Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 12
12
" V’; ---—
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfutélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SIDUMULA 12—14. SÍMI BéAll. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími rilstjórnar: 84611.
Sefning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 1».
Áskriftarverð á mánuðí 250 kr. Verð i lausasölu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
Sprengjum kastaö
Það fór ekki framhjá neinum að Morgunblaðiö og Þjóð-
viljinn skýrðu frá því samtímis að samningar fulltrúa
vinnumarkaðarins hefðu verið í gangi að undanförnu með
mikilli leynd. Bæði blöðin greindu frá meintum
samningsdrögum og tilgreindu þar bæði sömu prósentu-
tölur og tímasetningar.
Þessi fréttaflutningur kom fulltrúum vinnuveitenda
jafnt sem verkalýðshreyfingarinnar í opna skjöldu og
báðir mótmæltu eindregið að nokkrar tölur hefðu veriö
nefndar í viðræðunum, en neituðu hinsvegar því ekki að
ítarlegar viðræöur hefðu farið fram.
Ljóst er að fréttir Morgunblaðsins og Þjóðviljans
spilltu mjög fyrir áframhaldi samningsviðræðna og nú er
altalað að til þess sé leikurinn gerður. Trúnaður hafi
verið brotinn og upplýsingum lekið til blaðanna beinlínis í
því skyni aö kasta sprengju og koma í veg fyrir sam-
komulag í þeim anda, sem greint er frá.
Fullyrt er að pólitískir útsendarar Alþýðubandalagsins
hafi staöið fyrir þessu samsæri. Fingraför þeirra eru
augljós, tilgangurinn einnig.
Alþýöubandalaginu er þaö þvert um geð að samningar
takist um kaup og kjör. Flokkurinn vill blása sem mestan
eld í glæður óánægju og ókyrrðar á vinnumarkaðnum,
kynda undir ófriði og nýta sér til fullnustu þær blikur sem
nú eru á lofti í atvinnu- og kjaramálum. Alþýðubanda-
lagið vill fiska í gruggugu vatni. Þess vegna er bombu-
fréttum lekið til f jölmiðla.
Annað mál, svipaðs eðlis, gerðist í fyrradag. Iðnaðar-
ráðherra kemur fram í útvarpsviðtali og tekur mikiö upp
í sig, hefur í hótunum gagnvart starfsmönnum álversins.
Afleiðingarnar eru þær að mikil illska hleypur í deiluna,
og haft er eftir sáttasemjara að slíkar yfirlýsingar
séu furðulegar á „afar viðkvæmu augnabliki”.
Nú er þess að geta að kröfur starfsmanna álversins eru
að mati DV úr öllu hófi og bein atlaga að efnahagsráðstöf-
unum og veröbólguviðnámi. Þeim ber að hafna. En það á
auðvitað ekki að gerast með hótunum eða hvatvísum yfir-
lýsingum í fjölmiðlum. Allt slíkt er vatn á myllu þeirra
afla í þjóðfélaginu, sem vilja egna til pólitískra uppþota,
skæruhernaðar, sem hleypir öllu í bál og brand.
Þau samningsdrög, sem fulltrúar vinnumarkaðarins
eru sagðir fjalla um að því er varðar almenna kjara-
samninga, eru miklum mun geðfelldari og raunhæfari en
kröfur álstarfsmanna. Þær eru niðri á jörðinni. Ef vísvit-
andi er verið aö spilla fyrir þeim meö því að leka þeim í
blöðin, þá er það ljótur leikur.
Ef samkomulag tekst með skaplegum hætti við ASI og
einstök verkalýðsfélög; ef deilur eru jafnaðar og ábyrg
afstaða fær að ráða, þá er von til þess að verðbólgu verði
haldið niðri og íslendingum takist í sameiningu að brjót-
ast út úr efnahagsþrengingum sínum.
En til þess að það megi takast, þurfa áhrifamenn utan
og innan ríkisstjórnar, utan og innan hagsmunasamtaka,
að taka höndum saman og skapa skilyrði fyrir heilsteypt-
ar viðræður og sanngjarnar lausnir. Það á ekki að efna til
þess óvinafagnaðar, að etja mönnum saman aö ófyrir-
synju. Innan Alþýðubandalagsins takast nú á ábyrgir
verkalýðsforingjar annars vegar og pólitískir henti-
stefnumenn hins vegar. Síðarnefndi hópurinn vill efna til
ófriðar í landinu. Enginn skyldi hjálpa honum til þess.
ebs.
