Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krönur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1985.
Olíuverð:
Mikil hækkun
framundan?
— Olíufélögin hafa nú farlð fram á
umtalsverða hækkun á verði bensíns
og olíu. Beiðni félaganna hljóðar upp
á 6 prósent hækkun á bensínverðinu,
16 prósent á gasolíu og 21 prósent á
svartolíu. Forsendur hækkunarinnar
eru tvíþættar að mati olíufélaganna.
Annars vegar er þvi haldið fram að
siðasta hækkun hafi ekki nægt til aö
standa undir kostnaði við olíusölu.
Því hafi halli haldiö áfram að vaxa á
innkaupajöfnunarsjóði. HaUinn er nú
rúmar 200 miiljónir. Hins vegar hef-
ur fallandi gengi íslensku krónunnar
hækkaö innkaupsverö á oh'u. Enn er
ekki vitað hvort oh'ufélögin fá ósk
sína uppfyllta. Þórður Asgeirsson
hjá Olís sagði að „enginn grundvöll-
—-ur væri fyrir olíusölu ef hækkunin
fengist ekki” Á hinn bóginn hefur
væntanleg hækkun sætt mikilli gagn-
rýni frá útvegsmönnum sem m.a.
þrýsta á stjómvöld um að halda
verði á oliu niðri.
-GK
Búsetihefur
framkvæmdir
, Húsnæöissamvinnufélögin í
Reykjavík, Arnessýslu og á Akureyri
stefna að því að hefja framkvæmdir
á þessu ári þar sem þau hafa fengið
heimild til lána úr Byggingarsjóði
verkamanna og Húsnæðisstofnun
ríkisins.
Félagsmenn í húsnæðissamvinnu-
félaginu Búseta eru nú um þrjú
þúsund talsins, en svonefnd Búseta-
félög eru nú starfandi í Reykjavík,
Amessýslu, Borgarfirði og á Akur-
eyri. I tilkynningu frá Búseta segir
aö sótt hafi veriö um framkvæmda-
lán úr Byggingarsjóði verkamanna á
síðastliðnu ári til byggingar 76 bú-
seturéttaríbúða, þar af 56 í Reykja-
vík.
Oef
Allt efni sem á að koma í HVAÐ
ER A SEYÐI UM HELGINA, sem
fylgir blaðinu á föstudögum, þarf að
berast ritstjóm blaösins í allra síð-
asta lagi fyrir hádegi á miðvikudög-
um.
Bílstjórarnir
aðstoða
StnDIBiLDSTÖDin
Verkfallsboðun
á farskipunum?
Samkvæmt heimildum DV fékk
samninganefnd Sjómannafélags
Reykjavíkur heimild á fundi
trúnaðarmannaráös félagsins i gær-
kvöldi til að boða til verkfalls undir-
manna á farskipum.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélagsins, vildi
hvorki játa né neita að þessi heimild
hefði verið gefin, í samtali við DV í
morgun. Sjómannafélagið átti í gær
fund með viðsemjendum sínum en
þar var ekkert tilboð lagt fram af
hálfu skipafélaganna. Nýr fundur
hófst klukkan 9.30 í morgun.
Guömundur sagði að ákvarðanir
um framhald viðræðnanna myndu
teknar eftir fundinn í dag. Fram-
haldið myndi ráöast af viðbrögðum
viðsemjenda þeirra.
Samningar undirmanna á farskip-
um hafa verið lausir frá áramótum.
ÓEF
Þungar viflarplötur hrundu af vörubilspalli vifl gatnamótin á Laugavegi og Kringlumýrarbraut um fimm-
laytifl i gærdag. Var vörubifreiðin að koma með hlassifl frá Sundahöfn. Þegar bílstjórinn ætlafli að taka af
stafl á Ijósunum fóru viflarplöturnar, sem festar höfflu verifl mefl reipi, á fleygiferð aftur af pallinum. Mikil
mildi var afl enginn bíll var á eftir vörubilnum þegar óhappifl varfl. EH/DV-mynd S.
