Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984. Útlönd Utlönd Utlönd Útlönd Norðmenn hugsa Kreml þegjandi þörfina Oryggisráð norsku ríkisstjórnarinn- ar hélt f und í gær og ræddi þá Treholts- málið, sérstaklega öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að það sama endurtaki sig. Enn er allt á huldu um hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin 'muni grípa til en hún mun sennilega bíða meö sinn mótleik þangað til rannsókn málsins gefur henni betri heildar- mynd. Norska ríkisstjórnin hefur einkum fimm möguleika til viöbragða: I fyrsta lagi mjög hörð skrifleg mót- mæli. I öðru lagi að reka sovéskan sendiráðsmann úr landi þó svo að sá hafi ekki haft neitt meö Treholtsmálið að gera. I þriöja lagi frestun á öllum heimsóknum og menningarsambandi milli landanna. I fjóröa lagi frestun á öllum öðrum samskiptum. I fimmta lagi aö hætta við ráðgert samstarf um oliuvinnslu í Barentshafi, þar sem Norömenn áttu aö leggja til sína reynslu í olíuleit. Ef norska ríkisstjórnin ákveður að reka sovéskan diplómat úr landi er fyrsti ritarinn í rússneska sendiráðinu, Stanislav I. Tsjebotok á þunnum ís. Hann er talinn aöalmaður KGB hér í Noregi vegna sambands síns við stjórnmálamenn og æskulýðshreyfing- ar í Noregi. — Tsjebotok hvarf mjög skyndilega frá Danmörku 1976, skömmu áður en dönsk yfirvöld ætluöu að vísa honum úr landi fyrir ólöglega starfsemi. Það var vegna þess að hann vildi fá Ritt Bjærregaard til aö njósna fyrir sig. Hann bar á góma í fjöl- miölum í Noregi 1981 þegar norska lög- reglan óskaði þess að utanríkis- ráöuneytið vísaði honum úr landi, sem ekki varðþó af. Æskulýðssamband Noregs hefur ákveöið að slita öllum samskiptum viö sovéska sendiráðiö. I fréttatilkynningu þar um segir sambandið að það vilji með því reyna aö koma í veg fyrir að KGB nái að festa klæmar í unga og efnilega Norðmenn. Fyrir nokkrum dögum ákváðu ungkratasamtök það sama. Verdens gang, norska blaöið, ýjar að því í fréttum í morgun að til sé í Noregi leyniáætlun um að einn maöur eða kona taki við stjórnartaumum í Noregi ef löglega kjörin ríkisstjórn landsins falli frá fyrir einhverjar sakir á ófriðartímum. Segir blaöið möguleika á því að Treholt hafi upplýst Rússa um hver sú manneskja eigi að vera sam- kvæmt núgildandi áætlun. -JónEinaríOsló. FBINIOSNAÐI UM TREHOLT Heimildarmenn innan bandarísku alrikislögreglunnar FBI hafa upplýst að samskipti Arne Treholts við KGB í New York hafi fariö allt annað en leynt. Treholt var undir nánu eftirliti FBI frá febrúar 1979 til ágúst 1982 eða þann tíma sem hann starfaöi í sendi- nefnd Noregs hjá Sameinuðu þjóö- unum. Það var fyrir tilstilli norsku öryggis- lögreglunnar aö FBI fylgdist með Tre- holt. Einn starfsmanna FBI segir í sam- tali við Dagbladet í gær að það hafi þótt undravert hve stefnumót Treholts við KGB í til dæmis Central Park hafi verið lítt dulbúin og því hafi verið leik- ur einn að gefa honum gætur. FBI á í fórum sínurn fjölda ljós- mynda af þessum fundum Treholts og KGB-manna sem fram fóru undir yfir- skyni skokks í Central Park. Einnig liggja fyrir ljósmyndir af Treholt og KGB-mönnum á veöhlaupabrautum í New York. FBI haföi eftirlit meö Treholt úr húsi í nágrenni byggingar Sameinuöu þjóð- anna. Staöfest hefur verið að FBI hleraði síma Treholts, opnaöi öll bréf til hans á tímabilinu ’79 til ’82 og tók afritaf þeim. -PÁíOsló. Sendiherra Noregs kallaður heim Sendiherra Noregs í Sovétríkjunum, Dagfinn Stenseth, hefur verið kallaöur heim til Noregs til viöræðna við utan- ríkisráðuneytið og ríkisstjórnina. Sam- kvæmt Aftenposten í morgun var þessi ákvöröun tekin áöur en Arne Treholt var handtekinn síðastliðinn föstudag. Sendiherrann mun meðal annars ræða þrjár væntanlegar heimsóknir sovéskra ráðamanna til Noregs á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Aftenposten er ekki útilokað að einni eða fleiri þessara heimsókna verði frestað eða jafnvel aflýst vegna Tre- holtsmálsins. Heimkall sendiherra þykir sterk aðgerö og standi hann við í Noregi lengur en nokkra daga túlkast þaö í sjálfu sér sem kröftug mótmæli gegn Sovétstjórninni. -PÁíOsló. ÞYRLA REAGANS NAUÐLENTI Þyrla með Reagan Bandaríkjafor- seta innanborðs nauðlenti í flugstöð flotans í Washington í gær eftir aö rautt viðvörunarljós hafði kviknaö í mælaborði og gefið til kynna einhverja bilun. Engin alvarleg hætta mun hafa verið á ferðum en til öryggis var gripið til annarrar þyrlu til þess að flytja forset- ann. Reagan gerði að gamni sínu þegar hann sté í varaþyrluna: „Þessi er í góðu lagi, veit ég, því að ég sparkaöi í dekkintil að gá.” Sýndu Daginn eftir í Póllandi Eitt atríði úr kvikmyndinni,, The DayAfter Pólska sjónvarpið sýndi í gærkvöldi hina umræddu kjamorkustríðsmynd Daginn eftir, en eitt orö í myndinni var lagað til, svo að Pólver jar gætu blekkst til aö halda annað um það sem þá var sýnt. Það er talið aö um 21 milljón Pól- verja (Af 36 milljón íbúum landsins) hafi setið við sjónvarpstækin til að sjá myndina í gærkvöldi en hún f jallar um afleiðingar kjamorkuárásar á smábæ einníKansas. Snemma í kvikmyndinni sést frétta- þulur greina frá því að a-þýskt herlið hafi gert uppreisn gegn Varsjárbanda- laginu, sem Pólland er aðili að. Það á að vera einn aðdragandi kjarnorku- stríðsins, sem myndin greinir frá. Pólska orðiö fyrir austur „wschodnio” hafði veriö stytt í „.. .odnio”, svo að skilja mátti þaö fyrir „zachodnio”, sem er pólska fyrir vestur. Mátti þá halda að fréttaþul- urinn væri að segja frá uppreisn vestur-þýsks herliðs. Fyrir sýningu myndarinnar hafði pólskur dagskrárkynnir veist aö Bandaríkjunum fyrir að stefna að hernaðaryfirburðum og sagt að Washington hefði ekki farið að for- dæmi Sovétstjórnarinnar, sem heitið hefði því að verða ekki fyrr til að beita kjamorkuvopnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.