Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Side 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvaemdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI II. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25 kr.
Fréttaskot
Enn einu sinni hefur DV brotiö upp á nýmæli í sam-
skiptum blaösins og almennings. I gær var hleypt af
stokkunum svokölluðu fréttaskoti, sem felst í því aö hver
og einn borgari getur hringt til blaösins og skotið að því
frétt eða fréttahugmynd gegn greiðslu fyrir þá þjónustu.
Sérstakur sími verður opinn allan sólarhringinn þar sem
upplýsingunum er veitt viðtaka. Blaðamenn DV munu
síðan vinna úr fréttaskotunum, og allt það, stórt eða
smátt, sem birt verður í framhaldi af fréttaskoti, verður
verðlaunað með þúsund krónum. I hverri viku verða síð-
an greiddar þrjú þúsund krónur til þess, sem skotið hefur
að blaðinu bestu fréttinni eða fréttahugmyndinni.
Tilgangur fréttaskotsins er margþættur. Fyrir það
fyrsta er þess að vænta að fréttir blaðsins verði betri og
fjölbreyttari og auki gæði þess lesefnis sem fyrir augu ber
á degi hverjum. A DV starfar stór hópur hæfra blaða-
manna sem afla frétta og miðla upplýsingum til lesenda
af dugnaði og árvekni. En þjóðfélagið er margbrotið og
margskrúðugt og útilokað að eitt dagblað geti þefað uppi
allar fréttir, hvar og hvenær sem þær gerast. Vitaskuld
hafa lesendur iðulega hringt til blaðsins og bent á frétta-
efni, en nú vill DV opna þá leið enn frekar með sérstakri
umbun fyrir áðurnefnd fréttaskot. Tengsl dagblaðs og al-
mennings eiga ekki aö vera einhliöa. Þau eiga ekki ein-
göngu að vera á þann veg að blaðið miðli lesendum.
Lesendur eiga engu að síður að miðla blaðinu af þeirri
vitneskju sem þeir búa yfir um fréttnæma atburði. Þann-
ig virka samskiptin í báðar áttir og báðum til gagns. I
nútímaþjóðfélagi getur enginn þjóðfélagsþegn verið án
dagblaðs, eins eða fleiri. En dagblað getur heldur ekki án
lesenda verið. Með lifandi tengslum, virku samstarfi og
upplýsingastreymi í báðar áttir verður blaðið gagnlegur
og ómissandi vettvangur fyrir frásagnir af atburðum líð-
andi stundar.
Þann tíma sem DV hefur verið gefið út hefur það staðið
opið öllum almenningi hvað varðar greinaskrif, lesenda-
bréf og skoðanaskipti. En það þarf einnig að vera opið
fyrir fréttir og frásagnir af atburðum, athöfnum og að-
gerðum, sem fólkið sjálft vill koma á framfæri. Frjálst og
óháð dagblað á að fletta ofan af spillingu, veita stjórn-
völdum aðhald og segja opinskátt frá misrétti og vald-
níðslu. Blaðið á einnig, og ekki síður, að geta þess sem vel
er gert, afreka og umsvifa og umbóta. Fólk á ekki að vera
feimið við að upplýsa blaðið um slík mál, til lofs eða lasts,
vegna þess að í frjálsu og óháðu dagblaði er sagan sögð,
lýðræðið framkvæmt og réttur einstaklingsins varinn.
Flokkspólitískum málgögnum og ríkisfjölmiðlum eru
takmörk sett, af ástæðum sem óþarft er að tíunda. Dag-
blaö, sem hvorki þarf að sækja línuna til flokks eða hlíta
yfirstjórn ríkisvalds, er aftur á móti málgagn fólksins,
hins frjálsa manns.
Fréttaskotið er kjörin leið, bein lína við DV sem tekur á
móti slíkum upplýsingum allan sólarhringinn. Síminn
sefur aldrei hjá okkur.
