Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Qupperneq 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR1984.
5
Páll Ásgeir Tryggvason:
„Norðmenn felmtri slegnir”
„Þaö eru allir hér felmtri slegnir
eftir handtöku Arne Treholt, sem nú
hefur veriö uppnefndur fyrsta mold-
varpan í sögu Noregs,” sagöi Páll As-
geir Tryggvason, sendiherra tslands í
Osló, í samtali viöDV í gær.
Dagblaðið Verdens Gang fjallar um
máliö á 18 síöum í dag, Aftenposten
helgar því forsíðuna og í sjónvarps-
fréttum í gærkvöldi var fjallaö um
máliö í meira en hálftíma. Jens Even-
sen, fyrrverandi hafréttarráðherra
Noregs, hætti við feröalag sitt í Afríku
og sneri aftur til Oslóar, en i ráöherra-
tíö hans var Arne Treholt hans hægri
hönd, byrjaöi sem persónulegur ritari
hans og varð síðar aöstoöarráðherra.
Saman tóku þeir þátt í samninga-
fundum Norömanna viö Sovétmenn út
af fiskveiöilögsögunni á Barentshafi.
Af þeim viöræðum varö lítill árangur
enda vissu Rússar fyrirfram hvemig
Norömenn myndu taka á því máli. En
Evensen hefur lýst því yfir aö á milli
hans og Arne Treholt hafi verið náinn
vinskapur, auk þess sem þeir störfuöu
saman og hann hafi litiö á Arne Treholt
sem sína hægri hönd. Má bóka aö
Evenson var ekki aö halda hlutum
leyndum fyrir Treholt í ráðherratíð
sinni og má búast viö aö þær
upplýsingar, sem Treholt fékk hjá hon-
um, hafi ekki eingöngu snert hafréttar-
mál heldur og önnur mál, nákomin
ríkisstjóminni,” sagöi Páll Ásgeir
Páll Ásgeir Tryggvason.
Tryggvason.
Páll Ásgeir sagðist ekki hafa kynnst
Ame Treholt persónulega, en þegar
hann tók viö sendiherrastööunni í Osló
haustiö 1979, hafði Ame Treholt tekiö
sæti í fastanefnd Noregs hjá Samein-
uöu þjóðunum i New York. Ame Tre-
holt kom síöan aftur til Oslóar í fyrra-
vetur, 1982, og fékk þá inngöngu í
norska landvamaskólann.
„Þeir voru farnir aö gruna hann
fyrir löngu, sumir segja fyrir áratug,”
sagði Páll Ásgeir. „Bæði bandaríska
leyniþjónustan CIA og alrikislögreglan
FBI fylgdust víst náið meö Ame Tre-
holt meðan hann var hjá Sameinuðu
þjóöunum í New York. Fyrir nokkrum
árum dó norsk kona í fangelsi áður en
meint njósnamál hennar haföi verið
rannsakað, en hún hafði veriö í tygjum
viö einhvem Rússa. Þá lék einnig
gmnur á því að Rússar væru í
tengslum viö einhvern vemlega hátt-
settan aðila í norska stjórnkerfinu.”
, ,Bæði Arne Treholt og J ens Evensen
voru vinstra megin við miöju í Verka-
mannaflokknum og talið er aö Ame
Treholt hafi samiö ræöuna um
kjarnorkuvopnalaus svæði á Noröur-
löndum, sem Evensen flutti haustið
1980 og kom sér mjög illa fyrir Knut
Frydenlund. Þá kom það fram aö hann
var mjög mótfallinn því að
Bandaríkjamenn geymdu hergögn í
Þrændalögum.”
Sagði Páll Asgeú: aö faðir Ame Tre-
holt væri fyrrverandi ráðherra og
alþingismaöur og Arne hafi löngum
haft mjög góð sambönd. Aö sjálfsögðu
hefur fólk samúð með f jölskyldu þessa
manns vegna þessarar smánar, en
aðallega eru menn þó felmtri slegnir
enda hefur þetta komiö stjómvöldum
hér í opna skjöldu,” sagöi Páll Ásgeir
Tryggvason.
-HÞ
Bílainnf lutningur í fyrra:
Nær helmings samdráttur
— 45% færri nýir bílar fluttir til landsins miðað við árið áður
Vemlegur samdráttur varö á bilainn-
flutningi á síðasta ári miöaö við áriö
áöur. Nákvæmar tölur liggja ekki enn
fyrir en að sögn Jónasar Þórs Steinars-
sonar, framkvæmdastjóra Bílgreina-
sambandsins, vom fluttir inn um 5.400
bílar á síðasta ári og er þaö 45%
minnkun f rá árinu áöur.
