Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Síða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Loga- Iandi 7, þingl. eign Árna S. Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. og Atla Gíslasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag- inn 13. janúar 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Lágmúla 9, þingl. eign Bræðranna Ormsson hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 16.00 Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Lang- holtsvegi 51, þingl. eign Óla H. Sveinbjörnssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Melbæ 30, þingl. eign Péturs Filipussonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Melseli 14, þingl. eign Gunnars Sigurbjartssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Langholtsvegi 132, þingl. eign Mariasar Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Bjarna Ásgeirssonar hdl. og Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á Brekku- seli 11, þingl. eign Ásdisar Þorsteinsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Jóns Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Fagrabæ 4, þingl. eign Svans Skæringssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á Skipholti 3, þingl. eign Gull- og silfursmiðjunnar Ernu hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Raufarseli 9, þingl. eign Árna Jóhannessonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 13. janúar 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á MB Kaganesi SU-36, þinglesin eign Tómasar Hjaltasonar, fer fram samkvæmt kröfu Fiskveiðasjóðs íslands í skrif- stofu uppboðshaldara, Strandgötu 52 Eskifirði, mánudaginn 16. janúar 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Eskifirði.. Starfsnámið er... Hagnýtt nám í verslun og viðskiptum — segir Helgi Baldursson, umsjónarmaður starf snáms Verslunarskóla íslands „Starf snámiö er hugsað sem hagnýtt nám fyrir fólk sem er þegar komið út í atvinnulífiö og vildi auka við menntun sína á sviði verslunar- og viöskipta,” sagöi Helgi Baldursson, viðskipta- fræðingur og kennari við Verslunar- skóla Islands. Hann er umsjónarmaður starfs- námsins við Verslunarskóla Islands. Starfsnámið hófst árið 1982 með nám- skeiðahaldi í nokkrum viðskipta- greinum, vélritun og tölvunarfræðum. Innritun í starfsnámiö fyrir þessa önn hófst 9. janúar og stendur út vik- una. Þau námskeiö sem boðið er upp á í starfsnáminu eru meöal annars; í leit aö atvinnu, ræðumennska—fundar- stjórn, bókfærsla, ensk verslunarbréf, rekstrarhagfræði, lögfræði—versl- unarréttur, vélritun, tölvuritvinnsla, tölvufræði, stjórnun. Helgi nefndi ennfremur dæmi um þátttakendur á námskeiðinu. „Við getum hugsað okkur iönaðarmann sem hefur áhuga á að gerast sölumaöur á vörum sem tengjast hans iðngrein. Meö starfsnáminu á hann kost á að leita til okkar og ná sér í þjálfun í sölu- mennsku. Við getum einnig hugsað okkur húsmóður sem hefur starfað lengi Helgi Baldursson D V-mynd Bjarnleifur. heima hjá sér og er með verslunar- menntun. Hafi hún áhuga á að rifja upp í náminu er upplagt fyrir hana aö sækja þessi námskeiö hjá okkur. Þá vil ég minnast á námskeiðin í rekstrarhagfræöi. Segjum sem svo að einstaklingur, sem er að leggja út í sjálfstæðan atvinnurekstur, hafi sótt rekstrarhagfræðinámskeiðið, þá hefur hann meðal annars fengist við raunhæf dæmi úr rekstri fyrirtækja, svo sem eins og gerð greiðsluáætlana og þess háttar.” Helgi sagöi að lokum að sífellt væri verið að bæta nýjiun og áhugaverðum námskeiðum við starfsnámið. Stefnt væri aö því að árið 1986, þegar skólinn flytti í nýtt og rúmbetra húsnæði, yrði búið að skipuleggja og þróa starfsnám fyrirfjölmargarstarfsgreinar. .jqh. Akureyri: Saltsalan h/f fær lóð undir geymslu Saltsalan h/f í Reykjavík hefur fengið samþykki byggingarnefndar Akureyrarbæjar til aö reisa geymslu fyrir salt. Samþykktin á eftir að fara til afgreiöslu hjá bæjarstjórn. Lóðin sem veitt var er rétt hjá Sana- vellinum, nánar til tekið skammt fyrir norðan hafnarvigtina. Hún er 2856 m2 að stærð og hússtærðin sem höfð var til, viðmiðunar er 1800 m2. Að sögn Jóns Geirs Ágústssonar, for- manns byggingarnefndar, er umsókn Saltfélagsins búin að vera alllengi til umfjöUunar. Nú í október barst um- sögn hafnaryfirvalda og