Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 23. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1984. Sendibfll brann í Múlanum: „Orðið þungt fyrír brjósti af reyk" Álit sænska ráðgjafafyrirtækisins Marson: ÍSLAND GÆTIRÁÐ- H) ÁLAMARKAÐNUM „Þar sem tsland hefur yfirburði í hagkvæmum framleiðslukostnaði og jafnframt aögang að stærstu ála- mörkuðum í Evrópu, Norður- Ameríku og Japan, getur það orðið ráðandi álaframleiðsluland í heim- inum. Lækki verðið er Island eina landið sem það getur staðist.” Þetta eru ályktunarorð í skýrslu sænska ráðgjafafyrirtækisins Marson sem dr. Sigurði Helgasyni á Keldum barst fyrir fáum dögum. Ráðgjafarnir álíta að heita vatnið hér ráði úrslitum. Þeir segja að ála- markaðurinn taki við 30.000 tonnum 1985 og framboðið verði að óbreyttu . 10.000 tonnumminna. Verð á ál er hliðstætt verði á laxi og gætu 10 þúsund tonn gefið 1.5—2.0 milljarða í tekjur, gróflega reiknað. Að áliti sænsku ráðgjafanna er ála- rækt mjög gróðavænlegt fyrirtæki. Þeir bera saman álaræktina og laxa- rækt og segja markaðshorfur vegna laxaræktar þær að Norðmenn séu að fylla markaðinn og þegar verð á laxi lækki muni þeir einir standast sam- keppni á þeim markaöi, svo fullnægj- andiverði. Að sögn Arna Gunnarssonar, sem er í öðrum af tveim hópum áhuga- manna um álaeldi hér á landi sem mest ber á nú, er beðið úrskurðar landbúnaðarráðherra um það hvort álastofn fáist fluttur inn frá Englandi. Hann kvað menn bæði hér- lendis og erlendis tilbúna til þess að leggja féíálaeldið. Til samanburðar við þá tekju- möguleika sem Marson telur ónotaða í álaræktinni, er að fiskiskipaflotinn fékk 6,7 milljarða fyrir afla sinn á síðasta ári. -HERB. „Eg fann lykt, stoppaði bilinn og fór út. Þá gaus eldur og reykur á móti mér þegar ég opnaði vélarhlífina,” sagði Þorsteinn Leifsson bílstjóri í samtali við DV í gær. Hann var að aka vörum til Olafsfjarðar fyrir flóabátinn Drang og var á leiðinni fyrir Múlann kl. rúm- lega 18 í fyrradag, þegar eldur kvikn- aði í bíl hans. Þetta er sendibílskálfur afBenz gerð. Þorsteinn sagöist ekki hafa ráðið neitt við eldinn. Honum hefði tekist að ná í félaga sinn á SendibQastöðinni á Akureyri gegnum talstöð. Lögreglan þar hafði siðan samband viö Dalvík og þaðan komu lögregla og slökkvilið. Var þá kominn mikill eldur fremst í bilinn. Meðan Þorsteinn beið eftir hjálp reyndi hann að ná út tækjum sem voru laus frammí en vörurnar voru ekki í hættu af eldinum. „Mér varð orðið þungt fyrir brjósti af reyk,” sagði hann „auk þess fékk ég smáblöðrur á fingur en það er ekki neitt. ” SendibOlinn er mjög mikið skemmd- ur. Farmurinn var 3 1/2 tonn af mjólkurvörum og verður tjónið á þeim ínetið í dag. Talið er að þær hafi ekki skemmst mikið. -JBH/Akureyri SendibíHinn er illa útieikinn eftir eldinn sem kviknaði i honum i Múianum í fyrradag. DV-mynd JBH/Akureyri. Uppsagnir hjá RARIK Tíu starfsmönnum hjá Rafmagns- veitum ríkisins var sagt upp störfum í gær. I uppsagnarbréfum þeirra, er undirrituð voru af Sverri Hermanns- syni iðnaðarráðherra, er m.a. til- greind sú ástæða að störf viðkom- andi manna verði lögð niður frá og með 15. febrúar næstkomandi. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri sagði í viðtali við DV í morgun að ekki væri alls kostar rétt sem komið hafði fram í blöðum um þetta mál. Rekstrarstjóra RARIK hefði ekki verið sagt upp störfum heldur tilkynnt að starf hans yrði lagt niður frá ofangreindum tímamörkum. Hins vegar hefði honum veriö boðið að vinna út árið hjá fyrirtækinu. Þá hefði þrem öðrum starfsmönnum ekki verið sagt upp heldur hefðu þeir óskaö sjálfir eftir að hætta þegar þeim hefði verið gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar yrðu á störfum þeirra. Því hefði í rauninni sex manns verið sagt upp störfum. I hópi þeirra er hætta hjá RARIK um miðjan febrúar eru þrír yfir- menn fyrirtækisins. Uppsagnimar eru tilkomnar í kjölfar athugunar sem Hagvangur gerði á rekstri og stjómskipulagi fyrirtækisins en í framhaldi af þeim verður tekið upp nýtt skipulag fyrirtækisins um miðj an næsta mánuð. -JSS Norðmenn hugsaKreml þegjandi þörfina — sjáfréttiraf njósnamáliTreholts ábls.4og6 Deiltum Kodakfilmur - sjá bls. 5 JónL stigahæstur íslenskra skákmanna — sjá bls. 3 Meirísnjór væntanlegur -sjábls.2 Togaramir bundnirífjóra mánuði? -sjábls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.