Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Page 15
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984.
Góðtemplarareglan
á íslandi 100 ára
grófum viöskiptaþvingunum. Þessvar
sem sé krafist, aö lýöræöislega sett lög
yröu numin úr gildi til þess aö koma til
móts við hagsmuni spænskra fisksala.
Þannig stóöu málin til 1935. Þá var
bann viö innflutningi sterkra drykkja
numið úr gildi. Afengisneysla stór-
jókst, eins og aö líkum lætur. Einkum
varð þó aukningin gífurlega mikil eftir
1954, þegar starfræksla vínveitinga-
húsa var leyfö.
Mörg nöfn mætra liðsmanna Regl-
unnar koma fram í hugann, þegar
horft er yfir hennar aldarlanga ævi-
skeiö. Engin tök eru þó á aö gera þeim
nein skil í stuttri yfirlitsgrein sem
þessari. Sá maöur, sem flestar stúk-
urnar stofnaði, var Sigurður Eiríks-
son, sem jafnan var kallaöur reglu-
boði.
Eg nefndi áöan fyrsta íslenska bind-
indisblaðið. Það liföi ekki lengi, en
önnur tóku við. Þegar eftir aö Stór-
stúkan var stofnuð, var ákveöiö, aö
hún hæfi blaöaútgáfu. A vegum henn-
ar, eöa meö stuðningi frá henni, komu
út eftirfarandi blöö: „Islenzki Good-
Templar”, 1886—1893, „Heimilisblað-
ið”, 1894-1896, „Good-Templar”,
1897-1903, „Templar”, 1909-1930.
Sum þessara blaöa, einkum Templar,
náðu feikna mikilli útbreiðslu. Af bind-
indisblööum síöari ára má nefna:
„Sókn”, 1931-1935 og 1941, „Ein-
ing”sem Pétur Sigurösson, sem einnig
var nefndur regluboði, ritstýröi 1942—
1971 en síðan kom aukablaö með efnis-
yfirliti og minningu Péturs sem Olafur
Hjartar ritstýröi og „Reginn” frá 1938
til þessa dags. Hann er gefinn út af
siglfirskum templurum, síöustu árin í
samvinnu viö Stórstúkuna. Mörg fleiri
blöö hefur Reglan gefiö út eöa stutt út-
gáfu þeirra. I flest þessi blöö hafa
margir af snjöllustu blaöamönnum og
rithöfundum þjóöarinnar skrifaö. Ma
þar nefna Björn Jónsson ráöherra, Jón
Arnason prentara og skáldin og rithöf-
undana Jón Olafsson, Guömund Guö-
mundsson, Einar H. Kvaran, Indriöa
Einarsson, Guömund Magnússon (Jón
Trausta) og af kirkjunnar mönnum má
nefna Þórhall Bjamarson, biskup.
„Æskan"
En af blaöaútgáfu Reglunnar hlýtur
þó útgáfa Stórstúkunnar á barnablað-
inu „Æskan” aö teljast mesta og
merkilegasta framtakiö. Útgáfa Æsk-
unnar hófst 1897 og hefir hún staðiö því
sem næst óslitið til þessa dags. Hún er
því langelsta barnablaðið og næstelsta
núlifandi blaö Islendinga. („Herópið”
aöeins eldra). Fyrsti ritstjóri Æskunn-
ar var Sigurður Júh'us Jóhannesson
skáld og síöar læknir í Vesturheimi.
Þar hafa síöan margir lagt gjörva
hönd á plóginn. Eg nefni aöeins Jó-
hann Ogmund Oddsson, Margréti
Jónsdóttur skáldkonu og núverandi
ritstjóra, Grím Engilberts, sem gegnt
hefir því starfi af frábærum dugnaði og
mikiUi sæmd um nærfellt þrjátíu ára
skeið.