Innflutningur notaöra bíla hefur
einnig dregist saman um 30% og voru
f luttir inn á milli 3 og 400 bílar á síöasta
ári. Em þaö aöallega bílar fólks sem
er að flytja til landsins.
-JR
Þörf fyrir álíka margar ástralskar
stúlkur í f iskvinnu og áður:
Þeim áströlsku boðið
þegar þær íslensku
haf a afþakkað boðið
— f rystihúsin geiða fargjöldin f rá
Englandi ogtilbaka
„Oft berast hingað nokkur bréf á
dag hvaðanæva að úr heiminum meö
fyrirspurnum um vinnu hér. Eftir-
spurn eftir vinnu hér er þvi margfalt
meiri en framboð atvinnutækifær-
anna og því getum viö vandaö mjög
vel val þess erlenda starfsfólks sem
hingað er ráöið,” sagöi Bjarni Elías-
son, aðalgjaldkeri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í viðtali viö DV í
gær.
Tilefni spjallsins var aö þrátt fyrir
atvinnuleysi hér heima em þessa
dagana 40 til 50 ástralskar stúlkur á
leið hingaö til aö vinna í fiskvinnu og
eru líklega nálega 100 löndur þeirra
hér fyrir í þeim störfum. Einkum
eru þær á Aust- og Vestfjöröum.
Bjami sagði aö þegar viðkomandi
frystihús heföu auglýst eftir fólki hér
án nægilegs árangurs, heföu þau
samband við viðkomandi verkalýðs-
félög á stööunum sem veittu þá leyfi
til ráöningar erlends vinnuafls.
Þrátt fyrir vaxandi atvinnuieysi
nú veröa álika margar ástralskar
stúlkur hér viö störf og verið hafa
mörg undanfarin ár. Eina skýringin
á þvi taldi Bjami geta veriö að at-
vinnuleysið hér -væri einkum á
stærstu þéttbýlissvíeðunum. Fólk
byggist ekki viö löngu atvinnuleysi
og vildi ógjaman kljúfa fjölskyldur
sínar um lengri eða skemmri tima
með því aö annaö hvort hjóna færi út
á land til aö vinna í nokkra mánuöi.
Samgönguerfiðleikar innanlands
yfir vetrartímann ættu ef til vill sinn
þátt líka.
Öllum fyrirspumum um vinnu hér
er svaraö á þann hátt aö fólki er bent
á aö snúa sér til sölufyrirtækis SH í
Grimsby, en hins vegar eru nær ein-
göngu ástralskar stúlkur ráðnar. Aö
sögn Bjama er ástæðan sú aö þær
hafa reynst afburðavel í gegnum ár-
in.
I Grimsby ræðir Islendingur viö
stúlkurnar og gerir þeim grein fyrir
landi og staöháttum. Hann velur
einnig þær úr sem honum líst best á.
Þær fara síðan í ítarlega læknisskoð-
un áöur en þær koma hingaö.
Viðkomandi frystihús greiðir svo
ferðakostnaðinn frá Englandi hingað
og aftur þangað að afloknum sex
mánaöa ráðningartíma.
Stúlkurnar njóta í einu og öllu
sömu réttinda og Islendingar í sömu
störfum. Þær geta vikulega skipt
hluta launa sinna yf ir í gjaldeyri skv.
reglum þar um sem fólgnar eru í at-
vinnuleyfinu. Þá eiga þær endur-
greiðslurétt á sínum hlut af lífeyris-
sjóðsgreiöslum þegar þær fara. Eini
muhurinn er aö þær staðgreiða
skatta.
Aöbúnaður þessa fólks hefur veriö
bættur til muna eftir aö Heilbrigðis-
eftirlit rikisins geröi úttekt á þeim
málum fyrir nokkrum árum og sagöi
Bjarni aö kvartanir vegna aöbúnaö-
ar eöa vegna þess aö ekki væri staðið
við ráðningarsamninginn heyrðu nú
nánastfortíöinnitil.
-GS.
HEFSTI
FYRRAMÁLIÐ KL. 9 í
VERSLUIMUM OKKAR
ViSA
ISiiiii ®
EUROCARD
ViNNUFA TABÚDiN
LAUGA VEGi 76 - HVERFiSGÖTU26