Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Page 28
28 DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Andlát Friðþjófur I. Jóhannesson loftskeyta- maður, Bárugötu 36 Rvík. lést á Land- spítalanum 10. janúar. Estella D. Björnsson verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík| fimmtudaginn 12. janúarkl. 13.30. Á VECUM OC VEGLEYSUM við leigjum hina frábæru PORTARO 4 hjóladrifs-jeppa á verði sem enginn getur keppt við. v-ií/S-v—/ Smlðjuvegi 4« d Köpavogi Simar 75400 Ofl 78660 Vörumiðaprentun Límmiðaprentun VIÐ PRENTUM • Sjálflímandi firmamerki til fram leiöslu merkinga. • Vörumiða til hverskonar vöru- merkinga - ýmsir möguleikar. • Adressumiða til merkinga vöru- sendinga. • Leiðréttingamiða til yfirlíminga áður prentaðra gagna. • Aðvörunar- og leiðbeiningamiða og margt fleira. ALLT SJÁLFLÍMANDI. Límmerki Vörumiðar Síðumúla 21 105 Reykjavík Simi31244 Olafur Jónsson ritstjóri lést 2. janúar síöastliðinn. Hann fæddist í Reykjavík 15. júlí 1936 og var sonur hjónanna Ásgerðar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar skrifstofustjóra. Olafur lauk stúdentsprófi 1956, stund- aði háskólanám í Stokkhólmi 1957—62. og starfaði síðan sem blaðamaður og ritstjóri í Reykjavík til æviloka, auk . þess sem hann var um skeið kennari við Háskóla Islands. Hann var tví- kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. Olafur verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag, miövikudag, kl. 15. Sigurrós Jóhannesdóttir lést nú í árs- byrjun. Hún fæddist 13. september 1912. Hún flutti ásamt bónda sínum Jóni Jónssyni aö Hvammsbrekku árið 1945 og stunduðu þau þar búskap til ársins 1959 en þá fluttu þau að Geita- geröi sem er næsti bær og bjuggu þau þar til ársins 1967 er þau fluttu til Skagastrandar. Utför Rósu fer fram frá Lágafellskirkju í dag miðvikudag kl. 14. MagnúsOlafsson sundkennari frá Akur- eyri lést í Vífilsstaðaspítala 28. des- ember. Utförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kveðjuathöfn um Málfríði Benedikts- dóttur, Þorleifsstöðum Skagafirði, Kastalagerði 9, fer fram frá Kópavogs- kirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 15. Jarðsett verður frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14. I Fóstrur starfsfólk Viljum ráða eftirtalda starfsmenn að nýjum leikskóla við Smárabarð í Hafnarfirði, sem áformað er að opna í febrúar. 1. Fóstrur í heilar og hálfar stöður. 2. Annað starfsfólk til starfa á deildum. 3. Ræstingarfólk. Umsóknarfrestur er til 19. janúar nk., athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27/1970. Upplýsingar um störfin veitir dagvistarfulltrúi í síma 43444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tölublaði Lögbirgingablaðsins 1983 á Skólavegi 12 Fóskrúðsfirði, talin eign Axels Guðlaugssonar, fer fram samkvæmt kröfu Landsbanka íslands ó eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. janúar 1984 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á Búðavegi 49 Fáskrúðsfirði, þinglesin eign Pólarsildar hf., fer fram samvkæmt kröfu Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. janúar 1984 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu í gærkvöldi í gærkvöldi Skuggar á skjánum Með hálfum huga hætti ég mér út á þá hálu braut aö gagnrýna mennina sem beina ljósaperunum að fólki í beinni útsendingu á sjónvarpsskján- um. Eg veit ekki nema það veröi talið til óhóflegrar smámunasemi, ef ekki næstum því elliglapa. Og gagni litið þótt þeir perustjórar hafi þjóðskrána við höndina, sem ég veit enn minna um en perukerfið sem þeirmöndlameð. Það er þessi skuggi sem fellur á mínum skjá austur af öllum hausum út á axlir, jafnvel austur af nefjum út á kinnar. Frá mér séð er þessi far- aldur til vinstri og þess vegna að öllum líkindum til hægri á fólkinu, sem horfir og talar framan í mig út um skjáinn. Þar sem ég hef nokkur ítök í fréttalestri gegnum skjáinn veit ég að þetta er ekkert eðlilegt. Og nú vona ég að perustjórar sjónvarpsins hniki apparötum sínum til svo að ekki beri framar skugga á. Annars var þaö hollenskur áhuga- maður um sjónvarp yfirleitt og alls staðar sem vakti mér kjark til þess að þrúkka við þessa perustjóra. Sem ég er viss um að hafa ætíð gert sitt besta eins og