Sá sem hringir inn og vill skjóta að okkur frétta-
ábendingu, án þess að láta nafns síns getið, getur
treyst því að fyllsta trúnaðar mun verða gætt. Tilgangur-
inn er ekki sá að koma viðkomandi í klípu, heldur hitt að
fréttin sjálf komist til skila. Fréttaskotið verður þjónusta
við fólkið í landinu, vegna þess að DV er blað fólksins og
fjöldans. ebs
MINNKUM
SAMNEYSLUNA
1 Morgunblaöinu hafa undanfariö
birst greinargeröir um þróun kaup-
máttar og þjóðartekjur undanfarin
ár. Af þeim er ljóst að þjóöartekjur
eru nú minni en um margra ára
skeið, voru áriö 1983 lægri en áriö
1977. Af sjálfu leiðir aö slik tekju-
minnkun hlýtur aö koma fram í sam-
drætti, og þá ekki síst hjá ríkissjóði.
Og þaö er þess vegna ekkert undar-
legt þótt fjármálaráðherrann hafi til-
kynnt um gat í fjárlögunum, —
annað gat ekki gerst, fyrst menn
hættu aö brúa mismun tekna og
gjalda með lántökum erlendis.
Þaö er vitanlega erfiö raun fyrir
stjómmálamenn aö mæta minnk-
andi þjóöartekjum. Þeir hafa alltaf
haft tilhneigingu til þess aö skipta
kökunni eins og hún væri örlítiö
stærri en hún í raun er.
Hins vegar er þetta ekki í fyrsta
sinn sem sh'kt er gert. Magnús heit-
inn Jónsson fjármálaráðherra tókst
á viö slíkan vanda í fjármálaráð-
herratíð sinni og tókst vel. Hann
þurfti hins vegar ekki aö fást viö fal-
inn vanda fyrri ára eins og Albert
Guömundsson.
Við hvað á að miða?
Ef litið er til baka má fyllilega
bera saman tímabiliö 1967 til 1970 og
núverandi ástand i efnahagsmálum.
Meginvandamáliö nú er aö fisk-
veiöar verða mun minni en búist
hafði verið viö. En svipað ástand var
1967 eftir hrun sildarstofnanna.
Verkalýðshreyfingin tók höndum
saman með viðreisnarstjóminni þá
til þess aö leysa efnahagsvandann
eins og verkálýðshreyfingin gerir
nú. Kjarasamningar ASI og VSI voru
hófsamir og lögöu línuna. Og þaö er
hlægilegt aö halda því fram að
Dagsbrúnarsamningarnir séu utan
viö ramma ASI. Þvert á móti eru
þeir í samræmi viö meginlínuna.
Breytingarnar stafa af sérstökum
aöstæðum hér í Reykjavík, sem út af
fyrir sig er ekkert óeðlilegt aö taka
tillit til — unglingataxtinn er fyrst og
fremst áróðursmál og hefur engin
áhrif á heildarstefnu i kj aramálum.
Hrakfarir kennara í BSRB vom
ánægjulegar. Það er hins vegar
Kjallarinn
HARALDUR BLÖNDAL
LOGFRÆÐINGUR
áhyggjuefni aö þeir menn, sem eiga
að annast uppfræöslu i landinu, skuli
vera svo círóðir um efnahagsmál sem
skrif þeirra bera vitni um. Virðist
full ástæða til þess að koma kennur-
um landsins á námskeiö í hagfræði
svo að þeir tali sig ekki frá allri virö-
ingu nemenda og foreldra næst
þegar kennarasamtökin taka þátt í
umræðum um efnahagsmál
landsins.
Of mikil samneysla
Þaö ber öllum saman um aö sam-
neysla hafi aukist jafnt og þétt
undanfarin ár. A venjulegu máli
þýðir samneysla sama og skattlagn-
ing. Minnkandi skattbyröi þýðir jafn-
framt minni samneyslu.
