Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Qupperneq 16
16 DV. MANUDAGUR 20. FEBRUAR1984. Spurningin Fórst þú á kvikmynda- hátíð? Ágústa Rósmundsdóttir: Já, ég fór aö sjá Fassbinder-myndina Querelle og svo sá ég Hrafninn flýgur. Þetta er þarft framtak aö halda svona hátíö — að koma með eitthvað nýtt, en ekki bara amerískar afþreyingarmyndir. Margrét Guöjónsdóttir: Nei, ég fór ekki á kvikmyndahátíö. Eg gaf mér ekki tima til þess. Hefði mjög gjarnan viljað sjá einhverja mynd. Hátíöin heföi mátt standa lengur. Ölafur Pálsson: Nei, ég sá enga mynd. Eg er alveg laus við delluna. Og sótti nú bíó lítið áöur. Eg hef meira gaman af óperum. Fór einu sinni í Trípóiibíó og sá þar óperu-mynd. Sigurjón Bergsson: Nei, enga. Eg bý á Selfossi og fór ekki í bæinn til þess. En ég er sýningarmaður í Selfossbíói þannig aö ég sé ansi margar myndir. Eg hef gaman af því aö sjá góöar myndir. Sævar Skaftason: Nei, ég hef veriö mjög upptekinn. Hef verið á kvöld- námskeiði, en heföi mjög gjarnan viljaö fara. Eg hef alltaf reynt að fara þegarþær hafa verið haldnar. Friðrik Friöriksson: Nei, en ég ætlaöi alltaf aö fara. En þaö voru svo fáar sýningar á hverri mynd aö maður fann aldrei tíma til að sjá þá mynd sem mann langaði til. Lykillinn týndist aðhand- jámunum —en löggankom til hjálpar Helga Oskarsdóttir hringdi: Mikið hefur veriö rætt um málefni lögreglunnar í fjölmiðlum og hefur þá ekki verið dregin fram ljósa hliöin á þeim málum. En nýlega kynntist ég einmitt þeirri hlið lögreglunnar. Þannig var að sonur minn 3 ára komst í handjárn sem eldri bróöir hans átti og var aö leika sér með þau. Ég geröi enga athugasemd viö þaö, þar sem ég vissi aö lyklar fylgdu með þeim. En svo brá barnið handjárn- unum á mig þannig aö þau læstust. Þegar ég ætlaöi aö sækja lykilinn þá fannst hann hvergi, hvernig sem leitaö var. Nú voru góö ráö dýr. Eg þurfti aö fara í bæinn aö útrétta og mátti því engann tíma missa. Fór ég því í bæinn meö handjárnin á og mætti ég illu augnaráði allsstaðar þar sem ég kom sérstaklega þegar ég þurfti aö bregöa méríbankann. Handjárnin höföu herst aö úlnliönum Það hefur vafalaust ekki þurft svona marga lögregluþjóna til að koma bréfritara i lögreglubilinn, þegar hún var leidd þangað i handjárnum. En allt fór vel í lokin. og voru farin aö meiða mig. Þau stöövuöu blóðrásina. Eg vissi ekki hvaö ég átti til bragös að taka, en hringdi í lögregluna. Komu þeir meö óteljandi lykla en enginn gekk aö lásnum. Þá var ég leidd út í lögreglubíl í handjámum og ekið með mig niður á verkstæði lögreglunnar í Síöumúl- anum. Þar tókst loks að losa mig með því að dýrka upp lásinn og var ég frelsinu fegin. Þetta allt var einstak- lega neyðarlegt, en lögreglan reyndist mér sérstaklega hjálpleg og á bestu þakkir skildar fyrir þaö. En handjám- unum hef ég nú fleygt og ekkert er eftir nema minningin um þessa lífsreynslu. Þetta var í fyrsta skipti sem mér var ekið í lögreglubíl, handjámaðri. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Hrafninn ffýgur” er toppurinn í íslenskri kvikmyndagerd í dag Helgi Skúlason ihlutverkisinu imyndinni„Hrafninn fíýgur". Rammskakkt Islands- kort í sjónvarpi Magnús Olafsson Hafnarfiröi skrifar: Eins og flestir vita þá er nýlokiö kvikmyndahátíö sem aö mestu leyti fór fram í Regnboganum. Margt góöra mynda kom fram á þessari hátíö, en stærsti viöburðurinn var frumsýning nýrrar íslenskrar myndar í Háskóla- bíói, „Hrafninn flýgur,” eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þessi mynd fékk einróma lof gagnrýnenda og hefur hún einnig verið valin á kvikmynda- hátíöina í Berlín af dómnefnd sem lætur ekki bjóöa sér hvaö sem er. Allt þaö umtal sem þessi mynd hefur fengiö hefur verið jákvætt og fór ég aö sjá myndina meö þaö veganesti. Eg var hræddur um að veröa fyrir von- brigðum því aö þaö er nú oft þannig að maöur býst viö of miklu. Eg held að ég hafi aldrei orðiö eins heillaöur af neinni íslenskri mynd og þessari. Þaö er kannski vegna þess að ég hef haft tröllatrú á því að hægt væri að gera forfeður okkar að útflutnings- vöru í formi kvikmynda og þar meö lyfta íslenskri kvikmyndagerð á æðra plan. Hrafn Gunnlaugsson hittir svo sannarlega í mark meö þessari mynd. Þaö er allt sem mælir meö henni og vil ég sérstaklega nefna góöan leik, frá- bæra tónlist sem fellur aö kvikmynda- tökunni og gæti ég eflaust haldið áfram aö telja upp, en yröi of langt mál. Þó get ég ekki setið á mér aö minnast á hvaöa stefnu Hrafn tekur í gerð myndarinnar að hafa einfalt handrit og Iáta myndmáliö tala líkt og ítalskir kvikmyndageröarmenn geröu þegar þeir tóku sig til og breyttu hefðbundnu og úreltu formi kúrekamynda meö Clint Eastwood í fararbroddi. Eg skora á alla þá, sem gaman hafa aö fara í bíó til aö skemmta sér yfir góðri afþreyingarmynd og það íslenskri, að drífa sig í Háskólabíó til aö sjá toppinn í íslenskri kvikmyndagerð í dag. Svo aö framhald veröi á aö kvikmynda- gerðazmenn okkar efli íslenska kvik- myndagerð verðum við að styðja á bakið á þeim með því aö skoöa verk þeirra. Norðlendingur hringdi: Eg vil beina því til sjónvarpsmanna aö þeir fari að rifja upp landafræði- kunnáttu sína. Þaö er hörmulegt aö þurfa aö hlusta á þá tala um Hvítá í ölfusi, eins og gerðist nýlega í frétta- tíma. Eg hélt aö hver einasti maður á landinu vissi aö stóra fljótið í ölfusi heitir ölfusá. Þá skora ég á forráðamenn fyrr- nefndrar ríkisstofnunar að reyna að snúa Islandskortinu rétt, sem klukka sjónvarpsins er í. Eins og klukkukortið er núna er það rammskakkt. Venjan er sú aö noröur sé upp og suður niöur. Samkvæmt því ætti Hraunhafnartangi á Sléttu aö vera efst á Isiandskorti og Látrabjarg á Vest- f jöröum lengsti til vinstri. Á sjónvarpskortinu er Hornbjarg efst og öndveröames á Snæfellsnesi lengst til vinstri. Eg vona að þetta verði lagfært sem fyrst svo að skóla- börn gati ekki á vorprófum þegar þau veröa spurð um nyrsta hluta landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.