Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDÁGUR 27. JANUAR1984.
25
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
rringar
ressir
ingalandsliðsins
Sigurður Pálsson, mesti marka-
skorari Þórs. Sigurður.'sem er 20
ára, skorar þetta 6—10 mörk í leikj-
um með 3. deildarliði Þórs. Akur-
eyringar telja að þessir tveir leik-
menn eigi heima í landsliðshópnum
sem virðist eingöngu vera byggður
upp á strákum af Rcykjavíkur-
svæðiuu. -SOS.
íslendingar mæta Norðmönnum:
Dagskipun Bogdans
þrír sigrar!
— Páll Olafsson er veikur og óvíst hvort hann leikur í kvöld
Dagskipun Bogdans, landsliðsþjálf-
ara t handknattleik, til leikmanna
landsliðsins er — Sigur gegn Norð-
mönnum! — „Ekki einu sinni, heldur
þrisvar sinnum,” sagði hann við lands-
liðsmenn sina á æfingu i Laugardals-
höllinni í gærkvöldi en þá tilkynnti
hann hvaða tóif leikmenn myndu leika
fyrsta leikinn af þremur, sem fer fram
í Laugardalshöllinni kl. 20.30 i kvöld.
Bogdan veit hvaö hann vill og einnig
hvað handknattleiksunnendur vilja, en
þeir eru orðnir langeygðir eftir góðum
sigrum. Það er mikill hugur í landsliðs-
mönnum Islands og eru þeir ákveðnir
að rífa handknattleikinn upp úr þeirri
lægð sem hann hefur verið í aö undan-
förnu.
Það er óvíst hvort Páll Olafsson úr
Þrótti getur leikið í kvöld, hann er
veikur — með flensu. Ef hann getur
ekki leikið tekur Þorbergur Aðalsteins-
sonstöðuhans.
mm*
fUDttr
l Kristján Arason — fyrirliði lands-
liðsins.
Landsliðið, sem leikur í kvöld,
verður þannig skipað:
MARKVERÐIR:
Einar Þorvaröarson, Val
Jens Einarsson, KR
AÐRIR LEIKMENN:
Kristján Arason, FH
Atli Hilmarsson, FH
Þorgils Ó. Mathiesen, FH
Páll Ólafsson, Þrótti
Sigurður Sveinsson, Lemgo
Þorbjörn Jensson, Val
Jakob Sigurðsson, Val
Sigurður Gunnarsson, Víkingi
Steinar Birgisson, Víkingi
Guðmundur Þ. Guðmundss., Víkingi
Ilandknattleiksunnendur eru hvattir
til að mæta í.Laugardalshöllina. Annar
landsleikur fer fram á Akureyrikl. 14 á
morgun og sá þriðji og síðasti í
Laugardalshöllinni kl. 20 á sunnudags-
kvöldið. -SOS
injalli, er nú í vondum málum.
ttur
mál
eta fyrir rétti í Lyon
Þess má geta aö þjálfarinn snjalli,
Robert Herbin, er einnig viöriðinn
málið, sem héraðsdómarinn í Lyon
hefur tekið fyrir. Mikið hefur verið
rætt og ritað um þetta mál og er ljóst
að þeir leikmenn sem tóku þátt í því
eiga eftir að gjalda þess að hafa þagaö
yfir fjársvikunum með því að þiggja
peninga úr leynilegum sjóði — peninga
sem aldrei hafa komið fram.
Nú næstu daga mun Platini koma frá
Italíu, þar sem hann leikur með
Juventus — til að mæta fyrir rétt í
Lyon. -ÁS/-SOS.
Vetrar-ólympíuleikarnir í Sarajevo:
Nú hleðst snjór-
inn í brautirnar
— þeir fyrstu f luttu inn í ólympíuþorpið í gær
larnir fluttu í Ölympíu-
þorpið í Sarajevo í Júgóslavíu í gær.
Það voru forustumenn og þjálfarar
Júgóslavneska ólympíuhópsins.
Ölympíuþorpið samanstendur af fimm
íbúðablokkum, sex hæða, umlukt 2,2
metra hárri girðingu og viðvörunar-
kerfi fer í gang ef girðingin er snert.
