Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 9
DV. FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984.
9
Útlönd
Útlönd
BLOÐRUDRENGUR-
INN ÞOLDI EKKI
AÐFENGNA MERG-
INN OG DÓ
Drengurinn David, sem lifði nær öll
12 ár ævi sinnar í einangrunarkúlu, dó í
gær og dánarorsökina má sennilegast
rekja til beinmergjarins sem græddur
var í hann til aö reyna að lækna
ónæmisbæklunina.
Læknir hans greindi frá dánarfregn-
inni á blaðamannafuhdi í Boston í gær
og fékk ekki varist tárum á meðan.
Drengurinn haföi verið hvers manns
hugljúfi á sjúkrahúsinu og geröi aö
gamni sínu allt f ram í andlátið.
Strax fyrir fæðingu Davids hafði
læknana grunað að ekki mundi allt
með felldu varöandi hvítvoöunginn því
að eldri bróðir hans hafði andast af
sömu ónæmisbækluninni nokkrum
mánuðum fyrr.
I október var reynt að ráöa bót á með
því að gefa drengnum merg úr 15 ára
systur hans og virtist allt horfa vel en í
febrúar veiktist David. Til þess aö
glíma við þau veikindi slepptu
læknamir honum úr einangruninni og
þá fyrst, orðinn tólf ára, fékk hann að
komast í snertingu við sína nánustu.
Það sem dró drenginn til bana var
einskonar krabbamem (kallað B-
frumu lymphoma). Viröist sem
aðfengni mergurinn hafi orðiö til
ofvaxtar á b-frumum í innyflum, lung-
umogmænu.
Fymim fang-
ar fá pólsk
vegabréf
Nær 2000 fyrrverandi fangar og and-
ófsmenn hafa nú fengiö vegabréf svo
aö þeir geti flust frá Póllandi til
Vesturlanda.
Yfirmaður vegabréfsskrifstofunnar
í Varsjá sagði PAP-fréttastofunni
pólsku að borist heföu 2800 umsóknir
um vegabréf og aö 1921 heföi verið af-
greidd. — Afgangurinn er í athugun en
líklega verður fáum neitað.
Þegar munu 1054 umsækjendur sem
afgreiðslu hafa hlotiö vera famir úr
landi. 1 einhverjum tilvikum hefur
brottförin dregist vegna þess aö „auö-
valdsríki” hafa neitað aö taka vega-
bréfsáritunina gilda.
í fyrra vom gefin út 470 þúsund
vegabréf pólsk til ferðalaga á Vestur-
löndum. Um 100 þúsund sneru ekki
aftur heim. (A fyrstu mánuðum 1982
höfðu um 200 þúsund hætt við að snúa
heim til Póllands úr ferðum í V-
Evrópu.)
Njósnir á Kýpur
Breska leyniþjónustan segist hafa
ljóstraö upp um njósnahring á Kýpur
sem einbeitti sér að því að ráða á mála
hjá Sovétmönnum unga breska her-
menn og flugliða. Nokkrir ungu fluglið-
anna gerðu viðvart þegar reynt var að
tæla þá til njósna en upp um aðra
komst og hafa þeir þegar verið dregnir
fyrir herrétt.
Breskir gagnnjósnarar höfðu hálft í
hvoru búist viö því að upp risi á Kýpur
öflug sovésk njósnastöö eftir að
njósnakerfi Sovétmanna í Líbanon fór í
mola í borgarastríðinu þar. Höfðu
breskir dátar og flugliðar verið sér-
staklega varaðir við því að láta ekki
ginnast í gildrur sem egndar væru
fyrir þá með hispursmeyjum á Kýpur.
Flestir vöru-
bílstjóranna
halda áfram
mótmælunum
Vörubílstjórarnir sem hamla umferð
Um Mont Blanc-jarðgöngin til Italíu
hóta því aö herða enn mótmælaaögerð-
ir sínar á morgun ef franska stjórnin
veröur ekki við kröfum þeir ra.
Hefur þykkja vörubílstjóranna
magnast eftir þvi sem lengur dregst að
stjórnvöld gangi til samninga við þá.
Þeir segjast hafa gefiö yfirvaldinu
nægan frest. Fyrst þrjá daga áður en
þeir gripu til þess að leggja trukkunum
á aðalvegum landsins og síðan er liðin
vika án þess að samkomulag hafi
náðst.
Um 200 vörubílatálmar voru á veg-
um enn í gærkvöldi og silast umferöin
víða með snigilshraða eins og viö
landamæri Belgíu. Umferöaröngþveit-
iö þykir víða ofboðslegt eins og við
landamæri Lúxembourg og V-Þýska-
lands. — Samgöngur landveginn hafa
nær alveg lagst niöur til borga eins og
Lyons, Toulous, Nice og Marseilles, en
í Miö-Frakklandi og noröur af París
"hafa bílstjórar margir fjarlægt trukka
sína.
Italskir tollverðir hafa nú aflétt yfir-
vinnubanni sínu og mun tollafgreiðsla
Italíumegin geta gengið eðlilega fyrir
sig. Þar hafa hundruð vörubíla beðið
hátt á aðra viku eftir því aö komast
leiðarsinnar.
Hjá EBE hafa mótmælaaðgerðir
frönsku vörubílstjóranna komið til um-
ræðu en þær hafa hindrað flutninga á
EBE-vörum sem öðrum. I vændum eru
breytingar á tollafgreiðslu vörubila við
landamæri EBE-landanna og eiga þær
að stytta afgreiðslutímann um
helming.
FERMINGARBORÐ
VEITINGAMANNSINS1984
Veislueldhús Veitingamannsins býður að venju
glæsilegt en ódýrt fermingarborð
Fyrir aðeins 390 kr. á mann bjóðum við:
LÉTTSTEIKTAN NAUTAVÖÐVA FRAMREIDDAN
með remúlaðisósu, spergilkáli og maískorni.
GRILLSTEIKTA KJÚKLINGA
með strákartöflum, rósakáli og gulrótum.
REYKT GRÍSALÆRI
með rauðkáli, grænum baunum og ananas.
LAMBAKÓRÓNU FRAMREIDDA
með blómkáli, hrásalati og rjómasósu.
LAXARÖND
skreytta m.a. með rækjum, eggjum, aspas ásamt chentillysósu.
Þár er ekki sama hver matreiðir
fyrir þig og gesti þína.
Fyrsta flokks hráefni og margra ára reynsla
Lárusar Loftssonar tryggir þér veislumatinn
eins og þú vilt hafa hann.
Allt kemur tilbúið beint á veisluborðið.
Upplýsingar í síma 86880 eftir kl. 13.00 dag-
lega, einnig á laugardögum.
«
VEISLUELDHÚS
VEITINGAMANNSINS HF.