Áhrifa Góðtemplarareglunnar gætir
víöa í þjóöhfinu, ef grannt er aö gáö. A
mörgum stööum stóöu templarar fyrir
byggingu samkomuhúsa, sem standa
enn, eins og t.d. Góötemplarahúsiö í
Hafnarfirði. Þeir stofnuöu fyrstu
verkalýösfélögin og Leikfélag Reykja-
víkur var stofnað af þeim.
Af starfi síðari ára má einkum
minna á sumarstarf templara á Jaðri
um áraraðir og bindindismótin, fyrst í
Húsafehi og síðan í Galtalæk og á
Noröurlandi í Vaglaskógi. Þá má
nefna „Atak gegn áfengi”, sem hófst á
barnaárinu 1979 undir forystu ungl-
ingareglunnar og hefir á margan hátt
gefið góöa raun. Barnastúkurnar eru
enn sem fyrr hinar traustu stoöir í
bindindisfræöslu, en veita auk þess
víötæka þjálfun þátttakenda í fundar-
stjórn, framsögn, leiklist og ýmsum
fleiri þáttum félagsstarfa.
Andbyr
A síðustu árum hefir Góötemplara-
reglan átt við talsverðan andbyr aö
stríöa. Félögum hefir fækkaö og oft
viröist boöskapur bindindismanna
eiga næsta takmörkuöum skilningi aö
mæta, ekki síst meðal þeirra, sem meö
völdin fara. Askorun Alþjóöa heU-
brigöisstofnunarinnar til allra þjóöa aö
takmarka sem mest heildarneyslu
áfengra drykkja hefir fundiö harla lít-
inn hljómgrunn hjá þeún. Afleiöingin
er sífellt vaxandi áfengisneysla, bæði
fuUoröinna og unghnga. Og nú er veriö
aö tala um að bæta áfenga bjórnum
viö. Guð forði þjóöinni okkar frá því
ógæfuspori.
Þaö væri okkur bindinismönnunum
kærkomið og mikið þakkarefni, ef
aldarafmæli Reglunnar mætti verða til
þess að minna á starf hennar og efla
hana aö stórum mun. Af því viljum
'við, vinir hennar, einhuga vinna og heit-
um á aUa Islendinga, sem bera þjóöar-
heiU fyrir brjósti, aö ganga tU liös við
okkur gegn ógnarveldi Bakkusar.
I tilefni afmæhsins veröur á kom-
andi sumri haldiö stórt mót fyrir full-
oröna og unglinga meö þátttöku er-
lendra þjóöa. Veröur þaö í Reykjavík
og á Varmá í MosfeUssveit í lok júh-
mánaöar. Nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu Stórstúku Islands
og hjá Islenskum ungtemplurum.
Góötemplarareglunni á Islandi óska
ég heUla og blessunar á heillar aldar
vegamótum og biö henni þeirrar giftu,
aö ljósiö hennar megi lýsa og vegsögn
veita um öld og aldir fram.
GEIR R.
ANDERSEN
AUGLÝSINGASTJÓRI
lægsta taxta dagvinnukaups eöa mán-
aöarlaun lægstu þrepa þeirra verka-
lýösfélaga, sem forystumenn þeirra
hafa talið nægja umbjóöendum sínum.
Stjórnvöld vita, hvar þessara hópa
er aö leita og þau eiga aö afgreiöa þaö
mál meö samkomulagi viö atvinnurek-
endur hiö snarasta meö ákvöröuninni:
lágmarkslaun veröi 14.000 kr. — skatt-
frjáls. — Ekkier þaðnúflókið.
En aö kreppan hafi haldiö innreiö
sína, hvaö þá, aö hún hafi sýnt tenn-
urnar, — þaö er af og frá.
Allt að vopni
Viö Islendingar getum á engan hátt
kennt utanaökomandi aöstæðum um,
þá sjaldan syrtir í áhnn hjá okkur. Viö
seljum enn mestan hluta framleiöslu
okkar til Bandaríkjanna, og dollarinn
stendur ofar flestum gjaldmiðlum,
hvaö verömæti snertir.
