Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984.
13
ar hagstætt færi gefst á ný. Þetta
táknar þó ekki aö baráttunni gegn upp-
setningu meðaldrægu eldflauganna í
Evrópu sé lokið. En það þýðir þaö aö
mótmælaaögerðir fjöldans gegn
Evrópuflaugunum eru síöur hentugar
aöferðir í náinni framtíö; fjölda-
aögeröir eru táknrænar sóknar-
aðgeröir.
En hverju hefur evrópskri friöar-
hreyfingu tekist að koma til leiöar?
Henni hefur ekki tekist að koma í
veg fyrir uppsetningu einnar einustu
eldflaugar sem áætlaö var aö setja
upp. En henni hefur tekist aö koma til
leiöar víötækri meövitund meöal
almennings um ógnir kjarnorkuvopna
og málefna þeirra.
Þaö er einmitt á þessu sviöi sem
vænta má gagnaðgerða gegn friðar-
hreyfingunni. „Hinar nýju eldflaugar
stórveldanna í Evrópu hafa lítið gildi
fyrir hernaðarjafnvægi austurs og
vesturs. Barátta friðarhreyfing-
arinnar gegn þessum vopnum virðist
því vera barátta sem beinir spjótum
sínum í rangar áttir,” ritaði nýlega í
Dagens Nyheter Hans-Henrik Rönnow,
sem er hernaðarfræðingur utanríkis-
málastofnunar Svíþjóöar (DN
29.10.83). Hann dró eftirfarandi
ályktun: „1983 er því ekki örlagaár
kjarnorkuherfræðinnar. Þaöer örlaga-
ártáknrænna stjórnmálaaögeröa.”
Heimsskoðun herfræðinga
Þetta er heimsskoöun hernaðarsér-
fræöinga í hnotskurn. Sett er sama-
semmerki milli raunveruleikans og
hernaöarjafnvægis. Undirskiliö: Þaö
eru aöeins herfræöingar sem hafa
stjórn á raunveruleikanum — og þar af
leiðir aö aöeins þeir geta stjórnaö
gangi heimsmálanna.
En þrátt fyrir ósigur friöarhreyfing-
arinnar þá er óþarfi aö samþykkja þaö
sjónarmið aö baráttu hennar gegn
meðaldrægu eldflaugunum hafi veriö
beint í rangar áttir. Aögeröir og
aöferðir friöarhreyfingarinnar eru
ekki herfræðilegar heldur stjórnmála-
legs- og táknræns eölis og hún hefur
gert rétt í því að sameina krafta sína
um éitt ákveðiö málefni. Evrópueld-
flaugarnar hafa verið vel valiö
pólitískt og táknrænt atriði i brenni-
depli alþjóðamála. Þaö eru ekki aörir
en þeir sem aðeins hugsa eins og her-
fræöingar sem andmæla þessu. Auk
þess er jafnvægiö á milli „mega-
tonna” og „megadauða” mjög óljós
„raunveruleiki”.
Meðvitundin um kjarnorkumál
samtímans sýnir meiri þekkingu og
heilbrigöari skynsemi en þá sem her-
fræðingar og stjórnmálamenn, sem
sitja fastir í rökfræöi vígbúnaðarkapp-
hlaupsins hafa getað sýnt fram á. A
þingi SÞ um afvopnun 1978 var þetta
viðurkennt í oröi af fulltrúum alfra
ríkisstjórna: „A kjarnorkutímum
skapa fleiri kjarnorkuvopn ekki aukiö
öryggi.” En þrátt fyrir þetta staöhæfa
nú valdhafar austurblokkarinnar aö
bæta veröi viö vígbúnaðarkapphlaupið
meö nýjum eldflaugum, engin önnur
ráö séu tiltæk til aö viðhalda
„jafnvæginu”. Menn starfa meö
öörum oröum augljóslega gegn betri
vitund.
