Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Síða 6
■‘■^VMflfrmöAGURSOJFEBKUARJOM.
Neytendur Neytendur
athugaö hvaö matarkostnaður er hár
af heildargjöldum. Þaðsakarekkiað
geta þess einu sinni enn að við
reiknum svo út mánaðarlega meðal-
tal matarkostnaðar eftir öllum inn-
sendum upplýsingaseðlum sem
nefnist landsmeðaltal. I desember
var það 2.844 krónur. Að sjálfsögðu
er matarkostnaöur margra undir
þeirri tölu og eins margra yfir.
Þessi samanburður sem hér hefur
verið gerður á heildargjöldum þess-
ara fjölskyldna og matarkostnaði
segir okkur svona í fljótu bragði að
séu launin innan við 20 þúsund
krónur fari um eða yfir 50% þeirra til
matarkaupa.
Þegar launin eru komin í 25 eða
30 þúsund krónur og allt að 40
þúsundum fara um 30—35% af þeim í
mat. Síöan eftir því sem launin eru
meiri og kaupgetan, t.d. þegar
launin eru komin yfir 40 þúsund
krónur lækkar matarkostnaður
miðað við heildina og fer niður í um
25%.
Matarkostnaður í fjórða dæminu
hér á undan var um 20% af heildarút-
gjöldum sem voru frá 57—70 þúsund
krónur. Og enn er lægst hlutfall
matarkostnaðar eða tæp 10% hjá
f jölskyldunum sem höfðu 80 þúsund
og þaðan af hærri útgjöld.
-ÞG.
Hver er matar-
kostnaðurinn
— miðað við heildarútgjöld?
Á föstudag var hér á neytenda-
síðunni greint frá heildarútgjöldum
tíu fjölskyldna í desember. Þau
heildarútgjöld voru rúmlega ein
milljón króna, en þar valdir saman
þeir seðlar sem voru með hvað hæstu
niðurstöðutölum. 1 þessum tiu fjöl-
skyldum eru fjörutíu manns og
reiknaðist okkur til að framfærsla
hvers einstaklings hefði verið um
þrjátíu þúsund krónur í desember.
Þar af höfðu tæp tíu prósent farið til
matarkaupa en rúmlega níutíu
prósent af heildarútgjöldum í annað,
svo sem greiðslur af lánum og
reikningum hvers konar. Sjálfsagt
eru einhverjir þessara aðila i
byggingarframkvæmdum. Meðaltal
matarkostnaðar hvers einstaklings í
þessum hópi var 2913 krónur. Hæsta
tala sem var á einum seðlinum yfir
heildarútgjöldin var yfir tvö hundruð
þúsund krónur.
Við höldum áfram að gera úttekt á
upplýsingaseðlum desember-
mánaöar sem er síðasti uppgjörs-
mánuður í heimilisbókhaldi DV. I
dag erum við með fjörutíu
upplýsingaseðla frá jafnmörgum
fjölskyldum sem í eru alls 170
einstaklingar. Við skiptum seðlunum
fjörutíu í fjóra hópa, sem sagt tíu
fjölskyldur í hverjum hópi.
Fyrsti hópur
I fyrsta hópnum eru alls 39 ein-
staklingar.
Á seölunum tíu eru heildarút-
gjöldin 189.646,15 krónur. Lægsta
tala á seðli er 13.217 krónur og hæsta
27.439,20 krónur.
Hafa þessir 39 einstaklingar farið
með 99.414,71 krónur í mat- og hrein-
lætisvörur og 90.231,44 krónur í
annað.
Matarkostnaður í þessu dæmi er
því 52,4% af heildarútgjöldum,
annar kostnaður 47,6% af heildinni.
Að meðaltali hefur hver
einstaklingur þurft 4.863 krónur til
framfærslu og þar af hafa 2.549
krónur farið til matarkaupa. Hjá
þessum hópi er mikill munur á hlut-
falli á milli matarkostnaðar og ann-
arra útgjalda frá hópnum sem til-
greindur var í f östudagsblaöinu.
Annar hópur
Hjá hópi númer tvö eru heildarút-
gjöld hverrar fjölskyldu í desember
á milli 30 og 40 þúsund krónur.
Lægsta tala á seðli er 30.013,84
krónur og sú hæsta er 38.360 krónur,
alls tíu seðlar sem fyrr.
I hópnum eru 48 einstaklingar og
alls eru heildarútgjöld 338.543,94
krónur. Meöaltal á einstakling 7.053
krónur sem f ramfærslukostnaður.
I mat höfðu þessir einstaklingar
varið 121.017,66 krónum en í önnur
útgjöld 217.526,28 krónum. Af
heildinni eru matarútgjöld því
35,7%, önnur útgjöld 64,3%.
Meöaltal matarkostnaðar á
einstakling hefur því verið 2.521
króna. Mjög svipuð tala og meðal-
talsmatarkostnaöur einstaklinga í
fyrsta hópnum, en matarútgjöld í
prósentum „aðeins” 35,7% af
heildarútgjöldum á móti 52,4% í
fyrsta hópnum.
Þriðji hópur
I þriðja hópnum eru 43
einstaklingar og enn tíu upplýsinga-
seðlar. Á þeim öllum eru útgjöldin
komin yfir 40 þúsund krónur. Lægsta
tala nú er 41.793 krónur og hæsta
56.942 krónur. Heildarútg jöld á öllum
tíu seðlunum eru 494.414,05 krónur.