• „Ef taka má mið af þeim tíma, sem liðinn
er frá því við fórum að stjórna okkur
sjálf, er manni næst að halda, að Islendingum
sénæstafátt ómögulegt.”
I einn tíma áttu þaö aö vera
kaupmenn. Þá var brugðið viö og kom-
iö á kerfi sem heitir „frjáls álagning”.
Leiddi þaö til þess, aö nú er komin
samkeppni í verslun og viðskiptum,
öhum tilhagsbóta.
I annan tíma er þaö byggingariön-
aöurinn, sem á viö erfiöleika aö etja.
Eru stríðsfréttafyrirsagnir um shkt
helst á lofti í desember og janúar,
þegar snjóþyngsli eru landlæg hér og
engum dettur í hug aö reka nagla í
spýtu, hvaö þá meir, utanhúss.
Húsbyggjendur hafa átt í
erfiðleikum hér á landi frá ómunatíö,
hvaö fjáröflun snertir og er þeún, sem
nú eru aö byggja vart meiri vandi á
höndum en þeim, sem áður hafa byggt
yfir sig. Svo einfalt er þaö.
Þeir einir, sem varla veröa taldir
öfundsverðir af afkomu sinni sökum
láglauna, hafa veriö beönir aö
gefa sig fram viö nefnd nokkra, sem
hefur þaö verk meö höndum aö fúina
þá lægst launuöu, svo aö hægt sé aö
leggja fram skrá yfir þá, þegar spila-
vertíöúi hefst í næstu samningalotu.
Þaö stendur hins vegar á mönnum
aö gefa sig fram til skrásetningar.
Finnst það kannske ekki ómaksins vert
til þess eins aö foringjar launþegasam-
taka geti sest viö spilaborðin, meðan
sáttasemjari gengur milli herbergja í
Karphúsúiu.
Alþjóö er þó mætavel kunnugt um,
hverjir þaö eru sem verst eru settir í
þjóöfélaginu. Það eru þeir, sem
sannanlega hafa engar aörar tekjur en
Til eru þeir fjármálaspekingar, sem
enn eru aö spá því, að dollarinn fari nú
aö „lækka” — aö því hljóti að koma!
Bandaríkjadollarinn er hins vegar
því marki brenndur, aö hann getur
vart lækkaö, nema aö óverulegu leyti,
og í mjög skamman tíma. Til þess er
undirstaöa hans of traust. Auöæfi
Bandaríkjanna eru slik, aö flest eru
svo til ósnert, svo sem kol, oha, málm-
ar, fiskimið, auk tækniþekkingar, sem
er næstum ómældur auöur, sem nýtist
til hvers konar nýframleiöslu og upp-
fúininga.
Ef okkur auðnast aö halda opnum
viöskiptum viö Bandaríkin og beúia
þangaö framleiösluvörum okkar í
meiri mæli en nú er, eru í raun engúi
takmörk fyrir því, hvaö hægt er aö
byggja upp í þessu landi og halda
búsetu viö þær aðstæður sem bestar
gerast.
Ef taka má miö af þeún tíma, sem
liðinn er, frá því viö fórum aö stjórna
okkur sjálf, er manni næst aö halda, að
Islendingum sé næsta fátt ómögulegt.
Þær efnahagslegu ógöngur, sem sett
hafa mark á allt þjóðlífiö, ásamt
stjórnmálaerjum, sem eru landlægar,
þó fyrst og fremst á yfirboröinu, hafa
ekki komiö í veg fyrir, aö þjóöin er nú
vel á vegi stödd innbyröis.
Þjóö sem verður allt aö vopni,
jafnvel þegar illa árar, getur tekist á
við vandann, ef hún fær til þess friö, —
vúinufrið. Slík þjóö er nánast galdra-
þjóö. Kannske ekki einu sinni af
þessum heimi?