Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984. IÓNL. EFSTUR! Skáksnillingurinn ungi, Jón L. Arnason, er nú orðinn stigahæstur íslenskra skákmanna samkvæmt nýjustu útreikningum Alþjóða- skáksambandsins. Hann hefur 2500 alþjóðleg ELO-stig en á eftir honum koma Friðrik Olafsson meö 2495 stig, Guömundur Sigurjónsson 2470, Margeir Pétursson 2465, Helgi Oiafsson 2445’og Jóhann Hjartar- son2415stig. Friðrik Olafsson stórmeistari hefur til þessa verið langsamlega stigahæstur íslenskra skákmanna, allt frá því að stigareikningar hófust fyrir um það bil hálfum öðrumáratug. Stig eru reiknuð út tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júh', og hefur Jón hækkað um ein 40 stig á aðeins hálfu ári — vissulega frábær árangur en þarf þó engan aö undra sem fylgst hefur með taflmennsku hans upp á síðkastið. Jón L. Árna- son tók þátt í 6 sterkum skák- mótum á seinni helmingi ársins 1983, vann eitt og var ævinlega i efstu sætum. Hann er nú alþjóölegur meistari og mun tefla á Búnaöarbankamótinu sem hefst í Reykjavík í kvöld og því næst 11. Reykjavíkurmótinu. -BH. Flateyri: Togarinníviðgerð Frá Reyni Traustasyni, fréttarit- ara DV á Flateyri. Gyllir, togari Flateyringa, fór til viðgeröar á Isafirði vegna bilunar í togspUi þann 22. janúar. Vonir standa til að viðgerð taki aðeins 4— 5 daga. Afli hefur verið tregur hjá togar- anum síðan í nóvember og mikil ótíð. Heldur hefur verið skárra hjá linubátum, en langt að sækja. -GB. Matthías Bjamason samgönguráðherra um hallarbyltingu i Hafnamálastofnun: „Skýrslan er ekkert til sýnis fyrir þá” „Við höf um rætt ýmis mál við Hafnamálastofnun. Það komá hér athugasemdir við hverja einustu stofnun og margar þeirra leiða til úr- bóta.” En hefur skýrsla Ríkisendur- skoðunar og Hagsýslustofnunar ekki verið sérstaklega rædd við hafna- málastjóra? „Nei, skýrslan er ekk- ert til sýnis fyrir þá,” segir Matthías Bjamason sjávarútvegsráðherra. ,,0g þaö er algerlega úr lausu lofti gripið aö einhver verði settur af,”- sagði ráðherrann einnig. En nú er lagt til að afgreiðslu frumvarps til Matthías Bjarnason samgönguráðherra. nýrra hafnalaga verði flýtt, stöður yfirmanna Hafnamálastofnunar auglýstar lausar og tækifærið notað til þess aö skipta um menn. „Já, en það er engin stefna af minni hálfu. Auðvitað verða stöðurnar auglýstar þegar ný lög hafa tekið gildi en það veröur ekkert sérstaklega í þessum tilgangi.” I skýrslunni kemur fram afar hörð gagnrýni á stjórnun Hafnamála- stofnunar. „Eg ræði ekki innihald þessarar skýrslu,” svaraði ráðherr- ann. -HERB. Aðalsteinn Júlíusson haf namálastjóri um gagnrýni á sig: „TRÚNAÐARMÁL HJÁ RÁÐHERRA” „Eg skil ekki hvaöan þið hafið upp- lýsingar úr þessari skýrslu. Eg veit það eitt um hana að hún var afhent ráðherra sem trúnaðarmál. Þarsem ég hef ekki séð hana og samgöngu- ráðherra hefur ekki rætt efni hennar við mig veit ég ekki um hvað hún snýst og get ekkert um þetta sagt,” sagði Aðalsteinn Júlíusson hafna- málastjóri. I áliti og tillögum tveggja fulltrúa Ríkisendurskoðunar og Hagsýslu- stofnunar frá í maí er stjómun Hafnamálastofnunar harölega gagnrýnd, eins og DV skýrði frá í gær. Þeir leggja til að afgreiðslu frumvarps til nýrra hafnalaga verði hraðað og stöður yfirmanna Hafna- málastofnunar auglýstar lausar. -HERB. Aðalsteinn Júlíusson hafnamála- stjóri. SÍFELLD ÞJÓNUSTAl SÍFELLD BÍLASALA SALURINN A 3. HÆÐ I FIAT HUSINU 800 FERMETRA SÝNINGARSALUR / dag se/jum við m.a: Austin mini special '79. Datsun 120 Y '79. Mazda 616 '78. Volkswagen Polo '79. Fiat 127 special '80. Fiat Panda '82. Fiat 127 special ‘76. Fiat 125 P '78. Bronco pickup '68. Volkswagen 1300 '72. Austin Mini 1000 '75. Audi 100 L S '74. og margt fleira - Skipti oft möguleg. Ford Cortina 1600 st. '74. Mazda 626 '81. Chevr. Concours '77. Fiat 131 Mirafori '79. Fiat 127 special '82. Fiat 132 1600 '79. Fiat 125 P '80. Fiat 125 P '77. Willys Wagoneer '66. Volkswagen 1303 '73. Mercedes Benz 280 S '70. Volvo 142 '71. Kjör sem erfitt er að trúa — en eru staðreynd EV—SÉRKJÖR LÁNUM í 3,6,9 EÐA JAFNVEL12 MÁN. NOTAÐIR BILAR í EIGU UMBOÐSINS Opið frá kl. 9—19 Laugardaga frá kl. 10—17 1929 Egill Vi/hjálmsson hf. 1984 Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.