Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Page 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985.
Bessastaðahreppur ð Álftanesi ðtti fólksfjölgunarmetið annað órið I röð. Íbúar þar eru nú orðnir yfir 700 talsins.
DV-mynd GVA.
240ÞUS. MANNS
BÚA A ÍSLANDI
Mannfjöldi á Islandi var 240.122 1.
desember 1984 eftir bráöabirgöatöl-
um Hagstofu Islands. Karlar voru
120.779. Konurvoru 119.343.
Þetta eru 2.228 fleiri íbúar en á
árinu áöur. Fjölgunin nemur 0,94
prósentum. Þetta er talsvert minni
f jölgun en hefur veriö undanfarin ár.
Ariö 1983 var hún 1,16 prósent og 1982
1,51 prósent.
A síðustu fjörutíu árum hefur hlut-
fallsleg fólksfjölgun fimm sinnum
oröiö minni en 1984. Þaö var árin 1969
og 1970 og árið 1976,1977 og 1978.
Tölur um breytingar mannfjöldans
áriö 1984 liggja ekki fyrir enn. Svo
viröist þó sem tala brottfluttra hafi
oröið fáeinum hundruðum hærri en
tala aðfluttra til landsins og aö tala
lifandi fæddra hafi orðiö tvö til þrjú
hundruð lægri en áriö áður, að því er
segir í frétt frá Hagstofunni.
„Arin 1981 til 1983 fluttust samtals
um eitt þúsund manns fleiri til lands-
ins en frá þvi. Flutningsstraumurinn
hefur því snúist viö 1984. Jafnframt
hefur fæöingum fækkað svo á árinu
að tala þeirra svarar nú til þess að
vöxtur mannfjöldans milli kynslóða
hafistöövast.
Sem kunnugt er hafa um árabil
— fleiri fluttu brott
af landinu en til
þessáárinu 1984
— íslendingum hætt
að fjölga milli
kynslóða
fæðst í flestum löndum Vestur-
Evrópu og Noröur-Amerfku talsvert
færri börn en sem svarar þvi aö kom-
andi kynslóð verði eins mannmörg
og sú sem nú er á bameignaaldri,”
segirHagstofan.
-KMU.
FÓLKIÐ FLYTUR TIL
SUÐVESTURHORNSINS
Fólki f jölgaði umfram landsmeöal-
tal á höfuðborgarsvæði, 1,8 prósent,
og á Suöumesjum, 1,0 prósent, á
árinu 1984, samkvæmt bráöabirgða-
tölum í þjóöskrá 1. desember.
Nokkuö minni fjölgun varö á
Noröurlandi vestra, 0,7 prósent, og á
Suöurlandi, 0,3 prósent. Mannfjöldi
stóö svo aö segja í staö á Vestfjörö-
um og á Austuriandi. Fólki fækkaði
hins vegar vemlega á Norðurlandi
eystra, um 0,7 prósent, og á Vestur-
landi, um 0,8 prósent.
Á höfuöborgarsvæðinu f jölgaöi um
1,6 prósent í Reykjavík og um 2,1
prósent í öðrum sveitarfélögum á
svæðinu. Mest fjölgaði í Bessastaöa-
hreppi, um 8,3 prósent. I Mosfells-
hreppi fjölgaöi um 5,5 prósent og í
Hafnarfirði um 2,5 prósent.
Á Suðumesjum fjölgaði verulega í
Vatnsleysustrandarhreppi, en þar
em Vogar, um 4,2 prósent. I Sand-
geröi fjölgaði fólkinu um 3,9 prósent,
í Njarðvík um 3,5 prósent en i Kefla-
vík stóö mannfjöldinn í staö. I
Grindavík fækkaöi fólki í fyrsta sinn
síðan 1948, um 1,6 prósent.
Á Vesturlandi fækkaði víðast. Þó
fjölgaði fólki í Stykkishólmi um 2,1
prósent. I Grundarfirði fækkaöi fólki
um 3,4 prósent, í Olafsvík um 1,7 pró-
sent og á Akranesi fækkaöi því um
1,0 prósent. I Borgarnesi fækkaöi um
0,6 prósent, í fyrsta sinn síðan 1956.
Á Vestfjörðum fjölgaöi fólki lítils-
háttar á stærstu stöðunum, Isafirði,
Bolungarvík og Patreksfiröi. I
Austur-Barðastrandarsýslu fækkaði
um 3,7 prósent en í öörum sýslum
Vestfjaröa uröu breytingar minni. Á
Flateyri fækkaöi um 4,8 prósent og á
Þingeyri um 3,3 prósent. I kaup-
túnunum í Vestur-Isafjaröarsýslu
hefur mannfjöldinn sveiflast mikiö
undanfarin ár vegna flutninga er-
Byggðir með fleirí en
eítt þúsund íbúa
Byggöir í landinu með yfir eitt þús-
und íbúa 1. desember síðastliöinn
voru, samkvæmt bráðabirgöatölum
Hagstofunnar, eftirtaldar:
1. Reykjavík 88.505
2. Kópavogur 14.565
3. Akureyri 13.717
4. Hafnarfjörður 12.982
5. Keflavík 6.876
6. Garðabær 5.890
7. Akranes 5.289
8. Vestmannaeyjar 4.789
9. Selfoss 3.675
10. Seltjarnames 3.657
11. Mosfellshreppur 3.627
12. Isafjörður 3.409
13. Húsavik 2.490
14. Sauðárkrókur 2.355
15. Njarðvik 2.281
16. Grindavik 1.986
17. Siglufjörður 1.916
18. Borgarnes 1.736
19. Neskaupstaður 1.724
20. HöfníHornafirði 1.549
21. Hveragerði 1.396
22. ölfushreppur
(Þorlákshöfn) 1.387
23. Dalvík 1.368
24. Stykkishólmur 1.309
25. Egilsstaöir 1.283
26. Bolungarvík 1.282
27. Miðneshreppur
(Sandgerði) 1.243
28. Olafsvík 1.211
29. Olafsfjörður 1.157
30. Blönduós 1.081
31. Gerðahreppur (Garöur) 1.078
32. Eskifjörður 1.076
33. Patreksfjörður 1.006
Næstu byggðir eru Seyðisfjörður
með 991 íbúa og Vopnafjarðarhrepp-
urmeð915íbúa. -KMU.