málið var síðan afgreitt frá byggingarnefnd rétt fyrir áramótin. Eina ástæðuna fyrir því hversu lengi þetta hefði tafist sagöi hann þá aö þessi lóðarveiting væri mjög sérstök. Þaö fælist í því að auk þessarar föstu lóðar fær lóðareigandi leyfi til að hlaða upp vörum á al-, menningssvæði sem höfnin hefði þar viðhliðina. Að sögn Finnboga Kjeld, forstjóra Saltsölunnar h/f, liggja engar ákvaröanir fyrir um gerð hússins né hvenær hafist verður handa. Hingað til hefur saltið verið flutt í pokum til Akureyrar og síöan dreift á Noröur- landshafnirnar meö flóabátnum Drangi. Væri hugmyndin að flytja það inn laust þegar aðstaða batnaöi með nýju húsi, enda mun betra. Finnbogi sagðist telja heildarsalt- notkun á svæðinu milli Sauðárkróks og Húsavíkur vera milli 8 og 9 þúsund tonn. I þessu væri þó mikil sveifla og mætti búast við verulegum samdrætti vegna meiri áhuga fyrir freöfiski en saltfiski. Um samstarfiö við Drang sagöi Finnbogi að báöir aðilar sæju sér hag í því fyrirkomulagi að flytja saltið allt til Akureyrar og dreifa síðan meö Drangi. Fengi flóabáturinn að öllum líkindumaðstöðu í umrædduhúsi. -JBH/Akureyri. ÍSLANDSSÍLDIN SKAL NÚ HEITA NORSK FEITSÍLD — Norðmenn skíra upp norsk-íslensku sfldina og hugleiða bræðsluveiðar innan tíðar Norðmenn veiddu 20 þúsund tonn af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum í haust þrátt fyrir að Alþjóðahafrann- sóknaráðið legði til að engar veiðar yrðu leyfðar úr stofninum ’83. Hins vegar hefur ráðið nú, ýmsum á óvart,i mælt með 38 þúsund tonna veiðum úr stofninum á næsta ári, skv. upplýsing- um Sildarútvegsnefndar. Eins og fram kom í haust tókst klak- ið í fyrra óvenjuvel en 3 til 4 ár munu líða þar til ’83 árgangurinn nær þeirri lágmarksstærö sem veiðileyfi hafa að undanförnu verið miðuð við. Á hinn bóginn er '79 árgangurinn talinn stærri en áður var áætlaö og ríkir nú mikil bjartsýni í Noregi um framtíð þessa síldarstofns, sem í heila öld bar uppi hina miklu síldveiöi norðanlands og austan og talinn var stærsti síldarstofn heúns áður en hann hvarf héðan af miðunum. Norðmenn eru hins vegar svartsýnir á að geta selt stóraukið magn unninnar síldar til manneldis og eru þegar komnar fram raddir um að fljótlega verði aö leyfa veiðar til bræðslu. Þá keppast norskir seljendur við að sverja af sér skyldleika síldarinnar við, Island, en upphaflega kölluðu þeir hana Islandssíld. Síðar breyttu þeir nafnrnu í Atlanto-skandisk síld og nú nefna þeir hana ýmist norska feitsíld eða norska vorgotssíld, líklega í þeirri von að hún taki ekki aftur upp á því að þjóta á Islandsmið strax að hrygningu lokinni. -GS. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi: Fimmtíu bækurá hvern lánþega Áriö 1983 voru lánuð út 57.717 bindi bóka úr Bæjar- og héraösbókasafninu á Selfossi. Var það tæplega 3% aukning frá fyrra ári. Mest var lánaö af skáld- sögum, samtals 46.015 bindi eða um 80% af heildarútlánum safnsins. Safnið þjónar íbúum Selfossbæjar og Arnessýslu. Skráðir lánþegar árið 1983 voru 1160 talsins og bjó um f jórðungur þeirra utan Selfoss. Ef útlánuðum bókum er skipt jafnt á alla lánþegana koma 50 bækur í hlut hvers og eins. Hver lánþegi má hafa 3 bækur að láni í senn og jafngildir þetta því að sérhver , lánþegi hafi komið í safnið 17 sinnum á árinu að meðaltali eða á þriggja vikna fresti. Bókakaup á árinu voru rúmlega 800 bindi og var það talsvert minna en áriö áður enda hefur bókaverð hækkað mun meira en tekjur safnsins. Bókaeign í árslok 1983 var talin vera um 19.000 bindi en margt er enn óskráð, t.d. blöð og tímarit, og má ætla aö bókaeign safnsins sé á bilinu 25—30.000 bindi. Ariö 1983 hóf safnið útgáfu frétta- blaðsins Safnafréttir og komu tvö tölu- blöð út. Var þar komið á framfæri viö safnnotendur ýmsum upplýsingum og fréttum af starfsemi safnsins. Bæjar- og héraðsbókasafnið er opið daglega mánudaga til föstudaga kl. 3— 7 síðdegis og aö auki til kl. 8 á fimmtudagskvöldum. Lánþegagjald fyrir eitt ár er nú kr. 150. Lesstofa safnsins er til húsa í Gagnfræöa- skólanum og starfrækt í samvinnu viö Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Aögangur er ölium ókeypis. Yfirbókavörður er Steingrímur Jónsson cand.mag. og auk hans starfa f jórir við safnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.