Reiknað er með að um 3000 manns
dvelji í ólympíuþorpinu meöan á
vetrarólympíuleikunum stendur og
eru öryggisreglur miklar og strangar.
Meðal íbúa þorpsins verða níu Islend-
ingar; fimm keppendur, fararstjórar
og þjálfarar. Leikarnir hefjast 7.
febrúar.
Fjöldi fréttamanna víðs vegar að úr
heiminum hefur þegar heimsótt ólym-
píuþorpið og kynnt sér allar aðstæður
þar. Framkvæmdanefnd leikanna
hefur skýrt þeim frá þvi að öryggisráð-
stafanir séu efstar á blaði hjá henni.
Júgóslavneskir lögreglumenn, mjög
vel vopnum búnir, tóku við stjóm i
þorpinu fyrir rúmri viku. Þar á ekkert
að fara úrskeiðis. Síðan hópur Israels-
manna var myrtur á ólympíuleikunum
í Múnchen 1972 hafa öryggismálin ver-
ið mjög í sviðsljósinu á ólympíuleikum.
Snjór í Sarajevo
Talsverð snjókoma var í Sarajevo i
gær eftir að rigning dagana á undan
hafði mjög þynnt snjóinn í brautunum,
þar sem alpagreinar tara fram.
Clough
skoraði sjö
Nigel Clough, sonur Brian Clough,
framkvæmdastjóra Nottingham
Forest, er stöðugt að sanna betur og
betur að hann getur skorað mörk eins
og hinn frægi faðir hans, þegar hann
var miðherji Sunderland og enska
landsliðsins. Á laugardag skoraði
Nigel sjö mörk, þegar lið hans, AC
Hunters, slgraði 10—1 í deildaleik í
Derbyshire.
-hsim.
Snjókomunni var mjög fagnað enda
voru menn famir að hafa áhyggjur af
rigningunni. Nú er um 50 sm jafnfall-
inn snjór í Bjelasnica þar sem karlar
munu keppa í alpagreinum og 80 sm
snjór í Jahorina þar sem keppnisgrein-
ar kvenna verða. Við Igman-fjall, þar
sem norrænar greinar verða, er 40 sm
jafnfallinn snjór. Allar brautir eru til-
búnar og viðurkenndar æfingar
keppenda hef jast þar 4. febrúar.
I dag var spáð áframhaldandi
snjókomu í Sarajevo og bjartsýni ríkir
nú meðal frammámanna aö nægur
snjór verði á leikunum. Júgóslavneska
ólympíuliðið fékk nokkur forréttindi í
gær. Þá voru æfingar hjá því í
Bjelasnica og sagt að þær væm undir-
búningur fyrir keppni heimsbikarsins í
Borovetz í Búlgaríu um helgina.
Olympíubyggingarnar í Sarajevo
eru nú að komast í gagnið. I dag verður
fréttamannamiðstöðin opnuð í
Skenderija í miðborginni. Þar komast
fyrir um 400 blaðamenn og ljósmynd-
arar. Miöstöö útvarps- og sjónvarps
verður í 16 hæða útvarpsbyggingu
Sarajevo og þaðan verður útvarpað og
sjónvarpað vítt og breitt um heim.
Reiknað með að um tveir og hálfur
milljarður fólks muni fylgjast með
sendingunum meðan á leikunum
stendur.
hsim.
JSL
^ Karl Þórðarson.
I Teitur Þórðarson.
Karl og Teitur
í liði vikunnar
- hjá „France FootbaH"
Frá Áma Snævarr — fréttamanni DV í
Frakklandi:
— Skagamennirnir Kari Þórðarson
og Teitur Þórðarson voru báðir valdir í
lið vikunnar hjá hinu virta franska
knattspyrnutímariti France Football
eftir frammistöðu sina um sl. helgi.
Karl var valinn í úrvalslið 1. deildar
og Teitur í lið vikunnar í 2. deild. Karl
hefur leikið mjög vel með Laval að
undanförnu og er greinilegt að hann er
búinn aö ná sér eftir meiðslin sem
hann átti við aö stríða fyrir jól. Karl er
mjög leikinn leikmaður, eins og menn
vita, en það sem háir honum mest er að
hann notar illa þau marktækifæri sem
hann fær — hefur aðeins skorað eitt
mark fyrir Laval í vetur. -ÁS/-SOS
Kristinn Jörundsson.