— frá Norðurlandi
eystra og
Vesturlandi
— fólkifjölgarmest
á Áiftanesi, í
Mosfellssveitog
áHvammstanga
lends verkafólks.
A Norðurlandi vestra f jölgaöi fólki
um 2,9 prósent, mest vegna fjölgunar
um 5,2 prósent á Hvammstanga.
Nokkur fjölgun varð á Sauðárkróki,
Blönduósi og Skagaströnd en á Siglu-
firði stóð mannfjöldi í staö.
Á Norðurlandi eystra fækkaöi í öll-
um kaupstööum og sýslum. Á Akur-
eyri og Dalvík varð fækkunin óveru-
leg, á Húsavík, 0,8 prósent og á
Olafsfirði 4 prósent. Á Þórshöfn
fækkaði um 7 prósent, á Raufarhöfn
um 5,3 prósent og á Grenivík um 4,9
prósent. Skútustaðahreppur, en þar
er Reykjahlíð, er eina byggðin á
Norðurlandi eystra þar sem fólki
fjölgaði í fyrra.
Á Austurlandi fjölgaöi fólki um
2,5 prósent í Neskaupstað, um 1,6
prósent á Egilsstöðum og um 1,3 pró-
sent á Höfn í Homafiröi. Fólki
fækkaöi um 2,5 til 3,1 prósent á
Reyðarfirði, Stöðvarfirði, Breiðdals-
vík og Vopnafirði.
Á Suðurlandi fjölgaði fólki um 2,2
prósent á Selfossi og á Hvolsvelli, um
1,1 prósent í Vestmannaeyjum og á
Eyrarbakka. Á Stokkseyri fækkaði
hins vegar fólki um 6,8 prósent.
-KMU.
Byggingarvísitala hækkar
Skíðastaðir á Akureyri:
Stef nt að opnun um helgina
Hagstofan hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi í
fyrri hluta janúar 1985. Reyndist hún
vera 193,39 stig (desember= 100).
Samsvarandi vísitala miðuð við eldri
grunn (októberl975= 100) er2866stig.
Vísitala byggingarkostnaðar miðað
við desemberverðlag 1984 var 185^26
stig, og hefur vísitalan hækkaö um
4,39% frá desember 1984 til janúar
1985. Þessi hækkun svarar til 67,5%
árshækkunar. Undangengna þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkaö um
14,6%, sem svarar til rösklega 72%
árshækkunar, en hækkunin undan-
f arna tólf mánuði er 24.6 %.
Af þessari 4,4% hækkun byggingar-
vísitölu er 2,3% vegna hækkunar á
töxtum útseldrar vinnu hinn 1. janúar
sl. Hækkun á verði steypu olli 0,7%
hækkun byggingarvísitölu og ýmsar
hækkanir á verði innfluttra og inn-
lendra efnisliða höfðu í för með sér
1,4% hækkun vísitölunnar.
Tekiö skal fram, að við uppgjör
verðbóta á fjárskuldbindingar sam-
kvæmt samningum, þar sem kveðið er
á um að þær skuli fylgja visitölu bygg-
ingarkostnaðar, gilda hinar lögform-
legu vísitölur sem reiknaðar eru f jór-
um sinnum á ári eftir verðlagi í mars,
júní, september og desember og taka
gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísi-
tölur fyrir aðra mánuði en hina lög-
boðnu útreikningsmánuöi skipta hér
ekkimáli.
„Við stefnum að því aö opna um
næstu helgi, miðað við þessar horf-
ur,” sagði Ivar Sigmundsson, for-
stöðumaöur skíðastaða, við DV í
gær. Skíðasnjónum kyngdi þá niöur
og Ivar viðurkenndi að skapið væri
orðiðskárra.
Vfirleitt hefur verið hægt að opna
skíðasvæðið í Hlíðarfjalli l byrjun
janúar ef ekki í desember. Fram að
þessu hefur snjóinn alveg vantað.
„Einhverjir grjótharðir hefðu
kannski fundið sér hundrað metra
skafl, en þaö hefur hvergi verið snjór
viö lyftur,” sagði Ivar. Svona ástand
hefði ekki ríkt síðan skíöaaðstaða
var opnuð í núverandi mynd fyrir 22
árum. Það hefði sín áhrif á rekstur-
inn sagði hann.
JBH/Akureyri