Þess vegna má búast viö aö
umræðan fari æ meir í þann farveg
sem vitnað var til hér aö framan meö
'oröum sænska hernaöarfræöingsins
þar sem almennt verður reynt aö
stofna til heimsmyndar og heims-
þróunar sem grundvallast á hernaöar-
hugsunarhætti — þar sem þátttaka í:
friöarhreyfingum veröur skilgreind
sem skortur á dómgreind (bláeygir
hugsjónamenn, fórnarlömb áróöurs
o.s.frv.). Þaö má einnig vel vera aö
boöberum þessum veröi nokkuð á-
gengt þar sem ósigurinn í eldflauga-
málinu hefur vissulega í för með sér
mikla þrekraun fyrir sjálfsöryggi
friöarhreyfingarinnar. Ef þaö tekst aö
sannfæra fólkið í friðarhreyfingunni
um að þaö skorti dómgreind, hagi sér
óskynsamlega og beini spjótum sínum
í rangar áttir, þá veröa ekki eftir nema
tveir valkostir: I Evrópu, sem skipt er
í tvennt bæöi hernaöarlega, stjórn-
málalega og hugmyndafræðilega og
sem er full af kjarnorkuvopnum, þá
veröa menn fórnarlömb tvenns konar
áróðurs; þess bandariska eöa þess
sovéska.
Efla þrýsting
I krafti aukinnar þekkingar og heil-
brigðrar skynsemi veröur friðar-
hreyfingm nú aö efla pólitískan og
táknrænan þrýsting á þjóðfélags-
stofnanir í austri og vestri. A sl.
þremur árum höfum viö orðiö vitni aö
því hvernig rikisstjórnir og stjórn-
málaflokkar geta fengist til aö fara aö
efast um sitt gamla „raunsæi” (= ef
þú vilt friö, búöu þig þá undir stríö).
Flokkur jafnaöarmanna í Vestur-
Þýskalandi, SDP, er eitt dæmi um
þetta. „Nei til atomvápen” í Noregi er
annaö dæmi um árangursríkt starf á
bak viö tjöldin innan stjórnmála-
flokkanna. Að taka að scr forustumenn
og skoöanamyndandi aöila, meö svip-
uðum hætti og tíökast innan Amnesty
International varðandi sam-
viskufanga, er aöferö sem friöar-
hreyfingin gæti tileinkaö sér.
Verkefnin eru mörg og friðar-
hreyfingin verður aö láta öll mál koma
sér viö sem geta leitt til fjöldaút-
rýmingar, allt frá rafeindanjósnum
yfir í þaö aö stjórnarskrárbinda á-
kvæöi um kjarnorkuvopnalaust Island
í stjórnarskrá landsins. Friöar-
hreyfingin getur ekki stutt neina
tegund gjöreyðingarvopna, nýjar
kjarnorkueldflaugar í Austur-Evrópu
er eitt dæmi. Einnig ber friöar-.
hreyfingunni aö taka fyrir deilur og á-
greiningsefni í þriöja heiminum og
fjalla um þær á grundvelli friðarmála.
Það er mjög ósennilegt aö stórstyrjöld
muni eiga upptök sín í Evrópu — til aö
koma í veg fyrir þaö verður friöar-
hreyfmgin í vaxandi mæli aö berjast
gegn íhlutun stórveldanna í Vestur-
Asíu, Miö-Ameríku o.s.frv.
sérhagsmunasamtakanna
Ernokun merkir, aö samkeppni er
mjög takmörkuö eöa ekki leyfö. Viö
megum aldrei gleyma því, um hvað
samkeppnin er. Hún er samkeppni
framleiðenda um þaö aö fullnægja
þörfum neytenda. Því haröari sem
samkeppnin er, því betri þjónar neyt-
enda veröa framleiðendur — því lægra
verö og betri gæöi vöru. Og öfugt: Því
linari, sem samkeppnin er eða
takmarkaöri, því verri þjónar
neytenda veröa framleiðendur.