allir sem geta gert betur. Hollendingurinn hafði með málmprikum og pottlokum náð þeim áfanga í sumar að grilla í dagskrá ís- lenska sjónvarpsins nærri frá upphafi, að ég held. Og hann var orðinn þreyttur á grásvörtu klukk- unni. Hann lét ekki þar viö sitja og kvartaði. Nú má sjá að klukkan er orðin blá og vonandi líður Hol- lendingnum ögn betur næstu fimmt- án árin.Eðasvo. Besti fréttatíminn í útvarpinu er alls ekki veörið klukkan þetta, eitt eöa hitt, eins og við erum alltaf að reka okkur á. Það er Síðdegisvakan sem blífur. En þetta vita fæstir, því ýmist eru menn á mörkum erfiðis og innkaupa þegar vakan stendur ell- egar Páll Heiðar er orðinn hás. En þá verður slíkur munur á málflutn- ingi að talhæð splundrast og þráður- inn týnist. Þar sem ég þykist kenna að minnsta kosti óljósra tengsla við raddvandamál þess ágæta fjölfrétta- smiðs, Páls Heiðars, sting ég upp á því við hann að líta inn í Heyrnar- og talmeinastöðinni. Það gerði ég um síðir, eftir marklausa píslargöngu milli misjafnlega ónæmra doktora annars staðar. Og hafði upp úr krafsinu. En ég neita því ekki að mér þykir sem alislenskar lýsispillur hafi riðiö baggamuninn. Því ekki? I eðlilegri og afar æskilegri sam- keppni fréttamanna blaða og ríkis- fjöbniðlanna, útvarps og sjónvarps, hljóta aö spretta ýmsar leikfléttur og gera það. Allir stefna þó að einu marki. En réttur flutningur tíðinda og réttar skýringar á atburðum eru vandasöm verkefni sem ná fyrst til- gangi sínum í samstilltum heiðar- leika. Hvaö er nú það? Er það ekki merki um djúpuvík milli vina að eina dagblaöið sem rýnir daglega í rúnir ríkisfjölmiðl- anna og segir meiningar um þær hlýtur á móti í besta falli skrjáfur- þögn þar um það sem það f lytur sam- tíöinni en úr öðrum dagblöðum er lesið lon og don eða til þeirra vitnað um jafnvel ellimygluð mál? Hér eru leiðarar biaöanna vitanlega undan- skildir, enda upplestur þeirra í dýrum styttingum sjálfstæö íþrótt útvarpsmanna. Mér kom þetta si svona í hug, þegar ég hlustaði á Alþýðublaðiö lesið nær upp til agna einn morgun- inn af öllum hinum. En þetta var sem sagt ekkert frekar í gærkvöldi. Enda voru þá engar flækjur, hvorki hjá Derrick né danska Ihaldsflokknum. Báöir sigruðu, eins og spáö var. Herbert Guðmundsson. Sigurjón Guðbergsson málarameist- ari, Hverfisgötu 99a, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. janúar kl. 15. Minningarathöfn um Þorbjörgu E. Júlíusdóttur, Silfurgötu 13, Stykkis- hólmi, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 12. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14. Agnes Ellertsdóttir lést á heimili sínu, Dalbraut 27, þann 31. desember. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ferðalög Ferðaklúbburinn Sólskinsbörn Unglingar yfir sextugt! Aætlunarferö til Cœta del Sol eftir hálfan mánuð. Fargjald báöar leiðir aðeins krónur 10.000. fyrir manninn. Otrúlegt en satt. Nokkrir hressir unglingar geta komist með. Tímalengd á Spáni er eftir því sem hver vill. En þó ekki meira en þrír mánuðir. Hringið í síma 99-1091. Tilkynningar T ónlistarunnendur, kattavinir Við látum til skarar skríða næsta fimmtu- dagskvöld á Hótel Borg og höldum tónleikana sem varð að aflýsa 5. jan. sl. Munið — Hótel Borg 12. janúar kl. 21. Þeir sem koma fram, eru: Róbert Arnfinnsson ásamt Skúla Hall- dórssyni, sönghópurinn Hálft í hvoru, Unnur Jensdóttir ásamt Guðna Guðmundssyni, hljómsveitin Aldrei aftur ásamt Geir-Atle Johnsen sem mun leika með sveitinni í þrjá mánuði. Kynmr verður Arnþrúður Karls- dóttir. Hljóðmaður Guðmundur Arnason. Verð kr. 190 fyrir fullorðna, kr. 90 fyrir börn, yngri en 12 ára. Skorað er á alla katta- unnendur og tónlistarvini að fjölmenna og taka með sér alla sem þeir þekkja. Og munið, þessir tónleikar eru til styrktar húsbygging- arsjóði Kattavinafélagsms! P.s. „Það verður breimað á Borginni”! Stjórnin. Fundir Geðhjálp Geðhjálp heldur almennan félagsfund laugar- daginn 14. janúar kl. 15 aö Bárugötu 11. Dag- skrá: 1. Tilhögun og breytingar á ,,opnu húsi”. 