Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984. Frjálst.óháÖ clagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLÚN HF. stiórnarformaflurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjflri og Otgáfustjflri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoflarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjfl^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SIÐUMULA 12—14. SÍMI 86011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda og plotugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuði 250 kr. Veró í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Viðræðurí rétta átt Það eru sannarlega óvænt tíðindi þegar það spyrst að raunhæfar kjaraviðræður séu í gangi. Á yfirborðinu hefur allt verið slétt og fellt að undanförnu og það jafnvel svo að menn hafa undrast langlundargeð verkalýðshreyfingar- innar og ASl-forystunnar. Nú er komið í ljós, að formaður ASI hefur ekki setið auðum höndum né heldur að vinnu- veitendur hafi þverskallast við sérhverri tillögugerð sem launþegar hafa sett fram. Tíminn hefur verið notaður til þreifinga á bak við tjöldin þar sem báðir aðilar hafa greinilega lagt sig nokkuð fram um að leita að skynsamlegum niðurstöðum. Þegar talað er um skynsamlegar niðurstöður er átt vH> að hugsanlegir kjarasamningar komi til móts við stór- skertan kaupmátt launþega án þess þó að kollsteypa efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og hleypa verðbólg- unni á skrið. Hvort sem það reynist rétt eða ekki sem hermt er í fréttum, að rætt hafi verið um 4—5% kauphækkun strax og 8% síðar á árinu íáföngum,sýnast kjarasamningar á þeim nótum alls ekki fráleitir. Auðvitað eru á þeim annmarkar. Beinar kaup- hækkanir, eins og þær sem að framan eru raktar, sprengja þann ramma sem þjóðhagsspá, fjárlögum og efnahagsráðstöfunum síðasta árs var settur. Aðalgallinn er þó sá að grunnkaupshækkunin er látin ganga upp allan launastigann en miðast ekki við hina lægst launuðu. Enn einu sinni verður þá gefist upp við að bæta kjör láglauna- fólksins sérstaklega eins og mjög hefur verið haft á orði. Nema einhverjar viðbótarráðstafanir séu í bígerð fyrir hina verst settu, en þá er líka búið að spenna bogann alltof hátt og efnahagsviðnámið fokið út í veður og vind. Á þessu stigi mála er erfitt að leggja dóm á þær þreif- ingar sem átt hafa sér stað. Ekki heldur á það hvort nokk- urt samkomulag næst um þann grundvöll sem talað er um. Hópar innan Dagsbrúnar munu vera honum andvígir og enginn vafi er talinn á því að Alþýðubandalagið mun af pólitískum ástæðum hamast gegn slíku samkomulagi. Miðstjórn ASI heldur öllu opnu þannig að enginn skyldi halda að allsher jar kjarasamningar séu á næsta leiti. Á hinum kantinum eru einnig fyrirvarar. Ríkisstjórnin verður að standa fast á því að samningar sem vinnu- veitendur skrifa undir og eru umfram þau mörk sem stjórnarstefnan byggist á verða að vera á ábyrgð vinnu- veitenda sjálfra. Þeir geta ekki og mega ekki undir neinum kringumstæðum ganga út frá því aö auknum byrðum verði velt út í verðlag eða mætt með gengis- fellingum. Það sem er þó mikilsverðast í stöðunni er sú staðreynd að aðilar vinnumarkaðarins tala saman af skynsemi og eru að leita leiða til kjarabóta, sem ekki íþyngja atvinnu- rekstrinum um of og án þess að blása eld að glæðum verðbólgunnar. Nú gætir vaxandi atvinnuleysis og horfur eru því miður ekki góðar framundan. Öfriður á vinnumarkaðnum, verkföll og búsif jar fyrir atvinnuvegina af þeim sökum er ekki leiðin til aukins atvinnuöryggis. Þetta skynjar fólk og skilur og leggur því meiri áherslu á einhverja afkomu- tryggingu frekar en blóðugan slag um samninga sem eru sýnd veiði en ekki gefin. Þær þreifingar sem nú eru í gangi þýða