I
En hvers vegna eru hagsmunir
framleiöenda sérhagsmunir og
hagsmunir neytenda almannahags-
munir? Vegna þess aö öll framleiðsla
er aö lokum fyrir neyslu og viö erum
öll neytendur, en ekki nema sum
framleiðendur. Flugfélögin eru til
fyrir farþegana, en farþegarnir ekki
fyrir flugfélögin. Eggjabúin eru til
fyrir almenning, en almenningur ekki
fyrir eggjabúin. Viö veröum aö kunna
eina lífsreglu: aö vera alltaf á verði,
þegar framleiöendur hyggjast tak-
marka samkeppni. Þeir bera aö öllu
jöfnu fyrir sig eitthvað annaö en beina
hagsmuni sína, svo sem vörugæði. En
þaö breytir engu um, aö samkeppnin
ein getur fengið menn til aö vinna aö
almannahagsmunum, lægra veröi og
betri gæöum vöru, þegar þeir ætla sér
ekki annaö en vinna aö sérhagsmunum
— eins og Adam Smith benti á í
Auðlegð þjóðanna áriö 1776.
Hafa bændur hag af
einokuninni?
Eggjasölumáliö er ekki nema brot af
miklu stærra máli — einkasölu lang-
flestra landbúnaðarafuröa. Eru þessir
sérhagsmunir bænda einu hagsmunir
þeirra? Þetta er flókiö mál. Bændur
eru néytendur eins og allir aörir og
hafa því hag af lægra veröi og betri
gæðum þeirrar vöru, sem þeir kaupa.
En það, sem þeir kaupa, selja aðrir.
Og þessir aðrir kunna aö reyna að
koma á sömu einokun á sinni vöru og
bændur á sinni. Bændur græöa því ekki
á einokun sinni nema fáir aörir komi
einnig á einokun. Ella hefnist þeim
fyrir hana. Meö öörum oröum: allir
tapa á einokun, ef hún er mjög víötæk
eöa altæk. Bændur hefja meö einokun
sinni leik, sem allir hljóta aö tapa í aö
lokum, þótt bændur kunni aö græöa á
leiknum í byrjun. Hagsmunir bænda,
þegar til skamms tíma er litið, rekast
því á hagsmuni þeirra, þegar horft er
tillengritíma.
Þetta er ekki aUt. Samkeppnin knýr
framleiðendur til þess aö fullnægja
þörfum neytenda betur og ódýrar en
þeir geröu ella. En gerir hún ekki betri
menn úr þeim sjálfum, knýr hún þá
ekki til dáða, sem þeir vaxa siðan af,
hleypir hún ekki kappi í kinn þeirra?
Hafa þeir ekki gott af aga eins og viö
hin? I um fjörutíu ár hefur einokunar-
stefnu verið fylgt í flestum greinum
landbúnaðar. Tilgangurinn kann aö
hafa veriö góöur frá sjónarmiöi bænda
séð, en hvaö um afleiðingarnar — hafa
þær verið góöar frá sama sjónarmiði
séö? Njóta bændur betri lífskjara nú
miðaö viö aörar stéttir en þá er
einokunin hófst? Ekki er þaö aö heyra
á þeim sjálfum. Hafa þeir ekki smám
saman veriö aö breytast úr þeim bú-
stólpum, sem skáldiö orti um, í rislága
ríkisstarfsmenn?
Hagsmunir leigupennanna
sjálfra
Eg dreg þá ályktun, aö hagsmunir
bænda kunni aö vera aðrir, þegar horft
sé til lengri tíma, en leigupennarnir
segja okkur. Hitt efast ég ekki um, að
hagsmunir leigupennanna sjálfra af
einokuninni séu skýrir og ótvíræöir.
Þeir væru ekki nauösynlegir, ef henni
heföi ekki veriö komiö á.