Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Qupperneq 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Ullin hefur farið batnandi Ársæll Teitsson skrifar: Villandi frétt kom í útvarpinu fyrir nokkrum dögum þess efnis aö ull hafi farið versnandi. Þetta er rangt, ullin hefur farið batn- andi enda hafa fjárræktarmenn, ráðunautar og fjáreigendur stefnt að þvi marki ásamt kjötgæðum sem verður líka að haf a i huga. En hitt er annað mál að veðurfar, u íslenska ullin er einhver sú albesta sem völ er á. Þessir hressu strákar vita hvað hún er mjúk og hlý, sér- staklega þegar hún er á litiu sætu lambi. köid vor og sumartið hafa orsakað það að rúningur hefur dregist fram á sumarið og jafnvel til haustsins. Einnig má ætla að uliarmatið hjá kaupendum hafi breyst. Meirí kröfur þýða verrí flokkun og minna verð til framleiðanda. Sem dæmi má geta þess að mjög litiU gæðamunur og útlits- munur er, eða var, á I.fl. og II. fl. en um helmings verðmunur á þeim flokkum. Þá hefur það komið í ljós að grá uU hefur flokkast þannig m.a. að sú dekkri fer í I.fL en ljósari í in.fl., sem er í mjög lágum verðflokki, en þó er sama verð á ljósgráa lopanum. Það mætti gagnrýna ullarmat og k jötmat í ríkari mæli. BorgarfuHtrúan Bif reiðastyrkur og ókeypis veitingar Skattgreiðandi skrífar: 1 blaöafréttum í sl. viku var greint frá því að við afgreiðslu fjárhags- áætlunar borgarsjóðs hefðu fuUtrúar Kvennaframboðsins lagt fram tiUögu um aö greiðslur vegna m'atar- og kaffi- neyslu borgarfuHtrúa og borgarráðs- manna og annarra fuUtrúa í nefndum og ráðum borgarinnar yrðu ekki lengur á kostnaö borgarinnar (skatt- greiðenda). Þessir aðUar skyldu greiða þessar veitingar sjálfir eins og aðrir borgarstarfsmenn. TUlagan var feUd, sagði i fréttinni, meö 16 atkvæðum gegn 2 atkvæöum fuUtrúa Kvennaframboösins, 3 sátu hjá. Það sem stingur í augu er þó aðal- lega skýringin á því hvers vegna taUö var rétt að halda þessum hætti, þ.e. að greiða úr hinum opinbera sjóöi mat og drykk fyrir borgarfuUtrúa og borgarráðsmenn. Skýringuna, sem gefin var á þvi hvers vegna áfram þætti rétt að greiða matinn úr borgarsjóði, mátti skilja svo að hér væri um þegnskylduvinnu að ræða eins og það var lika orðað. I huga almennings er „þegnskyldu- vinna” eitthvað sem mönnum er gert að framkvæma án endurgjalds eða launa. Þetta á þó ekki við hér þar sem allir borgarfuUtrúar fá laun fyrir störf sín, svo og borgarráðsmenn. Ennfremur vita borgarfuUtrúar fyrirfram að hverju þeir ganga er þeir bjóða sig fram. Varla hefur það verið vegna hinna ókeypis veitinga eingöngu! En þaö er fleira sem kemur fram í áðurnefndri frétt, nefnUega það, sem margir vissu ekki áður, að borgarfuU- trúar og borgarráðsmenn fá líka bif- reiðastyrk. Þetta eru hlunnindi sem einnig var taUð að ekki mætti fella niður. Hér er á engan hátt veriö að vekja athygU á tiUögum þeirra kvennalista- fuUtrúa um niðurfeUingu þessara hlunninda heldur miklu fremur á þeirri frétt að þessi hlunnindi skuU yfirleitt vera tU staðar hjá borginni. Á tímum sparnaðar og aðhalds eru þetta atriði sem sjálfsagt hefði verið að ræða um, hver