Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
„Leikreynsla sterk-
asta vopn Víkinga”
— segir Bogdan Kowalczyk þjálfari um Evrópuleiki Víkings og bikarmeistara
„Það eru alltaf mögulelkar í íþrótt-
um og við getum tekið sem dæmi að
þegar tsland lék við Júgóslavíu á
ólympíuleikunum bjuggust allir við 8—
10 marka tapi. Jafntefli varð þar sem
sigurinn gekk okkur úr greipum. Við
vitum ekki mikið um mótherja Víkings
í Evrópukeppni bikarhafa, Crvenka,
en við vitum að bikarmeistarar frá
landi ólympíumeistara eru mjög sterkt
lið,” sagði Bogdan Kowaiczyk, Vik-
ingsþjálfari, á blaðamannafundi Vík-
ings í gær vegna Evrópuleikja Víkings
og Crvenka. Þeir verða báðir í Laugar-
dalshöll. Fyrri leikurinn næstkomandi
föstudagskvöld kl. 20.30 én síðari
leikurinn, heimaleikur Vikings, á
sunnudagskvöld á sama tíma.
„Leikmenn Crvenka eru mjög tekn-
ískir, leika fallegan handbolta og
byggja mikið á hraðupphlaupum. Ung-
ir leikmenn og gegn þeim verður leik-
reynsla sterkasta vopn Víkinga. Allt
leikmenn með gífurlega reynslu gegn-
um árin með Víkingi og landsliöinu. I
vetur hafa Víkingar leikið miklu betur
í Evrópukeppninni en á Islandsmótinu,
slegið út bikarmeistara Noregs og
Spánar og þó leikið alla leikina erlend-
is. Þetta eru mjög mikilvægir leikir.
Liðið sem sigrar kemst í undanúrslit
Evrópukeppninnar og önnur liö sem
hafa mesta möguleika til þess eru
Bareelona, CZKA Moskvu og St. Ot-
mar, Sviss,” sagði Bogdan ennfremur.
Mikið happdrætti
„Júgóslavneska liðið, sem nú er í
Júgóslavíu, Crvenka
• Bogdan Kowalczyk, Vikingsþjálfari.
fimmta sæti i 1. deild í Júgóslaviu af 14
liðum, kemur hingað til lands á
fimmtudag. Þaö er mikil áhætta hjá
okkur — mikið happdrætti — að leika
báða leikina hér heima en það gefur
okkur meiri möguleika á aö komast
áfram í keppninni,” sagði Hallur
Hallsson, stjórnarmaður í handknatt-
leiksdeild Víkings. Víkingar þurfa um
4000 áhorfendur á báða leikina til að
dæmið gangi upp fjárhagslega. I liði
Crvenka eru þrír júgóslavneskir lands-
liðsmenn og tveir unglingalandsliðs-
menn. Leikmenn ungir að árum, með-
aialdurinn 22 ár.
Víkingur lék mjög vel í Evrópuleikj-
unum í Noregi og þó einkum á Kanarí-
eyjum þar sem þeir sigruðu Corona
með miklum mun í báðum leikjunum.
Nýlega sigraði Corona Spánarmeist-
ara Atletico Madrid, sem léku sér að
Danmerkurmeisturum Gladsaxe í
Kaupmannahöfn. Víkingar voru þá í
toppformi en síðan kom eyða í allt
saman, verkfallið, utanför landsliðsins
og fleira „en mér finnst hafa verið
góöur stígandi í þessu hjá okkur að
undanförnu. Allt að smella saman aft-
ur,” sagði Guðmundur Víkingsfyrirliði
Guömundsson.
I byrjunarliði Víkings eru allt leik-
menn með mikla reynslu, leikmenn,
sem hafa leikið samtals 419 landsleiki
fyrir Island. Þorbergur Aðalsteinsson
er með flesta landsleiki eöa 116. Krist-
ján Sigurðsson 95, Guömundur Guð-
mundsson 75, Viggó Sigurðsson 66 og
Steinar Birgisson 55. Aðrir færri.
bsím.
Gilling-
ham lagði
Cardiff
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV i Englandi:
Gillingham tryggði sér rétt til að
leika í 4. umferð ensku bikarkeppninn-
ar í gærkvöldi — mætir þá Ipswich,
þegar félagið vann Cardiff í gærkvöldi,
2—1. Martin Robertson og John Leslie
skoruðu mörk Gillingham, en Chris
Withe mark Cardiff.
• Derek Johnstone er farinn frá Chel-
sea til Glasgow Rangers á 15 þús.
pund. -SOS
4/5 1/5
smjör sojaolia
„Þessi afuiö sameinar
bragðgæði og
bætiefnainnihald smjörs
og mýkt olíunnar"
segir Dr. Jón Óttar Ragnarsson í grein sinni,
„Mjúka fitan og neytandinn” sem birtist í Frétta-
bréfi um heiibrigSismál, júníhefti 1981, um Bregott
sem er sænskt smjör, blandað mjög mjúkri jurtaolíu.
