mikið er í húfi. Of-
veiðina verður að stöðva og síðan gera frekari ráðstafanir
til þess að tryggja fyllstu hagkvæmni í fiskveiðunum. Þau
ráð, sem nú er beitt, duga ekki. Veiðileyfakerfið er sú
ráðstöfun, sem þeir hagfræðingar, fiskifræðingar og aðrir
raunvísindamenn, sem málið hafa kynnt sér rækilega,
eru sammála um, að sé skynsamlegust.”
Undirstöður þessarar röksemdafærslu hafa ekkert
breytzt. Vafalaust þyrfti nú með gengisfellingu að gera
fiskvinnslunni kleift að greiða þeirri útgerð, sem eftir
verður, nægilegt fjármagn. Kvótakerfið kemur þó nokkuð
til móts við slíkar hugmyndir. Tilfærsla kvóta án endur-
gjalds dugir þar ekki. Yrðu kvótarnir seljanlegir á
frjálsum markaði, kæmumst við þó nær.
Því er rétt að veita útgerðunum leyfi til að selja veiði-
leyfin, kvótana. Utgerðin hefur verið rekin með
milljarðatapi. Sem sagt hafa sjómenn og aðrir í áhöfn
féngið úthlutað hærri launum en verið hefði, ef byggt
hefði verið á afkomu. Þetta styrkir þær hugmyndir að út-
gerðirnar eigi kvótann og hafi til sölu. Haukur Helgason.
Eftir uppsetningu meðaldrægu eldf lauganna:
Hvað verður
um friðar-
hreyfinguna?
Eftir aö kjarnorkusprengjunum var
varpaö á Hiroshima og Nagasaki hefur
friöarbaráttan í heiminum fariö fram í
þremur greinilega aöskiljanlegum
þáttum.
1. Upphaflega var alþjóöahreyfing,
friðarsinna sem komst á laggirnar í
byrjun kalda stríðsins 1946—7. Há-
punktur þessarar hreyfingar var
Stokkhólmsávarpið svonefnda 1950.
I ávarpinu var krafist „algers
banns við kjarnorkuvopnum, þess-
um geigvænlegu fjöldaútrýmingar-
vopnum gegn mannkyninu”.
2. Af ótta viö tilraunir meö vetnis-
sprengjuna í andrúmsloftinu sam-
einuöust þekktir visindamenn aust-
an tjalds og vestan um hugmyndir
Alberts Einsteins og Bertrands
Russels í yfirlýsingu þeirra 1955.
Yfirlýsingin, þar sem þjóöar-
leiötogar eru hvattir til aö muna
eftir mannkyninu og gleyma öllu
ööru, var upphaf nýrrar öldu í bar-
áttunni gegn kjarnorkuvopnum.
Samtök eins og CND í Englandi
náðu til fjölda fólks meö mótmæla-
göngum og friðargöngum í lok 6.
áratugarins og í upphafi 7. ára-
tugarins.
3. EN D-yfirlýsingin 1980 sameinaöi
þær hugmyndir sem voru ríkjandi á
7. áratugnum en þessi yfirlýsing
birtist í apríl 1980, skömmu eftir aö
Atlantshafsbandalagiö haföi sam-
þykkt uppsetningu meöaldrægu eld-
flauganna. EN D-yfirlýsingin hvatti'
til baráttu gegn uppsetningu nýrra
kjarnorkuvopna í Evrópu eöa sem
beindust gegn Evrópu og kraföist
kjarnorkuafvopnunar ,,frá Póllandi:
Kjallarinn
BORGÞÓR
KJÆRNESTED
til Portúgals” sem fyrsta skrefiö á
leiö til almennrar og algerrar af-
vopnunar.
Hiö langa hlé á milli tveggja síöari
friöarhreyfinganna er athyglisvert. I
stórum dráttum fellur þetta hlé saman
viö þaö tímabil sem slökun spennu
ríkti milli austurs og vesturs
ídétente). En framleiösla gereyöing-
arvopna var ekkert minni á þessum
tíma, jókst heldúr en hitt.
Ósigur friðarhreyfingar
Hin nýja evrópska friöarhreyfing
hefur beöiö „hernaöarlegan” ósigur.
