Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984. Kærur á lögreglu í hend ur ríkissaksóknara — er ein af tillögum réttarfarsnef ndar Fáskrúðsfjörður: Stuttar veiði- ferðir Nema skatt- svikin 5 millj- örðum króna? togara — vegna óveðurs á miðunum Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði: Skuttogarinn Hoffell landaði á mánudaginn alls 50 tonnum af blönduðum fiski eftir 6 daga veiði- ferð. Þá landaöi skuttogarinn Ljósafell einnig alls 7 tonnum eftir sólarhrings veiöiferð. Báðir togararnir komu inn vegna óveðurs á miðunum. Það sama hefur einnig gilt um bátana. Þeir hafa lítið getaö verið við veiðar vegna brælu á miðunum. A meöal þeirra báta er landaö hafa er vélbáturinn Þorri sem er á linuveiðum. Hann landaði 5 tonnum eftir um tveggja daga veiðiferð. Þorri er með 40 bjóö. Vélbáturinn Sæbjörg, sem er á trolli, landaði fyrir helgi 11 tonnum eftir viku útvist. Þá hefur Sólborg- in einnig landaö en afli hefur verið tregurhjá henni. Nokkur loðnuskip eru nú hér á Fáskrúðsfirði vegna brælu og eins hefur lítið fundist af loðnu eftir ára- mótin. Réttarfarsnefnd hefur skilað áliti um meðferð mála við þær aðstæöur þegar bornar eru fram kærur eða um- kvartanir vegna meints harðræðis af hálfu lögreglumanna í samskiptum við almenna borgara. Aliti sínu skilaði nefndin að beiðni dómsmálaráðherra og las hann það upp er hann svaraði fyrirspurn Stefáns Benediktssonar á Alþingi fyrr í vikunni um kærur á hendur lögreglumönnum. Iálitinefndarinnarsegir: „Nefndin lítur almennt svo á að eigi sé rétt að mæla fyrir um sérstaka rannsóknar- hætti að því er varðar sérstaka brota- flokka eða brot manna úr tilteknum stéttum, nema einhverjar óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi. Leggur nefndin áherslu á að almennt er þaö helst trygging fyrir vandaðri rann- sókn aö hún fari þar fram sem fyrir hendi er kunnátta og þjálfun til slíkra starfa. Verður eigi talið varhugavert almennt að rannsókn út af kærum á hendur lögreglumönnum fari fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Að sjálf- sögðu er nauðsynlegt að þeir einir séu valdir til rannsóknarinnar sem hæfir eru og eigi hætta á að kunni aö vera vil- hallir. Æskilegt væri aö lögfræöingar í þjónustu RLR (deildarstjórar) stýrðu sjálfir slíkum rannsóknum og er hægt að koma slíku fyrirkomulagi á án nokkurra lagabreytinga.” I niðurlagi álits réttarfarsnefndar segirsíðan: „Niðurstaöan verður því sú, aö rétt sé að umræddar kærur sæti almennum reglum um rannsóknir brotamála, en sérstakur rannsóknarlögreglustjóri yrði skipaður í hvert mál, ef einhver hætta þykir á að rannsóknarlögreglu- stjóri eða starfsmenn hans muni verða vændir um að líta ekki óhlutdrægt á mál. Einnig gæti komið til greina að stjóm slikra rannsókna verði í höndum ríkissaksóknara framar en tíðkast samkvæmt núgildandi reglum.” Réttarfarsnefnd var skipuð áriö 1972 og er hlutverk hennar aö endur- skoða dómstólakerfi landsins á héraðs- dómstigi og gera tillögur um hvernig breyta megi málsmeöferð í héraði til þess að afgreiðsla mála yrði greiðari. I nefndinni eiga nú sæti Magnús Thor- oddsen hæstarréttardómari sem er formaður hennar, Friðgeir Bjömsson borgardómari, Halldór Þorbjömsson hæstaréttardómari, Asgeir Pétursson, bæjarfógeti í Kópavogi, og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaöur. I svari sínu til Stefáns Benedikts- sonar vísaði dómsmálaráðherra til þess hvernig farið væri með kæmr á hendur lögreglumönnum í öðmm lönd- um. Sagði hann að sérstök nefnd hefði verið sett á laggirnar í Danmörku árið 1966 í kjölfar mikilla skrifa í f jölmiöl- um um kærur á hendur lögreglumönn- um og rannsókn þeirra hjá lögreglu. Sagði dómsmálaráðherra að í skýrslu