kOO r n tT'tT* * T . cTTTr> A/TT.T»pOfW
________________DV. FOSTUDAGUR 27. JANtJAR 1984,
Þeir lægst
launuðu fyrst
Oft vekur þaö furöu mína hve fjöl-
miðlar birta ruglaöa mynd af gangi
mála. Það nýjasta er „hugmyndin”
um afkomutryggingu. Nú er afkomu-
tryggingu slegiö upp sem stórkostlegri
uppgötvun. Vitnaö er í tvo verkalýðs-
leiötoga sem lýst hafa vonbrigöum sín-
um meö afstööu heildarsamtaka
verkafólks. Vonbrigðum sem virðast
sár og einlæg. Aöalheiður Bjamfreðs-
dóttir situr í miðstjórn Alþýðusam-
bandsins og Bjarni Jakobsson oft sem
varamaöur svo þau ættu sjálfsagt aö
þekkja til mála.
En skyldu hugmyndir þeirra um aö
bæta láglaunafólki kaupskerðingu og
dýrtíö meö afkomutryggingu vera nýj-
ar af nálinni?
Aldeilis ekki. Hins vegar hafa fáir
viljað hlusta á þessar hugmyndir fyrr.
Fjölmiölar hafa reynt að þegja þær í
hel.
I kosningabaráttunni og löngu áöur
var megininntak málflutnings Alþýöu-
flokksins aö komið yröi á afkomu-
tryggingu. Þaöan er hugmyndin
komin og hafa alþýðuflokksmenn mjög
hamraö á henni. Við höfum flutt tillög-
ur á Alþingi sem gert hafa ráö fyrir
þátttöku almannatrygginga og einnig
skattkerfisins. Viö höfum einnig rætt
aðrar útfærslur á afkomutryggingu og
bent á haldgóöar leiöir. Hins vegar
hefur reynslan af „láglaunabótum”
sem síöasta ríkisstjóm útdeildi jafnt
til stóratvinnurekenda, hátekjumanna
og verkafólks sýnt okkur aö viömiðun
við úrelt tekjuskattskerfi er varasöm.
Astæðulaust er þó að ætla aö ekki megi
koma á kerfi svokallaðs neikvæðs
tekjuskatts þar sem á réttlátan hátt
yröi greitt úr skattkerfinu tii þeirra
lægst launuðu.
KARL STEINAR
GUÐNASON
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUFLOKKINN
Þjóðarskömm
En skyldu alþýðuflokksmenn hafa
sleppt þessu taU að loknum kosning-
um? Nei, aldeUis ekki. Þegar bráöa-
birgðalögin um kauprániö voru tU af-
greiöslu á Alþingi fluttum viö tUlögu
um 15 þúsund króna lágmarkslaun.
TiUagan var útfærö á þann hátt aö
þesíia uppbót fengju þeir einir sem
hefðu minna en 15 þúsund krónur í
rauntekjur. Þessa tUlögu rökstuddum
viö meö því aö neyð þess fólks sem er á
lágmarkskaupi, þ.e. kr. 10.961,- á mán-
uöi, væri svo mikil aö óþolandi væri.
Viö bentum á að þjóðin ætti svo mikil
auðæfi aö þaö væri hneisa, — þjóöar-
skömm ef þjóðfélagið greiddi þeim
lægstlaunuðu minna en kr. 15 þúsund á
mánuði. Þess vegna yröi aö brjótast út
úr taxtafrumskóginum. Þess vegna
bæri aö taka málið sérstökum tökum.
Flestum sama
A Alþingi uröu Utlar umræður um
afkomutrygginguna. Flestum virtist
sama um láglaunafólkiö þar og þá. 1
atkvæðagreiðslu um málið greiddu
ríkisstjómarflokkamir ásamt sumum
í Alþýðubandalagi og Kvennalista at-
kvæöi gegn málinu. Rök? Skyldu þau
hafa heyrst? Nei, engin. A.m.k. ekki
úr ræöustól. 1 hliöarsölum heyröi ég
þessari tillögu hallmælt því samkvæmt
henni fengi bónusfólkið ekkert o.s.f rv.
„Líst bara vel á þetta"
Nú, eftir aö þau Aðalheiður og
Bjami höföu vakið máls á afkomu-
tryggingu þótti þaö tíðindum sæta í
fjölmiölum. Forsætisráöherra var
spuröur álits. Hann sagöi: „Mér líst
bara vel á þetta.” Þetta fannst mér
mikil frétt. Forsætisráðherra greiddi
nefnilega atkvæði gegn 15 þúsund
króna lágmarkslaunum fyrir nokkrum
vikum. Gegn tillögum okkar um aöra
útfærslu meö þátttöku skattkerfis og
almannatrygginga. Hann lagöist þá
alfariö gegn afkomutryggingu lág-
launafólks. Gott er að hafa tungur
tvær..........