Öllumstarfs-
mönnum
Rækjuvers
sagtupp
„Þetta þýðir einfaldlega það aö
þessi atvinnuvegur leggst niður hér á
Bíldudal um óákveðinn tíma,” sagði
Gunnar Þórðarson, verkstjóri
Rækjuvers hf. á Bíldudal, í samtali
viöDV.
Síöastliðinn föstudag var öllum
starfsmönnum fyrirtækisins, um 15
að tölu, sagt upp störfum sinum.
Taka uppsagnirnar gildi næsta föstu-
dag. Koma þær í framhaldi af deilum
forráðamanna við sjómenn um kaup
á af urðum þeirra síðamefndu.
„Þetta er fyrirtækinu aö kenna.
Þaö hefur keypt undanfarin ár alls
konar drasl af sjómönnum. Nú þegar
átti að fara að stokka aflann upp,
una sjómenn því alls ekki að fá ekki
lengur sama verð fyrir afurðirnar.
Eg lái þeim það ekki,” sagði Gunnar.
Hann sagðist ekki sjá neina lausn í
sjónmáli eins og staðan væri nú.
Reynt hefði verið að ná samkomu-
lagi sem ekki hefði tekist. Nú væru
engir fundir milli deiluaðila og hann
sagðist ekki vita tU þess að slíkir
fundirstæðutil.
-KÞ
Finnifærbók-
menntaverðlaun
TUky nnt var i gær að Finninn Antti
Tuuri fengi bókmenntaverölaun
Norðurlandaráðs. Hann fær verö-
launin fyrir skáldsögu sina
Pohjanmaa. Verðlaunin verða af-
hent á þingi Norðurlandaráðs i
Reykjavik í mars næstkomandi.
Af Islands hálfu voru verk þeirra
Hannesar Péturssonar og Kristjáns
Karissonar tilnefnd.
-KMU.
Þrjú innbrot á
Asgeirssonar
hálfum mánuði
„Það er búið að brjótast inn þrisv-
ar hjá mér á hálfum mánuöi,” sagði
Gunnar Asgeirsson, aðaleigandi
Veltishf.
Gunnar er einn f jölmargra sumar-
bústaöaeigenda viö ÞingvaUavatn
sem orðiö hafa fyrir barðinu á
umrenningum að undanfömu. Rann-
sóknarlögreglan hefur nú tvo þeirra í
haldi, karlmenn á þrítugsaldri. Áöur
hefur verið upplýst að kona á
fertugsaldri hafði dvalið i óleyfi i
einhverjum bústöðum.
„Þaö hafa sáralítil skemmdarverk
verið unnin og yfirleitt hafa þeir
gengið snyrtilega um. Þó er búið að
brjóta tvo glugga hjá mér og bátur-
inn er horfinn. Þetta er vélbátur,
óyfirbyggður. Farið var inn í báta-
skýlið, sjö metra langir teinar rifnir
upp og þeim kastað langar leiöir,”
sagði Gunnar Ásgeirsson.
Inn í nokkra af þessum bústoSum vifl Þingvallavatn hefur verifl brotist.
Myndin var tekin f laitarflugi sem sumarbústaflaeigendur stóflu fyrir.
DV-mynd KAE.
Bústaðir sona Gunnars, Ásgeirs og
Stefáns, hafa einnig fengiö heim-
sóknir óboðinna gesta. Þaðan hefur
verið stoliö víni og segulbandstæki.
Innbrotin munu nú upplýst.
Asgeir Gunnarsson fékk kunningja
sinn til að fara í leitarflug um helg-
ina. Þeir flugu yfir Þingvallavatn í
leit að bátnum en fundu ekki. Ur lofti
sáu þeir aö mörg bátaskýli stóðu
opin.
I einum bústaðanna, sem útigangs-
maður hafði hreiðrað um sig i, sá
eigandinn aö litsjónvarp stóö óvænt á
gólfinu þar sem verið hafði svart-
hvítt sjónvarp. Flækingurinn hafði
þá tekið litsjónvarpið úr öðrum bú-
stað og fært það yfir í bústað þann
sem honum leist betur á að dveljast
í.
-KMU.