Meöaltal á einstakling 11.498 krónur.
Af heildargjöldum fóru 25,3% til
matarkaupa eða 124.913,10 krónur.
Til annarra hluta vörðu þessir
einstaklingar 369.500,95 krónum eða
74,7% af heildargjöldum.
Meðaltal matarkostnaðar hvers
einstaklings hefur því verið 2905
krónur í desember, það er að segja í
þessum hópi.
Fjórði hópur
I f jórða og síðasta hópnum eru 40
einstaklingar í tíu fjölskyldum.
Heildargjöld fyrir mánuðinn námu
634.878,45 krónum. Á þeim seðli sem
heildartalan var lægst var hún 57.659
krónur en hæst 69.839,45 krónur.
Hver maöur í þessum fjörutíu
manna hópi hefur því þurft 15.871,96
krónur til allrar framfærslu. En
meðaltal matarkostnaðar á hvem
einstakan var 3.304 krónur.
Matarkostnaður var 20,8% af
heildargjöldum eða 132.140,43
krónur, í annaö en mat höfðu þessir
einstaklingar samtals varið
502.738,02 krónum eða 79,2% af heild-
arútgjöldum mánaöarins.
Á þessum dæmum ætti fólk aö geta
borið saman sín eigin útgjöld og
Tóbaksneysla jókst
um 4 prósent 1983
Leiðrétting:
Viðgerðarkostnaður á símtalfærum
Fyrir skömmu birtust tölur i einu
dagblaðanna um tóbaksinnflutning.
Fullyrt var aö tóbaksinnflutningur
Sparnaður í heimilisrekstri hlýtur
aö vera mjög gagnlegur á tímum
minnkandi kaupgetu sérstaklega. I
kvöld hefst námskeiö á vegum Neyt-
endafélags Akureyrar og nágrennis
og Félagsmálastofnunar Akureyrar
sem mun fjalla um spamað í
heimilisrekstri. Námskeiöið tekur
fimm kvöld og stendur yfir hvert
kvöld frá kl. 20.30—23.00 og verður
haldið í sal Trésmíöafélags Akureyr-
ar.
hefði aukist um 40% á árinu 1983
miðað við árið 1982. Þar af hafði inn-
flutningur á sígarettum aukist um
Undirbúningur námskeiðsins
hefur staðið yfir í nokkra mánuði.
Helstu þættir sem teknir verða fyrir
em heimilisbókhald, hagkvæmni i
innkaupum, neysluvenjur, lánamál,
orkusparnaöur, fjárhagsáætlanir og
fasteignakaup eða í einu orði sagt,
heimilishagfræði.
Þátttökugjald er 250 krónur og er
námskeiðið öllum opið.
-ÞG.
45%. Hjá Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins kannaðist enginn við þessar
tölur. Það er ekki þar með sagt að
þessar tölur séu rangar. En þær
segja ekkert um hver hin raunveru-
lega sala var á árinu 1983.
Hjá Krabbameinsfélagi Reykja-
víkur fengum við þær upplýsingar að
söluaukning á tóbaki heföi verið 4%.
Sala á sígarettum jókst um 5,1%, á
píputóbaki dróst hún saman um
5,6%, jókstum2,8%á vindlum ogum
1% á neftóbaki. Sígarettur og
vindlar eru reiknaðir í stykkjatali og
píputóbak og neftóbak í kilóatali.
Þorvarður ömólfsson, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, sagði aö það væri
slæmt aö tóbaksnotkun heföi aukist á
árinu. Erfitt væri að skýra það út til
hlítar. Hugsanlegar skýringar væru
m.a. þær að reykingavenjur kvenna
væru að breytast. Fram að þessu
íiefðu þær reykt minna en karlmenn
en væru nú í auknum mæli að aðlag-
ast reykingavenjum þeirra. Þá hefði
þjóðinni f jölgað á árinu og unglingar
byr juðu fy rr að reykja en áður. Einn-
ig væri algengt að þeir sem reyktu
ykjureykingarsínar. -APH.
1 síðustu viku skýröum viö frá því
að Póstur og sími hefði ákveðið að
fella niöur svokallað rekstrargjald
sem allir símnotendur hafa greitt
reglulega á hverjum ársfjórðungi.
Gjald þetta hefur verið 32 krónur
fyrir hvert talfæri. Tilgangur rekstr-
argjaldsins var að standa undir
öllum viögerðarkostnaöi á símtal-
færum sem verður vegna eðlilegs
slits á snúru, taldós og hlust. Nú
hefur hins vegar verið ákveðið að
hver og einn sjái um þennan kostnaö
í stað þess að allir simaeigendur taki
þátt í þessum kostnaði. I greininni
sem viö birtum var ranglega fariö
með kostnaö þann sem símnotendur
þurfa að greiða þegar síminn þarfn-
ast viðgerðar þegar um eðlilegt slit
er að ræða. Ef viðgerðarmaður er
fenginn heim þarf að greiða 280
krónur og er það áætluð hálftíma
vinna og einnig kostnaður í sam-
bandi við keyrslu. Að auki verður aö
greiða allan hugsanlegan efnis-
kostnað samfara viögeröinni. Með
því að fara sjálfur með símann í
viðgerð er greiðslan fyrir hálftíma
vinnu 104 krónur plús efniskostn-
aður. -APH.
Akureyri:
Heimilishagfræði
kennd á fimm
kvölda námskeiði