„Þetta er ekki neitt "
Þegar launþegasamtökin setja nú
fram kröfuna um 15 þúsund króna dag-
vinnulaun (sem er önnur útfærsla en
afkom utrygging) heyrist sagt: „ Þetta
erekkineitt. Þetta kemur mér ekkert
að gagni”. Víst er þaö aö þeir sem
þurfa aö lifa á lágmarkstekjutrygg-
Alverið:
Af hverju mega
laun ekki hækka?
Eftir því sem kjararániö eykst og
vangoldnar skuldir hlaöast upp
magnast óánægja og gremja meöal
launafólks. Það sér ekki fyrir endann á
ránsherferö stjómvalda og sannast
þar aö mikið vill meira.
Olíkt hafast menn aö. Bókageröar-
menn, starfsmenn álversins og kenn-
arar í Reykjavík vilja endurheimta
kjararán síöustu missera. Forystu-
menn þeirra lægst launuðu gera fátt til
aö hvetja sitt fólk til dáöa en hyggjast
þess í stað segja allt liðið á sveitina.
Þaö má víst ekki níðast á blessuðum
atvinnurekendaræflunum og láta þá
borga mannsæmandi laun.
Starfsmenn álversins fá
kaldar kveðjur
Verkamenn í álverinu í Straumsvík
vilja endurheimta kaupmátt launanna
1982. Forstjóri álversins telur þar vera
um 40% hækkun aö ræöa. I viðtali við
Þjóðviljann telur hann álveriö geta
staðið undir þessum launum en því sé
hins vegar ekki stætt á aö láta undan
kröfunum vegna þess fordæmis sem
þaö gefur öörum launþegum.
Starfsmenn álversins láta ekki sitja
við orðin tóm. Þeir hafa boðað verkfall
til þess aö fylgja eftir kröfum sínum.
Þessi röggsemi þeirra hefur ekki
fengiö góöar undirtektir hér á síðum
þessa frjálsa og óháöa dagblaðs.
Magnús Bjamfreðsson, Haukur Ilelga-
son og ebs vanda álversmönnum ekki
kveðjurnar.
Þorvaldur örn Árnason
LlFFRÆÐINGUR, STARFAR HJA
menntamálarAðuneytinu.
„Þetta sýnir, aö hinir hærra launuðu
í verkalýöshreyfingunni hafa vegiö að
láglaunafólkinu,” segir Haukur 17.
þ.m. Þaö er hægt aö skilja mál hans
svo að launahækkanir álversmanna
veröi teknar úr vasa láglaunafólks.
Svo hefur maöurinn þungar áhyggjur
af því aö verkamenn í álverinu veröi
forréttindastétt. Hvers vegna amast
hann þá ekki við þeim sem nú þegar
mynda forréttindastétt, eins og stór-
eignamönnum og forstjórum? Af
hverju tekur hann ekki Ragnar HaU-
dórsson áljarl fyrst á beinið? Er það
eitthvað sjálfgefiö aö forréttindi skuli
vera frátekin handa stjórnendum og
fyrirmönnum?
„Þessum kaupkröfum á að hafna
umsvifalaust. Þær eru atlaga gegn
efnahag þjóöarinnar og kemur laun-
þegum verst þegar upp er staöiö,”
segir ebs í leiðara 20. þ.m. I sama leið-
ara segir einnig: „Oll er þessi kröfu-
gerð sniðin aö því aö bæta launafólki
upp skertan kaupmátt.” Ja, skárri er
það nú frekjan. En áfram með smériö:
„Þar er einblínt á launastigann sem
lausn allra mála... ”Hvað annaö kem-
ur til greina? Leyfa verkamönnunum
að kaupa sér bíl á hálfvirði? Kæmi þaö
sér betur fyrir þjóðarbúiö?
Reyndar mætti auka kaupmáttinn
með því aö lækka verö á nauösynjavör-
um. Ætli viðkomandi eigendur og ráða-
menn séu tilbúnir til þess? Launa- og
vaxtaútgjöld verslunarinnar hafa
minnkaö verulega síöustu mánuði. Eg
hef þó ekki orðið var við það aö við
launaþrælarnir höfum fengiö aö njóta
þess í lægra vöruveröi. Þess í staö
teikna verslunarkóngamir nýjar
verslunarhallir og hyggjast þannig
stækka konungdæmi sitt.
Hvaðan koma laun
starfsmanna álversins?
Laun starfsmanna álversins eru ekki
greidd úr ríkissjóöi eöa úr vösum lág-
launafólks. Þaö ætti ekki aö þurfa aö