Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Page 13
DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984.
13
Með 100% nýtingu má auka þessi verðmæti um a.m.k. 25 miiijónir og þar á ég við á þeim togurum, sem hafa orðið hvað verst úti.
á ári. Það er varla von að útgerðar-
menn sjái aöra leið betri en meltu-
framleiðslu enda gæfi sú aðferð sem
undirritaður benti á í DV 5. janúar sl.
þeim 46 sinnum meira í aðra hönd.
Melta er að sjálfsögðu ágæt svo
langt sem hún nær. En spurningar
vakna. Hvað kostar að breyta þessu
blauta hráefni í mjöl, miðað við að
hakka ruslið og frysta? Meðhökkunog
frystingu vinnst að í snigilpressu má
minnka vökvainnihald hráefnisins
talsvert og nýta þá jöfnum höndum
sem loðdýrafóður, mjölefni og jafnvel í
áburð á túnin. Hver eru móttökuskil-
yrði í landi fyrir meltu? Hvað kostar
að skapa þau skilyrði? Vill einhver
fiskimjölsverksmiðja kaupa meltu á
því verði að þaö borgi sig aö framleiöa
hana til m jölvinnslu?
Kaflar úr ellefu
hundruð ára sögu
F ramsóknarf lokksins
Ötímabærar
athugasemdir
ræmdu á til þess að hafa fé af Is-
lendingum, heldur til þess að hjálpa
okkur, tryggja siglingar hingað: fram-
sóknarmenn höfðu komið sér fyrir í
Rentukammerinu í Kaupmannahöfn
ekki síöur en uppi á Islandi, héldu þá
sem nú, að ríkisafskipti í góðum
tilgangi hlytu að hafa góöar af-
leiðingar. Aftur hafði orðið tregt um
siglingar til landsins, liklega af því að
ágæt mið fundust við Nýfundnaland og
eftirspurnin eftir íslenskum fiski
minnkaði. En hvers vegna varð að
tryggja siglingar hingað? Vegna þess
að ströng verölagshöft voru hér á
nauðsynjavöru og sala hennar var þvi
ekki gróöavænleg. Islenskir embættis-
menn og bændur, flestir framsóknar-
menn, fengust ekki til að fella úr gildi
úreltar verðlagsskrár. Afleiðingarnar
voru, að verö innfluttrar nauðsynja-
vöru og útfluttra sjávarafurða var hér-
lendis allt of lágt, en kaupmenn gátu
stundum bætt sér upp tapið á sölu
nauösynjavörunnar með því, að verð
munaöarvamings hérlendis og sjávar-
afuröa okkar á útlendum mörkuðum
var miklu hærra. Danska einokunin
var vond, en íslensku verðlagshöftin
jafnvel enn verri: Danskir kaupmenn
féflettu tslendinga, og Islendingar fé-
flettu sjálfa sig!
Innflutningshöftin
á kreppuárunum
Jón forseti Sigurðsson, sem barðist
alla sína ævi við framsóknarmennina
heima á Islandi og í dönsku
ráðuneytunum reit í Ný félagsrlt árið
1843: „Verzlaninni er eins háttað á
Islandi eins og annarsstaöar: að því
frjálsari sem hún verður, því hagsælli
verður hún landinu.” Við fengum og
fullt verslunarfrelsi árið 1855. En
framsóknarmenn létu sér þetta ekki
lynda. Atti að leyfa fólkinu að kaupa
„óþarfa”? Eða flytja á mölina? Þeir
náöu ríkisvaldinu 1927 og komu hér á
ströngum innflutningshöftum á
kreppuárunum. Þeir gerðu þetta ekki
af neinni mannvonsku, heldur af því að
þeir sáu ekki annaö ráð til þess aö setja
jafnaðarmerki á milli innflutnings og
útflutnings en hefta innflutning
„óþarfa”. Þeir komu alls ekki auga á
hyggilegra ráðið, sem var að setja
þetta sama jafnaðarmerki með þvi aö
hækka verð innflutnings og lækka
verð útflutnings (þaö er: með
gengislækkun), svo að minna seldist
hérlendis af innfluttri vöru og meira
erlendis af útfluttri vöru. Þeir sáu það
ekki heldur (sem dr. Benjamín Eiríks-
son benti á í lftilli bók árið 1938, Or-
sökum erfiðleikanna í atvinnu- og
gjaldeyrismálum), aö innflutn-
ingurinn hafði haft tilhneigingu til að
fara fram úr útflutningi vegna
peningaþenslu, en henni olli að sjálf-
sögðu ríkið — það er: framsóknar-
mennimir. Þeir voru því meö
innflutningshöftum sínum að skipa
þeim draugi að leggjast niður, sem
þeir höfðu sjálfir vakið upp og haldiö
gangandi!
Frjálshyggjumenn
og framsóknarmenn
Við værum að einfalda Islands-
söguna með því að segja, að hún hefði
alltaf verið barátta frjálshyggju-
manna og framsóknarmanna. Við get-
um ekki skipt Islendingum í þessa tvo
hópa, því að í sérhverjum Islendingi
býr einhver framsóknarmaður og ein-
HANNES H.
GISSURARSON
CAND. MAG.
hver frjálshyggjumaður. En sumir eru
þó meiri framsóknarmenn en aðrir.
Sigurlaug B jarnadóttir og Sverrir Her-
mannsson eru meiri framsóknarmenn
en Eyjólfur Konráð Jónsson og
Ragnhildur Helgadóttir, sem eru bæði
miklir frjálshyggjumenn og litlir
framsóknarmenn, en líklega eru þau
Sigurlaug og Sverrir minni fram-
sóknarmenn en þeir Halldór Kristjáns-
son frá Kirkjubóli og Páll frændi minn
Pétursson. Hreinræktaðasti fram-
sóknarmaðurinn, sem ég veit um, er
Sveinn heitinn Olafsson í Firöi.
Eg vona, aö framsóknarmennimir í
okkur Islendingum nái ekki aftur und-
irtökunum, en ein huggun er þó harmi
gegn, takist þeim að breyta landinu í
byggöasafn; nokkrar tekjur geta orðið
af öllum þeim útlendingum, sem hljóta
að gera sér ferð hingað til þess að
skoða fyrirbærið.
A „Framsóknarflokkurinn . . . hefur verið
^ til, frá því að ísland byggðist, því að
framsóknarstefnan er í rauninni ekki stefna
heldur sálarástand, hugarfar.” G