Öruggt hjá
Stúdentum
Stúdentar mcð Kristin Jörundsson í
broddi fríðrar fyikingar átti ekki í mikium
vandræöum með aö vhina sigur á Fram er
liðin léku í 1. deiid Islandsmótsins í körfu-
knattieik í Iþróttahúsi Kennaraháskólans í
gærkvöidi. Staðan í leikhléi var 35—27 ÍS í
vil og lokatölur urðu 73—59.
Stúdentar byrjuðu leikinn af miklum
krafti og náöu fljótlega góðri forystu 23—
14 en Framarar náðu að minnka muninn
fyrir leikhlé.
Siðari hálf leikur var nokkuð jaf n framan
af en er líða tók að leikslokum tóku
Stúdentar leikinn í sínar hendur og sigur
þeirra var öruggur.
Kristinn Jörundsson var bestur hjá IS og
dreif lærlinga sína áfram meö mikilli bar-
áttu og útsjónarsemi. Hann skoraði 21 stig
og átti stærstan þátt í þessum góða sigri
IS. Einnig léku þeir Árni Guðmundsson og
Björn Leósson vel. Arni skoraði 16 stig og
Björn 14.
Framarar voru í daprara lagi í þessum
leik og sérstaklega var sóknarleikur liðs-
ins lélegur eins og sést á skorinu.Þorvald-
ur Geirsson var yfirburðamaður hjá liðinu
og skoraði mest eða 23 stig. Næstir komu
Ömar Þráinsson og Davíð Ö. Arnar með 10
stig. Lcikinn dæmdu þeir Kristinn Alberts-
son og Carsten Kristinsson og voru mjög
lélegir.
-SK.
Norðmenn á
ferðogflugi
Lmdsliðshópur Norftmanna, sem Iclkur hér
þrjá landsleiki um hclgina i handknattleik, vcrður
á ferft og fiugi. Norðmcnn koma hingað til iandsins
í dag — n*r beint í fyrsta landsleikinn, sem verður
í I.augardalshöllinni kl. 20.30 í kvöld. A morgun
fljúga þcir síftan til Akurcyrar með íslcnska lands-
liðshópnum og leíka þar kl. 14. Síðan verður flogið
aft nýju til Reykjavíkur og þriftji landslcikurinn
leikinn á sunnudagskvöldið kl. 20. Norðmennirnir
halda síftan aftur utan á mánudagsmorguninn.
-SOS
örntil liðsvið
Framara
Örn Vaidimarsson, sem leikið hefur
nokkra landsleiki i nnglingalandsliði ts-
lands i knattspyrnunni, tilkynnti í gær fé-
lagaskipti úr Fylki til Fram. örn er 17 ára
og hefur æft með Fram í vetur. Mjög efni-
legur knattspyrnumaður.
hsim.
Borðtennissigur
yfirJerseyíEM
Isienska Iandsiiðið i borðtennis vann sig-
ur 4—3 yfir Jersey í Evrópkcppni landsliða
— 3. deild, sem stendur nú yfir á Möltu.
Tómas Guðjónsson vann Elliw 20—22,21—
16 og 21-15 í einliðaleik, Hjálmtýr Haf-
steinsson vann Elliw 21—16,18—21 og 21—
14, Tómas og Hjálmtýr unnu Callaghan og
Hansfort 21—17, 18—21 og 21—10 í tví-
liðaleik og Tómas og Ásta Urbancic unnu
Soper og Callaghan 21—14,21—11 og 22—20
í tvenndarlelk.
• Asta tapaði 16—21 og 16—21 fyrir Sopcr í ein-
liðaleik, Hjálmtýr tapaði iyrir Hausfort 21—16,
16—21 og 22—24 í cinliðalcik og þcir Tómas og
Hjálmtýr töpuðu tviliftaleik 17-21, 21-14 og 25-
27 fyrir Hansfort og Tcddy.
• lÆndsliðift lcikur gegn Möltu í dag og Búlgariu
á morgun. Portúgalir mættu ekki til leíks.
-SOS
íþfóttir