Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
I
Ljóst þykir að milljónatjón varð þegar snjóflóð eyðilagði hús
steypustöðvarinnar Bjargs í útjaðri Ólafsvíkur undir miönættið í
fyrrakvöld. Tveir menn voru í húsinu þegar flóðið skall á því og þykir
það ganga kraftaverki næst að þeir skyldu sleppa lifandi frá þessu.
Annar mannanna brotnaði þó illa á fæti og hinn maröist mikið.
Stórvirkar vinnuvélar og bifreiðar í eigu steypustöðvarinnar og
verktakafyrirtækisins Hagvirkis, sem voru í og við húsið,
eyðilögðust einnig, svo og ýmis önnur smærri tæki og verkfæri.
-GB.
Semen tstankar voru meðal þess sem eyðilagðist utan við hús steypu■
stöðvarinnar. D V-myndir Ægir Þórðarson/Hellissan
Afl flóðsins varsvo mikið aðþaðþeytti tilþungum vinnuvélum sem voru inniihúsinu.
•-
Tvö snjóflóð, að minnsta kosti, féllu á nýja Ennisveginn i fyrrakvöld
og hér er verið að ryðja öðru þeirra burtu.
Bifreiðarnar lágu eins og hráviði um allt eftir að snjóflóðið hafði farið um.
Tilfinnanlegt tjón hjá Hagvirki:
Lapplander-jeppinn fremst á myndinni
gjöreyðilagðist þegar flóðið
hentihonum .
til.
Stórvirkar vinnuvélar ónýtar
Verktakafyrirtækið Hagvirki varð
fyrir tilfinnanlegu tjóni í snjóflóðinu í
fyrrakvöld. Veghefill sem var inni í
húsinu er ónýtur, sömuleiðis rútubif-
reið og Lapplander jeppi. Þá er
önnur jeppabifreið verulega
skemmd. Auk þess eyðilögðust ýmis
önnur smærri tæki og verkfæri.
„Beint og óbeint tjón skiptir
örugglega milljónum,” sagði Arni
Baldursson, staðarstjóri Hagvirkis, í
samtali við DV í gær. Tækin sem fóru
Gengur kraftaverki næst að
4