þeirrar nefndar hefði komið fram að í flestum Evrópuríkjum sættu kærur af þessu tagi engri sérmeðferð og annaö- ist lögreglan sjálf rannsókn á kærum á hendur lögreglumönnum eins og gerð- ist á Islandi. I Danmörku hefur réttar- farslögum hins vegar verið breytt á þann veg að sérstakri nefnd er falin rannsókn á kærum á hendur lögreglu- mönnum. I nefndinni eiga sæti lög- reglustjóri, fulltrúar lögreglumanna og fulltrúar úr hópi sveitarstjórnar. I Bretlandi voru árin 1964 og 1965 settar sérstakar reglur um meðferð kæra af þessu tagi, en eftir sem áður er það lögreglan sjálf sem annast rannsókn þeirra. ÖEF - , W Nú er fjör í Lœkjarási! DV-mynd GVA. • SKERJAFJÖRÐ II • HÖFÐAHVERFI • BLÖNDUHLÍÐ EINNIG VANTAR OKKUR SENDLA Á AFGREIÐSLU. VINNUTÍMI KL. 12-18 AÐ FULLU EÐA HLUTA. ATH. ÞARF AD HAFA HJÓL. AFGREIÐSLA SÍMI27022 Nema skattsvik á árinu 1983 rúmum 5 milljörðum króna að söluskatts- svikum undanskildum? Ef rétt er nemur þessi upphæð 33% af heildar- tekj um ríkiss jóðs á árinu 1984. Þessar tölur um skattsvik eru settar fram í þingsályktunartillögu um út- tekt á umfangi skattsvika sem þing- menn Alþýðuflokksins lögðu fram í fyrradag. Þar er lagt til að ríkisstjóm- in komi á fót starfshópi til að kanna umfang skattsvika hérlendis miðað við upplýsingar um þjóðartekjur í þjóðhagsreikningum og öörum opinberum gögnum annars vegar og upplýsingar um framtaldar tekjur hins vegar. Starfshópnum er einnig ætlað aö kanna í hvaða atvinnustéttum og atvinnugreinum skattsvik eiga sér helst stað, hvert sé umfang söluskatts- svika og hvaða leiðir séu vænlegastar til úrbóta í þessum efnum. I greinargerö vitna flutningsmenn tillögunnar í grein eftir Olaf Björnsson hagfræðing frá árinu 1975 þar sem segir að við samanburð á þjóöartekj- um, sem annars vegar eru reiknaðar samkvæmt upplýsingum um magn og verðmæti þjóöarframleiðslu og hins vegar samkvæmt skattframtölum, komi fram að þaö skakki 10 til 11% hvað skattframtölin eru lægri en þjóðhagsreiknitölumar. Ef þetta hlut- fall er fært fram til þjóöartekna á árinu 1983 þá hafa skattsvikin á því ári verið 5 milljaröar og 283 milljónir króna og em þá söluskattssvikin undanskilin. I greinargerðinni er einnig vitnað til rits sem gefið er út af International Fiscal Association á síöasta ári þar sem fram kemur að skattsvik í Bandaríkjunum nemi 10% af mögulegum skatttekjum, í Svíþjóð sé undandrátturinn 10% af þjóðarfram- leiöslu og í Frakklandi er áætlaö að 23% af tekjuskatti tapist vegna skatt- svika. Jóhanna Siguröardóttir, framsögu- maður tillögunnar, sagði í samtali við DV að þetta mat byggði á gömlum tölum en nú væru viðameiri upplýsing- ar fyrir hendi til að áætla umfang skattsvika hér á landi. Sagöist hún hafa aflað sér upplýsinga um aö skattaeftirlit tæki aðeins til rannsókn- ar 1 til 2% af skattframtölum eigenda og fyrirtækja í atvinnurekstri og stafaði það af því að ekki væri nægi- lega mikiö af hæfum mannskap til aö yfirfara skattframtöl fyrirtækja. ÖEF HUGMYNDASAMKEPPNIUM HÖNNUN EININGAHÚSA Samtök fimm einingahúsa- framleiðenda hafa ákveðið að hrinda af staö hugmyndasamkeppni um hönnun einingahúsa úr steinsteyptum einingum. Tilgangur samkeppninnar er að hanna hús sem byggð verði upp úr einingum sem hægt sé að fjölda- framleiða og eiga á lager án þess að það bitni á útlitsgæðum og fjölbreytni húsanna. Aætlað er að tilkynna úrslit sam- keppninnar um miðjan mars þetta ár. Nýhús ætla síðan að ráöa einhvern verðlaunahafann til áframhaldandi þróunar á tillögu sinni. Að Nýhúsum standa Húseininga- verksmiðja Páls Friðrikssonar, Loft- orka, Strengjasteypan, Húsiön og Brúnás. Þessi fyrirtæki eru víðs vegarumlandið. -ÞóG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.