ekki endilega að samningar séu í sjónmáli en þær eru í réttum anda og í rétta átt. ebs ERFIÐLEIKAR ÚTGERÐAR? Mikið er deilt þessa dagana um kvótaskiptinguna. Sjá menn þar ekki skóginn fyrir trjánum sem einblínt er á. Skógurinn er mikil verðmæti en tréð lítilvægt eitt sér. 100% nýting afla í togurunum er mál málanna. I DV fyrir stuttu var forsíðufrétt um að tap útgerðarinnar hefði veriö um 1,5 mill- jarðar sl. ár og stefndi í, með sama áframhaldi, allt að 3 milljarða. I þvi sambandi vil ég benda á aö togaraflot- inn henti í sjóinn a.m.k. 2 milljörðum sl. ár. Síðan er ekki úr vegi að kaUa það sóun þegar netabátar skUa afla á land sem er aðeins 50% í vinnsluhæfu ástandi. Auk þess hefur tvímælalaust orðið rýrnun í vinnslustöðvunum. A meöan ástandið er slíkt er glórulaust aumingjaraus að tala um erfiðleika út- gerðar. Formaður stjórnar útgerðar örvars og Arnars á Skagaströnd virðist sá eini sem er að taka við sér og staðfestir það sem ég skrifaði í DV á dögunum. Þakka ég honum hér með. Annaö verra höf um við veriö að lesa um og hlusta á undanfarið, s.s. útgerð- armanninn á Grundarfirði sem ætlar ekki að senda skip sitt á veiðar nema meö þrýstingi úr landi. Og fram- kvæmdastjóra BUR sem ætlast tU að ríkið sjái um útgerðarmálin. Togarar BUR, 6 stk., hafa örugglega hent verð- mæti að upphæð 160 mUljónir sl. ár en það er sú upphæð sem á vantar þar, aö sagter. Lækka oliutolla Eitt er þó rétt, ríkiö getur lækkaö tolla af oUu og ætti aö gera það strax. Síðan á aö gefa útgeröarmönnum tæki- færi til að sýna okkur að þeir séu ábyrgir gerða sinna. Það þýðir ekkert fyrir útgerðarmenn og alþingismenn aö segja að þjóðin hafi off járf est í fiski- skipum undanfarin ár. ViðöUhin,þ.e. þjóðin, erum ekki útgerðarmenn. Sjó- menn hafa mótmælt þessum skipa- kaupum síðan 1978. Nei, útgerðar- menn og nokkrir alþingismenn bera DAVÍÐ HARALDSSON SJÓMAÐUR Á BJÖRGÚLFI EA 312. þama einir alla ábyrgð og engir aðrir. Réttið nú sjálfir fyrirtækin ykkar við og hættið þessu væli ykkar. Nýtið aflann og framleiðiö 1. fl. vöm. Það er ykkar eina von. Viö, þjóöin, þurfum að borga nóg. Nú síð- ast aflabrest í kartöflugörðum lands- ins. Við eigum einfaldlega enga pen- inga aflögu lengur handa ykkur til að leika ykkur að. Þaö hefur verið reikn- að út aö ef togari fær, eftir kvótaskipt- ingu, að veiða 1200 tonn af þorski og 1200 tonn af öörum kvótafiski þá skUi þaö i aflaverðmæti um 32 miUjónum að óbreyttu verði. TU skipta em það um 17 miUjónir (þ.e. sjómenn hlunnfamir um hlut úr 15 miUjónum, 45—49% framhjá skiptum). Verðmætaaukning Með 100% nýtingu má auka þessi verömæti um a .m.k. 25 miU jónir og þar á ég viö á þeim togurum sem orðið hafahvaðverstúti. Og auka verðmæti afla umtalsvert á minni skipum. Hér sést að aukin nýting, eins og bent er á í DV 5. janúar ’84, gerir meira en að borga oUu á skipin, hún greiðir líka niður aukinn tækjakost og meira en það. TU viðbótar þessu mætti benda á að minnka mætti yfirbyggingu útgerða víða. Spurning dagsins gæti eflaust hljóðað þannig: „Hvað kostar yfir- byggingin á BÚR og BÚH t.d.? Já, Sigurjón Pétursson. Hvemig er að vera orðinn útgerðarmaður? (Póli- tískur útgerðarmaöur, ha, ha). Fram- kvæmdastjóri BUR mæUr með penna- striksaðferðinni viö lausn á þessum heimatUbúnu vandamálum útgerðar- innar. Hvað mega þeir þá segja sem aUtaf standa í skilum. Ekki efni á sænska kerfínu Eg held að íslenska þjóðin hafi ekki efni á sænska kerfinu, þ.e. verðlauna endalaust aumingjana á kostnað þeirra sem klóra í bakkann. Einu sjá- anlegu viðbrögð útgerðarmanna viö vanda sínum (fyrir utan útgfél. Skag- strendinga) er örUtiU áhugi á meltu- framleiðslu og ríghalda í gömlu glöt- uöu aðferöina við veiðar. Melta úr úr- gangi úr 2400 tonna afla, miðað