SMJÖRVI er eins og áður segir að 4/5 hiutum smjör
en að 1/5 hluta sojaolía.
Smjörvi- sá eini símjuki
með smjörbragði.
Mikill darr-
aðardans
— og KR-ingar náðu að jafna, 19:19, gegn Val
á elleftu stundu
Olafur Lárusson tryggöi KR-ingum
jafntefli, 19—19, gegn Valsmönnum á
elleftu stundu, þegar hann skoraði
jöfnunarmarkið úr vítakasti þegar 7
sek. voru til leiksloka eftir að Þorbjöm
Jensson hafði brotið á Jóhannesi Stef-
ánssyni, línumanni KR.
Leikur iiðanna var í járnum nær all-
an tímann en rétt fyrir leikslok virtist
þó sigur Valsmanna í öruggri höfn —
þeir voru yfir, 19—17, og voru þá með
knöttinn. Olafur minnkaði muninn þá í
19—18 úr vítakasti og eftir það var stig-
inn mikill darraðardans á fjölum
Laugardalshallarinnar. KR-ingar
náöu knettinum, þegar 1.47 mín. voru
til leiksloka, en Einar Þorvarðarson
varöi þá skot Jóhannesar Stefánsson-
ar. Jón Pétur Jónsson átti skot í stöng-
ina á marki KR þegar 1.06 min. voru tii
leiksloka. Olafur skoraði siðan jöfnun-
armarkið eins og fyrr segir.
Leikurinn var ekki í háum gæða-
flokki þó að hann væri í jafnvægi allan
tímann. Vaismenn vom þó yfirleitt
með frumkvæðið í seinni hálfleik —
þetta tveimur mörkum yfir, þar til I
lokleiksins.
Markverðirnir Jens Einarsson hjá
KR og Einar Þorvarðarson hjá Val
voru bestu leikmenn liðanna.
Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum, voru:
Valur: Þorbjöm G. 6, Jakob S. 4, Geir 2, Jón
Pétur 2, Júlíus 2, Valdimar 1/1, Theodór 1 og
Þorbjörn J. 1.
KR: Páli B. 4, Olafur L. 4/3, Haukur G. 3/1,
Jakob J. 2, Friðrik Þ. 2, Hörður H. 3 og Pétur
A.l. -SÖS
P
Sannleikur
Iþróttasíðu DV hefur borist eftlrfar-
andi athugasemd frá þremur leik-
mönnum úr Keflavík sem gengu til liðs
við Víði í Garði.
Eftir að hafa iesið viðtal við Kristján
Inga Helgason, formann knatt-
spyrnuráðs Keflavíkur, í DV 16.
janúar sl., teljum við undirritaðir okk-
ur ekki annað fært en að skýra sjónar-
mið „klíkuhópsins” sem formaður
kallar svo í þeirri grein.
Kristján Ingi segir að félagsskiptin
hafi ekki komið eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Það er alveg rétt.
Aðdragandi þessa máls er nú oröinn
nokkuö langur. A undanförnum árum
hafa of margir leikmenn IBK yfirgefið
félagið vegna samskiptaörðugleika við
ákveðinn leikmann liösins og vitaö er
um aðra sem ekki gátu hugsað sér að
hefja æfingar af sömu ástæðu.
Kristjáni Inga var fullkunnugt um
þessi tilvik.
Seinni hluta keppnistímabilsins 1983
var ástandiöorðiöþaðslæmtaöboðað
var til fundar með þjálfara og leik-
mönnum og voru mál þá sjötluð. Að
loknu keppnistímabilinu 1983 yfirgáfu ,
félagið að minnsta kosti fjórir leik-
menn. Við undirritaðir höfðum þá
einnig tekið þá ákvörðun að hætta að
leika með IBK. Fyrir orð ýmissa aðila,
meöal annarra Kristjáns Inga, um aö
ef upp kæmu sömu vandamál varðandi
umræddan leikmann yrði tekið á
málinu. Þá ákváðum við að vera á-
fram. Skemmst er frá því að segja að
ástandið á keppnistímabilinu 1984
reyndist ekki betra en árið 1983 að
okkar dómi og lítið fór fyrir efndum á
loforðum formanns knattspyrnuráðs.
Þetta virðist einnig hafa verið skoöun
hans því 25. sept. sl. eöa tíu dögum
eftir að knattspyrnutímabilinu lauk
boöaði hann til fundar knattspyrnu-
ráðs. A þeim fundi gerðist eftirfarandi
efnislega: Fundurinn var boðaður til
að finna lausn á leiðindamáli sem aftur
hefur komið upp á meðal leikmanna
IBK. Fyrir lægi að meirihluti leik-
manna hygðist hætta að æfa með IBK
ef ákveðinn leikmaður yrði með liðinu
næsta tímabil. Bent var á að svipuð
llivlUIUlli Uþ >VIU IIIUI pu kJjvUUVl i iv IIU/UVU bUliUVU> UVllV *Ul u uv o v ip uv
Iþróttir
íþróttir