2. Hvernig auka megi félagatölu. Einn- ig eru hvers konar ábendingar og tillögur af hálfu félagsmanna vel þegnar. Sjáumst sem flest hress og kát. Stjórnin. Hallgrímskirkja Náttsöngur verður í Hallgrímskirkju í kvöld, miðvikudag,kl. 22. Hallgrímskirkja Ef veður og færð leyfir verður opið hús fyrir aldraða í safnaðarsal í noröurálmu kl. 14.30 á morgun, fimmtudag. Gestur er Þorsteinn Matthíasson. Fréttatilkynning frá El Salvador-nefndinni á íslandi Frá því fyrir jól hefur E1 Salvador-nefndin á lslandi staðið fyrir fjársöfnum til skólabarna á frelsuðu svæðunum.í E1 Salvador. Jólagjöf- in til barna í E1 Salvador. Það sem safnast rennur óskipt til kaupa á kennslugögnum. Kennarasamband Islands og Hið íslenska kennarafélag standa aðmestu undir kostnaði vegna söfnunarinnar, kosta m.a. útgáfu Iítils bæklings um frelsuðu svæðin og lestrarher- ferð kennarasambands E1 Salvador þar. And- virði bæklingsins rennur líka óskipt í söfn- unina. Söfnunarbaukar og bæklingar voru sendir trúnaðarmönnum í hundrað skólum um allt land. Skil eru farin að berast og virðast undir- tektir hafa verið góðar. Það sem safnast veröur sent út nú i lok janúar og er þvi nauð- synlegt að fara að ljúka söfnuninni. Setja má söfnunarfé og andvirði bæklinga inn á bankareikning 303—25—59957, merkt jólasöfnun tii barna í E1 Salvador. Hafi bækl- ingarnir ekki selst allir má senda þá á eftir- farandi heimilisfang: Björk Gíslasóttir, Baldursgötu 9, kj., 101 Reykjavík. A Reykja- víkursvæðinu geta félagar í nefndinni sótt söfnunarfé og önnur gögn þegar hentar. Hafið samband í síma 78903 eða 19356. Minningarspjöld Þessir aðilar selja minningarkort Hringsins: Verslunin Geysir hf., Aðalstræti 2. Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49. Bókabúð Oiivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Bókaverslun Snæbjamar, Hafnarstræti 4 og 9. Bókabúðin Bók, Miklubraut 68. Bókhlaðan, Glæsibæ. Versl. Ellingsen hf., Ánanaustum, Granda- garði. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstíg 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. Vesturbæjarapótek. Garðsapótek. Lyf jabúð Breiðholts. Heildversl. Júlíusar Sveinbjörnssonar, Garðastrætiö. Mosfellsapótek. Landspítalinn. Geðdeild Bamaspítala Hringsms, Dalbraut 12. Góöar horfur eru á að innanlands- flug komist í samt lag í dag eftir ill- viöri undanfarinna daga. I morgun var flugfærtáallastaði. Flug í gær gekk vonum framar. Flugleiðum og Arnarflugi tókst að koma vélum sínum á loft af Reykja- víkurflugvelli inn á milli stormhvið- anna. Flogiö var til Snæfellsness, Minningarkort Háskólasjóður Stúdentaféiags Reykjavikur. Minningarkort seld í Háskóla Islands (s. 25088). Tilgangur sjóösins er aö styrkja ýmis verkefni Háskóla Islands svo og stúdenta við Háskólann. Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysir hf., Aðaistræti 2. Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31 Hafnarfirði. Bókaversl. Snæbjamar, Hafnarstræti 4 og 9. Bókabúðin Bók, Miklubraut 68. Bókhlaðan Glæsibæ. Versl. Ellingsen hf., Ánanaustum Granda- garði. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstíg 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. V esturbæjarapótek. Garðsapótek. Lyf jabúð Breiðholts. Heildversl. Júlíusar Sveinbjörnssonar, Garðastræti6. MosfeilsApótek. LandspítaÚnn (hjáforstöðukonu). Geðdeild Bamaspítala Hringsins Dalbraut 12. Olöf Pétursdóttir, Smáratúni 4 Keflavík. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Símasambands- laustviðut- anvertSnæ- fellsnes Frá Hafsteini Jónssyni, fréttaritara DV á Hellissandi: Símasambandslaust hefur verið við Hellissand, Rif og Olafsvík meira og minna undanfarna daga. Siminn fór úr sambandi á miðvikudaginn og lag komst ekki á hlutina fyrr en á föstu- dagskvöld. Sú dýrð stóð þó ekki lengi því síminn fór aftur úr sambandi klukkan níu á mánudagsmorgun. Svo stóð enn er fréttaritari sendi frétt sína í gærkvöldi. Vandræðum þessum veldur bilaður teljari í sjálfvirku símstöðinni í Olaf- vík. Séu menn þaulsætnir við símann tekst þeim endrum og eins að ná sam- bandi. Ekki er það þó til þess aö treystaá. -JH Norðurlands og Austuriands en ófært var til Vestmannaeyja og Vestfjarða. Boeing-þota flaug síðdegis í gær og ,,hreinsaði” upp Akureyri. Með kvöld- inu lokaðist Reykjavíkurflugvöllur. Af þeim sökum lenti Hornafjarðarvél í Keflavík. Egilsstaöavél sat föst fyrir austan í nótt. -KMU Flugfært um landið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.