Það er oft talað um aö mæta eigi
auknum útgjöldum ríkissjóös meö
auknum sparnaöi hjá hinum og
þessum ríkisstofnunum. AUt slíkt tal
erblekking.
Flest ríkisfyrirtæki eru nokkuö vel
rekin og aðhalds gætt. Og þaö er
mikiU misskilningur aö halda aö
fylla verði upp í fjárlagagatið meö
því að neita aö greiöa rekstrar-
kostnaö opinberra stofnana. Þessar
stofnanir þurfa tUtekna fjármuni og
hlægilegt aö skera niður t.d. gólf-
þvott eöa pappírsnotkun þegar vitað
er aö um hreinan talnaleik er að
ræöa.
Ef menn vUja í alvöru fylla upp í
margnefnt fjárlagagat án þess að
auka skatta er ekki nema ein leiö
fær. Hún er aö minnka samneysluna
skipulega.
Miða við lok viðreisnar
AUir eru sammála um að skattar
stórhækkuðu eftir lok viðreisnar-
tímabilsins. Því ekki að miða viö þá
skattbyrði sem þá var, — svona til
þess aö byrja meö. En jafnframt
verður aö færa opinbera þjónustu í
svipað horf og þá var.
Taka má einföld dæmi.
Á þeim tíma var réttilega litið á
sjúkratryggingar eins og hverja
aöra tryggingarstarfsemi og reynt
aö jafna sjúkrakostnaöinum i
landinu niður meö sjúkratryggingar-
iögjaldi sem hver og einn greiddi.
Aukinn sjúkrakostnaður leiddi tU
hækkaðra iögjalda en var ekki hluti
af heUdarskattheimtu landsins.
Menn greiddu meðul sín sjálfir í
meira mæli en nú. I dag borga menn
fast gjald án tiUits til þess hversu
mikið magn er keypt og er enginn
munur geröur á þeim sem kaupir sér
meöal vegna tilfallandi umgangs-
sóttar eöa manns sem á viö veikindi
aö stríöa. Þaö eru gífurlegar fjár-
hæöir sem ríkissjóður þarf að greiöa
vegna meðalakaupa sem miklu eöU-
legra væri aö neytendur greiddu
sjálfir.
Þá voru skólabækur aö nokkrum
hluta greiddar af foreldrum. Bækur
voru þá samdar meö hUösjón af því
að nota mætti þær ár eftir ár og ekki
gert ráð fyrir því aö börnin skrifuðu í
kennslubækumar eins og nú er gert.
Þá voru námslán innan skynsam-
legra marka en skólakerfiö miöaö
viö þaö aö nemendur gætu unnið
fyrir námskostnaöi aö verulegu leyti
í sumarleyfum sínum.
Þá var byggðastefna stunduð af
skynsemi. Meira treyst á að heUbrigt
atvinnuh'f í þorpum landsins stuðlaöi
aö bættum hag sveitarinnar heldur
en skattpeningi væri sóaö til þess að
byggja sjúkrahús sem standa auö
(Patreksfjörður), skóla sem standa
auðir (Krísuvík) eöa leggja raf-
magnslínur í tómri vitleysu.
Enda var þá tekjuafgangur hjá
ríkissjóði, góð lífskjör hjá almenn-
ingi, sjóðir landsmanna fulUr og
verðbólga í lágmarki.
„Það eru gifurlegar fjárhæðir sem rikissjóður þarf að greiða vegna
meðalakaupa sem miklu eðlilegra væri að neytendur greiddu sjálfir. "
HH „Og þaö er mikill misskiiningur að halda
^ að fyllt verði upp í fjárlagagatið með því
að neita að greiða rekstrarkostnað opinberra
stofnana.”
Kjallarahöf undar, athugið:
Hafid greinamar stuttar
Kjallarahöfundar eru beðnir að athuga að greinar þeirra séu ekki lengri
en 600— 700 orð eða sem svarar um tveimur vélrituðum A4 blöðum. DV
áskilur sér rétt til að stytta eða hafna lengri greinum.
-HH.