Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1984, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR1984. „Mest spennandi augnablikið þegar embættismenn S.Þ. þökkuðu mér sérstaklega minn þátt igerð haf- réttarsáttmáians,"segir Guðmundur Eiriksson þjóðréttarfræðingur. DV-mynd GVA. „Ætlaði alltaf í alþjóðasamskipti” —segir Guðmundur Eiríksson, verkf ræðingur og þ jóðréttarf ræðingur Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu var fyrir skömmu kjörinn forseti nýstofn- aörar Norður-Atlantshafslaxavernd- unarstofnunar á fundi sem haldinn var í Edinborg. Það er við hæfi þar sem Islendingar áttu stóran þátt í að stofn- un þessari var komið á fót. En hver skyldi svo vera tilgangur stofnunar með svona langt nafn? „Hann er sá aö stuðla með samráði og samvinnu að vérndun, endurnýjun, eflingu og skynsamlegri nýtingu laxa- stofna í Norður-Atlantshafi,” sagði Guðmundur í samtali við DV. Það er hlutverk Guðmundar að hafa yfirumsjón með allri þessari starf- semi, stjórna fundum og koma fram' fyrir hönd stofnunarinnar. Með Islendingum í stofnuninni eru Bandaríkin, Danmörk, fyrir hönd Færeyja, Kanada, Noregur og Efnahagsbandalag Evrópu. Svíþjóð og Finnland munu gerast aöilar innan tveggja mánaöa. Guðmundur var spurður hvort hagsmunir Islendinga stönguðust á við hagsmuni hinna þjóð- anna. „Ef laxinn er veiddur af öðrum,” sagði hann. „Við viljum að hann sé tekinn í ám á Islandi eöa sem næst landi. Tvær þjóðir veiða nú lax í úthafi, Færeyingar og Grænlendingar, og það er stefna ríkisstjórnar Islands að láta draga úr þeim eða stöðva þær.” — Heldurðu aö það takist? „Það er auðvitað samráðs- og sam- vinnuspursmál. Þaö eru allir sammála um aö koma í veg fyrir ofveiði, en það er annaö mál hvernig kakan á að skipt- ast.” Guðmundur kom til starfa í ut- anríkisráðuneytinu árið 1977 og annast þar ráðgjöf um þjóðarétt og gerð milli- ríkjasamninga fyrir hönd Islands. Þar áöur vann hann hjá Sameinuöu þjóðunum, í þeirri deild sem sá um haf- réttarráðstefnuna. Hann var spurður hvert væri mest spennandi verkefniö sem hann hefði fengist við. „Eg held aö þaö sé gerð hafréttar- sáttmálans. Eg tók virkan þátt í gerð hans hjá Sameinuðu þjóðunum og mest spennandi augnablik starfsins var á lokafundi 2. nefndar hafréttarráðstefn- unnar þegar embættismenn þökkuðu mér sérstaklega minn þátt í gerð samningsins. Eg átti ekki von á því.” Guðmundur er ekki einasta lög- fræðingur heldur hefur hann einnig BA próf frá heimspekideild Rutgers háskóla í Bandaríkjunum, að ógleymdu prófi í verkfræði. Hann var spurður hverju þetta sætti. „Ég ætlaði alltaf að fara út í alþjóða- samskipti, en mér fannst nauðsynlegt að vera tæknimenntaður líka. Ég er þó ekki að gera lítið úr lögfræðinni, en ég ætlaöi mér aldrei að starfa sem verk- fræðingur.” — Gefast einhverjar frístundir frá alþjóðlegri samningagerð? „Já, ef maður skipuleggur daginn. Eg er í píanónámi í tónlistarskóla FlH, ég er í körfubolta og er í stjórn körfu- knattleiksdeildar KR og svo er ég í tennis og reyni að hvetja fólk til tennis- iðkunar,” sagöi Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur. Guðmundur er kvæntur Þóreyju Olafsdóttur félagsráögjafa og sálfræði- nema og þau eiga tvö börn. -GB. Hveragerði: FIÁRHUNDUR í VÖRSLU YHRVALDA —eigandinn vill ekki borga lausnargjald „Mér er gert að greiða 800 krónur til að leysa hundinn út og ég er ekki sáttur við það. Þetta er nytjahundur og ef ég tjóðra hann hef ég ekki not fyrir hann.” Þetta sagöi Guðmundur Þórðarson, bóndi í Reykjakoti 2 í Ölfusi, í samtali við DV en fjárhundur Guömundar var gómaður í Hveragerði á föstudag og er nú í vörslu yfirvalda þar. Guömundur sagöist ætla að hafa samband við lögfræðing til að vita hver réttur sinn væri, sér þætti vænt um hundinn og hann vildi ekki missa hann. Hundahald í Hveragerði er háð leyfi og að sögn Karls Guðmundssonar sveitarstjóra er alltaf nokkuð um þaö að starfsmenn hreppsins fangi lausa hunda. Aðspurður sagöi Karl að þaö breytti engu þó að þetta væri sveita- hundur. „Það gilda sömu reglur um þá og aðra hunda sem ganga nú lausir,” sagöi Karl. Sú regla gildir í Hverageröi að eigendur fangaðra hunda geta leyst þá út tvisvar sinnum, en við þriðja brot er hundunum lógað. Ekki hefur þó komið til þess að framfylgja þyrfti þessari reglu. -GB. 11 CAR RENTAL SERVICE - @ 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI MITSUBISHI MITSUBISHI COLT GALANT MITSUBISHI V* CV GALANT STATION ~ Leitið upplýsinga. SMIÐJUVECI 44 D • KÓPAVOGI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS *ags 'wu tawÁsvert* »’| Gr\sa^a^. * Bacon * Háóeg'sPV'*,®a> B\óipV'sa SaÍlŒÍ ðruggari akstur á ísiiögðum vegum Cott grip í brekkum meö lausum snjó Stöðuglelkl í háiku Góðlr hemlunareiglnleikar við erflðar aðstæður GOODYEAR vetrardekk eru gerð úr sér- stakri gúmmíbiöndu og með mynstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrlp. GODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð. r-uiikomin hjölbaröal Tölvustýrö Jafir IHEKIAHF | Laugavegi 170-172 Sirr* 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.