Aætlanir hennar byggöust á því. aö
koma í veg fyrir uppsetningu meöal-
drægra eldflauga í Evrópu. A sl.
þremur árum hefur þessi nýja friðar-
hreyfing veriö í sókn og hún hefur beint
kröftum sínum aö þessu eina ákveöna
atriöi.
Þegar nú Atlantshafsbandalagið
þrátt fyrir allt hefst handa viö
uppsetningu flauganna, og þegar Var-
sjárbandalagið lýsir yfir því að þörf
sé fyrir nýjar eldflaugar í Austur-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu og um
borö í kafbátum, þá hefur friðar-
hreyfingin beöiö ósigur. Því mun
friðarhreyfingin breytast úr sóknar-
aögeröum í varnarstööu sem miöast
við aö hefja sóknaraögerðir síðar þeg-
FRÉTTAMAÐUR
Leigupennar
Sumir lifa til aö skrifa, aðrir skrifa
til aö lifa. Þeir talsmenn bænda-
samtakanna, sem hafa veriö aö skrifa
•á síöustu mánuöum gegn Jóni Steinari
Gunnlaugssyni lögmanni í eggjasölu-
•málinu alræmda, eru í síöari hópnum.
Þeir hafa þessa atvinnu, eru leigu-
pennar sérhagsmunasamtaka. Viö því
er ekkert aö segja. Þeir mega mín
vegna hafa þessa atvinnu. Eg er þeirr-
ar skoöunar, aö menn megi gera það,
sem þeir kæra sig um, valdi þeir
öörum ekki skaöa meö því. Og þessir
menn valda okkur ekki neinum skaða,
nema viö trúum þeim, þannig að viö
getum ekki kennt ööru um slíkan skaöa
en trúgirni okkar. En mig langar til
þess aö víkja aö þremur álitamálum í
þessu viðfangi.
Eiga blöðin
að birta greinar
leigupennanna?
I hverri viku birta þau tvö blöö, sem
hér skipta einhverju máli, Morgun-
blaöið og DV, ýmsar aösendar greinar
eftir „blaöafulltrúa” sérhagsmuna-
samtakanna í landinu. Þetta er í raun-
inni furöulegt. I þeim löndum, þar sem
ég hef dvaliö, birta þau blöö, er hafa
einhvern metnað, aö öllu jöfnu ekki
slíkar greinar. Þau reyna heldur aö fá
menn, sem óháöir eru öllum slíkum
sérhagsmunasamtökum, til þess aö
gera athugasemdir við líöandi stund.
Þeir menn hafa sínar skoöanir, eru
Ótímabærar
athugasemdir
HANNES H.
GISSURARSON
CAND. MAG.
íhaldssamir eöa róttækir, frjálslyndir
eöa stjórnlyndir, og þeir lifa sumir af
því aö skrifa — en þeir lifa líka til að
skrifa og eru ekki neinir leigupennar.
Þetta er eölilegt. Blööin reyna að vera
sjálfstæð, þau eru ekki keypt upp af
sérhagsmunasamtökum.
Eg held þrátt fyrir þetta, aö íslensku
blööin eigi aö birta greinar leigupenn-
anna, þótt þau mættu aö vísu setja
greinaskrifum þeirra einhver takmörk
af tillitssemi viö okkur lesendur. Þau
hafa sennilega ekki efni á aö kaupa allt
sitt efni, og viö getum hvort sem er
kennt sjálfum okkur um, ef viö trúum
„blaðafulltrúunum”. Hitt er annað
mál, aö blööin ættu sjálf aö skrifa með
almannahagsmunum og á móti
sérhagsmunum, þegar þetta tvennt
rekst á, en þaö hafa þau því miður ekki
alltaf gert.
Rekast sérhagsmunir á
almannahagsmuni?
Eggjasölumáliö er mjög skýrt dæmi
um þaö, þegar þeir framleiöendur,
sem treysta sér ekki til aö keppa viö
aöra, reyna aö koma á einokun. Þaö er
meö öörum oröum dæmi um árekstur
sérhagsmuna þessara fáu
framleiöenda og almannahagsmuna.
„Við verðum að kunna eina íífsreglu: að
w vera alltaf á verði, þegar framleiðendur
hyggjast takmarka samkeppni.”