Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Qupperneq 15
DV. FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984. Sala bílasíma tekur fjörkipp —aðeins þrjátfu tæki í notkun fyrir niðurf ellingu opinberu gjaldanna „Eftir niðurfellinguna hefur sala bílasíma tekið verulegan kipp,” sagði Olafur Indriðason hjá Pósti og síma í samtaliviöDV. Sem kunnugt er voru ýmis opinber gjöld felld niður af bílasímum fyrr í þessum mánuði. Lækkuöu þeir við það í verði um tæpan helming. Bílasími kostar nú um 60 þúsund krónur. Fyrir niðurfellinguna voru ekki nema um þrjátíu bílasímar komnir í notkun utan Pósts og síma. Þeir voru hjá ólíkustu aöilum; verktakafyrir- tækjum, lögreglu í dreifbýli, slökkvi- liði, mjólkurbúi, olíufélagi, fasteigna- sölu, dýralækni, stórverslun, ökukenn- ara, sjúkrahúsi og Veðurstofu og Ríkisútvarpi. Þá var sími kominn í tvo ráðherrabíla og veiðihús svo að eitt- hvaö sé nefnt. Minna er um síma í bíl- um einstaklinga. Þó má sjá nokkra for- stjóra skráða fyrir bilasíma. Bílasímar gætu einnig hentað vel í sumarbústööum, veiðihúsum, fjalla- skálum og afskekktum sveitabæjum. „Það geta verið slíkar aðstæður að það sé miklu einfaldari lausn að taka sér bílasíma,” sagði Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri. „Ef kannski er um einstaka bæi að ræða og það kostar kannski mörg hundruð þúsund krónur að leggja línu þangað myndum við hugsanlega mæla meðbílasíma,” sagði Jón. Bilasimi er fullkomnari en gamli, handvirki sveitasíminn. Hann hefur þó einnig þann ókost að aðrir geta hlustað á samtal. Tveir aðilar selja bilasima hérlend- is. Það eru Georg Ámundason og Heimilistæki. -KMU. Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Árfells hf., heldur hér á sýnishorni af Lindshammar kristal sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Og kristalsvörun- um er stillt upp ibaksýn iÁrfellsskilrúm. DV-mynd GVA. Góðar móttökur á erlendum sýningum „Viö höfum nýlega sent sýnishom af Árfellsskilrúmum til Kanada, en við höfum tekið þátt í erlendum sýningum og fengið góðar móttökur,” sagði Arni Guðjónsson framkvæmdastjóri Ár- fells hf., í viötali viö DV. Einnig gat Árni þess að líkur væru á því að mark- aður væri að opnast í Luxemborg fyrir þessa íslensku iönaðarvöru. Veggskil- rúm fyrirtækisins, sem bæði eru ætluð á skrifstofur og heimahús, hafa verið mjög vinsæl hér innanlands, enda er hægt að raða skilrúmunum upp á þús- und mismunandi vegu. Bæði hönnun og smíði skilrúmanna er á vegum fyrir- tækisins. Arfell hf„ sem er til húsa að Ármúla 20, hefur fleira á boöstólum en skilrúmin og það em kristalsvörur frá sænska fyrirtækinu Lindshammar. Nýlega var gengið frá umboðssamn- ingi á milli þessara fyrirtækja. Linds- hammar-vörurnar eru frá glösum, vösum til listmuna og húsáhalda, allt handunnar hágæðavörur. -ÞG Fjárhagsáætlun Akureyrar 1984: Álagning út- svarsi I frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir 1984 sem lagt var fram á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar á þriðjudag er gert ráö fyrir að útsvarsálagning verði 10,6%. Hún var 12,1% í fyrra. Niðurstöðutala á rekstraráætlun er 325,3 milljónir, rekstrargjöld 226,5 milljónir. Stærstu útgjaldaliðir em félagsmál, almannatryggingar og fræðslumál, rúmar 100 milljónir. Mesta skerðing á fjárveitingum er til 10,6% gatna og holræsa. Mun hún valda 40— 50% samdrætti á því sviði. Nýframkvæmdir verða fáar á árinu en þess í stað reynt að Ijúka því sem verið hefur í gangi. Af stómm f járfest- ingummá nefna að íþróttahúsið fær7,5 milljónir króna, verkmenntaskóli 20 og nýbygging Síöuskóla 16 milljónir. Algjör samstaða náðist milli bæjar- stjómarflokkanna um þetta frumvarp aöfjárhagsáætlun. JBH/Akureyri Nýtt stjórnmálasamband: ÍSLAND OG ÁSTRALÍA Ríkisstjómir Islands og Ástralíu Anthony Frederic Dingle til þess að hafa tekið upp stjórnmálasamband sín vera sendiherra á Islandi, með aðsetur á milli. í Kaupmanpahöfn. Ríkisstjórn Astralíu hefur skipað 15 ★★★★★★★★ ★★r^f Þú átt möguleika á glæsilegum * ★ vinningi í Þórscafé! Frá Þórscafé Hótel * * tll * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★** Don Hvader rrnUjon , Milljónasti gestur Þórscafé hlýtur glœsilegan < ferdavinning fyrir tvo í 26 daga til Benidormf^ * ★ Dva/ist á Hótel Don Pancho — fullt fæði i 26 daga Að sjálfsögðu verður boðið upp á kvöldverð í Tiffanys ' A Og einnig nætur- klúbbaferð til Benidorm Palace SÁ HEPPIMI ER Á LEIÐINNI í ÞÓRSCAFÉ Hótel Don Pancho Don Pancho er glæsilegasta hóteliö í Benidorm. Er það við aöalgötu bæjarins í u.þ.b. 100 m fjarlægö frá ströndinni. I öllum herbergjum er bað, útvarp, simi og svalir sem snúa út að sjó. Oll herbergin eru loftkæld. Uti er stór sundlaug og önnur minni fyrir börnin. Sólbaðsaðstaða er mjög góð. A neðstu hæð er bar og setustofur búnar glæsilegum húsgögnum. Uppi er matsalur og næturklúbbur sem býður upp á fjölbreytt skemmtiatriði og dans á hverju kvöldi. Kröfuharðir velja Don Pancho. Það gera gestir Þórs- café. Benidorm er á Costa Blanca, hvítu ströndinni, á Suðaustur-Spáni. Liggur bærinn í 42 km f jarlægð frá Alicante og i 141 km fjarlægð frá Valencia. A þrjár hliðar er hann umkringdur fjallahring sem tengist saman meö fallegri sand- strönd Miðjarðarhafsins. Benidorm er því einn veöursælasti staður Spánar og meðalárshiti er 22 stig C. ★ * * I* * ★ ★ ★★★★★★★★★ ★-k Benidorm t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.