Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. 13 SÖLUTURN TIL SÖLU Lítill söluturn í Hafnarfirði til sölu. Upplýsingar í síma 53647. -L Gangavarsla Tímabundið starf við gangavörslu í skóla í Hafnarfirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar nk. Uppl. gefnar í síma 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. Sendill óskast Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða sendil hálfan eða allan daginn. Nánari upplýsingar í ráðuneytinu. Iðnaðarráðuneytið, Arnarhvoli. SJÚKAHÚS SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki, óskar að ráða: Sjúkraþjálfara nú þegareða eftir nánara samkomulagi. Ljósmóður til afleysinga í vetrarleyfum. Einnig óskast: Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður, sjúkraþjálfarar, meina- tæknar og sjúkraliðar til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-5270. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Álftahólum 4, þingl. eign Körlu Sigurjóns- dóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Þorfinns Egils- sonar hdl., Árna Einarssonar hdl., og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. janúar 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 51., 55. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1984 á Máshólum 6, þingl. eign Jóns K. Guðbergssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl., SigriðarThorlacius hdl. og Ævars Guömundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. janúar 1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á eigninni Bollagöröum 33, Seltjarnarnesi, þingl. eign Hrafnhildar Guðmundsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 25. janúar 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Miðbraut 23, 2. hæð, norðurenda, Seltjarnarnesi, þingl. eign Jóns Sigurðssonar, ferfram á eigninni sjálfri föstudaginn 25. janúar 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Nesbala 94, Seltjarnarnesi, þingl. eign Harðar Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 25. janúar 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annaö og síðasta eigninni Hagalandi 16, Mosfellshreppi, talinni eign Jakobs S. Þórarinssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 25. janúar 1985 kl. 16.00. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu. Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu: Ný byrjun — óbreytt úrslit Karpov lenti í erfiðleikum en tókst að halda jöfnu Garrí Kasparov var ekki langt frá því að minnka muninn í heimsmeist- araeinvíginu í Moskvu í gær er 44. skákin var tefld. Eftir tuttugu leiki voru stórmeistarar á einu máli um að staða hans væri betri þar sem hann var með biskupapariö og snjall leikur hans skömmu síðar gaf honum frumkvæðið. I 30. leik hafnaði hann hins vegar vænlegri leið eftir 14 mín- útna umhugsun og þá var eins og Karpov næði að rétta úr kútnum. I tímahrakinu var mikil spenna í skák- höllinni og enginn vissi hvor hafði betur. Þar kom að taflið einfaldaðist og eftir 38 leiki bauö Kasparov jafntefli. Þá átti hann aðeins tvær mínútur eftir á klukkunni en jafnteflið blasti við. Spænski leikurinn, sú vinsæla skákbyrjun, sást nú í fyrsta skipti í einvíginu og þótti mörgum tími til kominn. Báðir skákmeistaramir eiga hann á vísum stað í vopna- búrinu og Karpov hefur varið svörtu stöðuna frá því í frumbemsku. Kasparov hristi nýjung fram úr erm- inni í 14. leik eftir langa umhugsun. Skömmu síðar hugsaði Karpov sig um einn leik í 35 mínútur en ekki fann hann viðunandi framhald og varð að sætta sig við lakari stööu. Milli skáka heldur Karpov til í vUlu, um 40 km fyrir utan Moskvu, og herbúðir Kasparovs eru einnig utan borgarmarkanna. Samkvæmt heimildum David Goodman, frétta- ritara DV í Moskvu, vakir Karpov lengi fram eftir á nóttunni og sefur fram að hádegi. Þessar síðustu vikur hefur Kasparov sofið 12 stundir á sólarhring og hann hressir sig við með gönguferðum. Honum feUur sveitaloftið betur og lætur yfirleitt ekki sjá sig í borginni, nema rétt til þess aðsemja jafntefli. Og ekki er búist við að einvíginu fari að ljúka. Taflan í skákhölUnni þar sem úrslitin eru skráð var lengd í gær svo nú komast þar fyrir úrsUt úr 52 skákum. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 Petrovs-vörnin (2. —Rf6) er látin liggja milU hluta enda er Karpov búinn að sýna Kasparov hvernig á að tefla gegn henni með hvítu. 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 04) Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4He811. a4h6 Nú beinist taflið yfir i farveg Smyslov-afbrigðisins svonefnda. Eftir 11. — Bf8 hefur reynslan sýnt að hvítur nær betra tafU með upp- skiptum á b5, framrásinni d4—d5, síðan Ra3 og siðast en ekki síst Bg5, sem svartur hindrar með síðasta leik sínum. 12. Rbd2 exd413. cxd4 Rb414. De2! ? Ovænt hugmynd sem hleypir nýju blóð í stöðuna. Kasparov hugsaði um þennan leik í 21 minútu enda fimm mánuðir síðan hann undirbjó sig fyrir einvígið og margt sem þarf að rif ja upp. 14. — Bf815. e5Bc6 Og nú hugsaði Karpov sig um í 35 mínútur. Hann hótar að taka brodd- inn úr hvítu stööunni með 16. — bxa4 16. axb5Bxb517.Ddl Hvítur er náttúrlega búinn að tapa leik en á móti kemur að biskupinn stendur ekki sérlega vel á b5 eins og síðar kemuríljós. 17. — Rfd5 18. Re4 c6 19. Rc3 Hb8 20. Rxb5 axb5 21. exd6 Bxd6 22. Bd2 Dc7 23. Dbl! Skák Jón L. Ámason Nú er gremilegt að hvítur hefur náð frumkvæðinu. Síöasti leikur hans er bráðsnjall, því hann var í vandræðum með að koma drottn- ingunni út úr borðinu. Nú hótar hann 24. Df5 svo Karpov gefur eftir e5-reit- inn. 23. — Dd7 24. Re5 Bxe5 25. Hxe5 Hxe5 26. dxe5 c5 27. De4 Biskuparnir eru yfirleitt betri en riddararnir þegar báðir eiga peða- meirihluta. Kasparov átti nú 28 mínútur eftir á klukkunni, Karpov 24 mínútur. !7. — c4 28. Bdl Rd3 29. Bg4 Db7 30. Dd4 (?) I fyrstu var talið að 30. Bf3 myndi hreinlega gera út um taflið en svartur á svarið 30. — Db6! með hótun á f2 og losar sig úr leppuninni. Hins vegar er 30. e6! mun sterkara en textaleikurinn. T.d. 30. — Rc5 31. exf7+ Dxf7 32. Dd4 Rb3 33. De5 He8 34. Ha8! Rc7 35. Bh5 g6 36. Bc3 og vinnur. 30. — Db6! 31. Dxd5 Dxf2+ 32. Kh2 Dxd2 33. Hfl Dg5! 34. Dxf7+ Kh8 35. e6 Re5 36. Df5 Rxg4+ 37. hxg4 He8 38. Dxg5 Og um leið og Kasparov lék bauð hann jafntefli, sem Karpov þáði. Hróksendataflið leysist upp í jafn- tefli. -JLA. AFGREIÐSLA SÍMI27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.