svo sem tiUöguna hefði borið fram, og raunar hefði borgarstjómin öU átt að hafa um þetta samstöðu og afnema þessi hlunnindi. Það er sjálfsagt að borgarstjórinn, sem forsvarsmaður borgarinnar og æðsti embættismaður, haldi þeirri risnu sem embætti hans ber. En að aUir borgarfuUtrúar og borgarráðs- menn snæði og drekki ókeypis þótt fundir séu á matmálstima, það er af og frá. Það væri annars fróðlegt að fá upp- lýst hvaða greiðslur og í hvaða formi hlunnindi eru greidd hinum kosnu fuU- trúum okkar i borgarstjóm og borgar- ráði úr því þeir sjálfir hafa ekki átt frumkvæðið, eftir fréttina um ókeypis veitingar og bif reiðastyrki. Klám og guðlast Jóhanna D. Haraldsdóttir skrifar: Þar sem ég les flest dagblöð, þar á meðal DV, fór kæra Dave AUen þátt- anna ekki fram hjá inér. Mér finnst þessi kæra réttlát. Af hverju heyrir maður ekkert meira um kæmmáUð vegna Dave Allenþáttanna? SpegilUnn var gerður upptækur sam- dægurs, ef ég man rétt. Og þar sem ég er farin að ræða um mál SpegUsins, vil ég spyrja: Ef myndin sem birtist í SpegUnum er klám hvar eru þá mörkin sett? Hafa þessir háu herra og konur er kærðu SpegiUnn aldrei komið inn í bókabúð? Sennilega ekki, því þar blasa viö manni aUs konar blöð f uU af, ,klám- myndum” ef svo mætti að orði komast. En sennilega er það rétt hugsað hjá mér, „það er ekki sama hver á í hlut”. Það má Uka spyrja þeirrar spurning- ar hvort aðrar ástæður en klám og guð- last Uggi að baki kæmnni á SpegiUnn. Þetta heföi nú einhvern tímann þótt hið argasta klám en tiðarandinn breytist og i dag þykir meiri nekt en þetta í lagi. Lögbann hefur verið sett á blað vegna guðlasts og kláms. Ekki vrtum við hvað gæinn er að hugsa en vonandi verður aldrei sett lögbann á dónalegar hugsanir. HÖFÐALEIGAN áhalda- og vélaleíga FUNAHÖFÐA 7, SÍMI 86171. Höfum tilleigu eftirta/in óhöidogvéiar: • Beltavélar • Hitabiásarar •Rafstöðvar • Fræsarar • Hristarar • Slípirokkar • Flísaskerar • Jarðvegsþjöppur • Stingsagir • Háþrýstiþvot tatæki • Keðfusagir • Skrúfvélar • Höggborvélar • Lof tverkfaeri • Steypuhrærivélar • Höggfleygvélar •Nagarar •Vatnsdælur • Hjólsagir • Nagtabyssur «afl. TRÚLOFUNARHRINGAR Okkar sérgrein er trúlofunar- hringar. Mjög gott og fjöl- breytt úrval. Sérstaklega góð aðstaða til að skoða og velja hringana. LÍTIÐ IIMN Sendum litmyndaKsta JÓN og ÓSKAR, Laugavegi 70, 101 Reykjavik, simi24910. ATHUGIÐ Ungur fjölskyldumaður, vanur leigubíla- akstri, óskar eftir að komast á útgerðar- bíl. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 73646 á kvöldin. J DeildarfuUtrúl Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða deildarfulltrúa við Breiðholtsútibú f élagsmálastofnunar Asparf elli 12. Félagsráðgjafamenntun og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla áskilin, reynsla af stjómunarstörfum æskileg. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Upplýsingar veitir Guðrún Kristinsdóttír, yfirmaður fjöl- skyldudeildar, í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 15. febrúar 1984. »-S3gí§§ | bjóöom ★ Gvvs fit-ŒUi iIwilifhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.