Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Side 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. 25 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Jónas segk að sjónvarpsmenn bafí haft rangt við þogar þek kreistu kartöfíuna. Finnsku jaróeplin Jónas Jónason búnaðar- mólastjóri flutti á dögunum sköruiegt erindi í ótvarpi. Þar skammaði hann sjón- varpið dulítið með eftirfar- andiorðum: „I innlendu fréttayfirliti sjónvarpsins um áramótin var lítið minnst á einn af höfuðatvinnuvegum þjóðar- innar, landbúnaðlnn. Reyndar var kynnt fyrlr áhorfendum litið sýnishom af framleiðsiuvöru hans en það var jarðargróði heldur ókræsilegur. Kreist var skemmd kartafia framan i áhorfendur og þeim sagt að kartaflan værl finnsk. Þannig hefðu þær allar verið þessar finnsku sem Grænmetisversi- un landbúnaðarins flutti inn á siðastllðnu ári... Ekki skal fjölyrt frekar um þetta. En flestir muna vafalaust eftlr finnsku kartöflunum: þessum sem hægt var að laga að vild með þvi að kreista þær svolitið. í klóm réttvísinnar Prestur einn, þjónandi úti á landsbyggðinni, hefur haft það til siðs að sækja velflest- ar samkomur i sveit sinni. Hann er stakur reglumaður og yfirgefur boðin gjaraan þegar bændur fara að finna á sér. Úr einu siiku að vetrarlagi lagði prestur af stað fyrr en aðrir. Lögrcgluþjónarnir á staönum, báðir aðkomu- menn, sáu til ferða hans. Hugðu þeir að þaraa færi ein- hver kóninn sem hygðist laumast gegnum nálarauga réttvísinnar og keyra fuilur heim. Þeir veittu honum þvi eftirför með sírenuvæli og ijósagangi. Þegar verðir laganna náðu presti hófu þeir að þefa af honum. Siðan spurðu þeir um ökuskirteini. En prestur var í nýjum fötum og sagðl sem satt var að hann hefði gleymt að stinga skirtelninu á sig. Depluðu lögregluþjónarnir þá augum hvor framan i ann- an og brostu vorkunnsamlega tii sökudólgsins. Þessa hall- ærisskýringu hefðu þeir oft heyrtáður. Sáhlær best.. En sögunni er ekki þar með lokið. Lögregluþjónarair vildu nú láta klerk blása i blöðra. Þeir báðu hann þvi að stíga út úr bílnum. Presturinn, sem hafði puntað sig vel fyrir samkom- una, var á splunkunýjum skóm. Vildi ekki betur til en svo að hann datt kylliflatur þegar hann fór út úr bílnum. Sumir oru seinheppnari on aörir. „Noh, það er bara svona,” sagði annar lögregluþjónninn þá kátur. Studdu þeir kumpánar kennimanninn inn i lögreglubil. Þegar hann hafði blásið góða stund lædd- ist skyndilega grunur að þeirri löggunni sem iengur hafði verið i héraðinu. Það var ekki um að viiiast, — sá sem þaraa sat og blés af öll- um mætti var enginn annar en sálnahirðlrinn sjálfur, sem var orðlagður bindindis- maður. Lögregluþjónarnir slepptu presti i skyndi og sneyptust í burtu. En sagan fór auðvitað um allar sveitir. Tregðu- lögmál Oft heyrist sagt að fólk úti á landsbyggðinni búi við ýmis tregðulögmál sem vart þekk- ist á höfuðborgarsvæðlnu. Gott dæmi um þetta eru vín- veitingaraunir samkomu- hússins Vltans i Sandgerði eins og Víkurfréttir segja frá þeim. A árinu sem ieið var sótt um vínveitingaleyfi fyrir Vit- 'ann til sýslunefndar. Erindið var tekið fyrir i þrigang en alltaf synjað. Þó hafði hreppsnefnd Miðneshrepps mælt með leyfinu en það gagnaðiekki. 1 téðri sýslunefnd eiga sæti fulltrúar Sandgerðinga, Gerðahrepps, Voga og Hafn- arhrepps. Hefur nefndin ákvörðunarrétt i málinu þar sem Sandgerði telst ekki til kaupstaða. Ella væri það bæj- arstjóra. En hvað um það: sýslu- nefndarmenn virðast hafa tekið einarða afstöðu til vin- veitingaleyfisins. t öll skiptin sem það hefur verið tekið fyr- ir hafa fulitrúar Sandgerðis, Garðs og Voga greitt atkvæði á móti, — en Hafnarmaður- inn með. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttír. Kvikmyndir_________Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Nýja bíó— Dómsorð ★ ★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit LÖGFRÆÐINGUR VINNUR MÁL Dómsorð (The Verdict) Leikstjóri: Sidney Lumet Handrit: David Mamet eftir skáldsögu Barry Reed. Kvikmyndun: Andrzej Bartkowiak. Tónlist: Johnny Mandel. Aðalleikarar: Paul Newman, Chariotte Rampl- ing, Jack Warden og James Mason. Þær eru ekki ófáar kvikmyndirn- ar sem geröar eru í kringum dóm- sali. Ákærandinn og verjandinn að berjast um heiðurinn af því að vinna mál. Má segja að fyrirmynd að þess konar myndum séu Perry Mason