við árangur Kambarastar, þ.e. 180 tonna afU á land = 30 tonn melta aö verðmæti um kr. 40.000,00, yrði um kr. 550.000,00 A „Sjómenn hafa mótmælt þessum skipa- w kaupum síðan 1978. Nei, útgerðarmenn og nokkrir alþingismenn bera þarna einir alla á- byrgð og engir aðrir.” Halldór Krístjánsson frá Kirkjubóli er meiri framsóknarmaður en Sverrir Hermannsson, segir Hannes H. Gissurarson í grein sinni. Það er mikiU misskilningur, að Framsóknarflokkurinn hafi verið stofnaður árið 1916, eins og segir í öUum sögubókum. Hann hefur verið tU, frá því að lsland byggöist, því að framsóknarstefnan er í rauninni ekki stefna, heldur sálarástand, hugarfar. Þetta er það hugarfar, að valdsmenn eigi að leggja höft á einstaklingana, svo að þeir fari sér ekki að voða með viöskiptumsínum. Við skulum ekki gera framsóknarmönnum rangt tU. Þeir eru ekki alteknir af einhverri hugmynd um frelsun mannkynsins eins og sam- eignarsinnar, þeir heimta ekki, aö við fylgjum þeim yfir eyðimörkina tU fyrirheitna landsins. Þeir eru einlægir lýðræðissinnar, blessaöir, og þeim gengur gott eitt til. En þeir eru þröng- sýnir þjóðernissinnar, kyrrstöðumenn, er kúra á býlum sínum, en standa ekki, upp og heUsa nýrri öld fagnandi. Þeir sldlja ekki einföldustu lögmál mann- Ufsins, sjá ekki, að þeir gera oftast illt verra með afskiptum sínum af því. Eg ætla hér að rekja nokkra kafla úr ellefu h undruð ára sögu þessa flokks. Verðlagshöftin á þjóðveldisöld I Grágás, hinni fomu lögbók okkar Islendinga, voru ákvæði um skiptingu landsins í verðlagssvæði, og skyldu þrír menn á hverju svæði verðleggja erlenda vöru. (I Búalögum voru einnig ákvæði um, í hvaða hlutföllum menn gætu skipt hér innan lands á vörum, en þaö var nefnt „metfé”, sem verð var ekki lagt á, og var þaö ekki margt.) Hvað merkti þetta? Að sjálfsögðu ekki annað en það, að hér var strangt verðlagseftirUt. Menn fengu ekki að koma sér saman um verð á vöru með nauðungarlausum viðskiptum, heldur var það sett með lögum eða af valds- mönnum. Hér var verðlagsstjórinn ekki einn, heldur voru þeir margir — Georg Olafsson í fleirtölu. Og menn geta ímyndað sér, hvaða afleiðingar þetta hafði — þær, að úr viðskiptum dró. Það lögmál gilti eins á þjóðveldis- öld og okkar dögum, að menn seldu ekki vöru af mannúðarástæðum, heldur til þess að græða á því, og þeir seldu hana ekki nema þeir fengju viðunandi verð fyrir hana. Það var því ekki að furða, að úr siglingum erlendra kaupmanna til Islands dró, svo að Islendingar urðu að lokum að játast undir Noregs- konung 1262 til þess aðtryggjasigling- ar til landsins. Þessu ollu framsóknar- menn þjóðveldisaldar — þótt þeim gengigott eitt til. Búsetuhöftin um 1500 Á fjórtándu og fimmtándu öld opn- uðust Islendingum fiskmarkaöir í Noröurálfu, fiskveiðar urðu skyndi- lega gróðavænlegar, fólk flykktist í verðstöövar, útlendingar hófu ótil- kvaddir verslun hérlendis. Framsókn- armenn brugðust auðvitað ókvæða viö. Þeir samþykktu á Alþingi árið 1480, að útlendingar seldu „ónytsamlegan pening inn í landið og taka þar fyrir bæði skreið, smjör og slátur og vaðmál allt for dýrt”. Minnir þetta ekki á allt rausið í Eysteini Jónssyni um „óþarf- ann”? Eða á tregðu Vilhjálms Hjálmarssonar til að leyfa innflutning litsjónvarpstækja ósællar minningar? En framsóknarmenn gerðu fleira. Þeir settu ströng ákvæði um búsetuhöft í lok 15. aldar, svo að bændur misstu ekki vinnufólk í verstöövarnar. Islenskir hagfræðingar hafa getiö sér þess til, að þetta hafi mjög tafið þéttbýlisþróun og „íslenska iðnbyltingu”. Byggða- stefnan hefur löngum verið þjóðinni dýr! Einokunarverslunin 1602-1787 Sterk rök hniga að því, að Danir hafi ekki komið einokunarversluninni al-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.