Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 15
MPrRAO'VT.AT. w TmnAfTTTTHnW V(T DV. FOSTUDAGUR 27. JANÚAR1984. 15 Lesendur Lesendur Lesendur ] OV Akureifri Fleiri barnatíma í sjónvarpið Egill Bjarkason, 7 ára, fékk ömmu sína tU að skrifa þetta bréf af því hann kann ekki vel aö skrifa sjálfur: Viltu birta þetta bréf svo fólkið í barnatímanum í sjónvarpinu geti lesið það. Málið er það að mér finnst vanta fleiri barnatíma í sjónvarpið. Það væri til dæmis ágætt að hafa bama- tíma kl. 6—7 á skóladögum meðan mamma og pabbi eru að elda kvöld- matinn og svoleiðis og allir eru orðnir þreyttir. Svo væri líka gott að hafa barnatíma kl. 11—12 fyrir hádegi á laugardögum því þá er svo oft verið að taka til í húsum og krakkar eru alltaf fyrir. Eg á tvo frændur í Ameríku og þar er mikið af skemmtilegum teikni- myndum og líka fræðslumyndum fyrir krakka einmitt þegar mamma og pabbi em að elda og allt þaö. Þá geta strákamir líka slappaö af á meðan þeir eru aö bíða eftir matnum og pabbi þeirra og mamma fá meiri frið meöan þaueruað vinna. I Ameríku er þaö svoleiðis að skemmtilegar myndir eru oft sýndar oftar en einu sinni og líka mikið af gömlum myndum. Ef það væri gert hér og líka sýndur aftur Páll Vil- hjálmsson, sem alla langar til að sjá, held ég ekki að þetta yrði neitt miklu dýrara heldur en að vera alltaf með nýtt og nýtt í bamatímanum og stund- um leiðinlegt. Þaö er alltaf langmest gaman að heyra skemmtilegar sögur oft og líka að sjá skemmtilegar mynd- ir oft, eins og sumar auglýsingar. Svo væri líka gaman aö sjá Skvamp og Dúfnabæ oftar. II" II BLAÐBURÐARBARN VANTAR í HVERFI: MIÐBÆR-BREKKUGATA "III Upplýsingar gefnar á afgreiðslunni, Skipagötu 13, sími 25013. 11111... ..iuJll nll Akureifri „Þó að ég sé ekki alltaf sammála honum i pólitikinni get ég vel unnt hon- um vináttu hundsins, "sagði kattaeigandi. Enn um Albert og tíkina: Hættið þessum lióta leik Kattaeigandi hringdi: Manni er nú farið að blöskra sú um- ræða er nú stendur um hinn fallega hund Alberts Guðmundssonar. Hættið þessum ljóta leik, dragið kæmna til baka, í guðanna bænum. Má nú mað- urinn ekki lengur stofna til vináttu við hund. Ljótteraðheyra. LeyfiðAlbert aö halda sínum hundi er stuðlaö getur að lífshamingju hans. Manni eins og ■ Albert sem er að vasast í pólitíkinni af jafnmiklum þrótti veitir ekki af vin- áttu hunds. Þó ég sé ekki alltaf sammála honum í pólitíkinni get ég vel unnt honum vin- áttu hundsins. Hættiö þessari bölvaðri átthagahundapólitík. Hún er innan- tómt kjaftæði og af hinu illa. Hundum í þéttbýli líður hvorki betur né verr en hundum í dreifbýli. Hið sama gildir um þingmenn. Stöðvið þessa hneisu á hendur Albert Guð- mundssyni. Á Islandi er vítt til veggja og hátt til lofts, jafnt í borgum, bæjum og sveit- um. Nægjanlegt rými er fyrir hunda og menn til yndis og skemmtunar. Eg veit ekki betur en tíkin hans Al- berts sé sómatík og óska henni alls hins besta. Góð skemmtun áSkaganum Valdimar Leó skrifar: Mig langar til að koma á framfæri þökkum til Litla leikfélagsins í Garði fyrir frábæra skemmtun þann 14. jan- úar í Bíóhöllinni á Akranesi. Sýndu þa u þar leikritið Spanskflug una. Sem góöum frasa sæmir gekk þetta hratt og örugglega fyrir sig og hvergi var feilpúst að sjá. Allur leikur var mjög góður, svo og gervi, enda nægði manni að sjá sumar persónumar til að skella upp úr. Ekki spillti ánægjunni, nema síður væri, mjög svo lifandi undirleikur píanista á einu homi sviðsins. Einkennilegt þykir mér hversu fáir sóttu sýninguna en ætla má að upp- setning leikfélagsins Sunnan Skarðs- heiðar á sama verki fyrir 2 til 3 árum hafi þar ráðið einhverju um. En hvað sem því liður þá vom undirtektir viðstaddra mjög góðar enda skemmtum við okkur hið besta. Takk. Í5VEKW A ÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM 13 Viðtal Vikunnar Kannabismaðurinn færstyttri greföslufrest , , ■ . Rætt við Þórarin Tyrfingsson. lækni í Vogi Efnim.a.: „Hassistar hafa möguleika ámeöferð hérheima,” segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir hjá SÁÁ. AFMÆLISGETRAUIM II heldur áfram. FÖSTUDAGSKVÖLD IJISHUSINU11 JliHUSINU OPIÐ i ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 0 i KVÖLD Þorramatur , í úrvali. Munið okkar Beint úr kjötborðinu á þorranum: JL grillið Grillréttir ailan daginn vinsælu heitt saltkjöt. Réttur dagsins: þorrabakka. svið og rófustappa. I kl. 12-14. EURQCABD OPIÐ Á MORGUIM, LAUGARDAG, KL. 9-16. V/SA Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.