þættimir sem voru hvaö vinsælastir á árum áður. Kvikmynd er skeður að miklu leyti í dómsal þarf að hafa gott handrit til að áhorfandinn hafi þolinmæði til að einbeita huganum að því sem er að ske á hvíta tjaldinu. Því er það að margar misheppnaðar myndir um dómsmál hafa litið dags- insljós. Sidney Lumet er ekki óvanur því að vinna við dramatískar dómsala- myndir. Ein af hans fyrstu og um leið ein besta kvikmynd sem hann hefur gert, 12 Angry Men , er ein- mitt um þess konar efni. Þar var að- all myndarinnar sterk og örugg leik- stjóm. Dómsorð, þrátt fyrif öll sín gæði, er aftur á móti ekki eins sterk í heild. Það sem lyftir henni upp er leikur Paul Newmans í aðalhlutverk- inu. Held ég að megi halda því fram að þetta sé hans mesti leiksigur á löngum ferli og synd að hann skyldi ekki fá óskarsverölaunin fyrir hlut- verk sitt í myndinni. Þau féllu, árið sem hann var tilnefndur, í hlut Ben Kingsley fyrir leik sinn sem Gandhi, eins og kunnugt er. Paul Newman leikur Frank Lav- al, lögfræðing sem vægast sagt hefur á sér slæmt orð. Drekkur meira en góöu hófi gegnir og verður sér úti um verkefni á leiðinlegan hátt. Hann er þó ekki slæmur lögfræðingur. Það kemur í ljós að áður fyrr var hann á uppleið. Til eru vinir sem enn trúa á hann. Meðal þeirra er Mickey Morr- issey (Jack Warden) sem útvegar honum mál. Á hann að verja sjúkling sem hefur lent í klónum á hirðulaus- um læknum og liggur á sjúkrahúsinu meðvitundarlaus eftir mis- heppnaðan uppskurð. Gengur fyrir vél og á ekki von um að ná heilsu sinni aftur. Paul Newman og Jack Warden áhyggjufullir yfir gangi mála. Aðstandendur sjúkrahússins bjóða dómsátt rúm tvö hundruð þúsund dollara. Frank Laval finnst það ekki nóg og telur rétt að það komi opinberlega fram hvað hafi gerst. Fer hann því meö málið í óþökk aðstandenda sjúkiingsins sem alveg geta sætt sig við peningaupp- hæðina. Málið lítur illa út fyrir Laval, sér- staklega eftir að aðalvitnið hans hverfur í „frí”. Sjúkrahúsið fær til liðs við sig frægan lögfræðing, Ed Concannon (James Mason) sem hef- ur umhverfis sig hirð ungra manna og kvenna sem ólm eru í aö koma Laval á kné. Eins og fram kemur seinna í myndinni er ekkert sparað af hálfu sjúkrahússins til að vinna málið og gera endanlega út um lög- mannsferil Frank Lavals. Eins og máltækiö segir, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, og á þaö eftir að sannast, hirðuleysi læknanna við meðferðina á sjúklingnum.. . Þrátt fyrir að Dómsorð sé nokkuð löng kvikmynd þá heldur hún manni vel við efnið. Spenna er yfirleitt fyrir hendi og leikur Paul Newmans er eins og áður sagöi hreint stórkostleg- ur. Horfinn er þessi unggæðissvipur sem hefur einkennt hann hingað til og í staðinn kominn svipur manns sem má muna tímana tvenna. Oft hafa mér samt fundist myndir Sidney Lumets búa yfir meiri krafti en Dómsorð gerir. Kvikmyndunin er ekkert sérstök. Á köflum virðist myndin ætla að leysast upp í væmið melódrama. öliu er samt bjargað fyrir horn og á Paul Newman ekki minnstanþáttíþví. Hilmar Karlsson. Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, færir kvennadeildinni á Dalvik forláta gjöf. Þórunn Hansen, formaður kvennadeildarinnar á Dalvík, tekur við gjöfinni. DV-mynd Ólafur Dalvík: r Kvennadeild SVFI fímmtíu ára Frá Ólafi B. Thoroddsen Dalvík: Slysavarnardeild kvenna á Dalvík minntist 50 ára afmælis síns með miklu kaffisamsæti í Víkurröst. Mættir voru á annað hundraö manns. Meöal þeirra sem mættu í afmælis- fagnaðinn var forseti SVFl, Haraldur Henrýsson, er flutti ræðu og færði deildinni góöar óskir og g jöf. Kvennadeildin eignaðist í tilefni afmælisins deildarmerki sem teiknað er af Siguröi Guðjónssyni, stjómar- manni í SVFl. Lét hann útbúa borð- fána og platta með merkinu. Plattarnir eru unnir hjá Gleri og postulíni í Noregi. Þeir eru númeraðir og upplag aðeins 150 stykki. Eru plattarnir til sölu hjá deildinni. Forseti SVFl, Haraldur Henrýsson, sæmdi formann kvennadeUdarinnar, Þómnni Hansen, þjónustumerki félagsins úr gulli. Þórunn hefur verið formaöur deUdarinnar í 14 ár. -EH. stendur frammi fyrir svo dýrlegum málsverði sem tilviljunin hefur fært honum. En allir fuglar vita að við höfnina er oft von á svona happdrættisvinningi og þurfa þeir þó ekki að kaupa miða eða endur- nýja. óbg/DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.